Morgunblaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1985 Mikið fjölmenni á stofnfundi Félags kúabænda á Suðurlandi borgunarreglum fyrir mjólk þyrfti að breyta og staða bænda væri erfið vegna verðtryggingar lána. Þá nefndi hann áróður gegn at- vinnugreininni og væri óhróður- inn nógu oft endurtekinn, væri hætta á því að fólk færi að trúa honum gagnrýnislaust. Félaginu væri ætlað að verða á varðbergi og andmæla slíkum óhróðri á mál- efnalegum grundvelli. Sérhæfing í landbúnaði aukist Að Ioknum framsöguerindum voru lög félagsins kynnt og urðu af því loknu fjörugar umræður um þau. Einkum var rætt um það hvort félagið skyldi einungis taka til kúabænda, eða til nautgripa- ræktarbænda almennt. Þá kom fram tillaga um það að sauðfjár- ræktarbændum skyldi heimilt að vera í félaginu og félagið vera Fé- lag kúa- og sauðfjárræktarbænda, þar sem hagsmunir þessara tveggja búgreina færu saman í mörgu. Á það var bent á móti að þróunin innan samtaka bænda hefði á undanförnum árum verið sú að búgreinafélög mynduðust og væru þau nú tíu að tölu. Hefð- bundnar búgreinar hefu setið eftir hvað þetta snertir og væri löngu orðið tímabært að þau mynduðust þar einnig. Sérhæfing i landbún- aði hefði aukist hröðum skrefum á undanförnum árum og áratugum og ylli því að bændur innan hverr- ar búgreinar þyrftu vettvang til þess að ræða sín mál sameiginlega og berjast fyrir hagsmunum bú- greinarinnar. Kom fram í máli Hákons Sigurgrímssonar, fram- kvæmdastjóra Stéttasambands- ins, að breytingar á lögum Stétt- asambandsins sem nú væru til at- hugunar tækju mið af þessari þróun. „Mér er ánægja að vera staddur á þessum myndarlega fundi, sem hefur talsvert annað yfirbragð en flestir þeir fundir sem ég hef setið áður. Bæði er hér mikið af ungum mönnum og m.a.s. konur, sem maður hefur ekki átt að venjast á bændafundum. Ég er ánægður með þetta framtak og þá forsendu að til félagsins sé stofnað til að styðja við bakið á bænda- samtökunum. Eins og ég hef skilið fundarboðunina, er forsendan sú að búa til vettvang þar sem hægt er að ræða málefni mjólkurfram- leiðenda sérstaklega," sagði Há- kon meðal annars. Laganefnd skipuð Einnig spunnust nokkrar um- ræður um, og voru skiptar skoðan- ir á, hve fastmótaður félagsskap- urinn ætti að vera, hvort inn- heimta bæri félagsgjöld og hvort takmarka ætti kjörgengi stjórn- armanna, þannig að þeir væru ekki kjörgengir þrjú ár eftir stjórnarsetu. Sýndist sitt hverjum en að tillögu Guðmundar Sigurðs- sonar, Reykhóli var ákveðið að skipa laganefnd til að fjalla um lögin og breytingar á þeim fram að næsta fundi. Félagsstofnunin var síðan sam- þykkt einróma. Meðal þeirra sem til máls tóku um lagabreytingar má nefna Kjartan Georgsson, ólafsvöllum, Sigurð Eggertsson, Halldór óttarsson, Halldór Gunn- arsson í Holti, Magnús Finnboga- son, Sigurjón Pálsson, Galtalæk, Arnór Karlsson, Hóli, Eirík Loftsson, Sandvogi og fleiri. Framkvæmdastjórn kjörin Var þá gengið til kjörs níu manna félagsstjórnar í samræmi við lög, en þrjá skyldi kjósa úr hverju sýslufélagi. Sjálfkjörið var í Vestur-Skaftafellssýslu, en uppástungur komu fram um fimm menn í Arnes- og sex í Rangár- vallasýslu. Kosningu hlutu: Úr V-Skaftafellssýslu, Arnór Hall- dórsson, Brekkum, Ómar Hall- dórsson, Syðri-Hvammi og Sigur- jón Einarsson, Langholti, úr Rangárvallasýslu, Bergur Pálsson, Hólmahjáleigu, Birna Þorsteins- Bændur samþykkja stofnun Félags kúabænda á Suðurlandi. Eins og sjá má var hvert sæti setið og þurftu frammistöðustúlkur á Hvoli að drífa jólakökur í ofninn til að fæða þennan óvænta fjölda. Eiga þær hrós skilið fyrir frammistöðuna, því allir fengu kaffi og með því, þrátt fyrir stuttan fyrirvara. Stofnað til að gæta hags- muna mjólkurframleiðenda STOFNFUNDUR Félags kúabænda á óuðurlandi var haldinn aö Hvoli, Hvolsvelli, að kvöldi 13. mars síðastliðin að við- stöddu miklu fjölmenni, en rúmlega 200 bændur gerðust stofnfélagar á fundinum. Félagið tekur yfir félagssvæði Bún- aðarsambands Suðurlands, Arnes-, Rangár-, og Vestur- -Skaftafellsýslu, en bændur á þessu svæði munu vera á 8. hundrað samtals. Miklar umræður urðu á fundinum og lýstu allir sem til máls tóku mikilli ánægju með stofnun félagsins. Kom fram sú skoðun manna að bændur þyrftu skilvirkara tæki til kjarabaráttu, heldur en væri við núverandi skipulag og vettvang til að ræða sérmál mjólkurframleiðenda. Magnús Finnbogason. asta veikleikamerkið, bændur yrðu að standa þétt saman, því að fjölmörg öfl í þjóðfélaginu létu einskis ófreistað að vinna gegn þeim. Eitt meginverkefni félags- ins væri að vera tæki í kjarabar- áttu bænda, mörgum fyndist þau samtök sem fyrir væru sein til svara fyrir bændur, þegar skjótra aðgerða og umræðu væri þörf. Nefndi hann sem dæmi samþykkt kjarnfóðursgjaldsins. Nú væru fyrst umræður að koma upp þegar þeirra hefði verið þörf strax og það var lagt á. Staða bænda erfið Sigurður nefndi nokkrar ástæð- ur fyrir slæmri stöðu bænda nú, heyskapartíð á Suðurlandi undan- farin tvö ár hefði verið slæm, út- Kjör bænda farið versnandi Stutta framsögu á fundinum höfðu Bergur Pálsson Hólmahjá- leigu, ómar Halldórsson Syðra- Hvammi og Sigurður Steindórs- son, Hæli. Bergur rakti aðdrag- andann að því að ákveðið var að boða til stofnfundar Félags kúa- bænda á Suðurlandi. Kom fram í máli hans að kjör bænda hafa far- ið mjög versnandi á undanförnum árum og útlitð nú sé síst til þess fallið að efla með mönnum bjart- sýni, þyrftu margir að ganga á þær fyrningar sem þeir ættu, ef um þær væri að ræða, til að halda í horfinu. Sagði hann að upphaf þess hóps sem að lokum hefði boð- að til stofnfundarins mætti rekja til nóvembers síðastliðins, en þá hefðu nokkrir ungir bændur úr Árnessýslu hist og rætt þessi mál í sínum hóp. Ákveðið hefði verið að hafa samband við bændur í nágrannasýslunum og hefðu þessi mál veriö rædd á fundum með þeim í desember. Nánast hefði til- viljun ráðið því við hverja hefði verið rætt, en það hefðu einkum orðið ungir skuldugir bændur, enda brynni ástandið í málum bænda heitast á þeim. Félagið ekki stofnað til höfuðs því félagskerfi sem fyrir er Bergur lagði á það ríka áherslu að Félag kúabænda á Suðurlandi væri ekki stofnað til höfuðs því félagskerfi bænda sem fyrir væri, heldur ætlað til að styrkja það enn frekar. Félagið ætti að styðja við bakið á forustumönnum bænda og veita þeim jafnframt aðhald ef á þyrfti að halda. Þó ef til vill megi finna að ýmsu sem samtök bænda hafi gert á undanförnum árum, séu þau það haldreipi sem ekki megi sleppa, ef illa eigi ekki að fara. Oddviti félagsráðsins, Guðmundur Lárusson bóndi í Stekkum II. Sigurður Steindórsson á Hæli í Gnúpverjahreppi. lenskir bændur væru 25 daga að framleiða mjólk fyrir þessari hækkun. Afurðir séu greiddar 1. hvers mánaðar Hann sagði ennfremur að greiða bæri út verð afurðanna til bænda 1. hvers mánaðar og vextir að reiknast á tímann þar fram yfir. Hann sagði að það yrði ekki fal- legt til afspurnar ef ísland yrði fyrsta landið í Vestur-Evrópu sem hætti að styrkja hefðbundinn landbúnað. Sigurður Steindórsson sagði það grundvallaratriði að stofun fé- lagsins væri og ætti að vera til styrktar heildarsamtökum bænda. Það væri þekkt úr verkalýðssög- unni að sundrung væri alvarleg- Ómar Halldórsson sagði að fáar stéttir hafi farið jafnilla út úr efnahagsaðgerðum ríkisstjórnar- innar og bændur og verði ekkert að gert blasi ekkert annað en gjaldþrot við fjölda þeirra. Rakti hann dæmi máli sínu til sönnunar Páll Sigurjónsson bóndi á Galtalæk í pontu. Hann mælti fyrir lögum fé- lagsins. um þá vexti og verðbætur sem bændur sem hefðu staðið i fram- kvæmdum þyrftu að borga og hækkanir á lánskjaravísitölu sam- anborið við hækkun á mjólkur- verði. Sagði hann að þörf væri á að lengja lánstíma lána stofnlána- deildar úr 20 árum í 35—40 ár. Væri það eðlilegt, þegar mið væri tekið af þeim mannvirkjum sem lánað væri til, en þau væru mun vandaðri en áður hefði verið. Þá tók hann dæmi af láni sem hefði verið útvegað bændum til að breyta lausaskuldum í lengri lán. Lánið hefði verið gengistryggt miðað við dollar og með 9% vöxt- um. Dollarinn hefði hækkað um 40% frá því 1. júli og hefði lánið hækkað úr 100 milljónum í 147. Mætti nefna sem dæmi að sunn- Hákon Sigurgrímsson framkvæmda- stjóri Stéttarsambandsins í pontu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.