Morgunblaðið - 21.02.1985, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 21.02.1985, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1985 29 Pólland: Hungurverkfall til að mótmæla handtökum ^ Varsjá, 20. febrúar. AP. ÁTTA félagsmenn í Samstöðu, óháðu verkalýðshreyfingunni í Pól- landi, eru í hungurverkfalli í kirkju í Kraká til að mótmæla síðustu aðrór stjórnvalda að hreyfingunni, sem lýst hefur verið ólögmæt. Hu Yaobang: 20 valdaár af 36 til einskis Peking, 20. rebrúar. AP. AÐALRITARI kínverska komm- únistaflokksins, Hu Yaobang, hefur látið svo um mælt að kommúnistar í Kína hafí eytt 20 af þeim 36 árum sem þeir hafa verið við völd til einskis. Það var vikublaðið Liaowang í Peking, sem greindi frá þessu í dag. Kom þar fram að aðalrit- arinn lét þessi orð falla í ræðu í stjórnmálaskóla miðstjórnar kommúnistaflokksins 19. janú- ar sl. Samkvæmt frásögn biaðsins lagði Hu Yaobang á það áherslu, að koma yrði í veg fyrir að sú stéttabarátta, sem einkennt hefði kínverskt þjóð- félag á undanförnum árum, endurtæki sig. Hún mundi hafa í för með sér endalok kommúnistaflokksins og al- menna fátækt í landinu. Áttamenningarnir segja í yfir- lýsingu, sem þeir komu í dag á framfæri við vestræna fréttamenn í Varsjá, að þeir skori á aila „unn- endur frelsis og lýðréttinda" að fara að dæmi þeirra og mótmæla aðgerðum lögreglunnar, sem í fyrri viku handtók þrjá helstu leiðtoga Samstöðu. Mennirnir, sem handteknir voru, eru þeir Adam Michnick frá Varsjá, Bogdan Lis frá Gdansk og Wladyslaw Frasyniuk frá Wrocl- aw. Þeir voru á leynifundi í Gdansk, ásamt Lech Walesa, að skipuleggja 15 mínútna allsherj- arverkfall 28. febrúar, sem beint er gegn fyrirhuguðum verðhækk- unum á matvörum, er þeir voru handteknir. { hópi áttamenninganna, sem eru í hungurverkfalli í Kraká, er Anna Walentnowicz, kunnur bar- áttumaður úr óháðu verkalýðs- hreyfingunni, en það var brott- vikning hennar úr starfi í Lenín- skipasmíðastöðinni í Gdansk sumarið 1980, sem varð upphaf Samstöðu. Þá hafa vestrænir fréttamenn í Varsjá haft af því spurnir að 800, sem sátu í fangelsi áður en póli- tískir fangar voru náðaðir í fyrra- sumar, hafi sent stjórnvöldum áskorun um að láta leiðtoga Sam- stöðu lausa úr haldi. í bréfinu seg- ir, að með handtökunum hafi verið brotin grundvallarmannréttindi. Eydileggingar Dresden minnst Á dögunum voru 40 ár liðin fri því Dresden var jöfnuð við jörðu í gífurlegri loftárás á borgina. Myndin var tekin er fulltrúar stjórnvalda í A-l»ýzkalandi og fulltrúar erlendra ríkja lögðu blómsveiga að minnismerki þeirra 35 þúsund manna sem féllu í loftárásunum. Víetnamar berjast við Thailendinga Aranvaorathet. 20. febrúar. AP. * Forsætisráðherra ísraels: Kveðst reiðubúinn að fara tii Jórdaníu Róm, 20. febrúar. AP. SHIMON Peres, forsætisráðherra ísraels, sagði í Róm í dag, að hann væri reiðubúinn að fara til Jórdaníu ef það mætti verða til þess aö greiða fyrir viðræðum um frið í Mið-Aust- urlöndum. Jafnframt áréttaði hann boð sitt til Husseins Jórdaníukon- ungs að koma til Jerúsalem. Peres lét þessi orð falla á blaða- mannafundi nokkru áður en hann hélt til Rúmeníu til viðræðna við stjórnvöld. Hann gerði lítið úr fundi Bandaríkjamanna og Sov- étmanna í Genf um ástandið í Veður La»g«t Haast Akureyri 5 skýjeó Amsterdam +8 1 heiórfkt Aþena 1 7 skýjaó Barcelona 8 þokum. Berlín +5 +3 akýjaö BrUsael +8 3 heiöakírt Chlcago +12 +1 rigning Dubtin S 9 skýjaó Feneyjar 2 þokum. Franklurt +18 +2 heiðskírt Genf +9 4 skýjaó Helsínki +18 +8 heióskfrt Hong Kong 14 15 rigning Jerúsalem 7 14 skýjaó * » c 1 I 3 +12 +4 skýjaó Las Palmas 17 akýjaó Lissabon 10 16 rigning London 0 5 skýjaó Los Angeles 14 19 heióskfrt Luxemborg +3 háltsk. Malaga 15 alskýjaó Mallorka 12 tóttskýjaó Miamí 21 25 skýjaö Montreal +15 +3 heióskírt Moskva +16 +12 skýjaó New York 4 11 heióskfrt Ostó +15 +13 snjókoma Parfs +« 2 heióakírt Peking +12 +3 heiöakirt Reykjavík 6 rigníng Rio de Janeiro 21 38 heióskfrt Rómaborg 0 9 heióskirt Stokkhólmur +17 +12 heióskfrt Sydney 18 23 skýjaó Tókýó 3 9 rigning Vinarborg +4 +73 heióakfrt Þórshöfn 7 alakýjaó Mið-Austurlöndum og vísaði á bug hugmyndum um alþjóðlega frið- arráðstefnu með þátttöku Sovét- manna. „Við erum andvígir slíkri ráð- stefnu," sagði hann, „því við höf- um ekki áhuga á leiksýningu, heldur raunhæfum samningavið- ræðum.“ í Rúmeníu mun Peres eiga lang- ar viðræður við Nicolae Ceausescu forseta, en hann hefur oft borið boð á milli ísraelsmanna og ara- baleiðtoga. Rúmenía er eina kommúnistaríkið sem hefur stjórnmálasamband við Israel. Aranyaprathet, 20. febrúar. AP. HERMENN Víetnama og Thailendinga skiptust á skot- um í Buriram-héraði í norð- austurhluta Thailands í dag. Einn foringi í thailenska hernum féll og tveir hermenn særðust. Víetnamarnir voru að leita uppi skæruliða Rauðra khmera frá Kambó- díu og voru komnir um einn kílómetra inn í Thailand þeg- ar þeir rákust á thailensku hermennina. Stjórnvöld í Thailandi segja að um síðustu helgi hafi her- menn Víetnama einnig farið inn fyrir landamærin og lent i átök- um við thailenska herinn. Hafi þá þrír thailenskir hermenn fallið og sextán særst. Thailendingar hafa kært Ví- etnama fyrir Sameinuðu þjóð- unum. Þeir halda því m.a. fram, að þeir hafi notað eiturvopn í bardögum í Thailandi snemma í febrúarmánuði. Víetnamar hafa vísað þeim ásökunum á bug. Fréttir bárust einnig í dag um áframhaldandi bardaga milli ví- etnamskra hermanna og skæru- liða Rauðra khmera við landa- mæri Thailands, skammt fyrir sunnan borgina Aranyaprathet. Herma fregnir að skæruliðár hörfi nú lengra inn í Thailand vegna hinnar öflugu sóknar Ví- etnama. Tindemans og Carrington: Ræddu uppsetningu stýriflauganna Brtisse), 20. febniar. AP. LEO Tindemans, utanríkisráð- herra Belgíu, átti í dag viðræður við Carrington lávarð, fram- kvæmdastjóra Atlantshafs- bandalagsins, um hugsanlega frestun á uppsetningu banda- rískra kjarnorkustýriflauga í landinu. Ekkert hefur verið látið upp- skátt um viðræðurnar opinber- Strandgæslan stendur í ströngu á Norðursjó 20. febrúar. Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Mbl. NORSKA strandgæslan stendur nú í stórræðum á Norðursjó. Á allra síðustu dögum hafa 10 togarar, sem gerst hafa brotlegir við reglu- gerðir um aflasamsetningu, verið færðir til hafnar. Er þar um að ræöa skip, sem leyfi hafa til veiða vegna fisk- mjölsframleiöslu, en þau mega mest hafa 10% af manneldisfiski í afla sínum. Lögregla hefur tekið þátt í þessu eftirlitsstarfi strand- gæslunnar. „Svo virðist sem það sé mikil freisting fyrir togaramenn að halda í manneldisfiskinn í stað þess að flytja sig um set, svo sem þeim ber,“ segir aðstoðarfiski- málastjórinn, Jan Viggo Olsen. Allt upp í 80% af afla skip- anna hefur verið manneldisfisk- ur. Farið var með þrjú þeirra inn til Björgvinjar, þar sem aflanum var skipað upp undir eftirliti lögreglu. Útgerðir togaranna mega bú- ast við háum sektum. Ef allt er með felldu í sam- bandi við veiðar vegna fisk- mjölsframleiðslu taka skipin eitt tog til reynslu, þegar komið er á veiðisvæði. Ef þá reynist of hátt hlutfall manneldisfisks í aflan- um, ber viðkomandi skipi að færa sig á annað veiðisvæði. lega, en haft er eftir ónafn- greindum heimildarmanni, að Carrington hafi sagt hið sama við Tindemans nú og á fyrri fundi þeirra fyrir mánuði, að hann ætlaðist til að belgísk stjórnvöld sýndu bandamönnum sínum í Atlantshafsbandalaginu samstöðu og kæmu stýriflaugun- um, sem eru 48, fyrir, eins og um var samið. Wilfried Martens, forsætis- ráðherra Belgiu, hefur sagt að hún muni skýra frá því í lok næsta mánaðar hvenær fyrstu 16 stýriflaugarnar verða settar upp. Samkvæmt upphaflegri áætl- un NATO átti að koma fyrstu flaugunum fyrir í miðjum næsta mánuði. Innan belgísku ríkis- stjórnarinnar er hins vegar kom- in upp ágreiningur um mál þetta og vilja sterk öfl, að engar flaug- ar verði settar upp fyrr en í ljós kemur hvort einhver árangur verður af fyrirhuguðum afvopi.- unarviðræðum Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, sem hefjast í Genf 12. mars. KAUPÞING HF O 68 69 88 Bjórstofa (pubb) til sölu Vorum aö fá til sölumeðferðar einn tegundar á góðum staö í Reykjavík. af stærri veitingastöðum ofnangreindar Nánari uppl. eingöngu veittar á skrifstofunni (ekki í sima). tud»0«®-17 laugardað* °9 tunnudafl* I*-1*- KAUPÞING HF Husi Verzlunarmnar. simi 6869 88 V Sölumenn: Siguröur Dagbjartsson hs. 62 13 21, Hallur Páll Jónsson hs. 4 50 93, Elvar Guðjónsson viöskfr. hs. 5 48 72.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.