Morgunblaðið - 22.02.1985, Page 27

Morgunblaðið - 22.02.1985, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1985 27 Hjartaþeginn sem ól barn, lézt í gær Su Diego, 21. rebráar. AP. TUTTUGU og fjögurra ára gömul kona Betsy Sneith, sem komst í heimsfréttir á sl. hausti, þegar hún fyrst hjartaþega fæddi barn, lézt í gær af kransæöastíflu. Betsy Sneith fæddi barn sitt fjórum árum eftir að nýtt hjarta hafði verið grætt í hana. Læknar sögðu þá, að fengi hún ekki nýtt hjarta ætti hún aðeins eftir tvo mánuði ólifaða. Það vakti síðan mikla athygli er frá því var greint um þetta leyti sl. ár, að hún væri barnshafandi. Læknar töldu mikla áhættu fylgja meðgöngu og fæð- ingu, en Betsy Sneyth sagðist ekki láta það á sig fá, enda heilsaðist henni prýðilega á meðgöngutím- anum. Síðan barnið fæddist í sept- ember 1984 hefur hún verið sögð við bærilega heilsu. AP fréttastofan telur ástæðu til að taka fram að Betsy hafi ekki verið gift. Borgarastyrjöld í aðsigi á Sri Lanka? Nýju Delhí, 21. rebráar. AP TAMILAR á Sri Lanka, sem berjast fyrir því að fá að stofna sjálfstætt ríki á norðurhluta eyjarinnar, skýrðu frá því í dag, að þeir hefðu drepið 134 stjórnarhermenn og sjálfir misst sextán í meiri háttarátökum í fyrri viku. Varnarmálaráðuneytið í Col- ombo hafði áður sagt, að fjórir hermenn og fjórtán skæruliðar hefðu fallið. AP-fréttastofan segir að mjög erfitt sé að fá fréttirnar sannreyndar vegna þess að tals- menn stjórnarinnar hafa lagt bann við fréttaflutningi af átökum milli hermanna og tamila. Fréttamenn sem hafa verið á Sri Lanka upp á síðkastið segja að það sé afar flókið að fá réttar hugmyndir um gang mála, og hvorki ferðamenn né fréttamenn fái að fara norður í landið. Þeir segja, að flest bendi til að mikil spenna sé þar, enda megi merkja ólgu og ókyrrð sunnar í landinu og það gæti verið tímaspurning hve- nær allsherjar borgararstyrjöld brytist út milli tamila og sinhal- esa, þar sem ríkistjórnin þver- skallist við að hefja samningavið- ræður við tamila og sinhalesar séu andvígir öllum tilslökunum við minnihlutahóp tamila. Svo vont sé ástandið nú að innan fjölskyldna, þar sem blóðböndun hefur átt sér stað, logi allt í illdeilum og bræöur vegi hver annan. Dýrasti kjúklingur- inn gómaður í Kairó Kairó. 21. febrúar. AP. EGYPSK tollayfirvöld hafa hand- samað dýrasta kjúkling í heimi, að því er blaðð A1 Gomhuriya sagði frá í morgun. Kjúklingurinn var metinn á tíu þúsund dollara eða um fjögur hundruð þúsund ís- lenzkar krónur. Kjúklingurinn var ekki sér- stakur útlits og hafði verið steiktur á venjulegan egypskan hátt. Aftur á móti fundust í hon- um tólf þúsund egypsk pund, sem kona nokkur virðist hafa ætlað að smygla úr landi. Leitað var í faramrri ^cnur.r.ár^ — “0 fer mjög títt milli Kairó og Saudi Arabiu. í handtösku henn- ar fannst svo kjúklingurinn með pundunum og smjörkrús væn, sem reyndist hafa inni að halda ótilgreinda upphæð seðla í er- lendum gjaldmiðlum. Mjög hörð viðurlög eru við því í Egypta- landi að fara úr landi með þar- lendan gjaldmiðil og að gefa ekki upp nákvæma upphæð sem höfð er meðferðis í öðrum gjaldmiðl- um. Konan neitaði harðlega því tilboði tollvarðanna að þeir skyldu sleppa henni við kæru, ef hún féllist á með góðu að af- henda smérið oe kiöHð þcccr þáð tókst ekki var allt gert upp- tækt og konunni stungið snar- lega í svartholið. Kínverjar neita aðstoð við afganska skæruliða Peking, 21. febránr. AP. DAGBLAÐ Alþýðunnar í Peking segir, að það sé versti rógur að Kín- verjar þjálfi afganska skæruliða og sendi þeim vopn, eins og Sovétmenn hafa staðhæft upp á síðkastið. Ríkis- stjórn Babraks Karmal sem situr með stuðningi innrásarliðs Sovét- manna bar fyrir nokkru fram form- leg mótmæli þessa efnis. Þar sagði, að Kínverjar hefðu komið upp þjálf- unarbúðum bæði í Pakistan og Vest- ur Kína. í fréttinni var ennfremur sagt að kúgun Sovétmanna og yfir- gangur í Afganistan hefði aukist og þar sem baráttuþrek afganskra frelsissinna hefði að sama skapi eflst reyndu Sovétmenn og stjórn Karmals að kenna öðrum um ófar- ir sínar. Kínverjar hefðu ekki blandað sér í málið og myndu ekki gera það, en það breytti ekki því að glæpsamleg innrás Sovét- manna í Afganistan hefði vakið reiði og viðbjóð í Kína. V er kafallsmenn í kröfugöngu Aþenu, 21. febrúar. AP. VERKAMENN í byggingariðnaði og leigubifreiðastjórar í Aþenu, sem eru í verkfalli, fóru í dag í mótmælagöngu í miðborginni og kröfðust leiðréttinga sinna mála. Þá samþykktu hankastarfsmenn að framlengja þriggja daga verkfall sitt um einn sólarhring. Um tíu þúsund bygginga- verkamenn, sem hrópuðu „brauð, atvinnu og ekkert atvinnuleysi" heimsóttu fjármálaráðuneytið í borginni. Þeir gera kröfu um að eftirlaun miðist við 55 ára aldur, vinnuvikan verði stytt í 35 stundir og að ríkisstjórnin geri tafarlaus- ar ráðstafanir til að fjölga störf- um. Um fimm þúsund leigubifreiða- stjórar eru í sólarhringsverkfalli og krefjast þeir þess að fá að hækka fargjöld sín og að verð á bensíni verði lækkað. Raddgjafi Andrésar andar andaður Burbank, Kalifornía, 21. febrúar. AP. CLARENCE Nash, sem frægastur varð fyrir rödd Andrésar andar, lézt í morgun úr hvítblæði. Hann varð áttræður að aldri. Nash réðst til Walt Disney árið 1933 og tók þá að sér að tala hlutverk Andrésar andar í myndum Walt Disney, og gat sér í því góðan orðstír. Hann flutti síðan vísdóm og speki Andrésar andar i yfir 150 myndum, löngum sem stuttum. Þegar minnst var 50 ára afmælis Mikka músar fyrir tveimur árum kom Nash að nýju fram í sviðsljósið eftir að hafa dregið sig í hlé löngu áður. í tilefni sérstakrar myndar sem var gerð um Mikka fimmtugan kom Andrés fram með rödd Nash í fyrsta skipti í áratugi. Nash hlaut ýmis konar viðurkenningu á ferli sínum og hann lagði ekki aðeins rödd sína að Andrési heldur ýmsum öðrum sögupersónum Disneylands. Lazar í Austurríkis- heimsókn Vínarborg, 21. febrúar. AP. Forsætisráðherra Ungverjalands, Gyorgy Lazar, kom í morgun í opin- bera heimsókn til Austurríkis til að ræða sameiginleg mál Austurríkis og Ungverjalands og almennt um sam- skipti við önnur ríki. Málgagn ungversku ríkisstjórn- arinnar í Búdapest sagði að við- ræðurnar milli Sinowatz kanslara Austurríkis og Lazars utanríkis- ráðherra myndu vafalaust fara fram í bróðerni og verða til þess að styrkja enn vináttutengslin milli þjóðanna. Filippseyjar: Fimm þúsund heimilislausir eftir eldsvoða Mamla, 21. febrúar. AP. FIMM þúsund fjölskyldur í þorpinu Carbalogan á eynni Samar á Filipps- eyjum eru heimilislausar, eftir að heimili þeirra, timburkofar og bam- bushýsi, brunnu til grunna í morgun. Orsök eldsins er talin sú að tvö börn höfðu verið að leika sér að eldspýtum og hentu þeim logandi frá sér. Talið er að tvö börn hafi dáið í brunanum, sem læsti sig með eldingshraða um rytjuleg húsakynnin. Fimm manns brenndust alvarlega. AMSIRAD Tölvukaupendur fá alltaf meira og meira fyrir peningana sína. í þeirri þróun er AMSTRAD tvímælalaust toppurinn: 64K tölva, litaskjár og innbyggt segulband. Frábær hönnun, afl og hraði, skýnandi litir, gott hljóð og spennandi möguleikar Niðurstöður neytendablaða á tölvumarkaði eru á einn veg: „A very good price for a complete system, tape recorder included, good graphics and sound. A very good buy.“ Computer Choice, september 1984. „Extremly good value for money" _ ... , . , , . .. Computing Today, oktober 1984. SÖlUUmbOO I RöykjSVIK. TÖLVULAND Umboðsmenn um allt land Laugavegi 118 v/HlemmS: 29311 Lækjargötu2S:621133

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.