Morgunblaðið - 22.02.1985, Side 31

Morgunblaðið - 22.02.1985, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1985 31 MorKunbladiö/Bæring Ceciisson Þ«r eru ekki háar í loftinu þessar hnátur, en vildu þó ólmar fá að hjálpa til. I*ær eru að hreinsa skelfiskinn áður en hann fer í pakkalinn. Gnmdarfjörður: Gáfu tæplega 300.000 í orgelsjóð NÝLEGA gáfu áhafnir þriggja báta Soffaníasar Cecilssonar rúm 14 tonn af skelfiski í Orgelsjóð Grundarfjarðarkirkju. Það voru bátarnir Fanney SH 24, Grundfirð- ingur SH 12, og Grundfirðingur SH 124, sem veiddu en 12 sjálf- boðaliðar voru á bátunum. Þegar fiskurinn var kominn í land tóku sig til 35 sjálfboðaliðar og unnu aflann í landi. Er upp var staðið var andvirði aflans metið á 297.260 krónur. LÍÚ telur samþykktina ólögmæta MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi samþykkt frá Lands- sambandi íslenzkra útvegsmanna: Samninganefnd LÍÚ mótmælir harðlega, sem ólögmætri, þeirri sameiginlegu samþykkt samn- inganefnda FFSÍ og SSÍ, er gerð var þriðjudaginn 19. febrúar sl. 1 áðurnefndri samþykkt beina samninganefndir FFSÍ og SSÍ því til skipstjóra og áhafna fiski- skipa að veiðum verði hætt og skipin sigli til hafnar. Hafa nú fjölmargir skipstjórar tekið þessari áskorun og siglt skipum sínum til hafnar. Með framangreindu hafa heildarsamtök sjómanna átt frumkvæðið að því að brotið er sameiginlegt ákvæði í kjara- samningum aðila um veiðar í verkföllum, sem heimilar skipum að ljúka veiðiferð þeirri, er þau voru komin í, er verkfallið hófst. Öllum ásökunum í garð út- gerðarmanna að þeir beiti sér fyrir verkfallsbrotum og hafi verið með „undirróður og þrýst- ing“ við sjómenn, er mótmælt sem staðhæfulausum. LÍÚ áskilur sér allan rétt fyrir sig og félagsmenn sína vegna þessara ólögmætu aðgerða, sem valdið hafa útgerðarmönnum gífurlegu fjártjóni og spillt veru- lega fyrir friðsamlegri lausn á yfirstandandi kjaradeilu. Sædýrasafn- ið enn opið — ÞAÐ ER útbreiddur misskilning- ur að Sædýrasafnið sé hætt starfs- emi, það verður opið í tvo mánuði til viðbótar, sagði Jón Gunnarsson, for- stöðumaður, í samtali við blm. Mbl. í gær. — Við verðum með háhyrn- ingana hjá okkur í tvo mánuði til viðbotar og ætlum að hafa safnið opið þann tíma. Við höfum opið milli 10 og 19 alla daga, sagði Jón. Röng nöfn í myndatexta í grein um fyrir- tækið Texta hf. á fimmtudag mis- ritaðist nafn Vilhjálms Magnús- sonar tæknifræðings hjá fyrir- tækinu. Þá misritaðist nafn Hervarar Guðjónsdóttur f miðvikudagsblað- inu, þegar sagt var frá 25 ára af- mæli Félags heyrnarlausra. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. COROLLA1300 Ný Corolla - ný viðmiðun. Hin nýja Corolla 1300 er hönnuð til að vera fremst meðal jafningja og gæðaflokki ofar en verðið segir til um. Léttbyggð og sparneytin 1,3 lítra, 12 ventla vélin er kraftmikil, enda nýjasta framlag Toyota til betrumbóta — sumir segja byltingar — á bíl vélum. Aksturseiginleikar gerast vart betri. Framhjóladrif og 1. flokks fjöðrunar-og stýris búnaður skapa mikinn stöðugleika og rásfestu. Farþega-og farangursrýmið stenst allan samanburð hvað varðar nýtingu, þægindi og hagkvæmni. Þú getur treyst Toyota Corolla — því ánægðum eigendum fjölgar stöðugt um allan heim. TOYOTA Nybylavegt 8 200 Kopavogi S. 91-44144

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.