Morgunblaðið - 21.02.1985, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1985
19
komumikið fyrir ungmenni, sem
naumast náðu upp á búðardiskinn
í kjallaranum, að fylgjast með
Magnúsi Kjaran er hann stóð inn-
anborðs á fannhvítum jakka, með
stífaðar mansjettur fram úr erm-
unum og seildist eftir Libby’s-
ávaxtadósum í búðarhillunum, en
prúðbúnar betriborgarafrúr
hlýddu á upptalningu Magnúsar á
kryddvörum og góðgæti, sem Þor-
leifur sendisveinn Gíslason væri
fús að flytja heim við fyrstu hent-
ugleika. Þorleifur varð síðar bíl-
stjóri á Litlu-Bíl, síðan á Hreyfli
og átti sér hugsjón um „vínlaust
land“.
Athafnir Th.Th. voru eigi
bundnar við verslunina Liverpool
eina. Aldraðir Reykvíkingar muna
enn sólhvítar saltfiskbreiður á
Kirkjusandi, á fiskreitum eða
stakkstæðum er svo voru nefnd,
þar sem saltfiskur var þurrkaður
til útflutnings. Það glansaði á
fiskinn eins og kristal, og til eru
þeir er kjósa saltfiskilm og angan
í vöku engu síður en „skógarilmi í
gegn um svefninn".
Th. Thorsteinsson var vandlátur
og kostaði kapps um að fylgjast
sem best með fiskbreiðum sínum á
Kirkjusandi.
Þorfinnur Kristjánsson prent-
ari var í hópi reykvískra ung-
menna er unnu við fiskbreiðslu
um aldamótin, þá á fermingar-
aldri. Hann minntist þess síðar er
hann fór fótgangandi úr Þingholt-
unum inn á Kirkjusand. Þangað
var hann kominn klukkan sex dag
hvern, er sól og vindar heilsuðu
með hagstæðum hætti. Þá var
fiskþurrkunarfáni dreginn að hún.
Tímakaup fermingarbarna alda-
mótaárið var að sögn Þorfinns
15—20 aurar. Fiskurinn var bor-
inn á handbörum og breiddur á
sand eða stakkstæðissteina en síð-
an færður í stakka, sveipaður
fannhvítum seglum til hlífðar og
varinn þannig til næsta breiðslu-
dags. Fiskþurrkunarfáninn, sem
kallaði verkalýð til stakkstæðanna
á táknmáli, skrifaði fangamark
sitt í hjörtu fólksins, engu síður en
þjóðfáninn, þótt með öðrum hætti
væri.
Auk verslunar og fiskverkunar
var Th.Th. stórhuga útgerðarmað-
ur. Sonur hans, Geir Thor-
steinsson, tók við merki útgerðar
og hafði um skeið mikil umsvif.
Það vekur eftirtekt að margir
þeir, er síðar völdust til forystu í
samtökum kaupsýslumanna og
einnig var leitað til um forsjá
stórhátíða og mannfunda, voru
gamlir starfsmenn Th. Thor-
steinssonar. Má nefna Magnús
Kjaran, er var ráðinn fram-
kvæmdastjóri Alþingishátíðarinn-
ar 1930. Var það mikið afrek að
stýra því stóra samkvæmi, iðandi
manngrúa á opnum völlum, við
góðan róm og með glæsibrag. En
trúlega má einnig rekja starfs-
þjálfun Magnúsar að nokkru til
ungmennafélaganna, en þar var
hann ötull félagsmaður.
Haraldur Árnason lagði
grundvöll að verslun sinni með
kaupum hjá Th. Thorsteinsson
húsbónda sínum. Haraldi var
einnig falin forstaða konungsmót-
töku, þá er Kristján X konungur
vor kom í heimsókn 1921 og einnig
Vaxtafrádráttur íbúðarseljenda:
Eðlilegast að
geta þeirra í leið-
beiningunum
— segir Gunnar Jóhannsson, form. ríkisskattanefndar
„ÚRSKIJKÐIR ríkisskattanefndar
eru gefnir út í sérstöku hefti, sem er
til sölu hjá Bókaverslun Lárusar
Blöndal, en vinnslan tekur langan
tíma og nú er verið að ganga frá
úrskuróum frá árunum 1981 og
1982,“ sagói Gunnar Jóhannsson,
formaóur ríkisskattanefndar, er
Morgunblaóið leitaði upplýsinga um
birtingu úrskuróa nefndarinnar.
Eins og greint var frá í frétt
Mbl. í síðustu viku úrskurðaði rík-
isskattanefnd í desember 1983 að
fólki, sem selur íbúðir sínar, væri
heimilt að færa sem vaxtafrádrátt
á skattframtali sínu þá hækkun,
sem orðið hefur á áhvílandi lánum
á meðan viðkomandi hefur átt
fasteignina. Þessa frádráttar-
möguleika er ekki getið í leiðbein-
ingum ríkisskattstjóra um útfyll-
ingu skattframtals né hefur hann
verið birtur á annan hátt. Haft
var eftir Sigurbirni Þorbjörnssyni
ríkisskattstjóra í áðurnefndri
frétt að takmörk væru fyrir því
hvað hægt væri að setja f leiðbein-
ingarnar og það væri ekki hlut-
verk ríkisskattstjóra að birta úr-
skurði ríkisskattanefndar.
Gunnar Jóhannsson var spurður
nánar um þessi atriði: „Þessa úr-
skurðar, frá desember 1983, var
getið í útvarpsfréttum ó sínum
tíma og skattstjórum var fljótlega
um hann kunnugt. Hins vegar hef-
ur hann ekki verið birtur að öðru
leyti þar sem úrskurðir frá árinu
1983 eru ekki komnir út. Varðandi
það, hvort geta hefði átt um þenn-
an frádráttarmöguleika í leiðbein-
ingum ríkisskattstjóra er auðvitað
hans að ákveða. Persónulega
finnst mér hins vegar eðlilegast
með hliðsjón af hlutverki leiðbein-
inganna og hverjum verið er að
leiðbeina, að geta um þetta atriði
enda er hlutverk leiðbeininganna
að tryggja sem réttust framtöl og
auðvelda mönnum að telja frarn,"
sagði Gunnar Jóhannsson.
Hraunbær fjöl-
mennasta gat-
an í Reykjavík
ÍBÚAK 1 Reykjavík voru samtals
88.505 1. desember 1984.
Við fimm götur í Reykjavík búa
yfir 1.000 ibúar. Þar af er Hraun-
bær lang fjölmennasta gatan með
2.514 fbúa. Næst kemur Klepps-
vegur með 1.586 íbúa. Þá koma
Vesturberg með 1.539 ibúa, Háa-
leitisbraut með 1.397 íbúa og
Langholtsvegur með 1.013 íbúa.
Við 58 götur í Reykjavik búa 10
íbúar eða færri og þar af býr að-
eins einn íbúi við 7 götur.
síðar. Haraldur var einkar ljúfur í
viðmóti og gilti einu hvort hann
ræddi við almúgamann eða þjóð-
höfðingja.
Sigurjóni Péturssyni á Álafossi
glímukappa og iþróttafrömuði var
í blóð borinn skörungsskapur og
skipandi fas. Miðaldra Reykvík-
ingar minnast enn fánadaganna á
Álafossi, íþrótta og leiksýninga og
dansleikja á palli, þegar „næsti
hálftími" varð þrjú kortér, skv.
tímatali Sigurjóns og búmanns-
klukku.
Mynd Magnúsar Ólafssonar sem
birtist með þessum pistli mun tek-
in þá er Th.Th. fór í skemmtiför
með starfsfólki sínu. Aldraðir
Reykvíkingar munu kunna skil á
þessu fríða föruneyti. Vitað er um
einn i hópnum, sem er enn á lifi.
Það er Geir Zoéga útgerðarmaður
sonur Geirs kaupmanns Zoéga, er
hóf þilskipaútgerð hér í bæ.
Th. Thorsteinsson var tengda-
sonur gamla Geirs og lágu lönd
þeirra saman í Grófinni.
Einhvers staðar innan seilingar
eru nöfn þeirra er hér ríða úr
hlaði. En hyggjum nú að því hver
þekkir hvern.
Pétur Pétursson er þulur.
Á undanförnum árum hefur Rowney skapaö sér alþjóðlegan oröstír fyrir frábæra
framleiðslu á vatnslitum, olíulitum, penslum og öðrum fylgihlutum. — Þeir sem vilja
mála í frístundum eða hafa skapað sér sess á listmálarabrautinni verða því ekki sviknir
af Rowney merkinu.