Morgunblaðið - 02.02.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.02.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1985 27 Daily Express um sovésku flaugina: Heimildirnar eru traustar London, 1. febrúar. AP. BRESKA BLAÐIÐ The Daily Express sagði í dag, að frétt þcss um, að sovésku flauginni, sem fannst í Finnlandi, hefði vegna mistaka verið stefnt á Ham- borg eða Bremen í V-Þýskalandi, væri höfð eftir heimildum innan sovéska flughersins. Yfirvöld í Bonn, Washington og London vís- uðu fréttinni í The Daily Express á bug sem þvættingi en blaðið kveðst í dag treysta heim- ildamönnurn sínum fullkomlega en þeir segja, að tölva flaugarinnar hafi verið mötuð á röngum leiðarskipunum. Segir blaðið, að ekki hafi komið á óvart þótt stjórnirnar í fyrrnefndum borgum hafi hafnað fréttinni, því að það sé í þágu beggja. Vestur- sem Austurveldanna að gera sem minnst úr málinu. „Af misgáningi voru tölvunni gefnar leiðar- skipanir, sem nota á í styrjöld, en þegar sovésku sérfræðingarnir sáu það af hraða flaugarinnar og stefnu, að hún stefndi annaðhvort á Hamborg eða Bremen í Vestur-Þýskalandi, skutu þeir hana niður,“ sagði The Daily Express og bætti því við, að varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna og Sovétríkjanna hefðu unnið að því saman að halda mistökunum leyndum til að spilla ekki væntanlegum viðræðum ríkjanna í Genf. Hefðu Bandaríkjamenn einnig beðið Norðmenn að haf- ast lítt að. Caspar Weinberger, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði á fundi með utanríkis- málanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í gær, að Sovétmenn hefðu sjálfir skotið niður flaugina, sem fannst í Finnlandi. „Þetta sýnir, að til er varnarkerfi gegn slíkum flaugum," sagði ráðherrann. Forsíða Daily Express sl. fimmtudag þar sem þvf var haldið fram aö sovéska flaugin hefði stefnt i Ham- borg í Vestur-Þýskalandi. Tveimur stundum eftir að fundinum lauk dró bandaríska varnarmálaráðuneytið þessi um- mæli Weinbergers til baka og sagði að það hefði ekki verið ætlun ráðherrans „að staðfesta hina ósönnu frétt bresks blaðs". „Stefnum ótrauðir fram og fylgjum fast eftir okkar mikla leiðtoga, Mao Tse-Tung,“ hrópuðu kfnverskir hermenn irið 1969 og lögðust til sunds í Yangtze-fljóti að hætti formannsins. f þeim efnum er nú farið að þjóta á annan veg í fjöllunum Alltaf lækkar risið á Mao Peking, 1. febrúar. AP. RAUÐI fininn, milgagn kínverska kommúnistaflokksins, fór í dag hörðum orðum um Maó formann og var nú f fyrsta sinn ráðist i einn af hornsteinum kenningar hans um kommúnískt ríki f grein í Rauða fánanum, sem dagsettur er í dag, 1. febrúar, er því haldið fram, að kommúnism- inn sé ekki lausn á öllum vanda- málum landsmanna nú um stundir og að Kínverjar verði að „slást i för með tímanum", en það er eitt megininntakið í þeim efnahags- legu umbótum, sem nú er stefnt að. Maó formaður kenndi, að „fyrst skyldi brjóta niður og síðan byggja upp“, uppræta gamla þjóð- félagskerfið til að ryðja brautina fyrir sósíalismann, en i greininni er þessari uppskrift vísað út i ystu myrkur. „Þarna skjátlaðist félaga Mao Tse-Tung hrapallega vegna þess, að kenningin var alls ekki í sam- Kína. ræmi við sögu flokksins," sagði Rauði fáninn og er þetta í fyrsta sinn, sem ein af meginkenningum hans er vefengd. Að öðru leyti fjallaði greinin i Rauða fánanum mest um Karl Marx og sagði þar, að kenningar hans væru gallaðar og ekki allar fallnar til eftirbreytni. „Ef við gleypum kenningu hans hráa, sneiðum af hælnum til að fóturinn komist í skóinn, dögum við uppi sem kreddutrúarmenn, alls ófærir um að ráða fram úr vandamálum nýrra tíma. Marx- isminn er visindakenning og í vís- undunum er allt á hverfanda hveli.“ VERKSMIÐJU Á { 26. janúar — 3. febrúar Þú getur gert hörkugóð kaup á Álafoss-útsölunni. Þar færðu fallegar vörur á einstöku verði: Fatnað, band, værðarvoðir, gólfteppi, dúka, mottur, áklæði og gardínur. Opiðsunnudag frá kl. 10.00 til 18 í M^bfoss Mosfellssveit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.