Morgunblaðið - 22.02.1985, Síða 28

Morgunblaðið - 22.02.1985, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1985 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 25 kr. eintakiö. Utþynnt útvarpsfrumvarp Virkjum fleira en fallvötnin Frumvarpið um afnám einkaréttar ríkisins á útvarpsrekstri var mótsagna- kennt og lítt til þess fallið að skapa heilbrigðan starfsvett- vang fyrir frjálsar útvarps- stöðvar. Morgunblaðið taldi þó, að ekki væri ástæða til að bregða fæti fyrir frumvarpið. Vonir gætu staðið til þess að það batnaði í meðförum þings- ins og menn yrðu nokkuð á sig að leggja fyrir afnám ríkisein- okunarinnar. Þetta frumvarp var lagt fram með töluverðum þunga af Ragnhildi Helgadóttur, menntamálaráðherra, í haust. Vegna hinna sérstæðu að- stæðna sem sköpuðust við það að starfsmenn Ríkisútvarps- ins lögðu fyrirvaralaust niður störf 1. október siðastliðinn og reynslunnar af rekstri frjálsra útvarpsstöðva í verkfalli opinberra starfsmanna var meiri hugur í menntamála- ráðherra og ýmsum þing- mönnum, einkum Sjálfstæðis- flokksins, í þessu máli en áður. Voru jafnvel uppi áform um að afnema ríkiseinokunina fyrir jólin. Fljótlega kom þó í ljós, að þau áform voru óraunhæf. Sjálfstæðismenn urðu að ná samkomulagi við framsókn- armenn til að stjórnarflokk- arnir gætu staðið að málinu. Þegar útvarpsmálið komst á dagskrá hjá þingflokki fram- sóknar blasti það við, sem menn gátu sagt sér allan tím- ann, að afturhaldsmennirnir í Framsóknarflokki töldu brýnna að efla og styrkja ríkisfjölmiðlana en opna gátt- ir fyrir aðra til að stunda út- varps- og sjónvarpsrekstur. í fyrradag lagði meirihluti menntamálanefndar neðri deildar fram álit sitt á frum- varpinu til útvarpslaga. Þenn- an meirihluta mynda stjórn- arliðarnir Halldór Blöndal, Ólafur G. Einarsson og Birgir ísl. Gunnarsson frá Sjálfstæð- isflokki og Ólafur Þ. Þórðar- son frá Framsóknarflokki. í stuttu máli er óhætt að slá því föstu, að þetta álit einkennist af framsóknar-sjónarmiðum í útvarpsmálum. Hið mótsagna- kennda frumvarp sem nefndin hafði til meðferðar er þynnt út á kostnað frjálsra stöðva og leitast við að gera hlut Ríkis- útvarpsins sem mestan. Sú spurning hlýtur að vakna, hvort samkomulag hafi tekist um það milli stjórnar- flokkanna, að veita frumvarp- inu í núverandi mynd braut- argengi í báðum þingdeildum. Friðrik Sophusson, varafor- maður Sjálfstæðisflokksins, telur sig greinilega ekki bund- inn að neinu slíku samkomu- lagi. Hann hefur boðað breyt- ingartillögu við frumvarpið. Eins og áður sagði taldi Morgunblaðið ekki ástæðu til að mótmæla framgangi frum- varpsins til útvarpslaga, þótt blaðið hafi gert athugasemdir við efni ýmissa greina þess og bent á vankantana í því. Eftir að meirihluti stjórnarliða í menntamálanefnd hefur enn aukið á þessa vankanta er frumvarpið orðið enn minna virði — ákvæði um endurskoð- un þess eftir þrjú ár breyta engu um það. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn ná greinilega ekki samstöðu um skynsamlega niðurstöðu í þessu máli. Afturhaldsöflin innan framsóknar ráða í þessu eins og öðru þegar á reynir á þeim bæ. Og sé litið á Alþingi í heild virðist ljóst, að meiri- hluti þeirra manna sem þar situr sé afturhaldssamari og ríkissinnaðri í útvarpsmálun- um en sá hluti þjóðarinnar sem ekki situr á þingi. Þetta er hryggileg staðreynd. Tungan og myndefhi * Ahugi barna og unglinga á hvers kyns myndefni er mikill. Það verður æ auðveld- ara að njóta slíks efnis bæði vegna þess að sjónvarpið sendir meirá út af þvj fyrir þessa aldurshópa en áður og einnig vegna vaxandi út- breiðslu myndbandstækja og víðtækrar dreifingar á spólum í slík tæki. Flestar eru þessar myndir með útlendu tali. Björn S. Stefánsson bendir á það í Morgunblaðsgrein á þriðjudaginn, að íslensk tunga eigi undir högg að sækja vegna útbreiðslu myndefnis með erlendu tali. Það er undir hælinn lagt að myndbönd með barnaefni hafi að geyma skýr- ingartexta á íslensku. Hitt er fágætt að þau séu með ís- lensku tali. í sjónvarpinu er allt efni með íslenskum texta, oftast skrifuðum. í grein sinni leggur Björn S. Stefánsson til að íslenskt tal verði sett inn á barnamyndir. Morgunblaðið hvetur ein- dregið til þess að þessi tillaga verði ekki aðeins tekin til at- hugunar heldur verði henni hrundið í framkvæmd svo fljótt sem verða má. - eftir Hörð Sigurgestsson Undanfarin misseri hafa orðið vaxandi umræður um, hvaða möguleikar eru til nýsköpunar í íslensku atvinnulífi. Þessar um- ræður koma til af því, að fleiri og fleiri gera sér það ljóst, að í ís- lenskum þjóðarbúskap stöndum við á tímamótum. Því er ekki leng- ur að treysta, að vöxtur verði sótt- ur i reksturinn í hinum hefð- bundnu atvinnugreinum. Vöxtinn þurfum við hins vegar til að halda uppi og bæta þau lífskjör, sem við höfum skapað okkur og eru ein- hver hin bestu í heimi. Ef okkur tekst ekki í harðnandi samkeppni að halda til jafns við nágranna- þjóðirnar í lífskjörum, er mikil hætta á ferðum. Stutt verður þá i, að menn freista gæfunnar í öðrum löndum, og eðlilegt er að búast við, að sá hópurinn, sem mest myndi leggja fram til að skapa nýjan vaxatarbrodd, yrði gjaldgengastur á starfsvettvangi erlendis. Til þess að tryggja áframhaldandi vöxt er nýsköpun nauðsyn. Með nýsköpun er þá átt við nýjar brautir, sprottnar af meiði hefðbundinna atvinnugreina, en einnig nýjan at- vinnurekstur, byggðan á nýjum grunni. Ekki er verið að tala um að ieggja niður hinn hefðbundna atvinnurekstur, sem við stundum f dag, heldur gera betur og bæta við. Víða um heim er nýsköpun og umbreyting til nýs atvinnurekstr- ar á fleygiferð. í vaxandi mæli er lögð áhersla á beitingu nýrrar og meiri þekkingar og tækni. Rann- sóknir og þróunarstarfsemi verður kjarnaatriði. Umbreytingar í at- vinnuháttum taka langan tfma. Það er hins vegar ástæða til að gera sér grein fyrir því, að þessar umbreytingar gerast nú með meiri hraða en fyrr. Úti f hinum stóra heimi telja vísir menn. að þegar megi marka þáttaskil. Við sjáum þar að baki timabilinu, þar sem þróun iðnaðarframleiðslu var meginatriði, og upp er runnið timabil upplýsingaþjóðfélagsins. Mikil einföldun, en umhugsunar- efni. Ársfundur Rannsóknaráös Hvar erum við stödd og hvaða möguleika eigum við? Hér verður ekki gerð nein tilraun til að gefa FYRSTU greinargerðir starfshópa um framtíðarhorfur á fslandi næsta aldarfjórðunginn eiga að liggja fyrir í vor, en starfshóparnir eru fimmtán talsins. Þessar greinargerðir eiga að mynda stofn að yfirlitsskýrslu um könnunina, en fyrirhugað er að Ijúka framtíðarkönnuninni um mitt næsta ár. Framkvæmdanefnd um fram- tíðarkönnunina hefur sent frá sér eftirfarandi: „í árslok 1983 ákvað rfkisstjórn- in að gera skyldi víðtæka könnun á framtíðarhorfum á íslandi næsta aldarfjórðung. f apríl 1984 skipaði forsætisráðherra ráðgjaf- arnefnd fjörutíu manna til þess að leggja á ráðin um könnunina. Sjö menn úr ráðgjafarnefndinni „Víða um heim er ný- sköpun og umbreyting til nýs atvinnurekstrar á fleygiferð. í vaxandi mæli er lögö áhersla á beitingu nýrrar og meiri þekkingar og tækni. Kannsóknir og þróun- arstarfsemi veröur kjarnaatriöi.“ tæmandi svar við því. Tilgangur- inn með þessum línum er hins veg- ar sá, að vekja athygli á ágætum ársfundi Rannsóknaráðs ríkisins, sem haldinn var í Reykjavfk, föstudag og laugardag 7. og 8. febrúar sl. Á þeim fundi var f reynd verið að nálgast þann vanda, sem felst í nýsköpun at- vinnulífs. Eins og ég sá umræðu- efnið, þá var það þetta: hvernig má efla rannsóknir og þróunarstarfsemi hér á landi til nýsköpunar atvinnu- lífs og aukins hagvaxtar? Er skemmst frá því að segja að þessi fundur var hinn ánægju- legasti og markar að mínu mati nokkur tfmamót. Fundinn sátu á annað hundrað manns. Að meiri- hluta voru það starfsmenn rann- sóknastofnana og háskólakennar- ar, en einnig tveir ráðherrar, nokkrir embættismenn og alþing- ismenn, en jafnframt hafði sér- staklega verið boðið til fundarins nokkrum hópi frá samtökum at- vinnulífsins og fulltrúum nokk- urra annarra samtaka. Fundurinn hafði verið rækilega undirbúinn, m.a. með starfsemi vinnuhópa, sem undirbjuggu umræður fyrir starfshópa, sem störfuðu á fundin- um. Á fundinum voru flutt nokkur greinargóð erindi, sem gáfu m.a. yfirlit um stöðu rannsókna- og þróunarstarfsemi hér á landi, og hvert menn vilja beina henni. Hver er þessi rannsókna- og þróunarstarfsemi, sem þannig var verið að fjalla um? Fyrir henni er gerð ítarleg grein í ársskýrslu Rannsóknaráðs rfkis- ins 1982 og 1983, sem dreift var á mynda framkvæmdanefnd. í henni eru þessir menn: Jón Sig- urðsson, forstjóri Þjóðhagsstofn- unar, formaður, Davíð Scheving Thorsteinsson, framkvæmda- stjóri, Guðrún Jónsdóttir, arki- tekt, Helga Jónsdóttir, lögfræð- ingur, Ingjaldur Hannibalsson, verkfræðingur, Tryggvi Gíslason, skólameistari, og Vilhjálmur Lúð- víksson, verkfræðingur. Hallgrím- ur Snorrason, hagstofustjóri, er ritari nefndarinnar. Eftir umræður á fundum ráð- gjafarnefndarinnar vorið 1984 voru skilgreind fimmtán verkefni eða verkþættir, sem nú er unnið að. Um hvert þessara verkefna var myndaður sérstakur starfshópur. Að fyrirlagi forsætisráðherra er fundinum, og ber sú skýrsla undir- titilinn Rannsóknastarfsemi á ís- landi. Þá var einnig dreift á fund- inum greinargerðinni Rannsóknir við verkfræði- og raunvísindadeild Háskóla íslands, langtímaáætlun 1984—1989, drög, sem er nýútkom- in. Vísast til þessara gagna. Fjölbreytt rannsókna- og þróunarstarfsemi Það þjónar hins vegar tilgangi þessa greinakorns að draga fram nokkrar meginlínur. Það vil ég gera vegna þess að rannsókna- og þróunarstarfsemi er umsvifameiri og fjölbreyttari en utangarðsmað- ur hafði áttað sig á, og einnig vegna þess, að skipulag þessarar starfsemi eða staðsetning og einn- ig fjármögnun hefur breyst eða er að breytast. Á árinu 1981 voru unnin 744 ársverk í rannsókna- og þróun- arstarfsemi hér á landi. Er það 129 ársverkum eða 21% fleiri en tveimur árum áður. Síðan mun hins vegar ekki hafa orðið mark- tæk aukning. Á árinu 1981 var varið 160 millj. kr. á þáverandi verðlagi til rannsókna- og þróun- arstarfsemi eða um 0,78% af vergri þjóðarframleiðslu það ár. Þetta hlutfall var 0,76% árið 1979, en 0,46% árið 1971. Athyglisvert er að bera þetta saman við ná- grannalöndin. Þá kemur í ljós, að fjöldi ársverka hér á landi við rannsóknir er svipaður og I ná- grannalöndunum. Verður það að teljast umtalsverður árangur. Á hinn bóginn eru heildarfjárfram- lög hér enn lægri en í nágranna- löndunum, og er þá gjarnan miðað við að framlög til rannsókna- og þróunarstarfsemi nái a.m.k. 1% af vergri þjóðarframleiðslu. Er því m.a. haldið fram, að það sem á vanti hér á landi sé aukin þátttaka atvinnufyri rtækj a. Fjármögnun og hlutdeild Hver greiddt áöurnefnda upp- hæð til rannsókna árið 1981? Áf því má draga einfalda mynd í hlutfallstölum: Atvinnufyrirtæki 20% Ríkissjóður 76% Erlendir aðilar 4% Fyrir mér er það athyglisvert, að hlutur atvinnurekstrarins er þó 20%, og hefur hlutur hans aukist verulega undanfarin ár. Árið 1971 var hann t.d. aðeins 7%. Skiptar skoðanir eru um aðferðir til að til þess ætlast, að opinberar stofn- anir aðstoði við verkið hver á sfn- um starfsvettvangi, og eru valdir menn frá þeim í hópana, eftir því sem við á, auk annarra, sem kunn- ugleika hafa á hverju sviði. í hverjum hópi eru yfirleitt 5—10 menn. í nóvemberlok 1984 var haldinn fundur í ráðgjafarnefndinni ásamt forsvarsmönnum starfs- hópanna til þess að ræða áform og framvindu verksins. Fyrir þeim fundi lágu verkáætlanir hópanna. Áformað er, að í vor verði lokið fyr9tu greinargerðum starfshóp- anna, sem mynda munu stofn að yfirlitsskýrslu um framtíðarkönn- unina. Verkefnin fimmtán mynda ekki endanlega verkefnaskrá. Þeg- Fimmtán starfshópar um framtíðarhorfurnar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.