Morgunblaðið - 13.02.1985, Page 48

Morgunblaðið - 13.02.1985, Page 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 1985 + Móöir okkar, ÞORBJÖRG THORLACÍUS, Álftamýri 8, lést i Landakotsspitala 12. febrúar. Þorleifur Thorlaclus, Ólöf Thorlaclus, Anna Thorlacíus. t Móöurbróöir minn, SIGURÐUR SIGURÐSSON, Garövangi, Garói, er tátinn. Fyrir hönd ættingja. Lovisa Þorgílsdóttir. + Bróöir okkar, DAGUR BJÖRNSSON. Borgarfiröi eystra, lést á heimili sinu 11. febrúar. Systkini hins létna. ■1 Móöir okkar og tengdamóöir. I- REGÍNA G. JÓNSDÓTTIR, lést 11. febrúar. Arngrfmur Guöjónsson, Unnur Þóröardóttir, Geir Guöjónsson, Ásthildur Jónsdóttir. + EINAR GUTTORMSSON fyrrverandi sjúkrahúslæknir, Vestmannaeyjum, lést aö morgni þriöjudagsins 12. febrúar á Dvalarheimilinu Sunnuhliö i Kópavogi. Kveöjuathöfn veröur i Fossvogskirkju miövikudaginn 20. þessa mánaöar kl. 13.30. Útförin verður gerö frá Landakirkju i Vestmannaeyjum og veröur auglýst siöar. Fyrir hönd aöstandenda, Margrét Pétursdóttir. + AXELCLAUSEN fyrrum kaupmaöur á Hellissandi, Yrsufelli 13, Reykjavlk, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 14. febrúar kl. 15.00. Jenný Clausen, Sigríöur Jóna Clausen, Kristrún Olga Clausen, Axel Clausen, Haukur Clausen, Guömundur Jóhann Clausen, Axel Clausen, Greta Ingvarsdóttir, Dagmar Clausen, Ása Clausen, Holger Peter Clausen, Hans Arreboe Clausen, Herluf Clausen, Friörik Áskell Clausen, Oscar Clausen, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. + Útför fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, ÞORGILS GUDMUNDSSONAR fré Bolungarvlk, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 15. febrúar kl. 15.00. Margrét Þorgilsdóttir, Elin Þorgilsdóttir, Þorbergur Krístjénsson, Kristjén Þorgilsson, Sæunn Guöjónsdóttir, Sígurþór Þorgilsson, Jónlna Jóhannsdóttir, börn og barnabörn. + Útför móöur okkar, RÓSU ÞORLEIFSDÓTTUR bókbandsmeistara, fer fram frá Laugarneskirkju miövikudaginn 13. febrúar kl. 13.30. Helga, Asta og Marla Karlsdætur. Gunnar H. Jakobs son — Kveöjuorð Jæja, þá er hann Gunnar búinn að kveðja hér. Vefarinn mikli í Vefstólnum mikla tinir okkur upp héðan eitt af öðru. Fáir vita hvar í röðinni þeir hafa númer. Kannski er mitt númer lægra en þitt? Eða hvað? Það er reyndar eins gott fyrir flesta að vita ekki hversu há (eða lág) númer þeir hafa. Það er hætt við því að illbærilegt væri að vita það. En Gunnar Héðinn hafði ansi litla vitneskju um það að blásið yrði til leiks svona fljótt. Og þó töluverð veikindi hafi þjakað hann, sem ekki hefur verið haft hátt um yfirleitt. En svona er lífið segja sumir. Það vita ekki allir þegar nálgast burtfarardaginn, hér á Hótel Jörð, þó nógu mikill ys og þys sé stundum meðal gest- anna, eins og Reykjavíkurskáldið kvað. En það var þetta með lífið hans Gunnars hér. Það er ekki pláss fyrir alla í heimsmyndinni okkar, a.m.k. ekki alltaf. Og það varð hlutskipti Gunnars að fá lftið leikhlutverk þar í tragedíunni. Þó heldur lagaðist það núna síðasta hringinn. Já, það er nú svona í velferðinni okkar hér að það er hreinlega alls ekki pláss fyrir alla þar. Því miður, fullbókað. „Reyndu á morgun." Mér finnst stundum megi persónugerva þjóðfélags- húsbóndann svona eitthvað í þessa átt. Því það varð því miður hlut- skipti Gunna húsvarðar, eins og hann var kallaður á meðal okkar starfsmanna strætisvagnanna, að fara einförum með félaga Bakkusi stóran hluta ævinnar. Svona er nú sumum úthýst úr samfélagi mannanna. Ekki mitt mál. Og auðvitað ætlar sér enginn að ganga slikar leiðir neinn hluta ævi sinnar. En hvernig fer ekki? Og það þrátt fyrir allt þetta velferð- arkjaftæði hér? Já, það gengur svo mikið á þegar gestirnir eru að ná sér í nógu góð sæti hér á meðan á hóteldvölinni stendur. Og það eru því miður ekki nógu margir stólar handa öllum. Sumir verða að liggja úti. Svona er nú hótelrekst- urinn á þessum stað. Það eru víst ekki til peningar til að laga hótelið okkar. En ekki átti nú þetta hér að vera samfellt úrtölumál. Og Gunnar H. Jakobsson átti sjálfur margar hliðar á sér eins og allir reyndar þegar á reynir. Nú síðustu æviár sín öðlaðist honum að höndla hamingjuna í töluvert miklum mæli í faðmi fjölskyldu sinnar, sem hann hafði eignast fyrir fáum árum. Hann kvæntist hæglátri konu og tók að sér að ala upp tvö börn hennar, sem brátt urðu börn þeirra. Það eru líklega fáir sem ganga börnum svona vel í föðurstað eins og Gunnar gerði, og það svona síðla kvölds. Og svo var það demanturinn sjálfur: Fyrir um einu og hálfu ári eignuðust þau sitt sameiginlega barn: son, sem auðvitað hét Jakob Gunnars- son. Annað var ekki hægt. Og allt- af var Gunnar vakinn og sofinn yfir velferð hinnar stóru fjöl- skyldu. — Og ekki síður starfinu. Það var ekki alltaf gaman þegar mikið gekk á í vinnunni. Húsvarðarstarfið er erfitt og van- þakklátt, þó ávallt megi deila um aðferðir að fólki. Nú og svo gat það komið fyrir að yfirvaldið gat hnyklað brýnnar, og þá var eins gott að vera til reiðu. Ég hef sjaldan glaðst yfir ham- ingju annars manns eins og þegar Gunnar breytti lífi sínu og eignað- ist fjölskyldu og börn og bú og bifreið, eins og allir hinir auðvit- að. Og varð einhver mesti reglu- maður sem veruleg fyrirmynd er í. Þá er svo sannarlega hægt að gleðjast. Þetta er atriði sem vert er að staldra aðeins við. En samt hér í þessu krumpaða velferðar- þjóðfélagi bíður þungur róður fjöl- skyldunnar. Borga af húsinu, koma börnum i álnir. Hafa í sig og á til bjargálna allra meðlimanna. Það er hreint ekki svo lítið verk. Það er hætt við að þjóðfélagið sendi sínar dýpstu samúðaróskir núna. Og það með hraði. Hætt er við að það gangi fremur stutt samt. Við fjölskyldu Gunnars alla segi ég: Megi Guð styrkja ykkur í mót- læti lífsins nú sem síðar. Og ein- lægar samúðaróskir frá mér og öðrum núverandi starfsmönnum SVR. Þó orðin hrökkvi skammt, því miður. En fyrir lipurð Gunnars við mig sérstaklega þakka ég núna. Og fyrir þá hina sem ef til vill lítið kunnu að meta það þá. Ég vona að það sjáist betur við umskiptin. Það er bara heilmikið að þakka hér og nú við þessar aðstæður af minni hálfu. Og ég er þeirrar skoðunar að maður eigi að þakka fyrir sig þegar ástæða er til virki- lega. Og því segi ég einfaldlega. Þökk sé fyrir greiðviknina við mig. Meira getur maður eiginlega ekki sagt. Magnús H. Skarphéðinsson Jarðarfarar- skreytingar Kistuskreytingar, krans- ar, krossar. Græna höndin Gróðrarstöð viö Hagkaup, sími 82895. + Mamma okkar, amma og fóstra, SALÓME JÓNSDÓTTIR frá Súöavfk, Kleppavegi 134, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 15. febrúar kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á llknarstofnanir. Salóme Herdls Björnsdóttir, Birna Björnsdóttir, Edda Bragadóttir, Dúa Björnsdóttir, Halldór Sigurösaon. + Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er sýndu samúö og hlýhug viö andlát og jarðarför elsku eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóöur, ömmu, dóttur og systur, INGIBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR. Karl Siguröur Sigfússon, Guðmundur Sigurösson, Guöbjörg Siguröardóttir, Olga Siguröardóttir, Svanhvft Siguröardóttir, Maria Moritz Siguröardóttir, Sigfús Sigfússon, Sigrföur Jóhannesdóttir, Siguröur Hannesson, Þórir Matthfasson, Viöar Þorbjarnason, Stefán Sturla Sigurjónsson, Sigrún Hauksdóttir, barnabörn, móöir og syatkini. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinsemd viö andlát og útför frænku okkar, ABIGAELAR JÓNSDÓTTUR STEINHÓLM frá Norðurbotni Tálknafiröi. Guö blessi ykkur öll. Systkinabörnin. + Þökkum innilega samúöarkveöjur og hlýhug vegna andláts KRISTÍNAR JÓNU STEFÁNSDÓTTUR. Einnig þökkum viö þeim sem vottuöu henni vlröingu sina meö nærveru viö útför hennar 1. febrúar sl. Oddný V. Guöjónsdóttir, Jóhanna Stefánsdóttir, Óttar Kjartansson, Hermann Stefánsson, Olga Halldórsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö fráfall og útför mannsins mins, KJARTANSÁRNASONAR. Fyrir hönd aöstandenda, Ragnheiöur Guömundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.