Morgunblaðið - 21.02.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.02.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1985 SKIPTILYKLAR RÖRTENGUR SPORJÁRN ÚTSKURÐARJÁRN HALLAMAL mikiö og gott úrval. MÁLBÖND 10, 20, 30, 50 mtr. VERKFÆRAKASSAR SKRÚFÞVINGUR SKRÚFSTYKKI ALLAR STÆRÐIR ÓTRÚLEGA STERKAR OG FJÖLHÆFAR 12 GERÐIR VÍR- OG BOLT AKLIPPUR GREINAKLIPPUR FYLLIEFNI ÚTI — INNI POlYSrRIPPA LAKK- OG MÁLN- INGARUPPLEYSIR NÚ EINNIGI FULLKOMIN MÁLN- INGARÞJÓNUSTA ALLIR LITIR OG ÁFERÐIR Á VEGGI, GÓLF, GLUGGA, VINNUVÉLAR OG SKIP. SÍMI 28855 Löngu tímabært að setja ný lög um fasteignasölu eftir Þórð S. Gunnarsson í Morgunblaðinu 18. febrúar sl. er birt grein eftir Hafþór Inga Jónsson héraðsdómslögmann und- ir fyrirsögninni „Ólögmætar fast- eignasölur". Greinin er að sögn höfundar rit- uð í framhaldi af umfjöllun Helg- arpóstsins hinn 7. febrúar sl. um málefni fasteignasala. í grein sinni fjallar Hafþór Ingi Jónsson m.a. um álitsgerð er ég samdi á sínum tíma að beiðni Fé- lags fasteignasla. Höfundur stað- hæfir að tilteknar lögskýringar mínar séu ákaflega langsóttar og sýnist ekki syðjast við haldbær lögfræðileg rök. Höfundur telur hins vegar að sínar eigin skoðanir styðjist við það sem hann nefnir traust rök. Af þessu tilefni vil ég taka eftir- farandi fram. í janúar 1984 samdi ég að beiðni Félags fasteignasala lögfræðilega álitsgerð um heimild einstaklinga og félaga til að kaupa og selja fasteignir fyrir aðra. í álitsgerðinni segir m.a. á bls. 8—9 „Eins og kunnugt er, eru all- margar fasteignasölur á Stór- Reykjavíkursvæðinu og e.t.v. víðar reknar með þeim hætti að fast- eignasalinn hefur skrifstofu á öðr- um stað en fasteignasalan og er þáttur fasteignasalans í mesta lagi fólginn í yfirlestri samninga áður en þeir eru endanlega undir- ritaðir. Þetta fyrirkomulag felur í sér brot á 1. gr. 1. 47/1938 og hugs- anlega gegn 1. mgr. 27. gr., sbr. 26. gr. I. 56/1978 um verðlag, sam- Þórður S. Gunnarsson keppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti.“ Til nánari skýringa er rétt að geta þess að skv. 1. gr. 1. 47/1938 um fasteignasölu er engum heim- ilt að annast kaup og sölu fast- eigna fyrir aðra, nema hann hafi fengið til þess leyfi samkvæmt lögunum, sbr. þó 13. gr. laganna en skv. henni þurfa hvorki hæstarétt- ar- eða héraðsdómslögmenn né lögfræðingar, sem gegnt hafa í 3 ár embætti eða stöðu sem lagapróf þarf til, leyfi til að annast fast- eignasölu skv. lögunum. Skv. 27. gr. 1. 56/1978 er m.a. óheimilt að veita ófullnægjandi eða villandi upplýsingar í auglýs- ingum eða með öðrum hætti enda séu þessar upplýsingar og við- skiptaaðferðir til þess fallnar að hafa m.a. áhrif á eftirspurn fast- eigna. Skv. 26. gr. sömu laga er óheimilt að hafast nokkuð það að í „Það er löngu tímabært að setja hér á landi ný lög um fasteignasölu. Núgildandi lög eru í grundvallaratriðum frá 1938 og ætti hverjum manni að vera Ijóst að við svo búið má ekki lengur standa enda eru lögin í veigamiklum atriðum ófull- nægjandi t.d. að því er ýmsa þætti í störfum og starfshátt- um fasteignasala varðar." atvinnustarfsemi, er fellur undir gildissvið laganna, er brýtur í bága við góða viðskiptahætti eða telst óhæfilegt gagnvart neytend- um. Við setningu 1. 47/1938 um fast- eignasölu var að því stefnt að þeir sem önnuðust kaup og sölu fast- eigna fyrir aðra, í atvinnuskyni, byggju yfir nægri þekkingu til að starfrækja þessa atvinnu og gæta á viðunandi hátt þeirra miklu hagsmuna er gjarnan eru í húfi við kaup og sölu fasteigna. Þennan megintilgang, er skýrt kemur fram í greinargerð með frumvarpi til laganna, verður að hafa í huga við skýringu á einstök- um ákvæðum þeirra. Þá er jafnframt ljóst að skv. ákvæðum laganna er leyfi eða heimild til fasteignasölu í skiln- ingi laganna persónubundið enda segir í 2. mgr. 9. gr. laganna, að leyfi til fasteignasölu sé bundið við nafn og veiti leyfishafa rétt til þess að kalla sig fasteignasala. Þó er ekkju skv. ákvæðinu heimilt að halda áfram fasteignasölu látins eiginmanns síns, jafnvel þótt hún fullnægi ekki skilyrðum laganna en í því tilviki ber henni að hafa forstöðumann er fullnægir skilyrð- unum. Þetta ákvæði á nú væntan- lega bæði við um ekkjur og ekklá. Skv. 1. 47/1938 eru ýmsar skyld- ur lagðar á fasteignasalann. Sem dæmi má nefna að fasteignasala er skylt að hafa opna skrifstofu í því lögsagnarumdæmi sem leyfi til fasteignasölunnar er gefið út í. Þetta ákvæði á m.a. að tryggja að þeir sem falið hafa fasteignasal- anum fasteign til sölu eigi jafnan greiðan aðgang að umboðsmanni sínum. Þessi skýring kemur fram af greinargerð með frumvarpi til laganna. Þá er fasteignasala ennfremur skylt að semja yfirlit um tekjur og gjöld fasteignar og áhvílandi veðskuldir, honum er óheimilt að taka ósanngjarna þóknun með til- liti til þeirrar vinnu sem í té er látin, hann er bundinn tiltekinni þagnarskyldu og fleira mætti nefna. Með vísan til þess er að framan segir um tilgang 1. 47/1938 og orðalag og efni einstakra ákvæða er ég þeirrar skoðunar að fast- eignasali skv. 1. 47/1938 verði að vera í fyrirsvari fyrir fasteigna- sölu eða veita henni forstöðu. í slíkri forstöðu telst efnislega að fasteignasalinn verður að vera til taks fyrir viðskiptamenn fast- eignasölunnar, honum ber að hafa umsjón og eftirlit með þeim við- skiptum sem rekin eru á vegum fasteignasölunnar, honum ber að stjórna upplýsingaöflun og upp- lysingamiðlun, yfirfara samninga og önnur skjöl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.