Morgunblaðið - 21.02.1985, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1985
+
Móðir min,
HREFNA BERGSDÓTTIR,
lóst 10. febrúar. Útförin hefur fariö fram.
Helga Þorkelsdóttir.
Faöir minn. + EILÍFUR ÓLAFSSON,
Nýbýlavegi 36,
Kópavogi,
andaöist á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhliö. Kópavogi, þriöjudaginn
19. febrúar. Oddný Elfsa Eilffsdóttir.
Eiginmaöur minn,
GUNNAR JÓNSSON
sölustjóri,
Framnesvegi 65,
lést i Borgarspitalanum aöfaranótt 20. febrúar.
Guöbjörg Aóalheiöur Þorsteinsd.
+
Dóttir okkar og systir,
HAFDÍS HALLDÓRSDÓTTIR,
Tjarnargötu 33,
Keflavfk,
verður jarösungin frá Keflavikurkirkju, föstudaginn 22. febrúar kl.
14.00.
Elfsabet Ólafsdóttir, Halldór Brynjólfsson
og systkini.
+
Móðir okkar og tengdamóöir,
REGÍNA G. JÓNSDÓTTIR,
veröur jarösungin frá Dómkirkjunni i dag fimmtudaginn 21. febrúar
kl. 3 e.h.
Arngrfmur Guöjónsson, Unnur Þóröardóttir,
Geir Guöjónsson, Ásthildur Jónsdóttir.
Faöir okkar. + LÁRUS DANÍELSSON, Fremribrekku, Dalasýslu,
veröur jarðsunginn föstudaginn 22. febrúar nk. frá Dómkirkjunni
kl. 13.30. Guömundur Lárusson, Guórún Lárusdóttir, Valgeröur Lárusdóttir og fjölskyldur.
+
Móöir okkar,
GUDRUN SOFFÍA GUNNARSDÓTTIR,
öldustfg 5,
Sauöárkróki,
veröur jarösungin frá Sauöárkrókskirkju laugardaginn 23. febrúar
kl. 14.00.
Fyrir hönd vandamanna.
Stefán Pálsson,
Aöalfrföur Pálsdóttir,
Sigurlaug Pálsdóttir.
Kransar, kistuskreytingar
BORGARBLÓMÍÐ
SKiPHOLTi 35 SÍMÞ 322I3
Minning
Þórunn Sólveig
Þorsteinsdóttir
Fædd 24. desember 1927
Dáin 12. rebrúar 1985
„Þar sá ég sólu fegri
á súlum standa höll
í dýrö svo dásamlegri,
hún drifin gulli er öll.
Þar sá ég fylking fríða
og fagurbúna sveit
um ljóssins sali líða
með ljóssins ásýnd blíða
í unaðs aldinreit." (V.B.)
Ég mun ávallt minnast aðfanga-
dags jóla fyrir 57 árum, þá 5 ára
gamall og Inga systir 7 ára. For-
eldrar okkar höfðu lokið öllum
jólaundirbúningi en rétt áður en
hátíð ljósanna gekk í garð ól móð-
ir okkar hjartkæra dóttur og við
höfðum eignast litla, kæra systur,
óvænt en gleðileg jólagjöf. Móður
og barni farnaðist vel og gat
mamma neytt jólamáltíðarinnar í
sæng sinni á tilskildum tíma.
Þegar við systkinin vorum að
velja sálmana, sem syngja átti við
útför móður okkar, kom í ljós að
tveir þeirra, er við höfðum auga-
stað á, voru sungnir undir sama
laginu. Þórunn mælti þá strax
með því að sálmur sr. Valdimars
Briem, „Ég horfi yfir hafið“, yrði
sunginn og er versið hér fyrir ofan
hið þriðja í þeim fagra sálmi.
Á útfarardegi Þórunnar í dag
tökum við, ástvinir hennar, undir
með þessu kæra sálmaskáldi og
gerum hans orð að okkar:
„Ég hljóður eftir hlusta
ég heyri klukkna hljóm,
hve guðleg guðsþjónusta
er Guðs í helgidóm.
Ég heyri unaðsóma
og engla skæra raust,
um Drottins dýrðarljóma,
um Drottins verk þeir róma
um eilífð endalaust.”
Sálmaskáldið spyr: Er þetta
hverful hilling og hugarburður
manns? og svarar um hæl: Nei,
það er fögur hylling á fyrirheitum
hans, er sýnir oss í anda Guðs ei-
líft hjálparráð.
Hvort sem mér leyfist að segja
það eða ekki, fannst mér ávallt
mikil reisn vera yfir Þórunni og
sérstakur tignarbragur í fari
hennar. Hún var vinur vina sinna
og vann sér traust allra, sem
henni kynntust og sem hún átti
samleið með, jafnt innanlands
sem utan.
Hún var mikilhæf húsmóðir,
mjög smekkvís og listhneigð og
bar heimili þeirra hjónanna fagr-
an vott um það, en Þórunn giftist
18. október 1947 eftirlifandi manni
sínum, Friðrik Jörgensen for-
stjóra, skólabróður mínum úr
Verslunarskóla íslands. Við út-
skrifuðumst þaðan fyrir 45 árum.
Þórunni lét illa allur rógur og
hygg ég að hún hafi snemma tam-
ið sér bæn sr. Valdimars Briem í
sálminum: Þú Guð, sem stýrir
stjarna her, þá er skáldið bað til
hins hæsta: Stýr minni tungu að
tala gott og tignar þinnar minn-
ast, lát aldrei baktal, agg né spott
í orðum mínum finnast.
Hún var glaðlynd að eðlisfari
alla sína ævi og kunni að fagna
með fagnendum en einnig að
syrgja með syrgjendum og voru
allar tilfinningar hennar hreinar
og frá hjartanu komnar. Hún
mátti ekkert aumt sjá og ekki
vamm sitt vita. Trygglyndi var
henni meðfætt og án tilgangs var
að reyna að breyta skoðunum
hennar, þá er hún hafði tekið
tryggð við menn eða málefni. Hún
vildi ávallt sjá hið góða í fari
hvers og eins og hinar góðu og far-
sælu hliðar allra mála.
Frændsystkini sín eiskaði hún
og dáði og sakna þau nú öll góðrar
frænku.
Hjartkær og elskuleg systir er
nú horfin úr dauðans dimmum dal
til helgra ljóssins byggða, þar sem
bíða hennar í varpa foreldrar,
systur, afar og ömmur og fjöl-
margir aðrir kærir ástvinir.
Ég og systkini mín og fjölskyld-
ur okkar senda þér nú Friðrik
minn innilegar samúðarkveðjur
og við biðjum öll góðan Guð að
styrkja þig og blessa.
Blessuð sé minning góðrar konu
og hjartkærrar systur.
Arni Kr. Þorsteinsson,
Granaskjóli 10.
„Af hverju kemur amma Tóta
aldrei aftur til okkar?“ voru
fyrstu viðbrögð hennar Söru Þór-
unnar þegar ég sagði henni að
„amma Tóta" væri farin til Guðs
vegna þess að hún hefði verið svo
lasin.
Það er erfitt fyrir 4 ára gamalt
barn að trúa og viðurkenna að
„amma Tóta“ komi aldrei aftur.
Tóta hét fullu nafni Þórunn Sól-
veig. Hún fæddist 24. desember
1927 á Eiðsstöðum við Bræðra-
borgarstíg og var þriðja barn
þeirra hjóna Ástu Jónsdóttur frá
Eiðsstöðum og Þorsteins Árna-
sonar, ættuðum frá ísafirði. Hin
systkinin eru Ingigerður Nanna en
hún lést 1982, Árni Kristinn,
Þorsteinn Jón, Kristín en hún lést
3 mánaða og tvíburarnir Gyða og
Garðar.
Ég hef þekkt Tótu eins lengi og
ég man eftir mér. Hún var æsku-
vinkona móður minnar og Tóta og
Friðrik gættu mín oft þegar ég var
barn. Hjá þeim fékk ég alla þá
blíðu sem væru þau foreldrar mín-
ir.
Fátækleg orð ná ekki að lýsa
Tótu svo nokkru nemi enda kynnti
hún sig bezt í lifanda lífi, alltaf
hlý og blíð í viðmóti. Hún hafði
stórt hjarta.
Þær eru ófáar stundirnar sem
ég hef átt á heimili Tótu og Frið-
riks, fyrst á Tómasarhaga 44. Það
var stutt að hlaupa upp sundið.
Núna hin síðustu ár bjuggu þau á
Ægisíðu 94. Alltaf hefur þeirra
fallega heimili staðið opið fyrir
mér og minni fjölskyldu. Sérstak-
lega er mér minnisstætt hvað þau
tóku manni mínum, Ole, vel þegar
hann kom til landsins og kunni
enga íslenzku. Ekki stóð á þeim að
hjálpa honum að komast yfir byrj-
unarerfiðleikana í þessum nýju
heimkynnum. Ekki átti Tóta þar
síður hlut að máli.
Það hefur verið hluti af jóla-
haldinu að heimsækja Tótu á að-
fangadag jóla, svo lengi sem ég
man hef ég farið til að eiga með
henni gleðistund, fyrst með for-
eldrum mínum en síðustu árin
með minni fjölskyldu. Tóta tár-
felldi oft af gleði þennan dag. Hún
var svo glöð að eiga afmæli sama
dag og frelsarinn. Ég var leið yfir
þvi að ég komst ekki til hennar á
síðasta afmælisdegi hennar þar
sem ég lá sjálf á sjúkrahúsi, en
Ole, Sara Þórunn og Hjalti fóru.
Maðurinn minn sagði við mig að
ekki væri Tóta eins og hún ætti að
sér. Hún hlyti að vera veik, þó hún
hefði ekki kvartað, en það gerði
hún ekki, þó hún gengi ekki heil til
skógar hin síðustu ár. Á nýársdag
komu Tóta og Friðrik til okkar í
mat. Tóta leit svo vel út. Alltaf
jafn fín og falleg. Engan hefði
grunað að þetta væri í síðasta
skipti sem við hefðum hana svona
káta á meðal okkar.
Ég veit að vel hefur verið tekið á
móti Tótu handan móðunnar
miklu af undangengnum ástvinum
hennar, en styrkur okkar sem eft-
ir lifum hlýtur að felast í björtum
endurminningum um góða og
hjartahlýja konu. Sú minning
mun ylja okkur til æviloka.
Það verður tómlegt að ganga
Ægisíðuna vitandi að „amma
Tóta“ er þar ekki meir.
Élsku Friðrik. Sorg þína og
missi er ekki hægt að lækna með
orðum. Það eitt mun tíminn gera.
Minningin um góða konu sem Tóta
var, konu með stórt hjarta. Það
var nöfnu hennar mikil huggun
þegar henni var sagt að „amma
Tóta“ væri komin til mömmu
sinnar, pabba og Ingu systur sinn-
ar og þar myndi hún bíða eftir afa.
Við á Tómasarhaga kveðjum
Tótu með miklum söknuði og þó
mest nafna hennar sem leit upp til
„ömmu Tótu“. Fari hún í friði.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir
Kær vinkona er borin til grafar
í dag. Hún var góð og glæsileg. Ég
man sjaldan eftir glæsilegri hjón-
um en Þórunni og Friðriki. Þeim
var því miður ekki barna auðið,
sem vafalaust var þeim örlagarík-
ara en margur veit.
Ég kynntist þeim ung að árum,
vegna vináttu þeirra við foreldra
mína. Mér er það minnisstætt,
þegar ég kom eitt sinn erlendis
frá, fyrir u.þ.b. 15 árum, þá kom
ég með litla skjaldböku í far-
angrinum, sem ég gaf þeim hjón-
um. Þau tóku slíku ástfóstri við
hana, að heimilið bókstaflega
snerist í kringum hana. Þau áttu
hana í nokkur ár. Hún var þá
„þungamiðja" heimilisins. Þau
vöknuðu á næturnar til að leita að
henni, gefa henni salatblöð o.fl.
Þau sáu mikið eftir henni. Hún
var í góðum höndum, eins og allir
þeir gestir sem þau tóku á móti.
Ég veit að minning Þórunnar
mun lifa um ókomin ár og að hún
sé ekki eins langt frá okkur og
orðið dauðinn gefur til kynna.
Ég votta eiginmanni hennar,
Friðriki, Gyðu og öðrum aðstand-
endum mínar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Helga Guðmundsdóttir
. Við andlát og útför Þórunnar
Sólveigar Þorsteinsdóttur leita
margar og ljúfar minningar á
hugann.
Þórunn kvæntist Friðriki Jörg-
ensen stórkaupmanni árið 1947.
Atvikin höguðu því þannig, að við
Friðrik vorum gjaldkerar í nánum
samstarfsfyrirtækjum, Héðni hf.
og Stálsmiðjunni hf. Kynni okkar
munu nú meira en 40 ára gömul.
Kunningsskapurinn þróaðist í vin-
áttum, einnig milli maka okkar.
Þegar ég var orðinn heimilisvin-
ur þeirra hjóna varð mér snemma
starsýnt á málverk af Þórunni
sem málað var af Gunnlaugi
Blöndal. Þetta er einkar falleg
mynd og spurðist ég því fyrir um
tilurð hennar. Á æskudögum vann
Þórunn í miðasölunni í Gamla
bíói, þar sem hún mun hafa vakið
athygli listmálarans. Bað hann
leyfis að fá að mála hana. Og síðar
eignuðust þau hjónin þessa mynd.
Kemur vinum hennar ekki á óvart,
að fegurð hennar vakti athygli.
Við gagnkvæm kynni kom brátt
í ljós að Þórunn var hlý og glað-
lynd og hafði fágaða framkomu.
Hún var einnig mikill fagurkeri.
Naut þess að nostra við ýmislegt,
sem prýða mætti heimilið. Hún
hafði yndi af að dúka fallega borð
og gera andrúmsloftið hlýlegt.
Er fullvíst að margir vinir
þeirra hjóna minnast þess nú með
þakklæti hve notalegt var oft að
njóta kvöldstundar á þeirra fal-
lega heimili við frábæra gestrisni.
Þau hjónin voru mjög samtaka í
rausn og höfðingsskap.
Þórunn fæddist á aðfangadag
jóla árið 1927 að Eiðsstöðum við
Bræðraborgarstíg. Var því oft
gestkvæmt um eftirmiðdag að-
fangadagsins á heimili þeirra
hjóna. Skreytingar voru einkar
smekklegar og ríkti þá sannkölluð
jólastemmning.