Morgunblaðið - 13.02.1985, Síða 29

Morgunblaðið - 13.02.1985, Síða 29
MÓRGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÓAR1985 29 Talsmaður pólsku stjómarinnar: Yfirvöld fara ekki með ófriði á hendur kaþólsku kirkjunni Símamynd/AP Andreas Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, leggur blómsveig að minnismerki óþekkta hermannsins í Kreml á þriöjudag, en hann hefur undanfarna daga verið í opinberri heimsókn í Sovétríkjunum. Chernenko sjúkur og hittir ekki Papandreou í Moskvuför Moskvu, 12. rebrúar. AP. SOVÉSKIR embættismenn aflýstu í dag fundi sem átti að vera síðdeg- is milli Chernenko, forseta, og Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, sem er í opinberri heimsókn í Sovétríkjunum. Talsmaður grísku stjórnarinn- ar sagði að fundinum hefði verið aflýst vegna veikinda Chern- enko. Skömmu áður hafði sov- ézkur embættismaður sagt, að Chernenko væri ekki í Moskvu, hann væri í leyfi úti á landi og myndi ekki hitta Papandreou. Papandreou ræddi við Tikh- onov, forsætisráðherra, í Kreml á þriðjudagsmorgun og voru meðal annars rædd gagnkvæm viðskipti og almenn samskipti. Tass-fréttastofan sagði ekki nánar frá fundunum, en tals- maður grísku gestanna bætti því við, að Papandreou og fylgdar- menn hans myndu meðal annars ræða um áform sem eru uppi um að Sovétmenn aðstoði Grikki við að reisa álverksmiðju í Grikk- landi og sömuleiðis um viðgerð- armál á sovézkum skipum, sem leita á grískar hafnir. Þrír í fangelsi fyrir morðið á frú Gandhi Varsjá, 12. febrúar. AP. TALSMAÐUR pólsku stjórnarinnar, Jerzy Urban, neitaöi því í dag, að yfirvöld færu með ófriði á hendur kaþólsku kirkjunni. Hins vegar hefðu herskáir prestar í þjónustu kirkjunnar gerst sekir um „glæp- Ben Abruzzo Belgfari fórst í flugslysi Albuquerque, 12. febrúar. AP. BEN Abruzzo, einn þremenn- inganna, sem fyrstir flugu yfir Atl- antshafið í loftbelg, fórst í gær ásamt konu sinni og fjórum öðrum, er tveggja hreyfla flugvél þeirra fórst í nágrenni flugvallar. Sexmenningarnir voru á leið í skíðafrí í Aspen í Colorado. Óljóst er hvað olli slysinu, en flugvélin virðist hafa komið niður á hrað- braut og hafnað síðan utan vegar, þar sem hún brann. Abruzzo, sem var 55 ára, flaug yfir Atlantshafið ásamt Maxie Anderson og Larry Newman í loftbelgnum Double Eagle II árið 1978. Lentu þeir nærri Parísar- borg eftir 5.000 km flug. Árið áður reyndu Abruzzo og Anderson slíkt flug á belgnum Double Eagle, en nauðlentu útaf ísafjarðardjúpi. Anderson og annar kunnur bandarískur belgfari, Don Ida, fórust í Vestur-Þýzkalandi 1983 er þeir tóku þátt í belgflugkeppni. Abruzzo, Newman og tveir aðrir menn flugu loftbelg yfir Kyrra- hafið, Double Eagle V, síðla ársins 1981 og urðu þar með fyrstir til að sigra það hafsvæði í loftbelg. Flugu þeir frá Nagashima í Japan og brotlentu í óveðri í Kaliforníu fjórum sólarhringum seinna. samlegar árásir“ á hið kommúníska þjóðskipulag í landinu og gætu því átt á hættu að þurfa að svara til saka fyrir það. Talsmaðurinn sagði, að tveir af leynilögreglumönnunum fjórum, sem nýlega voru fundnir sekir um morðið á séra Popieluszko, hefðu lagt fram beiðni um styttingu á 25 ára fangelsisdómum, er þeir hefðu hlotið. Urban bætti við, að veigamiklar breytingar hefðu verið gerðar á deild þeirri í innanríkisráðuneyt- inu, sem fjórmenningarnir hefðu starfað í. „Deildinni hefur verið skipt í tvennt og nýir yfirmenn skipaðir," sagði hann. Urban staðfesti, að Zenon Plat- ek hershöfðingi, fyrrum yfirmað- ur deildarinnar, og Leszek Wolski, ofursti í Varsjárlögreglunni, væru ennþá frá störfum, en neitaði að fara nánar út í þá sálma. Veður víða um heim Lagtl Hastl Akuroyri 1 hálfsk. Amiterdam +a +4 heióskírt Aþena 12 16 skýjað Barcelona 17 skýjaó Berlín +1« +10 heiðskirt Brössel +15 +4 heióskírt Chícago +4 +3 snjók. Dublin +4 1 heiðskirt Feneyiar 1 heióskirt Frankfurt +14 +6 heióskirt Qenf +4 +2 skýjað Helsmki +13 +11 skýjað Hong Kong 15 17 rigning Jerúsalem 6 18 skýjað Kaupm.hötn +14 +« heióskirt Las Palmas 21 Mttskýjaó Lissabon 15 18 rigning London +4 1 heiðskirt Los Angeles 10 27 heióskírt Lúxemborg +8 heiöskirt Malaga 21 skýjað Mallorka 16 skýjaö Miami 20 23 heiöskfrt Montreal +20 +13 skýjaó Moskva +20 +18 snjók. New York +2 5 rigning Osló +17 +14 heióskirt Paris +7 +1 heiðskírt Peking +5 3 heiöskírt Reykjavik 3 skýjaó Rio de Janeiro 22 36 skýjaó Rómaborg 9 15 rigning Slokkhólmur +17 +11 heióskírt Sydney 16 24 skýjað Tókýó 5 10 skýjaö Vínarborg +14 +5 heiðskírt Þórshöfn 2 alskýjað Nýju Delhí, 12. febrúar. AP. ÞRIR Síkhar, sem hafa verið form- lega ákærðir fyrir samsæri um að ráða Indiru Gandhi forsætisráðherra af dögum, voru í dag settir f fangelsi, þar sem þeir munu dúsa unz þeir verða leiddir fyrir rétt. Mennirnir þrír, Satwant Singh, Balbir Singh og Kehar Singh, eiga dauðadóma yfir höfði sér. Satwant Singh var einnig ákærður fyrir morð. Að sögn lögreglu gerðu síkharn- ir þrír og meintur aðaltilræðis- maður, Beant Singh, með sér sam- særi um að myrða frú Gandhi til að hefna þess að indverski herinn vanhelgaði Gullna musterið, mesta helgidóm síkha, með árás sinni á það í júní í fyrra. Víkingahermenn skutu Satwant Singh og Beant Singh til bana eft- ir morðið á frú Gandhi 31. októb- er. Þeir voru báðir úr lífverði frú Gandhi. Beant Singh beið bana, en Satwant Singh særðist alvarlega. Lögreglan segir að tveir hinna meintu tilræðismanna, Balbir Singh og Beant Singh, hafi verið sammála um að fálki, sem þeir sáu á grein í september, hefði fært „boð frá 10. lærimeistara síkha (Gobind Singh) um að hefna árás- ar hersins." í skýrslu lögreglunnar er þess ekki getið að samsærið hafi notið stuðnings erlendis frá. Sonur frú Gandhi og arftaki, Rajiv Gandhi, hefur sagt að tilræðið hafi verið liður í víðtæku samsæri, sem hafi tengt anga sína til annarra ríkja. Lögfræðingur Satwant Singh hefur kvartað yfir því að skjól- stæðingur sinn hafi verið hafður í einangrun í fangaklefa, sem geti ekki talizt mannabústaður. S.L. Khanna dómari hefur fyrir- skipað að síkharnir þrír verði í fangelsi til 25.febrúar þar til rétt- arhöld hefjast. Búizt er við að þau fari fram fyrir luktum dyrum. GÓÐUR - ÓDÝR - LIPUR - SÆLL AFBRAGÐ Opnum kl. 11.30 SÝNISHORN ÚR MATSEÐLI Aligrísarifjasteik (flæskesteg) að dönskum hætti. Kr. 310.- Borðapantanir í síma 18833. ARHARliÓLL Hvíldarstaður í hádegi höll að kveldi Velkomin 8 8 o > <

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.