Morgunblaðið - 02.02.1985, Page 25

Morgunblaðið - 02.02.1985, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1985 25 Portúgal: Átta sprengingar hry ðj uver kamanna Beja, Portúgal, 1. febrúar. AP. VINSTRI sinnaðir hryðjuverkamenn í Portúgal hafa lýst yfir ábyrgð sinni á 8 sprengingum í borginni Beja í suðurhluta Portúgal. í sprengingun- um, sem áttu sér stað í morgun, eyði- lögðust 18 bílar í eigu vestur-þýzkra hermanna, sem hafa bækistöð í grennd við borgina. Einn maður slasaðist lítillega að sögn portú- gölsku lögreglunnar. Nokkrum klukkustundum síðar fannst skrifleg orðsending í rusla- tunnu í Lissabon. Þar stóð, að samtök þau, sem ganga undir nafninu FP-25, hefðu staðið að sprengingunum og með þeim væri verið að krefjast þess, að herstöð- inni yrði lokað og þýzku hermenn- irnir færu burt. Samtök þessi bera ábyrgð á þremur morðum auk margra sprengjutilræða og bankarána í Portúgal á undanförnum fimm ár- AP/Símamynd Jóhannes Páll páfi við komuna til Guayaquil þar sem hann dvaldi með borgarfátæklingum í gær. Páfi lýsir samstöðu og ást á fátækum LaUcunga, Kkvador, 1. febrúar. AP. JÓHANNES Páll páfi annar heimsótti El Guasmo-fátækrahverfið í stærstu borg Ekvador, Guayaquil, i dag og lýsti „áhuga, samstöðu og ást sinni" á borgarfá- tæklingum. Heimsókn páfa til Ekvador lýkur í dag, en hann er á tveggja vikna ferðalagi um rómönsku Ameríku. E1 Guasmo er dæmigert fátækra- hverfi í rómönsku Ameríku og búa þar 300.000 manns. Fögnuðu íbú- arnir páfa innilega, einkum er hann hvatti ríkisstjórnir rómönsku Am- eríku til að leita meira félagslegs jafnvægis og sýna fátækum meiri samstöðu. Hvatti hann íbúana til að hafna arðráni, en einnig öfga- stefnum, sem hefðu aðeins í för með sér hatur, hefnd og guðleysi. í gær hlýddu tugþúsundir indí- ána á Jóhannes Pál páfa annan flytja ræðu við rætur Latacunga, hæsta eldfjalls veraldar, þar sem hann lét m.a. nokkur orð falla á hinni fornu tungu inka. Páfi hvatti indiánana, sem talið er að hafi verið um 250 þúsund, þar af margir langt að komnir gang- andi, til að varðveita menningar- arfleifð sína og gildismat. Hann kvaðst hafa vitneskju um þau fjöl- mörgu vandamál, sem þeir ættu við að stríða, s.s. hina útbreiddu of- drykkju, sem væri að lama þrek þeirra. Leiðtogar indíána áttu einnig við- ræður við páfa og báðu þeir hann að beita sér fyrir umbótum á kjörum þeirra, sem eru mjög bág. fbúar í Ekvador eru 8,4 milljónir að tölu og teljast um 35% þeirra til ýmissa ættflokka indíána. Ver lýsir sakleysi Maníla, 1. febrúar. AP. FABIAN C. Ver yfírmaöur herafía Filippseyja og 25 aör- ir sakborningar, sem sakaöir eru um samsæri um að ráöa Benigno Aquino leiðtoga stjórnarandstöðunnar og annan mann af dögum, komu fyrir dóm í dag þar sem þeim var lesin ákæran í málinu. Sakborningar lýstu allir sak- leysi sínu fyrir dómara, sem ákvað að réttarhöld yfir þeim skyldu hefjast næstkomandi fimmtudag. Voru sakborningarn- ir allir borgaralega klæddir og er Ver gekk síðastur þeirra í salinn risu hinir upp. Heilsaði hann að hermannasið. Ver lýsti síðar sakleysi sínu og kvaðst fagna því að málið fengi venjulega dómsmeðferð. Flestir sakborninganna eiga yfir höfði sér dauðadóm, reynist þeir sekir. Veður víða um heim Laagst Akurayri Amsterdam Aþena Barcelona Berlin Brussel Chicago Dublin Feneyjar Frankfurt Genf Helsínki Hong Kong Jerúsalem Kaupm.höfn Las Palmas Lissabon London Los Angeles Lúxemborg Malaga Mallorka Miami Montreal Moskva New Yorfc Osló Paris Peking Reykjavík Rio de Janeiro 21 Rómaborg +1 Stokkhólmur-10. Sydney 18 Tókýó +1 Vínarborg 2 Þórshótn 6 5 4 2 +7 9 5 +3 13 5 3 7 10 6 20 +13 +17 +5 +10 9 +2 Haast +15 8 14 15 6 10 +2 12 6 9 1Ö +3 19 9 4 21 17 13 18 7 17 14 23 +8 +5 1 +4 13 7 +11 30 17 1 23 13 5 +2 rigning heiðskírt hálfsk. rigning skýjaó skýjaó skýjað heiðskírt rigning skýjað heiðskírt rigning skýjað heióskírt heiðskirt skýjað heiðskírt súld heiðskirt þokum. heiðskírt skýjað heiöskírt skýjaö skýjaö skýjaö heiöskírt létts. skýjaö heiöskirt snjók. skýjaö heiöskírt skýjaö skýjaö Arnarflug tilkynnir brottför flugs 43o til Sviss opnar leið til jÆt 40 skíðastaða Vetraráætlun Arnarflugs til Zurich, í Sviss, hófst í morgun og verður flogið þangað einu sinni í viku, á laugardögum. Með því opnast ýmsir nýir möguleikar, til dæmis fyrir skíðafólk, því Zúrich er næsti alpjóðaflugvöllur við yfir fjörutíu skíðastaði í Sviss, Austurríki og Liechtenstein. Margir skíðamenn vilja skipu- leggja sjálfir sínar ferðir og til dæmis heimsækja tvo eða jafnvel fleiri skíðastaði. Þá er kjörið að fljúga til Zúrich með Arnarflugi og fara svo áfram með rútu eða lest, eða þá að kaupa „flug og bíl". Með því að fljúga í áætlunarflugi er líka hægt að tengja skíða- ferðina viðskiptaferð eða ARNARFLUG Lágmúla 7, sími 84477. öðru ferðalagi í Evrópu, því það eru engar takmarkanir eða skilmálar um tímalengd eða annað. Flug og bíll, verð frá kr. 17.012 (miðað við fjóra í bíl í viku)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.