Morgunblaðið - 22.02.1985, Page 26

Morgunblaðið - 22.02.1985, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1985 Gervihjartaþeginn braggast vel þrátt fyrir smálasleika IiOuisville, Kentucky, 21. febrúar. AP. ÞAÐ hefur verið mikil uppörvun Haydon hefur braggast eftir að- fyrir William Schröder, fyrri gervi- gerðina. Hafa fjölskyldur þeirra hjartaþegann, hversu fljótt Murray þegar tengst sterkum vináttubönd- um, að sögn eins af ættingjum Haydons, og taldi hann það eiga eftir að verða heilsu beggja sjúkl- inganna lyftistöng. Læknar sögðu í dag, fimmtu- dag, að Haydon yrðu gefin ró- andi lyf, svo að hann næði að hvílast, en hann hefur fundið til lasleika út frá nýrum. „Hann varð þreyttur í gær- kvöldi, af því að hann sat svo lengi uppi,“ sagði dr. Allan M. Lansing, yfirlæknir á Humana- sjúkrahúsinu. Dr. William C. Devries, sem annaðist hjartaaðgerðirnar á báðum mönnunum, hætti við að láta Schröder fara í gönguferð utanhúss á þriðjudag vegna ágengni sjónvarpsfólks. í gær sagði Lansing, að Schröder hefði náð sér verulega á strik og yrði e.t.v. nógu hress til þess að fara af spítalanum í næstu viku. Sex ára fang- elsi fyrir röng læknisvottorð Moskvu, 21. febrúar. AP. LÆKNIR nokkur í borginni Sverdlovsk í Úralfjöllum í Sovét- ríkjunum hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að láta verkamenn, sem ekkert amaði að, fá vottorð um að þeir væru veikir, svo að þeir þyrftu ekki að sinna daglaunavinnu sinni og gætu starfað annars staðar. Það var blaðið Sovietskaya Russya, sem greindi frá þessu í dag. Blaðið nefndi dæmi um tvo verkamenn, sem keypt hefðu slík vottorð frá læknin- um, sem heitir V. Bratislavski. Sagði blaðið að þeir hefðu framvísað vottorðinu hjá verkalýðsfélagi sínu og fengið greidda veikindapeninga. Burma: Atlaga gegn eitur- lyfjabröskurum Bangkok, 21. febr. AP. í FRÉTTDM sem borizt hafa frá Burma segir að 2.400 hermenn stjórnarinn- ar í Rangoon, búnir eldflaugum og skriðdrekum hafi ráðist á Khun Sa í austur Burma fyrr í þessum mánuði og drepið marga af mönnum Kingping, sem er alræmdur eiturlyfjasali í Burma. Aftur á móti tókst ekki að grípa höfuðpaurinn. í Khun Sa er framleitt mikið af eiturlyfjum og er auk þess flutt þangað mikið magn úr öðrum landshlutum og síðan sjá liðs- menn Kingpins um að koma því áfram. Eins og frá var sagt í grein í Mbl. á fimmtudag voru löndin Burma, Laos og Kambódía lengi kölluð Gullni þríhyrningurinn og þaðan kom meirihluti allra eitur- lyfja Suðaustur-Asíu. Að vísu tókst að klekkja á samtökunum fyrir um áratug, en þau virðast nú vera farin að láta til sín taka á ný. í fréttum sem eru þó ekki stað- festar segir að ríkisstjórnin í Rangoon hafi gert fleiri atlögur að „eiturlyfjastöðvum" í landinu og muni herða enn aðgerðir sínar á næstunni til að reyna að uppræta smyglið. Grænlenski þjóðfáninn Þaiinig lítur þjóðfáni Grænlendinga út, rauður og hvítur með hringlaga sólartákni. Fáninn verður dreginn að húni í fyrsta sinn 21. júní nk., á sumarsólhvörfum, en það er þjóðhátíðardagur Grænlendinga. TreholtsmáliÖ: Verjendur með nýjar kröfur á elleftu stundu Ostó, 21. febrúar. AP. VERJENDUR Arnes Treholt, sem grunaður er um að hafa njósnað fyrir Sovétmenn frá árinu 1974, hafa allt í einu krafist þess, að þrír nýir sérfræðingar verði skipaðir til að leggja mat á ýmis ákæruatrið- anna. Var skýrt frá þessu í Osló í dag. Jon Lyng, einn þriggja verj- enda Treholts, sagði, að þeir krefðust þess, að þremur nýjum mönnum yrði bætt við, mönnum, sem hefðu „sérþekkingu á ýms- um ákæruatriðanna". Lögfræð- ingar sóknarinnar hafa hins veg- ar brugðist ókvæða við þessari kröfu. Lasse Qvigstad, saksókn- ari, sagði, að nú þegar hefðu fjór- ir menn verið skipaðir dómurun- um til halds og trausts, menn, sem hefðu sérþekkingu á póli- tískum og hernaðarlegum mál- efnum, málefnum utanríkisþjón- ustunnar og lögfræðilegum mál- efnum, og að þess vegna væri Arne Treholt krafa verjendanna „mjög óeðli- leg“. „Krafa varnarinnar minnir helst á skyndiárás. Hún kemur ekki aðeins á óvart heldur er það með öllu óverjandi að koma fram með hana fimm dögum áður en réttarhöldin hefjast," sagði Lasse. Réttarhöldin hefjast nk. mánudag en ekki hefur verið skýrt frá ákæruatriðum, aðeins vísað til lagagreina, sem Treholt er sakaður um að hafa brotið með framferði sínu. Sérfræð- ingarnir fjórir verða bæði sækj- endum og verjendum til ráðu- neytis en þeir eru hershöfðingi, lagaprófessor og tveir háttsettir menn í utanríkisþjónustunni. Mennirnir þrír, sem verjendur vilja fá, eru allir sérfræðingar í stjórnmálafræði. Búist er við, að dómstóll í Osló skeri úr um kröf- una á morgun, föstudag. Mótmæli gegn klerkastjórninni ° ° J AP/Simamynd Um þessar mundir eru liðin sex ár frá því klerkastjórnin í íran komst til valda og hefur þess verið minnst með miklum hátíðarhöldum þar. Andstæðingar stjórnarinnar eriendis hafa einnig minnst afmælisins — með öðrum hætti þó. Þessi mynd var tekin í Bonn í fyrri viku þegar hundruð félaga í Mujahedin Kalq, andspyrnuhreyfingu íranskra útlaga, efndu til mótmælagöngu, þar sem böfð voru uppi vígorð gegn stjórn Khomeinis. Bandaríkin: Hagvöxtur á 3. árs- fjórðungi 1984 mun meiri en spár sögðu Wa«hington, 21. febrúar. AP. HAGVÖXTUR í Bandaríkjunum var mjög mikill á síðasta ársfjórðungi 1984, og mun meiri en upphaflega var haldið, að því er talsmaður stjórn- arinnar sagði í dag, fimmtudag. Samkvæmt upplýsingum viðskiptaráðuneytisins óx heild- arþjóðarframleiðsla, sem er breiðasti mælikvarðinn á efna- hagsástandið, um 4,9 % á tíma- bilinu október/desember. Þessi tala er meira en 2% hærri en áætlun sagði fyrir um, en hún var gerð í desember fyrir lok tímabilsins og hljóðaði upp á 2,8%. í janúar sl. var spá þessi endurskoðuð og hækkaði þá í 3,9%. í dag hækkaði hún sem sé aftur, í 4,9% eins og fyrr sagði, vegna fyllri upplýsinga sem fengist hafa síðan um efna- hagsstarfsemina á fyrrnefndu tímabili. Hagvaxtartölur ársins 1984 í heild hafa einnig hækkað við endurskoðunina, sem greint var frá í dag, í 6,9% úr 6,8%, sem spáð var. Stendur það því óhagg- að, að á árinu 1984 hefur orðið mesti hagvöxtur í meira en þrjá áratugi, eða frá því á árinu 1951, er hagvöxtur varð 8,3%. Fram kemur einnig, að þrátt fyrir þennan mikla hagvöxt, hélst verðbólga í svipuðu horfi 1984 og árið áður, nam 3,8%. Var það aðeins hærra en spáin hljóð- aði upp á í janúar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.