Morgunblaðið - 02.02.1985, Side 51

Morgunblaðið - 02.02.1985, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1985 51 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FOSTUDAGS 7 uJtW'íj Frí .sýningu á Litlu hryllingsbúðinni en aö mati bréfritara er hún hin besta skemmtun. upphafi. Lék það alveg snilldar- lega. Hin gervin öll voru ágæti og kom hann þeim vel til skila. Nú, svo var það Auður II. Hennar þáttur var kannske sá stórkostleg- asti og þeir tveir aðilar sem „léku“ hana eiga heiður skilið. Þýðingin var góð, oft á tíðum skemmtilega staðfærð og söng- textar féliu vel að öllu hinu. Hljómsveitin ágæt en svolítið há- vær, en það tilheyrir víst. Svið- setningu, leikstjórn og þess háttar hef ég ekkert vit á en í einu orði sagt, ég skemmti mér alveg stór- kostlega og fór heim ánægður og í góðu skapi, bjartsýnn á að kannski væri Gamla bíó ekki alveg glatað. Kærar þakkir fyrir góða skemmtun. Eftirmáli Ég fór að sjá þessa sýningu á laugardagskveldi kl. 9 og fékk í kaupbæti stórkostlega tízkusýn- ingu hvað hárgreiðslu og fatnað snertir, því 90% af áhorfendum voru ungt fólk. Klæðnaðurinn, maður minn! Og hárgreiðslurnar, vá! Alveg frá því svæsnasta upp í það að vera klippt út úr tízkublaði. Strákur í pelsinum af henni ömmu sinni með einn eyrnalokk, sumir með hárið litað í íslensku fánalit- unum, hálfsíðir kjólar, túberað hár, snoðað hár í vöngum, hvítir smokingjakkar, svartir samfest- ingar með hvíta hanska o.s.frv. Hugmyndafluginu virtist engin takmörk sett. Allt þetta unga fólk kom fram með glaðværð og kátínu en fyllstu kurteisi. Mikið var þó af tómum pottvínflöskum hingað og þangað, vottur um hina nýju vín- „menningu" og væntanlega aukn- ingu á skorpulifur. Jóhannes Proppé, 5091-6774. „Hjálpum að verma króknandi sál“ Skeggi Skeggjason skrifar: Það sannaðist svo ekki verður um villst hvað við íslendingar búum vel, hversu mikið er víða óselt á borðum er ýmsum mark- aðssölum lýkur, þótt nýr og góð- Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til fostudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafn- leyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. ur fatnaður sé þar boðinn fyrir lítið. Svo var það og í Templara- höllinni á sunnudaginn var og jafnvel hefði spurningunni: „Hvað gerið þið við þetta?" sum- staðar verið svarað svo, að því yrði bara fleygt. Vitanlega var ekki hætta á sliku hjá templurum, sem senda það eins og annað til Póllands. Einum aðdáanda sem gekk þarna um, er þetta starfsglaða fólk var að brjóta saman þennan fallega fatnað, beint úr búðar- hillunum, var raulað fyrir munni sér: Hvar sem að labbar þú lífs um stræti líttu til þeirra sem eru í neyð, engu sem notast þar öðrum gæti ættir að henda á þinni leið. Kuldinn sem næðir um lífsins lendur er lífi allra þjóðanna mál, ég blessa ykkur þær hlýju hendur sem hjálpa að verma króknandi sál. Óréttlátar launahækkanir N.N. hringdi: Ég er sammála H.S. sem skrif- ar í Velvakanda þann 16. þ.m. þar sem talað er um óréttlátar launahækkanir. í framhaldi af því dettur mér í hug hvort að við sem vorum fyrir neðan 13. launaflokk ættum ekki að ganga á fund fjármálaráðherra og ræða um þetta við hann. í samningaviðræðunum í haust sagðist hann vera reiðubú- inn að bæta kjör þeirra lægst- launuðu en samninganefndin virðist hafa hugsað eins og kjaradómur, þ.e. að þeir sem hærri eru skulu hækka mest. IJmrædd forsíðumynd á tímaritinu Storð. Vorum með fasta- landið í huga Kæri Velvakandi. Einn athugull lesandi okkar hefur í þessum dálkum sett út á þá staðhæfingu í nýjasta tölublaði Storðar, að bærinn Harðbakur á Melrakkasléttu, sem prýðir for- síðu blaðsins, sé nyrsta hús á ís- landi. Segir lesandinn að tvö göm- ul eyðibýli, Skinnalón og Rif, standi norðar — að ógleymdri sjálfri Grímsey. Við viljum því nota þetta tæki- færi til að skýra, að hér vorum við með fastalandið í huga. í annan stað lögðum við ekki „hús“ og „eyðibýli" að jöfnu. Að okkar mati er „hús“ bygging í brúklegu ástandi og í notkun sem mannabú- staður. Að Harðbak er búið þrjá mánuði á ári, en Skinnalón og Rif eru nú rústir einar. Með þökk fyrir birtinguna, Aðalsteinn Ingólfsson, ritstj. Storðar. ,5kíöa- kynning Halldór Matthíasson, skíðagöngu- garpurinn landskunni, leiðbeinir við- skiptavinum um val á gönguskíða- búnaði í versluninni I DAG LAUGARDAG FRA KL. 11—15 ▲▲ FI5CHER TYROLIA PACHSTEIN adidas ^ TOPPmerkin í ikíðavörum öpíð d áucc^arida^um ÞEKKING - REYNSLA - ÞJÓNUSTA FALKINN 105 REYKJAVÍK SUÐURLANDSBRAUT 8 - SÍMI 91-84670

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.