Morgunblaðið - 13.02.1985, Side 7

Morgunblaðið - 13.02.1985, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 1985 7 l»ór Magnússon, þjóðminjavörður, þakkar fyrir beislisádrátt, sem Reynir Guðmundur Ólafsson sýnir Reyni hvaða munur er á milli beislisádráttar- Grétarsson, 12 ára frá Blönduósi, afhenti Þjóðminjasafninu. Á milli ins, sem hann afhenti safninu og þeirra, sem safnið átti fyrir. þeirra stendur Guðmundur Olafsson, safnvörður á I>jóðminjasafninu. Beizlishnúðurinn frá Hofi afhentur Þjóðminjasafninu: Staðurinn „Viö vorum að smala fjallið og ég stóð í hliði við veginn til aö beina rollunum þar í gegn, þegar amma bað mig um að færa mig ofar í fjallshlíðina. Ég hljóp af stað og þá sá ég allt í einu eitthvað iiggja efst á litlum moldarhól og runnu tveir lækir hvor sínu megin við hólinn," sagði Reynir Grétarsson, 12 ára frá Blönduósi, þegar hann afhenti l>ór Magnússyni, þjóðminjaverði, og Guðmundi OLafssyni, safnverði, beislisádrátt, sem hann fann síð- astliðið haust skammt frá Hofi í Vatnsdal. „Það er ekki mikið til af mun- um frá þessum tíma hér í safn- inu,“ sagði Þór Magnússon, „en þessi beislisádráttur er sennilega athugaður nánar næsta sumar frár 11. eða jafnvel 10. öld, og er- um við ákaflega þakklát fyrir að fá hann í safnið." „Við verðum að athuga staðinn næsta sumar og ganga úr skugga um það hvort hér hafi verið um fund úr kumli að ræða,“ sagði Guðmundur Ólafsson. „Beislis- ádrátturinn er með munstri, samsett úr mörgum hringjum og hefur sennilega verið innlagt með silfri, en er núna mjög dökkur að lit. Reynir hefur greinilega augun hjá sér úr því að hann kom auga á hann ofan á dökku moldarbarði." Við nánari athugun kom í ljós að ekki var til í safninu annar Beislisádrátturinn sem Reynir afhenti Þjóðminjasafninu. beislisádráttur af sömu gerð og sá sem Reynir fann. Björn Þrándur Björnsson Doktor í líf- eðlisfræði HINN 25. janúar sl. varði Björn Þrándur Björnsson ritgerð sína „('alcium Balance in Teleost Fish: Views on Endocrine control“, við opinbera athöfn við Gautaborgar- háskóla. Aðal andmælandi hans var lan W. Henderson prófessor í lífeðl- isfra'ði við háskólann í Sheffield. Björn Þrándur Björnsson f. 1. ágúst 1952, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík, náttúrufræðideild, árið 1971, og BS-prófi í líffræði við Háskóla ís- lands árið 1974. Hann lauk fram- haldsverkefni við Gautaborgarhá- skóla 1977 og stundaði síðan dokt- orsnám í dýralífeðlisfræði við sama skóla frá 1978 til 1985. Að venju hefur doktorsritgerð hans verið gefin út af Gautaborgarhá- skóla. Björn Þrándur Björnsson er sonur hjónanna Ásgerðar Búa- dóttur og Björns Th. Björnssonar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.