Morgunblaðið - 13.02.1985, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 13.02.1985, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 1985 49 Jenný Jörundsdóttir frá Hrísey — minning Þá er sól var hæst á lofti í júní- mánuði fyrir tæpum 40 árum var ég á ferð í Hrísey, er við hjónin þá nýgift komum til þess að fagna merkum afmælisdegi tengdaföður míns, Jörundar Jörundssonar, út- gerðarmanns sem þá varð sextug- ur. Það ver mikill fögnuður þennan dag og hópuðust Hríseyingar á heimili sonar hans, Guðmundur og tengdadóttur Mörtu Sveins- dóttur til þess að samfagna af- mælisbarninu, sem þá var orðinn ekkjumaður. I þessum gagnaði að- stoðuðu dæturnar við veitingar. Þótt ég hefði áður hitt mágkonu mína, Jenný finnst mér ég fyrst hafa kynnst henni þá og eitt er víst að fyrir hugskotssjónum mín- um er myndin af henni skírust þann dag. Mér er ríkt i minni glæsileiki hennar, hlýtt viðmót og heiðríkja í svip, er hún bauð mig velkominn þennan sumardag — klædd íslenska búningnum við hlið manns, síns Kristófers Guð- mundssonar. Jenny og Kristófer bjuggu fyrstu hjúskaparár sín á Siglufirði en fluttust fljótlega til Hríseyjar, þar sem Kristófer starfaði sem vélstjóri við hraðfrystihúsið á staðnum. Kristófer var ættaður frá Reykjavík og lærði þar meðal annars gullsmíði, sem hann fékkst nokkuð við á Siglufirði, en auk þess var hann hagur smiður og reisti þeim hús að mestu leyti sjálfur með fögrum garði um- hverfis, er bæði hlúðu að af mikilli natni og voru þau einstaklega samhent um allt það er laut að velferð heimilis þeirra og barna Jenný var fædd 1. sepember 1909 að Botni í Þorgeirsfirði, Suður-Þingeyjarsýslu. Foreldrar hennar voru María F. Sigurðar- dóttir frá Skarðdal, Siglufirði og Jörundur Jörundsson, útgerðar- maður frá Syðstabæ í Hrísey. For- eldrar henar fluttust til Hríseyjar með þrjú elstu börnin, en Jenný var um sex ára gömul og ólst þar upp elst sex systkina. Hin eru: Sigríður ekkja, hennar maður var Júlíus Oddsson kaupmaður í Hrís- ey, Guðmundur útgerðarmaður, kvæntur Mörtu Sveinsdóttur, Sig- urður stýrimaður, er lést 1941, Þorsteinn, er drukknaði 13 ára og Þorgerður, gift undirrituðum. Heimilið var oft mannmargt og því mikil umsvif bæði við heimil- ishald og útgerð foreldranna er lengst af gerðu út tvo báta á þess- um árum. Elstu systkinin urðu því snemma að taka til hendi og lét Jenný ekki sitt eftir liggja við þessi störf. Var hún hvort tveggja, dugleg og verklagin. Jenný og Kristófer eignuðust þrjú börn er öll fæddust í Hrísey, en þau eru: Haukur vélstjóri, kvæntur Gunnhildi Njálsdóttur og eiga þau sex börn, María, gift Ragnari Víkingssyni útgerðar- manni og eiga þau þrjú börn og Guðmundur, er lést í flugslysi á unga aldri. Jenný bjó manni sínum og börn- um gott heimili og var mjög heimakær og vinnusöm utan heimilis sem innan. Mann sinn missti Jenný árið 1978. Hafði hún þá um nokkurt skeið átt við vanheilsu að stríða, en nokkru eftir fráfall hans fékk hún áfall sem leiddi til lömunar og langvarandi veikinda. Dvaldist hún langdvölum á sjúkrahúsum og á heimilum barna sinna og tengdabarna, sem önnuðust hana af stakri umhyggju og ástúð. Hún lést á fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri hinn 4. febrúar sl. og verður útför hennar gerð frá Hríseyjarkirkju miðvikudaginn 13. febrúar. Fyrir um það bil þremur árum var ég á ferð á Akureyri og heim- sótti ég Jenný á sjúkrahúsið, þá var hún lömuð að mestu hægra megin 'og mátti eigi mæla. Hún tók á móti mér með glaðlegu brosi og heiðríkjan var í svip hennar sem fyrr. Með hækkandi sól hverfur hún yfir móðuna miklu og megi heim- koman verði henni björt og hlý eins og hún var sjálf. Hilmar Garðarsson Minning: Kristín Helgadóttir Við höfum kvatt hinztu kveðju Kristínu Helgadóttur, er lést þann | 1. febrúar sl. Mér er það ljúft að minnast hennar, því hún var ekki bara kona sem bjó í sama húsi og ég, hún var mér og systkinum mínum sem bezta amma. Kynni okkar Kristínar hófust er ég var barn að aldri og tókst með okkur vinátta sem entist ævilangt. Þó svo að aldursmunur okkar væri mikill, leið varla sá dagur í bernsku minni að ég eyddi ekki einhverri stund með Kristínu. Þau voru ófá sporin okkar á Hjarðar- hagann eftir að við fluttum þaðan, því hjá Kristínu og manni hennar, Lofti, mættum við ávallt hlýju. Með Kristínu er fallin frá mikil sómakona. Hún var ákveðin en sanngjörn og hlý og þessir eigin- leikar hennar áunnu henni óblandna virðingu allra sem henni kynntust. Eitt af því sem ein- kenndi líf Kristínar var hversu starfssöm hún var og má segja að henni hafi aldrei fallið verk úr hendi. Minnist ég þess sérstaklega hversu mikla vinnu og metnað hún lagði í handavinnu sína. Margir eru þeir sem í gegnum árin nutu vinnu Kristínar s.s. Kvenfélag Fríkirkjunnar og ýmsar góðgerð- arstofnanir. Þó Kristín sé horfin lifa minn- ingarnar í hjörtum þeirra sem eft- ir lifa. Með hlýhug kveð ég Krist- Minning: Rósa Þorleifsdóttir bókbandsmeistari Rósa Þorleifsdóttir bók- bandsmeistari lézt á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 2. febr. sl. Hún hafði um nokkurra ára skeið átt við mikla vanheilsu að stríða og því hvíldinni fegin. Rósa fæddist að Hólum í Hornafirði 18. des. 1906, dóttir merkishjónanna Sigurborgar Sig- urðardóttur og Þorleifs Jónssonar bónda og alþingismanns þar. Hún var yngsta barn þeirra hjóna. Rósa tók þátt í öllum heimilis- störfum eins og þau gerðust í sveit á þeim árum. Hún fór til Akureyr- ar til náms í gagnfræðaskólanum þar og dvaldi hjá Þorbjörgu systur sinni og manni hennar, Þorsteini Thorlacius bóksala, meðan á nám- inu stóð. Þar sem hún var bæði listræn og handlagin, lá beinast við að hún færi í framhaldsnám sem gæti sameinað þetta hvoru- tveggja. Valdi hún að fara í bók- bandsnám. Jón bróðir hennar listmálari bjó þá í Kaupmanna- höfn og mun það hafa nokkru um ráðið, að hún hleypti heimdragan- um og sigldi til Danmerkur. Hún nam listbókband í Den nye skole for Tegning og H&ndværk, 1929—1932. Kom þá heim að loknu ínu og sendi skyldfólki hennar innilegar samúðarkveðjur. Sigríður Ósk námi og setti upp vinnustofu í Austurstræti 5 í Reykjavík á sama ári og kenndi mörgum bókband næstu árin við góðan orðstír. Hún var með vinnustofu í nokkur ár í Lækjargötu og víðar. Einnig kenndi hún í Handíðaskólanum um tíma. Hún giftist Karli Björnssyni tollþjóni 1933 og eignuðust þau þrjár mannvænlegar dætur: Helgu f. 22. janúar 1932, sem er gift Knúti Knudsen veðurfræðingi, Ástu f. 29. nóv. 1933, maður henn- ar er Haukur Bergsson vélvirki og Maríu f. 8. okt. 1944, gift Ingvari Valdimarssyni flugumferðar- stjóra. Ef ég ætti að lýsa henni Rósu frændkonu minni og vinkonu með nokkrum orðum, kemur fyrst í hugann hvað hún var fáguð í allri framkomu og ljúf í umgengni, en það hafði hún erft frá foreldrum sínum. Hún var hógvær og lítillát og það var fjarlægt henni að trana sér fram. Þá var snyrtimennskan og reglusemin einstök, enda bar heimili þeirra hjóna ljósan vott um það. Þau voru gestrisin með afbrigðum og áttu ættingjar og vinir þar marga góða stund. Rósa missti mann sinn 1. okt. 1977 og var það henni mikið áfall. Hann var með eindæmum um- hyggjusamur heimilisfaðir, enda bar aldrei skugga á hjónaband þeirra. Ég votta dætrum hennar og venslafólki innilega samúð. Unnur Jónsdóttir Björgunarhundasveit Islands: Þrettán hundar þjálf- aðir til leitar í snjó Björgunarhundasveit íslands er um þessar mundir á ströngum æf- ingum við Laxárvirkjun. Æfingar miðast við að þjálfa hunda til leitar að fólki í snjóflóðum. Kjartan Guðmundsson, sveit- arforingi, sagði að hér á landi væru nú staddir tveir norskir leiðbeinendur og væri verið að þjálfa 13 hunda til að leita í snjó. „Þetta er í annað sinn, sem slíkt námskeið er haldið, en núna urð- um við að leita norður í land til að finna nægan snjó,“ sagði Kjartan. „Við komum hingað á föstudag og lagði Landsvirkjun okkur til húsnæði. Það eru haldnir fyrirlestrar hér á morgnana og kvöldin, en 7 tíma á dag þjálfum við hundana í að finna fólk, sem er niðurgrafið í snjó. Við erum alls um 20 hér með aðstoðarmönnum, því nám- skeiðið er ekki síður þjálfun á mannskap við alhliða snjóflóða- leit.“ Hundarnir, sem verið er að þjálfa eru af tegundunum MorKunblaðiA/Júllus Björgunarhundasveitin kom til Reykjavíkur síðdegis á fóstudag frá Ilúsa- vík með Fokker-vél Landhelgisgæzlunnar og var mvndin tekin er sveit- armenn og hundar gengu frá borði. Á Húsavíkurflugvelli. Moruunblaðið/Tómas Helnason Scháffer, Labrador og Golden Retriever og sagði Kjartan að þessar tegundir væru valdar vegna þess að hundarnir þyrftu að vera sterkir og þola vel kulda. Hundarnir eru flokkaðir niður í þrjá flokka. Fyrsti flokkurinn, c-flokkur, er byrjendaflokkur og síðan er b-flokkur fyrir þá hunda sem fara á útkallsskrá. Eftir eitt ár fer hundur í b-flokk aftur á námskeið. A-flokkkur er bestur og fara hundar í þessum flokki ekki á námskeið aftur fyrr en eftir 2 ár. „Það tekur um þrjú ár að þjálfa hundana og við byrj- um ekki á þjálfun fyrr en hund- urinn er a.m.k. 18 mánaða,“ sagði Kjartan. „í fyrra fengum við 3 hunda í a-flokk og einn í b-flokk. Alls staðar erlendis eru hundar notaðir til leitar í snjó, því ekki hefur enn fundist fljót- virkari eða öruggari aðferð. Núna er hér einn hundur úr Að- aldal, tveir frá Akureyri og tveir frá Akranesi, en hinir eru af Reykjavíkursvæðinu. Það er heppilegast að hundar, sem not- aðir eru til leitar í snjó, séu aldir skammt frá snjóflóðasvæðum og Björgunarhundasveit íslands er alltaf boðin og búin til að að- stoða þá sem vilja koma sér upp slíkurn hundum á þessum svæð- um.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.