Morgunblaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1985 5 Fimm heiðraðir fyrir framtaks- semi í skógrækt SAMTÖK sveitarfélaga á höfuðborgarsvæAinu, í samvinnu við Skógrækt ríkisins, heiðruðu fimm framUksmenn um skógrækt í gær. Viðurkenning þessi er árlegur viðburður á vegum sveiUrfélaga á höfuðborgarsvæðinu. í ár var skógræktin valin og þeir sem hlutu viðurkenningu eru: Björn Þorsteinsson fyrir trjárækt vestan Kapelluhrauns, Hákon Bjarnason fyrir trjárækt við Hvaleyrarvatn, Jón Magnús- son frá Skuld fyrir trjárækt í Klifsholti, Sigurður Þorkelsson fyrir trjárækt í Garðaholti og Sonja Helgason fyrir trjárækt við Selvatn. Viðurkenningarnar voru afsteypur af listaverki eftir Hallstein Sigurðsson og heitir verkið „Veðrahöll" „í fyrra ákvað aðalstjórn Sam- taka sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu að veita viðurkenn- ingu fyrir það sem þykir merkast framlag í heild sinni,“ sagði Júlf- us Sólnes í tilefni af viðurkenn- ingunni. „í fyrra var Blá- fjallanefnd heiðruð fyrir fram- gang hennar uppi í Bláfjöllum. Á síðasta aðalfundi stjórnar sam- takanna var samþykkt tillaga sem segir: „Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu beinir því til sveitarstjórnarmanna sem að samtökunum standa að á næstu fimm árum verði trjárækt á innri svæðum í byggð og í námunda við byggð efld að því marki að út- plöntun trjáplantna nemi a.m.k. einni trjáplöntu á íbúa á ári í hverju sveitarfélagi.“ Þessi til- laga var samþykkt samhljóða," sagði Júlíus ennfremur. Júlíus sagði að búið væri að kanna hvaða svæði væru best fallin til trjáræktar á höfuðborg- arsvæðinu og hafa verið gerðar áætlanir sem ná allt að 50 árum fram í tímann. Viöurkenningar afhentar Júlíus Sólnes afhenti viðurkenningarnar en hann er hér lengst til vinstri. Síðan koma þeir sem heiðraðir voru: Sigurður Þorkelsson, Sonja Helgason, Jón Magnússon, Hákon Bjarnason og Björn Þorsteinsson. Lengst til hægri er listamaðurinn Hallsteinn Sigurðsson. Vinsældalisti rasar 2: Duran Duran áfram efstir Vinsældalisti rásar 2 í þessari viku er sem hér segir: 1. (1) Save a Prayer ... Duran Dur- an 2. (2) Love and Pride ... King 3. (3) Solid ... Ashford og Simpson 4. (5) This Is Not America ... Dav- id Bowie 5. (6) Kao-Bang... Indochine 6. (10) You Spin Me Round ... Dead or Alive 7. (4) The Moment of Truth ... Sur- vivor 8. (7) I Know Him so Well ... E. Page og B. Dickson 9. (12) Things Can Only Get Bett- er... Howard Jones 10. (9) Shout... Tears for Fears Barði NK með 65 tonn eftir 4 daga NeskaupsUAur, 14. mars. BARÐI NK kom inn í morgun með 65 tonn eftir 4ra daga veiðiferð. í gær hófst vinna að nýju í frystihúsi SVN eftir að vinna stöðvaðist vegna verk- falls sjómanna, en þá fékk frystihúsið 12 tonn af fiski úr togaranum Snæ- fugli frá Reyðarfirði. Börkur NK kom í morgun með 1100 tonn af loðnu til bræðslu, og er það fyrsta loðnan sem berst hingað eftir vekfall og voru um 12—14 tonn af hrognum kreist úr henni til frystingar. Hrognin þóttu ekki sér- lega góð til frystingar, þar sem þau þóttu full þroskuð. Sigurbjörg Athugasemd vegna viðtals ÞAR sem blaðamaður Morgunblaðs- ins virðist algjörlega hafa misskilið mig í samtali, sem við áttum eftir æfingu með Sinfóníuhljómsveit fs- lands 13. mars sl. og vegna þess að ég hefi sjálf staðið langtímum sam- an og horft á sama málverkið langar mig að koma með eftirfarandi leið- réttingu: Nútímamyndlist er að því leyti aðgengilegri en nútímatónlist, að það er hægt að horfa lengi á hverja mynd en tónlistin er sífellt á hreyfingu og því nauðsynlegt að hlusta á ný verk aftur og aftur til þess að kynnast þeim. Með þökk fyrir birtinguna. Edda Erlendsdóttir, píanóleikari. Nú „verður Frænka Charleys mætir auövitaö í afmælið Arni Tryggvason í Austurbæjarbíói "“r* Afmælishátíö Árna endurtekin Hvernig væri aö árna Árna heilla meö léttu brosi á vör? Laugardagskvöld 16. mars kl. 23.30. Ath.: Uppselt í kvöld, föstudag. Stórkostlegur skemmtikraftur í 30 ár Allir helstu gleðigjafar þjóö- arinnar fara kátir á kostum meö ykkur og Árna Tryggva ÁRNI TRYGGVASON Örn Árnason Þóra Friöriksdóttir Róbert Arnfinnsson Jörundur Guömundsson Ómar Ragnarsson Guörún Stephensen Elín Sigurvinsdóttir Pálmi Gestsson Einar G. Sveinbjörnsson Allir fara í hláturshlutverkin. Já, þad er vel þegiö aó geta hlegið. eVúú eöa 5S>' Ef þú hlærö ekki núna, þá bara á föstudagskvöldiö Randver Þorláksson Siguróur Sigurjónsson Jón Sigurbjörnsson Rúrik Haraldsson Haukur Heiöar Ingólfsson Agnes Löve Þórhallur Sigurósson — Laddi Jónas Þ. Dagbjartsson Ellert Ingimundarson og fleiri. Kynnir: Gunnar Eyjólfsson. Fyrr má nú brosa en sprengja varirnar. Hljómsveit: Jónas Þórir, Óiafur Gaukur, Stef- án Jökulsson og Bjarni Sveinbjörnsson. Stjórnandi: Sigríöur Þorvaldsdóttir. Engin læti, synið ksti, pantið sæti í tíma í síma 11384. Forsala aögöngumiöa í Austur- bæjarbíói frá kl. 16 í dag alveg þangaö til uppselt veröur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.