Morgunblaðið - 22.02.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1985
29
Hörður Sigurgestsson
mæla þetta hlutfall, en út í það
skal ekki farið. í nokkrum næstu
nágrannalöndum okkar leikur
þetta hlutfall atvinnufyrirtækj-
anna á bilinu 39—57%.
Öllu athyglisverðara er að skoða
hvar rannsókna- og þróunarstarf-
semi fer fram, þ.e. hvaða stofnanir
annast hana. Er þá aftur miðað
við árið 1981 og er skiptingin
þessi:
Fjöldi Hlutfall
1. Atvinnufyrirtæki 72 9.6%
2. Rannsóknastofnanir
atvinnuveganna 251 33,7%
3. Æöri menntastofnanir 238 32,0%
4. Aörar opinberar stofnanir 150 20,2%
5. Aðrir aöilar 33 4.5%
744 100,0%
Þetta þarfnast nokkurra skýr-
inga. Rannsóknastofnanir at-
vinnuveganna eru hinar hefð-
bundnu rannsóknastofnanir, sem
starfa samkvæmt lögum frá 1965
og tengjast Rannsóknaráði. Til
æðri menntastofnana teljast Há-
skóli íslands og stofnanir hans
ásamt Kennaraháskóla íslands og
Bændaskólanum að Hvanneyri.
Undir Háskóla íslands og stofnan-
ir hans falla margar stofnanir,
sem tengjast Háskólanum með
ýmsu móti, t.d. Raunvfsindastofn-
un háskólans, Verkfræðistofnun
háskólans og Tilraunastöð háskól-
ans að Keldum.
Þetta yfirlit segir okkur að það
eru einkum tveir aðilar, sem
stunda rannsókna- og þróunar-
starfsemi hér á landi. Eru það
hinar hefðbundnu rannsókna-
stofnanir atvinnuveganna og Há-
skóli íslands. Það verður að segj-
ast eins og er, að mér kom á óvart
hve hlutur Háskólans var hér stór.
Alþekktur er fekstur hinna
hefðbundnu rannsóknastofnana í
sjávarútvegi, iðnaði og landbún-
aði. Síður þekkt er sú rannsókna-
og þjónustustarfsemi, sem unnin
er við Háskólann. Fram kom i
máli háskólamanna að í Háskól-
anum séu rannsóknir í þágu at-
vinnuveganna stundaðar í vaxandi
mæli, án þess að um sé að ræða
tvítekningu í starfi annarra stofn-
ana. Virðist sem Háskólinn hafi
ar þeim er lokið, verður fjallað um
samtengjandi verkefni, svo sem
horfur um þróun atvinnuvega og
vinnumarkaðar. Auk þess verður
byggt á starfi annarra og má f þvi
sambandi nefna starfshópa Rann-
sóknaráðs um tölvuvæðingu og
líftækni. Fyrirhugað er að ljúka
framtíðarkönnuninni um mitt
næsta ár.
Hér á eftir fara yfirskriftir
verkþáttanna fimmtán ásamt
nöfnum formanna starfshópanna:
1. Fólksfjöldi á íslandi í upphafi
næstu aldar/ Hallgrímur Snorra-
son, hagstofustjóri, 2. Auðlindir
sjávar og nýting þeirra næsta ald-
arfjórðung/ Jakob Jakobsson, for-
stjóri Hafrannsóknastofnunar, 3.
Landkostir og landnýting næsta
aldarfjórðung/ Vilhjálmur Lúð-
víksson, framkvæmdastjóri Rann-
sóknaráðs, 4. Orkubúskapur næsta
aldarfjórðung/ Jakob G. Björns-
son, orkumálastjóri, 5. Heimsbú-
skapur og milliríkjaviðskipti
næsta aldarfjórðung frá íslensk-
um sjónarhóli/ Jón Sigurðsson,
forstjóri Þjóðhagsstofnunar, 6. ís-
land og umheimurinn næsta ald-
valið sér verkefni, sem eru á nýj-
um sviðum atvinnulífs, sem síður
falla undir starfsramma rann-
sóknastofnana atvinnuveganna.
Tímamót
Ég gat þess hér að framan, að ég
teldi þennan ársfund Rannsókna-
ráðs ríkisins marka hér nokkur
tímamót. Ég tel það felast í því að
þarna komu saman hópar manna
innan og utan rannsóknastarf-
seminnar, sem eiga ólíkra hags-
muna að gæta, en sneru bökum
saman og ræddu af mikilli ein-
drægi, hvernig rannsóknir og
þróunarstarfsemi gætu komið ís-
lensku atvinnulífi að auknum not-
um. Umræðurnar voru jákvæðar
og beindust í einn farveg, þótt
fjarri sé að þátttakendur yrðu
sammála í öllum atriðum. Ræddar
voru ýmsar leiðir, sem gætu orðið
til að auka rannsóknastarfsemi
frekar. Var m.a. rætt um skipulag,
fjármögnun, stjórnun, markaðs-
setningu og alþjóðahyggju. Ég sá
niðurstöður fundarins með eftir-
farandi hætti:
1. Áhugi er á að gera rannsókna-
stofnanir sjálfstæðari en nú er til
að freista að auka virkni þeirra og
afköst. Rætt var um að þessu
markmiði mætti m.a. ná með því
að gera rannsóknastofnanir að
sjáifseignastofnunum.
2. Aukin áhersla verði lögð á rann-
sóknavinnu á verkefnagrundvelli.
Rannsóknastofnanir tækju í vax-
andi mæli að sér verkefni fyrir at-
vinnulifið. Rannsóknastofnanir
hefðu meira frumkvæði um að út-
vega verkefni og finna fjármagn
til þeirra. Rætt var um breytta
fjármögnun, þar sem aðeins hluti
fjármagnsins til rannsóknastofn-
ana kæmi beint á fjárlögum, en að
öðru leyti úr rannsóknasjóðum og
frá atvinnurekstrinum.
3. Mjög jákvæður áhugi fundar-
gesta kom fram um aukið sam-
starf atvinnufyrirtækja og rann-
sóknastofnana um ný verkefni.
4. Hefjast má handa strax um
aukið samstarf rannsóknastofn-
ana og atvinnufyrirtækja án laga-
breytinga.
5. Upplýsingamiðlun á milli rann-
sóknastofnana og atvinnufyrir-
tækja er mjög ábótavant. Færni
og þekking fara nú forgörðum
vegna bágra tengsla þessara aðila.
Rannsóknastofnanir þurfa að
stórauka kynningu á starfsemi
sinni og getu. Fyrirtæki þurfa á
móti að skilgreina þarfir sínar og
viðfangsefni og leita eftir aðstoð
við úrlausn þeirra.
Frékar verður þetta ekki tfund-
að. Sannfæring mín er, að sé rétt á
haldið munum við á þeim vett-
vangi, sem hér að frsman hefur
verið gerður að umtalsefni, finna
þýðingarmikinn vaxtarbrodd
nýsköpunar hér á landi og þýð-
ingarmikinn grundvöll áfram-
haidandi velmegunar. Tækifærin
kaila á okkur.
Hördur Sigurgestsson er forstjóri
Eimskipafélags íslands hf.
arfjórðung/ Magnús Torfi Óiafs-
son, fv. ráðherra, 7. íslensk menn-
ing og erlendir menningarstraum-
ar næsta aldarfjórðung/ Gylfi Þ.
Gíslason, fv. ráðherra, 8. Tækni-
breytingar og áhrif þeirra næsta
aldarfjórðung/ Ingjaldur Hanni-
balsson, forstjóri Iðntækni-
stofnunar, 9. Menntun og skóla-
kerfi næsta aldarfjórðung/ Björn
Bjarnason, aðstoðarritstjóri
Morgunblaðsins, 10. Horfur um
hagvöxt næsta aldarfjórðung/ Jón
Sigurðsson, forstjóri Þjóðhags-
stofnunar, 11. Byggð og umhverfi
næsta aldarfjórðung/ Guðrún
Jónsdóttir, arkitekt, 12. Lífshættir
og heilbrigðismál næsta aldar-
fjórðung/ Bjarni Þjóðleifsson,
læknir, 13. Fjárhagur hins opin-
bera næsta aldarfjórðung/ Magn-
ús Pétursson, hagsýslustjóri, 14.
Fjármögnun framfara næsta ald-
arfjórðung — Myndun og miðlun
fjármagns/ Tryggvi Pálsson,
framkvæmdastjóri fjármálasviðs
Landsbanka íslands og 15. Stjórn-
skipun og stjórnarfar í upphafi
nýrrar aldar/ Sigurður Líndal,
prófessor."
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir ARNE OLAV BRUNDTLAND
Bodström og sænsk
hlutleysisstefna
Mál lænnarts Bodström utanríkisráðherra hefur vakið upp miklar
deilur um stefnu Svfa í öryggismálum.
Svo sem kunnugt er af fréttum höfðu sex sænskir blaðamenn eftir
Bodström, að engar sannanir lægju fyrir um að sovéskir kafbátar hefðu
rofið landhelgi Svía. Lennart Bodström fullyrðir, að blaðamennirnir hafi
ekki haft rétt eftir sér og um sé að ræða aðför að persónu sinni. Þar sem
Bodström neitar að kannast við þær yfirlýsingar, sem hafðar voru eftir
honum, og kveðst ekki sammála efni þeirra hefði mátt ætla, að málið
væri úr sögunni.
Svo var þó ekki. Stjórnar-
andstaða borgaraflokkanna
bar fram vantrauststillögu á
Bodström. Höfuðtilgangur til-
iögunnar var ekki sá að knýja
fram breytta stefnu stjórnarinn-
ar því henni kveðst stjórnar-
andstaðan vera sammála. Hins
vegar taldi stjórnarandstaðan
ráðlegast að Svíar losuðu sig við
utanríkisráðherrann, sem væri
óhæfur og kynni ekki að um-
gangast blaðamenn. í stjórn-
málasögu Svía finnast þess fá
dæmi, að flutt hafi verið van-
trauststillaga á starfandi utan-
ríkisráðherra. Því hlýtur mál
Bodströms að vekja mikla at-
hygli.
Ljóst er að með vantrauststil-
iögunni var stjórnarandstaðan
ekki eingöngu að beina spjótum
sínum gegn Bodström heldur
einnig gegn utanríkisstefnu rik-
isstjórnarinnar. Stjórnarand-
staðan hefur sagt, að tvískinn-
ungs gæti i meðhöndlun ríkis-
stjórnarinnar á landhelgisbrot-
um sovésku kafbátanna. Ekki
vanti harðorðar yfirlýsingar, en
að þeim slepptum einkenni hik
og linkind framgöngu stjórnar-
innar í þessu máli. Ummælin
sem blaðamennirnir höfðu eftir
Bodström eru höfð til marks um
þetta.
Lennart Bodström utanríkisráð-
herra Svía
forgangs á sviði utanríkismála.
Hér eru engar nýjungar á
ferðinni. Undanfarin ár hafa
Sviar fundið fyrir vaxandi ör-
yggisleysi. Það hefur síðan ein-
kennt umræðuna um öryggismál
og leitt til þess að framlög til
variiarmála hafa verið aukin.
Stjórnvöld i Svíþjóð hafa lagt
meiri áherslu á stefnuna i örygg-
ismálum bæði heima fyrir og á
alþjóðavettvangi.
Afstaðan til
Hlutleysisstefnan
í hættu?
Þegar þessi gagnrýni stjórnar-
andstöðunnar kom fram f
sænska þinginu, Riksdagen,
brást Olof Palme forsætisráð-
herra hinn versti við henni.
Hann fullyrti að stjórnarand-
stöðunni gengi það eitt til, að
vekja upp deilur um stefnuna í
utanríkismálum og myndi það
verða til að minnka tiltrú ann-
arra þjóða á hlutleysisstefnu
Svía. Þá lýsti Palme þeirri skoð-
un sinni, að færi svo að borgara-
legu öflin sigruðu i næstu þing-
kosningum, sem verða i haust,
og mynduðu stjórn fæli það í sér,
að í fyrsta skipti í 170 ár yrði
öryggi Svía ógnað. Þessi ummæli
forsætisráðherrans vekja at-
hygli víðar en í Svíþjóð. Það er
vissulega mikil alvara á ferðum,
ef einhugur Svia um hlutleys-
isstefnuna heyrir brátt sögunni
til og friðurinn kemst í hættu.
Þess ber að geta, að Palme tók
til baka ummæli sín um hættuna
sem steðja myndi að örygginu.
Hins vegar hélt hann fast við þá
skoðun sína að hlutleysisstefnan
væri í hættu.
Eftir nokkra umhugsun lýsti
Miðflokkurinn yfir fullum stuðn-
ingi við hina hefðbundnu hlut-
leysisstefnu Svía en gagnrýndi
jafnframt framkvæmd hennar
undir stjórn Lennart Bodström.
Meðal hægrimanna (Moderat-
arna) var svipað uppi á teningn-
um. Þeir sögðust fylgjandi
óbreyttri hlutleysisstefnu en
kváðust ósammála þeim atriðum
sem stjórnin teldi að njóta ættu
Sovétmanna
Þótt einhugur hafi hingað til
rikt um öryggismálin er þó
stefna jafnaOarmanna ag haegri-
manna ólík að þessu leyti.
Hægrimenn leggja meiri áherslu
á varnir landsins og telja að þær
eigi að vera hlutfallslega jafn
öflugar og á sjötta áratugnum.
Flokkarnir hafa einnig nokkuð
ólíka afstöðu gagnvart Sovét-
ríkjunum. Hægrimenn vilja að
Svíar sýni meiri hörku. Jafnað-
armenn telja að einhver sveigj-
anleiki sé vænlegri til árangurs
þó svo að þeir séu algjörlega frá-
hverfir því að Svíar auðsýni und-
irlægjuhátt gagnvart risaveld-
inu í austri. Svo virðist sem hug-
sjónir móti að verulegu leyti
stefnu jafnaðarmanna í afvopn-
unarmálum og alþjóðlegum mál-
efnum, sem tekin eru fyrir á
vettvangi Sameinuðu þjóðanna.
Aftur á móti vilja hægrimenn að
stefna þeirra beri vott um
raunsæi. Hafa þeir m.a. lýst yfir
efasemdum um að hugmyndin
um frystingu kjarnorkuvopna sé
í raun framkvæmanleg.
Miðjuflokkarnir í sænskum
stjórnmálum, og þá einkum
Miðflokkurinn, hafa um margt
svipaða utanríkisstefnu og jafn-
aðarmenn. Því vekur athygli að
þeir skyldu eiga aðild að van-
trauststillögunni á Bodström
utanríkisráðherra.
Deilt á Palme
Framkvæmd utanríkisstefn-
unnar er ekki síður mikilvæg.
Vegna hennar hefur Bodström
áður verið gagnrýndur m.a.
vegna ræðu sem hann hélt hjá
Sameinuðu þjóðunum þar sem
hann þótti vega hart að Banda-
ríkjamönnum. Stjórnarandstað-
an hefur einnig kastað hnútum í
Palme forsætisráðherra, og þá
aðallega vegna tveggja mála. Þvi
hefur verið haldið fram að
vestur-þýski jafnaöarmaðurinn
Egon Bahr hafi aðstoöað við að
semja sænska álitsgerð um
Palme-hólfið svokallaða við
landamæri austurs og vesturs í
Mið-Evrópu, en í hólfinu vill
Palme ekki hafa kjarnorkuvopn.
Þá á Palme að hafa haft sam-
band við sovéska fræðimanninn
Juri Arbatov fyrir milligöngu
Anders Ferm sendiherra Svia
hjá Sameinuðu þjóðunum. Þetta
tvennt er Palme sakaður um að
hafa gert, án þess að ráðfæra sig
við utanríkisnefnd sænska
þingsins. Það voru hægrimenn
sem gagnrýndu Palme hvað
harðast. Palme hefur gefið i
skyn að hann telji hægrimenn
ekki búa yfir þeirri hugarró, sem
nauðsynleg sé til þess að Svíum
megi auðnast að reka sjálfstæða
utanríkisstefnu. Palme hefur
einnig sakað hægrimenn um
ómaklegar aðfarir að rikis-
stjórninni, sem gætu haft hætt-
ur i för með sér á óvissutímum.
Hægrimenn segja að í Iýðræðis-
þjóðfélagi sé nauðsynlegt
að umræður geti farið fram, án
þess að til komi slíkt bannfær-
ingarta! eins og hafi einkennt
orðræðu forsætisráðherrans um
hlutleysisstefnuna. Svíar verði
sjálfir að ákveða hvernig hún
verði best framkvæmd.
Þverrandi samstaða
Öryggismálaumræðurnar í
Svíþjóð má að mörgu leyti bera
saman við ástand þessara mála í
Noregi. Vegna erfiðrar stöðu i
alþjóðamálum hafa Norðmenn
lagt stöðugt meiri áherslu á
stefnuna í öryggismálum. Deilur
um hipa tvíþættu ákvörðun Atl-
antshafsbandalagsins um Evr-
ópueldflaugarnar kostuðu það,
að sú samstaða, sem rikt hafði
allt frá fimmta áratugnum, fór
þverrandi. í raun hafa deilurnar
í Noregi snúist um fleiri hliðar
kjarnorku- og afvopnunarmála.
Það hefur jafnvel verið reynt að
láta þær ná til aðildarinnar að
Atlantshafsbandalaginu. í Nor-
egi og Svíþjóð hefur jafnan verið
t.alið æskilegt að sem mest sam-
staða ríkti um stefnuna í utan-
ríkis- og varnarmálum. Ríkis-
stjórnir þessara landa hafa síð-
an talið það í sínum verkahring
að annast framkvæmd stefnunn-
ar á hverjum tima.
Þótt Bodström hafi staðið af
sér vantrauststillöguna er hún
óvenju skýrt dæmi um þá óein-
ingu, sem nú ríkir um stefnu
Svía í öryggismálum og einkum
um framkvæmd hennar. Vita-
skuld eru þessar deilur mál Svía
einna og ástæðulaust fyrir aðrar
þjóðir að ætla að vænta megi
stórbreytinga á stefnu þeirra.
Fari hins vegar svo, að öryggi
Svíþjóðar verði ógnað og friður-
inn rofni er ekki lengur um
einkamál Svía að ræða.
Arne Olar Brundtland er sérfraeó-
ingur í öryggis- og afvopnunarmál-
um vid norsku utanrikisstofnun
ina. Hann er ritstjóri tímaritsins
Internasjonal Politikk.