Morgunblaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 1
62. tbl. 72. árg. Árásir á Teheran og Bagdad Bagdað, 14. mara. AP. ÍRASKAR orrustuþotur gerðu í dag loftárás á Teheran, höfuðborg írans, og íranir svöruðu í sömu mynt með árás á Bagdað, höfuð- borg íraks. Að sögn íraka réðust flugvél- ar þeirra á borgirnar Tabriz og Kermanshah auk Teheran og segja Iranir, að í fyrstnefndu borginni hafi 17 manns látist og 26 særst. Iranskar flugvélar gerðu árásir á bæi i Norður-írak auk Bagdað og á varnarvirki írakshers við víglínuna. Frétta- stofur beggja þjóðanna greina frá miklum átökum syðst á víg- línunni og höfðu herir beggja betur að eigin sögn. Utanríkisráðherra Irans, Ali Akbar Velayati, hefur krafist þess við aðalritara Sameinuðu þjóðanna, að samtökin sjái til þess, að Irakar hætti að nota efnavopn í styrjöldinni en Vela- yati heldur þvi fram, að þau hafi verið notuð syðst á víglínunni. Rafsanjani, talsmaður íranska þingsins, varr.ði í dag Iraka við og sagði, að margboðuð stórsókn væri enn á döfinni og yrði þegar aðstæður sköpuðust. Illt útlit í Líbanon Beirút, 14. m.rs, AP. SAMIR Geagea, sem í g«r lagöi undir sig mikinn hluta landsvæöis kristinna manna í Líbanon, neitaöi í dag aö r*öa viö fulltrúa stjórnarinn- ar og Gemayels og kvaöst ekki hafa um neitt aö semja. Er þessi klofning- ur meöal kristinna manna litinn mjög alvarlegum augum og óvíst hvaöa afleiöingar hann kann að hafa fyrir Gemayel, forseta. Geagea, sem stýrir fjölmenn- asta herliói kristinna manna i Líbanon, krefst þess m.a., að Sýr- lendingar hætti afskiptum sínum af líbönskum innanlandsmálum, að núverandi forysta Falangista- flokksins fari frá þar sem hún sé höll undir Sýrlendinga og að tök flokksins á stjórnarhernum verði losuð. Leiðtogar múhameðstrúar- manna hafa fátt eitt sagt um þessa atburði en sumir þó látið að því liggja, að Israelar standi að baki Geagea. Gemayel hefur boð- að á sinn fund rúmlega 60 stjórn- málamenn og trúarleiðtoga úr flokki kristinna manna og einnig ráðfært sig við Assad, Sýrlands- forseta. Blandast engum hugur um, að hér sé um að ræða alvar- legustu ógnunina við innanlands- frið í Líbanon og stjórnina frá því að Gemayel tók við. Síðdegis var svo skýrt frá því í Washington, að hafinn væri brottflutningur ým- issa Bandaríkjamanna frá Beirút vegna þess hve ástandið væri þar ótryggt, m.a. annars sendiráðs- starfsmanna. Sendiherrann sjálf- ur verður þó um kyrrt. 72 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins ^ ^ Morgunblaðiö/RAX FUNDUR UTANRIKISRAÐHERRA Geir Hallgrímsson, utanríkisráöherra, tekur i móti George Shultz, utanríkisráöherra Bandaríkjanna, í Ráöherrabústaönum við Tjarnargötu síödegis í gær. Á nærri klukkustundarlöngum fundi ráöherranna geröi Shlutz Geir Hallgrímssyni grein fyrir viöræöum sínum við Gorbachev, hinn nýja leiötoga Sovétríkjanna, í Moskvu í fyrradag, og stöðu afvopnunarviöræönanna, sem nýlega eru hafnar í Genf. Ýmis mál er varöa sérstaklega samskipti íslands og Bandaríkjanna komu einnig til umræöu á fundinum. Sjá nánar um viðræður Geirs og Schulz og blaðamannafund Richards Burt, aöstoöarutanríkisráöherra Bandaríkjanna á Hótel Sögu í gær, á bls. 24. Þjóðarleiðtogar á fundi með Gorbachev: Vinsamlegar viðræður en varað við biartsýni Moskru, 14. mira. AP. MIKHAIL S. Gorbachev, leiðtogi Sovétmanna, átti í dag viöræöur við ýmsa þjóöarleiötoga og bar margt á góma í þeim viðræðum, einkum þó heimsmálin og viöræöurnar í Genf um takmörkun kjarnorkuvopna, sem nú eru nýhafnar. Á fundum hans meö vestrænum leiötogum var geimvarnaáætlun Bandaríkja- manna meginstefiö og andstaða Sovétmanna við hana. í dag ræddi Gorbachev við Helmut Kohl, kanslara Vestur- Þýskalands, Babrak Karmal, leið- toga afgönsku stjórnarinnar, Mauno Koivisto, forseta Finn- lands, og fyrirhugaður var fundur hans með Brian Mulroney, forsæt- isráðherra Kanada. 1 gær ræddi hann m.a. við George Bush, vara- forseta Bandaríkjanna, og Marg- aret Thatcher, forsætisráðherra Breta. Kohl sagði eftir fundinn í dag, að geimvarnaáætlanir Bandaríkjastjórnar hefðu m.a. borið á góma auk sambúðar aust- urs og vesturs almennt. Vildi hann ekki greina nákvæmlega frá við- ræðum þeirra en gaf þó í skyn, að Sovétleiðtoginn væri ekki alveg sáttur við fyrirætlanir Banda- ríkjamanna. Margaret Thatcher kom til Bretlands frá Moskvu i dag og sagði um viðræður sínar við Gorb- achev, að þær hefðu verið „mjög vinsamlegar og gagnlegar". Hafði talsmaður hennar eftir henni, að hún teldi nú vænlegar horfa í heimsmálunum en um nokkurt sinn. Neil Kinnock, leiðtogi Verka- mannaflokksins, varaði hins vegar Thatcher við og bað hana bíða með bjartsýnina. „Gorbachev er Sovétmaður og afsprengi kerfisins og það verður að hafa í huga þegar maðurinn er metinn." Eins og komið hefur fram vill Reagan, Bandaríkjaforseti, að þeir Gorbachev hittist sem fyrst en frá þessu boði hefur ekki verið skýrt enn opinberlega í Sovétríkjunum. í frétt Tass af fundi Gorbachevs og Bush var aðeins sagt, að Gorb- achev hefði ítrekað, að Sovétmenn væru reiðubúnir að bæta sam- skiptin við Bandarikjamenn ef þeir síðarnefndu sýndu sig þess al- búna. Mitterrand, Frakklands- forseti, átti einnig fund með Gorb- achev í gær og að honum loknum tók hann undir með ýmsum öðrum vestrænum leiðtogum og sagði, að óskynsamlegt væri að búast við miklum breytingum á stefnu Sov- étmanna í bráð. Kjarnorkuvopn: Viðræður hafnar í Genf Genf, 14. mare. AP. Samningamenn Bandaríkjanna og Sovétríkjanna hittust í tvo tíma í dag og ræddu um framhald við- ræönanna um takmörkun kjarn- orkuvopna en þær eiga að standa í sex vikur aö þessu sinni. Hvorugur vildi neitt segja um fundinn í dag en Victor P. Kar- pov, aðalsamningamaður Sovét- manna, sagði, að næsti fundur þeirra yrði á þriðjudag. I viðræð- unum, sem legið hafa niðri í 15 mánuði, verður fjallað um lang- fleygar sprengjuflugvélar, lang- drægar eldflaugar, kafbáta, meðaldrægar eldflaugar og varnarkerfi, þ.á m. geimvarna- kerfið, sem Bandaríkjamenn eru nú að athuga. Til þess var tekið hve vel fór á með þeim Karpov og Kampelman, aðalsamninga- manni Bandaríkjanna, og gerðu þeir óspart að gamni sínu við fréttamenn og hvor við annan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.