Morgunblaðið - 13.02.1985, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 1985
Blaðamaður Morgunblaðsins á ferð um Eþíópíu — III grein
Sjö manna íslensk fjölskylda í Eþíópíu:
í SVÖRTUSTU Afríku, suörí Konsó-sýslu í Gamo
Gofa-fylki Eþíópíu, býr sjö manna íslensk fjöl-
skylda. Það eru kristniboðshjónin og kennararnir
Ingibjörg Ingvarsdóttir frá Reykjavík og Jónas
Þórisson frá Akureyri og fimm dætur þeirra, á
aldrinum 6—14 ára. Þau hafa verið í Eþíópíu í níu
ár rúm samtals, komu fyrst fyrir tólf árum en voru
svo heima í hálft annað ár. Þau eru væntanleg
heim eftir 18 mánuði, en finnst ekki ólíklegt að
hjartað verði eftir í Afríku.
„Hjartað verður
eftir í Afríku“
— segir Jónas Þórisson, kristniboði í Konsó
Hulda Björg og Hrönn með ungum nemanda í skólanum í Addis.
Ber er hver aö baki...
Hanna Rut og Þóra Björk hjálpast að í mörg hundruð kílómetra fjar-
lægð frá pabba og mömmu.
Jónas var mjög þægilegur ferða-
félagi íslenskra fréttamanna á
ferð um Eþíópíu á dögunum. Hann
talar reiprennandi amarísku,
ríkismálið, og þekkir siði og háttu
landsmanna. Kristniboðið er einn-
ig hjálparstarf og þegar við sett-
umst niður í ferðalok þótti við
hæfi að spyrja Jónas fyrst um mat
hans á ástandinu og hjálparstarf-
inu í Eþíópíu: — ber það árangur?
Hjálp íslendinga
kemst öll til skila
„Ég held að mér sé óhætt að
fullyrða að allt þetta starf, sem
við höfum séð, það ber árangur.
Það er geysilega mikið starf í
gangi í norðurhluta landsins, í
Tigre og Wollo og norðurhluta
Shoa. Sömuleiðis er mikið unnið
sunnar í landinu, í Bale, Sidamo
og Gamo Gofa, þar sem ég þekki
best til. Það er enginn vafi á þvi að
stærstur hlutinn af hjálpinni
kemst til skila. Það er vitaskuld
við ýms vandamál að etja, við sem
erum mitt í þessu starfi vildum
gjarnan að það gengi fljótar og
betur en það gerir en það fá millj-
ónir af fólki mat og aðra hjálp,
milljónir manna sem annars
hefðu ekki neitt."
— Hjálparstarf íslendinga er þá
af hinu góða — við erum ekki að
senda íbúum þessa lands ein-
hverja vitleysu, viðvarandi hung-
ursneyð?
„Nei, það er engin vitleysa.
Hjálp íslendinga hefur komið að
mjög góðum þörfum. Við sem
vinnum hér allan ársins hring er-
um mjög þakklát Hjálparstofnun
kirkjunnar og íslendingum al-
mennt, sem hafa lagt svona mikið
af mörkum og munu kannski láta
enn meira af hendi rakna í fram-
tíðinni. Hér eru milljónir manna,
sem líða mikla neyð. Hvað sem
sagt verður um stjórnarfar eða
einangruð dæmi úr skipulagi
hjálparstarfsins þá er það skylda
okkar, sem vinnum hér og lifum,
að reyna svo lengi sem hægt er að
hjálpa þeim sem líða. Ég get full-
vissað þig og alla um að sú hjálp
sem berst að heiman kemst til
skila á mjög góðan hátt. Það er
mikil þörf fyrir mjólkurduftið,
sem þegar hefur verið sent til
Konsó og norður á bóginn og nú
skilst mér að meira mjólkurduft
sé á leiðinni með skipi. Það er eng-
in hætta á að þetta fari ekki til
þeirra, sem á þurfa að halda. Við
erum líka þakklát fyrir að kirkjan
vildi senda hingað fólk — þau sem
ég hef séð af hjálparliðunum líta
út fyrir að vera mjög dugmikið og
gott fólk.“
Hvað borðar herinn?
— Nú ókum við þvert yfir Er-
itreu og sáum mikinn herafla. Tíu
þúsund hermenn passa veginn og
eitthvað þurfa þeir að borða.
Hvaðan kemur allur sá matur?
„Jú, það fer mikill matur í að
fæða herinn. Það eru ekki bara
þessir tíu þúsund heldur fleiri
hundruð þúsund. En það mun vera
svo, að stærstur hluti matar hers-
ins kemur frá því, sem menn
rækta í þessu landi. Ef þú átt við
hvort einhver hluti hjálpargagn-
anna fari í herinn ... ? “
... einmitt...
„ ... ja, þá hefur verið haldið
fram að það hafi komið fyrir. Ég
hef engar sannanir í höndunum
fyrir því en um það hafa gengið
sterkar sögusagnir. Það sem mun
hafa gerst, og blásið hefur verið
út, eru dæmi um að hingað hafa
borist matarsendingar, matur,
sem er framandi hér. Stjórnin
hefur tekið þann mat fyrir her-
menn sína en látið í staðinn mat,
sem auðveldara er að deila út
meðal einstakra þjóðflokka, hirð-
ingja til dæmis. Til dæmis má
nefna hrísgrjón, sem ekki eru
þekkt hér eða borðuð. Hvort þessi
matarskipti fara nákvæmlega
svona fram veit ég ekki, það ganga
um þetta ýmsar sögur. En lendi
eitthvað í klónum á hernum þá er
það ekki hjálp, sem kemur frá
okkur heima á fslandi eða öðrum
Norðurlöndum. Sú hjálp fer til
þeirra, sem á þurfa að halda."
— Það fer ekkert framhjá
manni að hér er herstjórn og
gríðarlegt skrifstofubákn. Hvern-
ig er að vera kristniboði undir
þessu skipulagi?
„Auðvitað veldur það ákveðnum
vanda að stjórnin í landinu er
marxísk-lenínísk, og hefur að yfir-
lýstu markmiði að koma á hörðum
sósíalisma þar sem kirkjan hefur
ekki hlutverk. Það er ljóst að
starfsaðstaða kirkjunnar þrengist
og hún hefur verið að þrengjast
eftir byltinguna. Kirkjum hér hef-
ur verið lokað og kristnir menn
ofsóttir síðustu árin og eru enn
þann dag í dag. Þetta er að vísu
afskaplega mismunandi eftir hér-
uðum, á einum stað getur ástandið
verið slæmt eitt árið en svo linast
tökin það næsta. Yfirvöld vilja
helst að kirkjan sinni eingöngu al-
mennum hjálpar- og mannúðarm-
álum en ekki boðuninni, sem þó er
frumköllun kirkjunnar. Fagnaðar-
erindið er ekki aðeins boðað í orði
heldur einnig í verki með því að
hjálpa þeim sem minna mega sín
og líkna þeim sem líða.“
Trúarlegar ofsóknir
— Hafið þið í Konsó orðið fyrir
pólitískum átroðningi eða ofsókn-
um?
„Ekki við kristniboðarnir en
okkar innfæddu starfsmenn eru
undir miklum þrýstingi. Ekki alls
fyrir löngu voru tveir safnaðaröld-
ungar hnepptir í varðhald vegna
trúar sinnar. Auðvitað er það ekki
hin opinbera kæra heldur eru þeir
sakaðir um að hafa safnað saman
fólki, halda fundi og samkomur.
Ferðafrelsi predikara okkar og
présta er heft beint og óbeint. Þeir
lifa í óvissu um hvað gerist ef þeir
fara út í hérað. Yfirvöld vilja ekki
segja afdráttarlaust að það sé
bannað að ferðast um á tilteknum
svæðum en það er látið að því
liggja, að kannski verði menn
handteknir ef þeir fari. Eins og ég
nefndi áðan hafa kirkjur verið
brenndar og eyðilagðar eða þær
verið teknar undir annað. Öll
kirkjuleg starfsemi á undir högg
að sækja."
— Hvernig var þetta fyrir bylt-
inguna ’74?
„Þá var þetta með öðrum hætti.
Svo langt aftur sem ég man, 12 ár,
var kirkjan frjáls að starfa að
sinni boðun og öðru hjálparstarfi.
Auðvitað var það innan ramma
þágildandi laga — boðunarstarfið
var óhindrað en allt annað hjálp-
Jónas í hitasvækju við Rauðahafið.
arstarf varð að fara fram í sam-
vinnu við yfirvöld eins og er enn.
Starfið fyrir byltinguna var alls
ekki erfiðleikalaust, langt í frá.
Menn voru líka ofsóttir á þeim
tíma af héraðshöfðingjum eða ein-
hverjum öðrum, sem vildu sýna
vald sitt. En þá var alltaf mögu-
leiki að áfrýja vandamálum og
dómum lengra upp, jafnvel allt til
hæstaréttar hér í Addis. Áður
voru menn kannski á móti kirkj-
unni vegna þess að hún kenndi
fólki að lesa og skrifa og þá var
ekki lengur hægt að halda því
niðri í vanþekkingu og stela af því
peningum eða korni.“
Starfíð á kristni-
boðsstöðinni
— Ég er búinn að heyra um ís-
lenska kristniboðið í Konsó síðan
ég var barn. Hvað er eiginlega um
að vera þar, hvað gerið þið?
„Það er kannski fyrst til að
nefna að þar er kirkja, myndarleg
kirkja miðað við aðstæður hér-
lendis, og þar fara fram guðsþjón-
ustur, kvöldsamkomur fyrir ungl-
inga, námskeið og ýms önnur
kirkjuleg starfsemi. Þrátt fyrir
hótanir yfirvalda má segja að að-
sókn sé nokkuð góð. Við erum
einnig með skóla, sem í eru 250
nemendur, frá 1. bekk til 6. bekkj-
ar. Þá er heimavist fyrir um 80
nemendur, sem sækja framhalds-
skóla — 7. og 8. bekk. Þeir fá hús-
næði og eldunaraðstöðu en verða
að öðru leyti að sjá um sig sjálfir.
Síðan er það sjúkraskýlið með
rúmlega 20 rúmum, sem full eru
hvern dag. 1984 komu þangað
36—37 þúsund sjúklingar, í fyrra
voru þeir 55 þúsund eða nærri
helmingur allra íbúa í Konsó. Síð-
an í október hefur mat verið dreift
til vannærðra barna, 600 barna
hálfsmánaðarlega."
— Rekið þið gott sjúkraskýli?
„Já, það þykir eitt besta sjúkra-
skýli í landinu. Stjórnvöld hafa
reist annað sjúkraskýli í Konsó en
samt er það einhvernveginn þann-
ig, að margir koma aftur til okkar,
telja sig kannski betur geta treyst
okkur þegar í harðbakkann slær.
Nú, svo rekum við ýmiskonar
hjálpar- og þróunarstarf. Við höf-
um til dæmis verið með skógrækt,
sett niður rúmlega tvær milljónir
trjáplantna, tekið þátt í vegagerð,
byggt stíflur til að geta safnað
rigningarvatni, byggt yfir vatns-
ból til að verja neysluvatn óhrein-
indum og reynt að koma af stað
léttum iðnaði. Allt þetta er hluti
af kristniboðsstarfinu og starfi
kirkjunnar."
Úfurinn skorinn
úr börnum
— Nú munu Konsómenn að
verulegu leyti leyti vera heiðingj-
ar. Hvers vegna er nauðsynlegt að
troða okkar trú upp á fólk, sem
hefur verið þokkalega ánægt öld-
um saman?
„Það er oft þannig þegar við sjá-
um myndir frá Afríku, að fólkið
virðist vera ánægt og líða afskap-
lega vel. En þegar maður fer að
kynnast landi og þjóð kemur ann-
að upp á teninginn. Þeir eiga við
ýmsa erfiðleika að stríða, sem við
þekkjum ekki. Kannski einmitt
vegna þess hve lífið er erfitt og
hversu snemma sorgin verður á
vegi þeirra hafa þeir tamið sér að
vera glaðir. Annars gætu þeir ekki
lifað. En ég held að enginn vildi
vera heiðingi, ekki í þeim skilningi
sem við leggjum í orðið hér. Þeir
búa við ýmsa siði og venjur —
ótta, ill öfl, seiðmanninn. Til að
forðast illa anda og sjúkdóma
þurfa til dæmis kornabörn að
gangast undir það að endajaxlar
þeirra eru grafnir út með skítug-
um pinnum eða prjónum. Úfurinn
er stundum skorinn úr börnum.
Töframenn brenna fólk á magan-
um ef það hefur magakveisu og á
gagnaugum ef það hefur höfuð-
verk, svo margir ganga með ör ef-
tir brunasár. Þannig eru þeirra
heiðnu siðir og trúarbrögð. Fólk
sem býr við þannig siði — því líð-
ur ekki vel, það lifir í stöðugum
ótta. Ef fólk telur þessa siði það
góða, að fólk eigi að lifa með þeim,
þá gætum við íslendingar allt eins
horfið aftur til þess að bera út
börn og kljúfa hver annan í herðar
niður."
— Hvernig gerðist þú kristni-
boði? Varla hefur þú vaknað einn
daginn og sagt við sjálfan þig: Ég
ætla að verða kristniboði í Afr-
íku?