Morgunblaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1985 fclk í fréttum Charlene Tilton „Lucy“. Dallas- og Dynasty-leik- arar í vestur- þýska kvikmynd Vestur-Þjóðverjar eru taldir manna hrifnastir af sjónvarpsþáttunum Dynasty og Dallas og herma fregnir nú, að almenn gleði ríki meðal hinna fjölmðrgu aðdáenda þáttanna. Gleðin er fölskvalaus, því nokkrir kunnir leikarar úr þátt- unum kunnu hafa samþykkt að leika í vestur- þýskri kvikmynd sem upptökur hefjast á innan skamms. Það eru þau Charlene Tilton (úr Dallas), Pam- ela Sue Martin (Dynasty) og John James (Dyn- asty), sem munu leika í kvikmyndinni sem heitir á móðurmáli framleiðenda sinna „Supernasen", eða „Ofurnefið" ef við útleggjum það á Prónmáli. Upptökurnar hefjast í vor og fara fram í Róm, Múnchen og á Sri Lanka. Bandarísku leikararnir eyða allir sumarfríum sínum í þátttðkuna í „Ofurnefi" og framleiðendur Dallas og Dynasty hafa lagt blessun sína yfir uppátæki þeirra. Þau Charlene, Pamela og John leika þó ekki aðalhlut- verkin, þau eru í höndum tveggja Vestur-Þjóð- verja, Mike Kruger og Thomas Gottschalk. ,wmm Prófessor Redmond. Prófessor REDMOND ■ Sargir foreldrar eru staðnir að IVlþví að ákveða fyrirfram hvað börn þeirra eigi að taka sér fyrir hendur er þroska er náð og út í lífið er komið. Hver þekkir ekki sögurnar um börnin sem eiga að vera læknar, lögfræðingar, prest- ar og sýslumenn svo eitthvað sé nefnt? Leikarasambýlingarnir Farrah Fawcett og Ryan O’Neil urðu foreldrar fyrir skömmu, er Redmond James kom úr móður- kviði, heill heilsu og eldhress. Farrah hefur lýst yfir að Red- mond litli sé upprennandi pró- fessor, þó ekki sé enn ljóst í hvaða grein. Farrah hefur þetta eftir stjörnuspekingi sínum, Frederick Davies, sem hefur lesið það úr stjörnunum, að Redmond sé með framúrskarandi greindarvísitölu og hún muni nýtast honum til pró- fessorstitils. Davies segir einnig Farrah og Ryan á góðri stundu. að Redmond muni um hrið vera stjarna í sjónvarpi. Spurning hvort Redmond verði á öðru máli er fram líða stundir?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.