Morgunblaðið - 21.02.1985, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1985
35
Stórstúka íslands:
Krefst kappræðna
í sjónvarpssal
STORSTÚKA íslands hefur sent
formanni útvarpsráðs eftirfarandi
bréf:
Saltskip til
Stykkishólms
^ StykkLshólmi, 15. febrúar.
f MORGUN kom til Stykkishólms
flutningaskipið Suðurland og var
það með salt til fyrirtækjanna hér.
Fiskvinnslustöðin Þórsnes fékk 25
lestir og Sæborg 150 lestir.
Netaveiði er hér enn ekki hafin,
enda ekki enn búið að afgreiða
kvótakerfið til bátanna hér og er
sagt að það sé alltaf á leiðinni. Þá
er líka annað og það er að menn
bíða hér eftir því að lausn fáist í
sjómannadeiluna.
Árni
„Þar sem ríkisfjölmiðlarnir út-
varp og sjónvarp virðast hafa tekið
upp þá stefnu að styðja nær ein-
göngu málstað áfengisauð-
magnsins, krefst Stórstúka ís-
lands kappræðna í sjónvarpssal
um áfengisbölið og bjórinn við
flutningsmenn bjórfrumvarpsins á
alþingi.
Stjórnandi verði Ómar Ragn-
arsson. Þátttakendur verði tveir
frá hvorum aðila. Frá Stórstúku
íslands Hilmar Jónsson og sr.
Björn Jónsson, til vara Kristinn
Vilhjálmsson. Frá bjórfrum-
varpsmönnum Jón Baldvin
Hannibalsson og Jón Magnús-
son, til vara Ellert B. Schram.
Við óskum eftir að umræðurn-
ar fari fram sem fyrst.
(Fréttatilkynning.)
Sex manna hópur
hjúkrunarfólks
fer til Eþíópíu
A FÖSTUDAG fer sex manna
hópur hjúkrunarfólks áleiðis til
Eþíópíu til starfa á vegum Hjálp-
arstofnunar kirkjunnar. í hópn-
um er 1 læknir, 4 hjúkrunar-
fræðingar og 1 hjálparsveitar-
maður. Fólkið fer til starfa í
fæðugjafarstöðvum í norður-
hluta Eþíópíu, þar sem það mun
vinna að skipulagningu og við
almenn lækningastörf.
Hópurinn, sem fer utan á
föstudag, fær til afnota bifreið,
sem Hjálparstofnunin fékk að
gjöf, og send var héðan til lands-
ins.
Með hópnum fer Árni Gunn-
arsson, sem mun halda áfram að
skipuleggja hjálparstarfið og
þau samvinnuverkefni, sem nú
eru i undirbúningi og flokkast
undir þróunarhjálp.
í hópnum sem fer á föstudag
eru eftirtaldir: Þórhallur B.
Ólafsson, læknir, Bóthildur
Sveinsdóttir, hjúkrunarfræðing-
ur, Jóhanna Guðlaugsdóttir,
hjúkrunarfræðingur, Hildur
Nilsen, hjúkrunarfræðingur og
ljósmóðir, Ragnhildur Rós Ind-
riðadóttir, hjúkrunarfræðingur
og Hreinn Skagfjörð Pálsson,
hj álparsveitarmaður.
ÁSDÍS Sigurþórsdóttir opnar í dag
sýningu á verkum sínum í Gallerf
Borg í Reykjavík.
Ásdís stundadi nám við Mynd-
lista- og handíöaskóla íslands
1974—1976 og 1978—1980, er hún
brautskráðist úr grafíkdeild skól-
ans. Hún hefur tekið þátt í samsýn-
ingum, m.a. með félögum sínum í
íslenskri grafík, en þetta er önnur
einkasýning hennar. Sú fyrsta var
árið 1982 í Gallerí Langbrók.
Blaðamaður Morgunblaðsins
ræddi við Ásdísi, er hún var að
hengja myndir sínar upp fyrir
sýninguna. Hún var fyrst spurð,
hvort hér væru eingöngu um nýj-
ar myndir að ræða.
„Já, þessar myndir eru allar
Asdís Sigurþórsdóttir.
Morgunbladið/Bjarni
„Hef alls ekki sagt
skilið við grafíkina“
málaðar 1984 og 1985. Þetta eru
olíumálverk sem máluð eru á
þrykktan grunn, en auk þess eru
hér litlar myndir. Þær vann ég á
þann hátt að ég notaði sáldþrykk
undir. Á það málaði ég með olíu-
litum og límdi á það bréf, efnis-
búta, tölur og ýmislegt fleira.
Mér fannst mjög skemmtilegt að
vinna þessar myndir."
Þú útskrifaðist úr grafíkdeild
Myndlista- og handíðaskólans, en
hér eru einungis olíumálverk.
Hefur þú sagt skilið við grafík-
ina?.
„Nei, en ég var orðin svolítið
þrúguð af henni. Hún krefst mik-
illar nákvæmni og þolinmæði og
auk þess er maður mjög lengi að
vinna hverja mynd. Mér fannst
ég vera orðin dálítið bundin. Það
— segir Asdís Sigur-
þórsdóttir, sem
opnar í dag sýningu
á verkum sínum
í Gallerí Borg
er mér því mikil hvíld að snúa
mér að málverkinu í svolítinn
tíma. Það veitir mér visst frelsi.
En ég hef alls ekki sagt skilið við
grafíkina, því mér finnst hún
alltaf mjög áhugaverð. Hér nota
ég t.d. þrykktan grunn í myndirn-
ar og grafíkin verður alltaf í upp-
áhaldi hjá mér. Mér finnst einnig
að nú sé ég fyrst að ná tökum á
þeirri tækni. Þetta er í fyrsta
skipti sem ég sýni eingöngu mál-
aðar myndir. Áður hef ég haft
þær með á sýningum."
Ásdís býr á Hólmavík. Hún var
spurð að því hvernig það væri
fyrir listamann að búa fjarri höf-
uðborginni.
„Mér finnst það mjög gott. Ég
kem oft suður og get því fylgst
eitthvað með. En á vissan hátt
einangrast maður þarna. Það er
gott að því leyti að maður heldur
frekar sínum séreinkennum.
Annars held ég að það sé hollt að
verða fyrir einhverjum utanað-
komandi áhrifum, svo framarlega
sem manni tekst að halda þessum
einkennum sínum."
.Sýning Ásdísar stendur til 5.
mars nk. og er opin frá kl. 12—18
virka daga, en kl. 14—18 um helg-
Fossvogs- og Réttarholtsskóli:
Fræðslufundur
foreldra- og
kennarafélaga
Anna Guðmundsdóttir
Ægir Jónsson
O'
Rangt farið með nöfn
INNLENT
ÞAU mistök áttu sér stað í blaðinu í
gær að farið var rangt með nöfn sem
komu með fyrirspurnir á hverfafundi
borgarstjóra sem haldinn var í
Átthagasal Hótel sögu síðastliöinn
sunnudag.
Hér birtast myndirnar af þeim
aftur og nöfn þeirra eru Ánna
Guðmundsdóttir og Ægir Jónsson,
en ekki Laufey Bjarnadóttir og
Sigurður Steinþórsson, eins og
sagði í myndatexta með frásögn af
fundinum.
Biðst Morgunblaðið velvirð-
ingar á þessum mistökum.
SAMEIGINLEGUR fræðslufundur
foreldra- og kennarafélaga í Foss-
vogs- og Réttarholtsskóla verður
haldinn 21. febrúar kl 20:30 í Foss-
vogsskóla.
Gestir fundarins verða Salome
Þorkelsdóttir, alþingismaður, og
Hrólfur Kjartansson, deildar-
stjóri. Þau munu ræða um sam-
felldan skóladag, tengsl heimila
og skóla auk starfs foreldra- og
kennarafélaga.
Salome Þorkelsdóttir er for-
maður vinnuhóps, sem mennta-
málaráðherra skipaði á síðasta ári
um þessi mál en Hrólfur Kjart-
ansson á einnig sæti í hópnum.
Vinnuhópurinn skilaði nýlega
áfangaskýrslu með margvíslegum
tillögum til breytinga og úrbóta. Á
fundinum í Fossvogsskóla verður
ítarlega fjallað um þessi mál og
hvernig unnt sé að hrinda í fram-
kvæmd þeim tillögum, sem hæfa
aðstæðum i þessum skólahverfum.
(tr frétutilkjrnninga)
Rauði kross íslands
Hjúkrunarfræðingur
farinn til Thailands
RAUÐI kross íslands hefur sent á
sínum vegum Kristínu Ingólfsdóttur,
hjúkrunarfræðing, til sex mánaða
dvalar í Thailandi. Hún mun starfa í
sjúkrahúsi Alþjóðaráðs Rauöa kross-
ins í Khao-I-Dang, sem er skammt
frá landamærum Thailands og
Kampútseu. Þar er nú mikil þörf
hjúkrunarfólks og annarra hjálpar-
liða vegna stórsóknar Víctnama að
landamærunum.
Kristín hefur áður starfað á
þessum slóðum á vegum Rauða
krossins. Allmargir íslenskir
hjúkrunarfræðingar hafa unnið
þar undanfarin ár og verður þetta
í fimmtánda skiptið, sem íslensk-
ur hjúkrunarfræðingur kemur til
starfa í Khao-I-Dang á vegum
RKÍ.
Árið 1981 dvaldi Kristín um sex
mánaða skeið við líknarstörf í
Kenya á vegum RKl. Þess má geta
að auk mikillar reynslu af störfum
erlendis hefur Kristín sótt nám-
skeið RKÍ fyrir sendifulltrúa,
bæði sem nemandi og leiðbein-
andi.
(FrétUiilkynning)
Kristín Ingólfsdóttir, hjúkrunar-
fræðingur.
Charlie Chaplin
heiðraður á
kvikmyndadögum
Menningarstofnun Banda-
ríkjanna vekur athygli á kvik-
myndadögum, sem haldnir verða í
húsnæði stofnunarinnar á Neshaga
16, á næstu dögum.
Stofnunin hyggst með þessum
hætti heiðra Charlie Chaplin, einn
af merkustu mönnum kvikmynda-
listarinnar. Fimm af helstu
kvikmyndum hans verða sýndar á
þremur kvöldum. Hrafn Gunn-
laugsson, kvikmyndaleikstjóri,
mun kynna Chaplin og verk hans
við upphaf hverrar sýningar.
Fyrsta sýningin verður fimmtu-
dagskvöldið 21. febrúar. Þá verða
sýndar tvær myndir „The Kid“
gerð árið 1921 og „The Gold Rush“
(Gullæðið, gerð árið 1925). Önnur
sýning verður 26. febrúar, þá
verða sýndar „The Circus“ gerð
árið 1928 og „City Lights" (Borg-
arljós) gerð árið 1931. Kvik-
myndadögunum lýkur 28. febrúar
með sýningu á „Limelight" gerð
1952. Sýningarnar hefjast öll
kvöld kl. 20.30 og eru allir, sem
áhuga hafa velkomnir.
(í r fréttatilkynningu.)