Morgunblaðið - 21.02.1985, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1985
Afmælismót Skáksambandsins:
„Eg er að reyna
að ná þér, en það
virðist ómögulegt
— sagði Spassky eftir sigur Larsens gegn Van
der Wiel — Spassky á biðskák við Jusupov
„Til hamingju, Bent,“ sagði Spassky þegar hann gekk inn í
hliðarherbergi þar sem Bent Larsen og John Van der Wiel voru
að stúdera skák sína, sem Larsen vann í 7. umferð afmælismóts
Skáksambandsins á þriðjudagskvöldið eftir miklar sviptingar
og áhorfendur klöppuðu danska stórmeistaranum lof í lófa.
„Þakka þér fyrir,“ svaraði Larsen og spurði: „Gerðir þú jafn-
tefli?“ „Nei, ég hafnaði jafnteflisboði Jusupovs. Ég er að reyna
að ná þér, en það virðist ómögulegt — þú vinnur og vinnur,“
svaraði Spassky og þeir hlógu báðir.
Larsen gekk á braut, sjálfsagt
til að síma fréttir heim til Dan-
merkur. Spassky tók sæti hans
og spurði Van der Wiel hvað
komið hefði fyrir. „John, Þú
hafðir góða stöðu," sagði hann
og Van der Wiel jánkaði því.
„Hvernig var staðan aftur?"
spurði Spassky. Þeir stilltu upp
stöðu, sem kom upp í viðureign
Larsen og Van der Wiel fyrr um
kvöldið og fóru að skoða skákina.
Helgi ólafsson og Guðmundur
Sigurjónsson fylgdust með og
það var létt yfir mönnum. Þeir
gerðu að gamni sínu og Spassky
hnerraði í sífellu. Greinilega að
fá kvef.
Þeir komust að því, að Van der
Wiel hafði haft góða stöðu, en
yfirsást sterkur leikur, sem lík-
lega hefði leitt til vinnings.
„Larsen hefur verið mjög hepp-
inn í mótinu. En heppni þarf til
sigurs. Mér er minnisstætt
Reykjavíkurskákmótið í fyrra.
Þá vann ég skákir, sem líklega
voru ekkert nema jafntefli. Gæf-
an var með mér og það skipti
sköpum," sagði Helgi ólafsson,
þegar hann minntist sigurs síns
á Reykjavíkurskákmótinu í
fyrra og náði áfanga að stór-
meistaratitli.
En lítum á úrslit. Tveimur
biðskákum úr 6. umferð lauk í
gær. Margeir Pétursson vann
sína fjórðu skák í röð þegar
hann vann Danann Curt Hansen
og Vlastimil Hort og Bent Lars-
en gerðu jafntefli.
Ursiit í 7. umferð:
Karl Þorsteins — Hort bið
Jóhann Hjartars. — Hansen bið
Guðmundur — Margeir 1—0
Spassky — Jusupov bið
Helgi - Jón L. 'k-'k
Van der Wiel — Larsen 0—1
Guðmundur Sigurjónsson batt
enda á sigurgöngu Margeirs Pét-
urssonar, sem hafði unnið fjórar
skákir í röð. Guðmundur náði
óstöðvandi frípeði á a-línunni og
sigraði örugglega. Karl Þor-
steins hefur skiptamun yfir gegn
Hort, sem aftur á móti hefur tvö
peð upp í og á Karl í vök að
verjast. Jóhann Hjartarson
stendur betur gegn Hansen og
Spassky er að reyna að knýja
fram sigur gegn landa sínum
Jusupov. Biðskákir verða tefldar
í dag.
Margeir mætir Lau
eða Schvidler
Svæðamótinu í Israel er lokið
og sigraði ísraelski stórmeistar-
inn Lev Gutman, hlaut 8‘A vinn-
ing. Tveir tiltölulega óþekktir
skákmenn komu mjög á óvart og
höfnuðu í 2—3. sæti. Það voru
þeir Max Lau frá V-Þýzkalandi
og Eli Schvidler frá ísrael. Þeir
hlutu 8 vinninga. Um helgina há
þeir einvígi um réttinn til að
tefla við Margeir um sæti í milli-
svæðamóti.
Það kom mjög á óvart að
stórmeistarar eins og Grunfeld
og Lobron komust ekki áfram.
Hug og Grunfeld hlutu 716 vinn-
ing, v-þýzki meistarinn Lobron
og ísraelski meistarinn Green-
feld 7, Murey og Eng 616, Bisch-
off 6, Kindermann 516. Witmann
og Huss hlutu 5 vinninga og
Kvachevsky, Austurríki 4.
Staðan í afmælismóti Skák-
sambandsins er óljós vegna
fjölda biðskáka en Larsen virðist
vera að stinga aðra keppendur af
hefur 516 vinning. Margeir Pét-
ursson er í öðru sæti með 416,
Spassky 4 og biðskák, Jusupov
316 og biðskák, Guðmundur Sig-
urjónsson og Van der Wiel 316,
Helgi ólafsson 3, Jóhann Hjart-
arson, Hort og Karl Þorsteins
216 og biðskák, Jón L. Árnason
216 og Curt Hansen rekur lest-
ina með 1 vinning og biðskák.
—HH.
Morjíunblaöið/Bjarni ^ Ari Arason Einar Guðmundsson
Björn Fr. Björnsson, Magnús Sigurjónsson og Halldór
Blöndal.
„Það eru engir sigr-
ar heppnissigrar“
Rætt við nokkra áhorfendur á afmælismóti
Skáksambandsins á Hótel Loftleiðum
FJÖLMARGIR áhorfendur hafa fylgst með afmælismóti Skáksambands
íslands að Hótel Loftleiðum. Margir koma kvöld eftir kvöld, aðrir líta við
endrum og eins. Oft er Iff og fjör í skákskýringasalnum þar sem iðulega á
annað hundrað manns koma saman. Menn láta Ijós sitt skína, hugarflugið
óbeizlað. Oft koma fram snjallar ábendingar, en oftar ábendingar sem ekki
standast við nánari skoðun.
Blaðamaður Mbl. ræddi við
nokkra áhorfendur á þriðju-
dagskvöldið. Róbert Harðarson,
skákmeistari Reykjavíkur, var að
skýra skákir. f salnum sátu þrír
heiðursmenn. Björn Fr. Björns-
son, fyrrum sýslumaður, Magnús
Sigurjónsson, framkvæmdastjóri,
og Halldór Blöndal, alþingismað-
ur. Blaðamanni lék forvitni á að
vita, hvern þeir teldu sigurstrang-
legastan á mótinu. „Larsen er sig-
urstranglegastur. Hann þarf ekki
nema jafntefli í þeim skákum, sem
eftir eru,“ svaraði Magnús Sigur-
jónsson að bragði.
„Spassky er minn maður," sagði
Halldór Blöndal. „Larsen hefur
verið að vinna heppnissigra. En ég
vona að Margeir verði í einu af
efstu sætunum. Hann er í stöðugri
sókn, þó hann hafi erfiða stöðu
gegn Guðmundi Sigurjónssyni,"
bætti Halldór við.
En Björn Fr. greip þá frammí
fyrir Halldóri og sagði. „Það eru
engir sigrar heppnissigrar. En ég
tek undir með Halldóri, að Mar-
geir hefur teflt skemmtilega.
Hann er ekki eins „passívur" og
oft áður og það hefur verið gaman
að fylgjast með honum.“ Magnús
tók undir með Birni, en þeir höfðu
áhyggjur af stöðu Margeirs gegn
Guðmundi — voru smeykir um að
hann væri að tapa, eins og reynd-
ar kom á daginn. Þeir lýstu von-
brigðum sínum með frammistöðu
Jóhanns Hjartarsonar, Helga
Ólafssonar og Jóns L. Árnasonar.
„Jóhann hefur verið óheppinn. Um
hann hefur mátt segja svipað og
íslenzka landsliðið í handknatt-
leik. Góður leikur, en tapast á
endasprettinum. Rétt eins og ís-
lenzka landsliðið lék frábærlega
vel gegn Tékkum í Frakklandi og
Júgóslövum í Reykjavík, en tapaöi
á síðustu sekúndunum, þá tefldi
Jóhann ákaflega skemmtilega á
móti Jusupov, en tapaði skákinni á
síðustu leikjunum fyrir bið,“ sagði
Magnús.
Jakob Möller, lögfræðingur, var
frammi á gangi. Hann er kunnur
bridge-spilari og því fróðlegt að
heyra hans sjónarmið, enda marg-
ir skákmenn farið yfir í bridge.
„Það er ákaflega sjaldgæft að
menn tefli skák vel og spili bridge
vel, þó engin regla sé án undan-
tekninga,“ sagði Jakob. „Margir
hafa farið úr skák í bridge. Ástæð-
urnar eru sjálfsagt margar, en
skák í eðli sínu er andfélagsieg,
eins og sagt er. Menn setjast að
tafli og þegja í fimm klukkustund-
ir.“
— En hvað um sjálfan þig, tefl-
ir þú?
„Nei, ég hef ekkert vit á skák.
Ég kem hingað til að fylgjast með
keppni - sjá toppmenn keppa. Það
er heillandi. Ég hef kunnað mann-
ganginn frá því ég man eftir mér,-
en aldrei teflt vel,“ sagði Jakob og
um hugsanlega sigurvegara sagði
hann: „Efstu menn hljóta að hafa
Jakob Möller
meiri möguleika en aðrir."
Frammi á gangi fylgdust Ari
Arason og Einar Guðmundsson
með skákinni á skjánum. „Ég
hafði trú á að Larsen yrði hlut-
skarpastur, en ætli ég veðji ekki á
Spassky. Margeir hefur staðið sig
vel á mótinu," sagði Ari. „Ég hef
trú á Larsen — hann hefur komið
skemmtilega á óvart, en Spassky
kemur sterklega til greina sem
sigurvegari mótsins. En allt getur
gerst,“ sagði Einar. í þessu gekk
áhorfandi framhjá greinilega
óánægður með jafntefli ungu
mannanna okkar og sagði: „Þeir
hafa lært of mikið af Knezevic,
sem kom hingað í fyrra og varð
frægur fyrir að semja jafntefli."
Þá höfðu Helgi og Jón L. þegar
samið stutt jafntefli.
„Þetta mót hefur verið virkilega
skemmtilegt, þó ég verði að játa
að Helgi og Jóhann hafi valdið
mér vonbrigðum," sagði Einar.
„Það verður erfitt fyrir Margeir
að ná áfanga að stórmeistaratitli
ef hann tapar í kvöld,“ sagði Ari
og bætti við. „Margeir hefur teflt
skemmtilega á mótinu, en ég er
ekki ánægður með Jóhann og
Helga. Ég vonaði að þeir næðu síð-
asta áfanganum að stórmeistara-
titli. Þeir hafa verið linir, aðeins
Margeir hefur af íslenzku skák-
mönnunum teflt í botn.“ — HH.
Skák
Bragi Kristjánsson
7. umferð:
Hvítt: John van der Wiel
Svart: Bent Larsen
Sikileyjar-vörn
1. e4 — c5, 2. Rf3 — Rc6, 3. d4 —
cxd4, 4. Rxd4 — g6,
Larsen teflir dreka-afbrigðið,
sem oft leiðir til mjög flókinnar
og skemmtilegrar baráttu. I 5.
umferð lék hann 4. — Rf6 gegn
Jóni L., en nú teflir hann annað,
því van der Wiel er örugglega vel
undirbúinn fyrir 4. — Rf6, 5. Rc3
— d6, o.s.frv.
5. Rc3 - Bg7, 6. Rb3!?
Venjulega er leikið hér 6. Bc4
eða 6. Be2, en í næstu tveim leikj-
um sjáum við hvað van der Wiel
ætlar sér.
6. - d6, 7. Be2 - Rf6, 8. h4!?
„Hollendingurinn fljúgandi" er
þekktur fyrir allt annað en að
fara troðnar slóðir í byrjunum.
Eftir 8. 0-0 - 0-0,9. Be3 - Be6,
10. f4 kemur upp venjuleg staða.
8. - Be6, 9. h5 — Rxh5, 10. Bxh5
— Bxc3+, 11. bxc3 — gxh5, 12.
Dxh5 - Dd7,13. Be3 — OO-O.
Ljóst er, að sóknartilburðir
hvíts hafa misst marks, því svarti
kóngurinn hefur forðað sér yfir á
drottningarvænginn. Hvíti kóng-
urinn stendur hins vegar á miðju
borði og getur varla hrókað því
peðastaða hans er mjög veik á
drottningarvæng kóngsmegin.
14. De2 - Kb8, 15. f3 - Hc8, 16.
Df2 — Ka8, 17. Hh5 — f5.
Svartur ræðst á miðborð hvíts
og kemur um leið í veg fyrir að
hvíti hrókurinn á h5 komist yfir á
drottningarvænginn.
18. exf5 - Bxf5, 19. Dd2 - Hhf8,
20. a4 — Dc7, 21. a5 — Kb8.
Hótunin Be3-b6 gat vofað yfir
svörtum.
22. Kf2 — e5, 23. Kgl — Bg6?!
Það virðist óþarfi fyrir svartan
að reka hvíta hrókinn á h5, sem
stendur mjög illa, yfir á drottn-
ingarvænginn þar sem hann tek-
ur þátt í sókn hvíts. Eðlilegra
hefði verið að leika strax 23. —
Re7.
24. Hh4 - Re7, 25. Hb4 — Rf5?
Larsen gefur andstæðingi sín-
um færi á skemmtilegri fórn. Til
greina kom að leika 25. — Rc6 og
reyna síðan að undirbúa framrás
miðborðspeðanna.
26. Bf2?
Hollendingurinn sér ekki 26.
Bxa7+! - Kxa7, 27. Df2+ - Rd4!,
(aðrir leikir tapa strax: 27. —
Ka8, 28. Hb6! ásamt 29. a6 eða 27.
— Kb8, 28. a6) 28. cxd4 — Dxc2,
29. Rd2 og erfitt er að benda á
viðunandi vörn gegn hótunum
hvíts dxe5+ og a5—a6 við tæki-
færi.
26. — Dxc3, 27. a6 — b6, 28. Dd5
— Dc6
Hvítur hótaði 29. Db7 mát.
29. Da5 — Kc7!
Eina vörnin gegn hótun hvíts
30. Bxb6.
30. Da3 — Hg8
Larsen grípur fyrsta tækifærið
til gagnsóknar gegn hvíta kóngin-
um.
31. Rd2
Hvítur hótar 32. Hc4 eða Rc4
við tækifæri.
31. - BI7, 32. Dd3 — Be6, 33. Rc4
— I)d5!
Larsen hyggst þvinga fram
drottningarkaup vegna hótunar-
innar 34. — Rd4 en ...
34. Bxb6+?
... van der Wiel reynir frekar að
flækja taflið. Þessi fórn hans
stenst ekki eins og Larsen sýnir
fram á með sterkri taflmennsku.
35. Dxd5 — Bxd5, 36. Rxb6 —
Bxf3!, 37. Kf2
Ekki 37. Rxc8 - Hxg2+, 38. Kfl
(38. Khl - Rg3 mát) Re3+, 39.
Kel — He2 mát!
37. — Bc6, 38. g4
Eða 38. Rxc8 - Hxg2+, 39. Kel
- Hgl+, 40. Kf2 - Hxal, og
svartur vinnur.
38. - Hcf8, 39. gxf5 - Hxf5+, 40.
Ke3
Annars skákar svartur í borð-
inu og vinnur hvíta hrókinn á al.
40. - Hg2!
og van der Wiel gafst upp, því
eina vörnin við 41. — Hf3 mát er
hinn vonlausi leikur 41. He4.