Morgunblaðið - 21.02.1985, Síða 47
47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1985
Foreldrar Þórunnar voru Þor-
steinn Árnason frkvæmdastjóri
vélstjórafélags Islands og heiðurs-
félagi þess. Auk þess gegndi hann
margskonar trúnaðarstörfum,
m.a. tjónaskoðun á skipum, og
kynntist ég þessum heiðursmanni
allvel þegar ég starfaði í Héðni hf.
Kona hans var Ásta Jónsdóttir frá
Eiðsstöðum einn sannasti vestur-
bæingur sem ég hef kynnst. Hún
hafði skemmtilegan metnað sem
innborinn og gamall vesturbæing-
ur og náði sá metnaður niður að
Dómkirkju, sem var henni eins-
konar helgitákn. Hún var mikil
sjálfstæðiskona og talaði um póli-
tík af trúarhita. Vorum við Frið-
rik stundum að smáglettast við
hana um pólitíkina og var þá oft
glatt á hjalla.
Þótt Þórunn væri kona dagfars-
prúð gat hún verið mjög föst á
sinni skoðun. Hjartalag hennar
var þó þannig, að hún mátti ekk-
ert aumt sjá án þess að reyna að
rétta hjálparhönd. Hún sótti ýmsa
góða eðliskosti til foreldra sinna
og þótti mjög vænt um vestur-
bæinn, þar sem hún bjó svo til alla
ævina.
Á síðasta áratug hefir fyrirtæki
þeirra hjóna, Innkaup hf., sífellt
aukið umsvif sín. Er það nú í hópi
stærri innflutningsfyrirtækja og
er um þessar mundir að mestu
lokið myndarlegri byggingu yfir
starfsemina. Þórunn var stjórn-
arformaður þessa fyrirtækis.
Aldrei finnum við betur til van-
máttar okkar og smæðar en þegar
við stöndum augliti til auglitis við
dauðann.
Þórunn var kona trúuð, þótt hún
flíkaði því lítt, og sannfærð um að
jarðvistin væri aðeins áfangi á
lengri vegferð. Vona ég nú að
henni verði að trú sinni og heilla
stjarna lýsi braut hennar á æðri
tilverustigum.
Það er með miklum söknuði sem
við hjónin kveðjum okkar kæru
vinkonu í dag. Við sendum eigin-
manni, systkinum og öðrum henn-
ar nánustu innilegar samúðar-
kveðjur.
Guðmundur Guðmundarson
Mig langar að kveðja mágkonu
mína, Þórunni, með nokkrum fá-
tæklegum orðum, enda kemur
margt í hugann er ég minnist þess
hve hlýlega hún tók á móti mér,
þegar ég kom fyrst í fjölskylduna
fyrir tæpum átján árum, þá til-
tölulega ókunnug íslensku fjöl-
skyldulífi, en hún var sú fyrsta
sem ég kynntist í fjölskyldu
mannsins míns.
Ég fann ávallt hve sterkum vin-
áttuböndum hún umvafði alla þá
mörgu sem henni þótti vænt um
og aldrei heyrði ég hana hallmæla
nokkrum manni, heldur dró hun
alltaf það fagra fram, bæði um
menn og málefni, enda bar heimili
hennar vott um fegurð og smekk-
vísi á allan hátt.
Alltaf var jafn gott að heim-
sækja Þórunni og Friðrik og deila
með þeim samverustundum, hvort
heldur var í sorg eða gleði.
Nú þegar söknuðurinn er mest-
ur við fráfall Þórunnar, veit ég að
tíminn græðir öll sár með Guðs
hjálp.
Að lokum votta ég svila mínum,
Friðriki Jörgensen, og allri fjöl-
skyldunni dýpstu samúð mína.
Guð blessi minningu elsku mág-
konu minnar, Þórunnar S. Þor-
steinsdóttur.
('hristel
Elskuleg og góö vinkona mín er
látin. Þann 12. febrúar lést á gjör-
gæsludeild Landspítalans Þórunn
Sólveig Þorsteinsdóttir.
Foreldrar Þórunnar voru þau
hjónin Ásta Jónsdóttir og Þor-
steinn Árnason, sem lengst af
bjuggu vestur á Túngötu hér í bæ.
Þórunni eða Tótu eins og ég
kallaði hana, auðnaðist ekki hár
aldur. Hún var aðeins 57 ára göm-
ul er hún lést, en hún fæddist 24.
desember 1927.
Okkar kynni hófust, þegar við
vorum 16 ára gamlar og unnum
báðar í kvikmyndahúsum. Þórunn
vann við miðasölu í Gamla Bíói en
ég við sælgætissölu í Nýja Bíói.
Við bundumst órjúfanlegum
vináttuböndum, sem héldust alla
tíð, og á ég um hana Ijúfar endur-
minningar, sem seint gleymast.
Ég minnist sérstaklega ógleym-
anlegrar ferðar, sem við fórum
norður í land. Við vorum átta
saman ung og lífsglöð og gaman-
mál, sem oft hafa verið rifjuð upp
síðan, byrjuðu strax í Hvalfirði.
Þetta var samstilltur hópur, sem
var ákveðinn í að gera ferðina sem
besta.
Við sváfum í tjöldum og höfðum
meðferðis eldunartæki og annan
viðleguútbúnað, við kynntumst
landinu okkar og nutum lífsins.
Þórunn var vel gefin og greind
kona. Hún var ljóðelsk og einkum
hafði hún miklar mætur á þjóð-
skáldinu okkar Davíð Stefánssyni.
Einnig unni hún góðri tónlist og
öðrum fögrum listum.
Eftirlifandi eiginmanni sínum
Friðriki Jörgensen giftist Þórunn
18. október 1947 og bjuggu þau
fyrstu hjúskaparár sín á Skeggja-
götu, því næst Tómasarhaga og
síðustu árin á Ægisíðu.
Á öllum þessum stöðum var
heimili þeirra yndislega fallegt og
smekkvísin og myndarskapurinn í
fyrirrúmi.
Ég kveð mína hjartans góðu
vinkonu með söknuði og þakklæti
fyrir tryggðina öll árin, sem við
áttum saman.
Við hjónin vottum eiginmanni,
systkinum og öðrum aðstandend-
um okkar innilegustu samúð.
Guð blessi vinkonu mína.
Anna Kr. Linnet
Ingiveig Egjólfs■
dóttir - Minning
VEGNA mistaka við birtingu þessar-
ar minningargreinar í Morgunblað-
inu í gær birtir blaðiö greinina hér
aftur í heild og eru hlutaðeigandi
beðnir velvirðingar á þessum mis-
tökum.
Fædd 31. júlí 1902
Dáin 12. febrúar 1985
Á morgna, þegar árla upp stá,
eins á kvöldin, þá hvílast á,
gef ég mitt líf og líka önd,
ljúfi Jesú, í þína hönd.
(Hallgrímur Pétursson)
Árin líða hvert af öðru og fyrr
en varir er ævin öll. Við eignumst
ástvini og eigum með þeim dýr-
mætustu stundir lífs okkar, en
skyndilega er þeim svipt burtu og
tjaldið dregið fyrir. Eftir er djúp-
ur söknuður og löngun til að fá að
njóta lengur allra þeirra ljúfu
stunda, sem við áttum saman, en
við vitum að við getum aðeins not-
ið þeirra í minningunni.
I fyrsta sinn skynja ég þessar
tilfinningar, við lát ömmu minnar,
Ingiveigar, hugur minn er fullur
trega og saknaðar, en jafnframt
þakklætis yfir að fá að minnast
hér ástvinar, sem var mér svo
kær.
Við, bræður mínir og ég, vorum
svo heppin að geta verið öllum
stundum með ömmu, þar sem við
ólumst upp í sama húsi og hún.
Ingiveig Eyjólfsdóttir fæddist
31. júlí 1902 í Keflavík. Foreldrar
hennar voru Lilja Friðriksdóttir
og Eyjólfur Guðlaugsson, báta-
smiður, er síðast bjuggu á Kötlu-
hóli í Leiru í Gerðahreppi.
Amma var næstyngst átta
barna þeirra hjóna, en nöfn þeirra
eru: Guðmundur, Steinunn Björg,
ólafur, Sigurbjörn, en eftirlifandi
eiginkona hans er Guðlaug Jóns-
dóttir, sem dvelur á Hrafnistu i
Hafnarfirði, Guðrún, María Guð-
björg og Margrét Rannveig. Eftir
lifa tvær systur: Steinunn Björg,
er dvelur á Kumbaravogi, Stokks-
eyri, og Guðrún, sem dvelur á Sól-
vangi í Hafnarfirði.
Amma fluttist til Reykjavíkur,
þar sem hún kynntist afa mínum,
Þórarni Björnssyni póstfulltrúa,
og gengu þau í hjónaband árið
1927.
Þórarinn fæddist 8. október árið
1900 á Svartagili í Norðurárdal,
sonur hjónanna Halldóru Þórð-
ardóttur og Björns Guðmundsson-
ar, húsasmiðs og organista. Þau
hjónin eignuðust þrjú börn, þau
Gunnar, Þórarin og Þórdísi. Eru
þau öll látin.
Afi og amma bjuggu fyrstu
hjúskaparár sín á Njálsgötu 2,
Reykjavík. Oft var glatt á hjalla á
því menningarheimili, þar sem
tónlistin var í hávegum höfð.
Björn Guðmundsson hafði lært
orgelleik og léku öll börn hans á
hljóðfæri. Þórarinn afi minn nam
fiðluleik og lék m.a. um tíma með
Hljómsveit Reykjavíkur og var
hann jafnframt einn af tólf stofn-
endum Tónlistarfélagsins í
Reykjavík.
Árið 1938 fluttust Ingiveig og
Þórarinn á Karlagötu 11, Reykja-
vík og bjuggu þar síðan góðu búi.
Þau eignuðust eina dóttur, Eddu,
gifta Gunnari Friðjónssyni og
eiga þau þrjú börn. Mér auðnaðist
ekki að kynnast afa mínum en
hann dó árið 1959 langt fyrir aldur
fram. Þau hjónin voru ákaflega
samrýnd, bæði unnendur fagurra
lista og máttu ekki vamm sitt vita
í neinu.
Ingiveig var tíguleg kona, í með-
allagi há, grönn og beinvaxin með
fallegt hrokkið hár. Hún bjó yfir
mikilli skapfestu og innri ró og
aldrei heyrði ég hana hallmæla
nokkrum manni. Hún var hógvær
í allri framkomu og henni var
snyrtimennskan í blóð borin, enda
bar heimili hennar ljósan vott um
það. Hún var mikil hannyrðakona
og ákaflega vinnusöm.
Þær stundir sem ég átti með
ömmu eru mér dýrmætar. Ég
minnist þess er ég lítil stúlka sat í
kjöltu hennar og las yfir með
henni kvöldbænirnar mínar og
það var eins og streymdi frá henni
svo mikill friður og hlýja. Hugsun
hennar var ætíð bundin því að
gleðja aðra.
Síðustu þrjú ár ævi sinnar átti
amma við vanheilsu að stríða og
dvaldist þann tíma á öldrunar-
lækningadeild Landspítalans, Há-
túni lOb, þriðju hæð, þar sem hún
naut frábærrar hjúkrunar og að-
hlynningar.
Hún var okkur systkinunum allt
í senn, elskandi amma, besti vinur
og hjálparhella. Ég sendi ömmu-
systrum mínum bestu kveðjur.
Ömmu minni þakka ég sam-
fylgdina á lífsins braut, hvíldin
var henni kærkomin.
Blessuð sé minning hennar.
„Hvort heldur lifí hér eða dey,
hjartað mitt við því kvíðir ei,
glaður því mína gef ég önd,
Guð sannleikans, í þína hönd.“
(Hallgrímur Pétursson)
Ingiveig Gunnarsdóttir
t
Eiginmaður minn,
HJORTUR HJARTARSON
kaupmaður,
Espigerði 4,
verður jarösunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 22. febrúar kl.
10.30.
Ásta L. Björnsdóttir.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúö og vinarhug við andlát og útför
móður okkar, tengdamóöur og ömmir,
SVANHILDAR ÁRNADÓTTUR.
Vilborg Guöbergsdóttir, Svava Guöbergsdóttir,
Jóhanna Guðbergsdóttir, Davlð Guöbergsson,
Jóna Guöbergsdóttir, Kristín Guöbergsdóttir,
tengdabörn og barnabörn.
t
Okkar innilgustu þakkir fyrir auösýnda samúð og vinarhug viö
andlát og jaröarför móöur minnar, tengdamóöur og ömmu,
KRISTÍNAR HELGADÓTTUR,
Hjaröahaga 42.
Helgi Loftson,
Frlöa Loftson,
Anna Kristln Helgadóttir.
t
Viö þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug og
hjálpsemi viö andlát og jaröarför móöur okkar, tengdamóöur,
ömmu, langömmu og langalangömmu,
ÞÓRUNNAR EINARSDÓTTUR
frá Stóru-Vatnsleysu.
Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki á Sjúkrahúsi Keflavikur fyrir
frábæra umönnun.
Börn og tengdabörn.
t
Þökkum af öllu hjarta þeim fjölmörgu sem veittu okkur styrk,
samúö og ómetanlega hjálp viö andlát og útför eiginmanns mins,
föður okkar, tengdafööur og afa,
GUÐJÓNSPÉTURSSONAR
frá Kirkjubæ,
Vestmannaeyjum,
Heimahaga 3,
Seifossi.
Einnig þökkum viö allar þær mörgu samúöarkveöjur sem okkur
hafa borist.
Dagrföur Finnsdóttir,
Pátur Guöjónsson,
Sveinbjörn Guöjónsson,
Hallveig Guöjónsdóttir,
tengdabörn og barnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og
útför fööur okkar, tengdaföður, afa og langafa,
SIGURÐAR ÁSMUNDSSONAR,
(áöur Melgeröi 3, Rvík.)
Guödís Siguröardóttir,
Ása Siguröardóttir, Sveinn Klemensson,
Ragna Siguröardóttir, Baldur Sveinsson,
Halldór Sigurösson, Guörún Pálsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir færum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúö og
hlýhug viö andlát og útför
ÚLFARS PÁLS MÖRK.
Eirika Inga Þórðardóttir, Hans Samúelsson
og börn.
t
Þökkum af alhug samúð og vinsemd við andlát og útför móöur okkar,
ÓLAFAR BALDVINSDÓTTUR,
Kársnesbraut 63,
Kópavogi,
og þeim er vottuöu minningu hennar viröingu. Sérstakar þakkir til
starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Sunnuhliö.
Adam Þorgeirsson,
Hrafnhildur Þorgeirsdóttir,
Hjördfs Þorgeirsdóttir,
Arnar Þorgeirsson.