Morgunblaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1985 41 Með nýjum vegi opnast aðgengi- leg svæði í Reykjanesfólkvangi Nýi Bláfjallavegurinn þar sem hann liggur gegn um Reykjanesfólkvang. Séð í átt til Grindaskarða. TÍU ÁR eru liðin síðan stofnaður var Reykjanesfólkvangur. Þangað hefur þéttbýlisfólk sótt í síauknum mæli til gönguferða og útiveru, enda er þarna í námunda við mesta þéttbýli landsins eitthvert fjölbreytiasta náttúrufar landsins. Verkefni stjórnarinnar, sem í eiga sæti fulltrúar sveitarfélaganna níu er að fólkvanginum standa, hafa miðað að því annars vegar að hlynna að stöðum sem fyrir miklum ágangi verða og hins vegar að auðvelda al- menningi aðkomu og umferð um svæðið, sem nær þvert yfir Reykja- nesskaga, norðan frá Heiðmörk og Bláfjalíafólkvangi og suður á Krísu- víkurbjarg. Hefur verið haldið uppi landvörslu fjóra mánuði að sumrinu, bættar slóðir og bílastæði, komið upp skiltum og vörðum, gefinn út leið- beiningabæklingur o.fl. Með hinum nýja Bláfjallavegi, sem tengdur var í haust, eru nú að opnast og verða aðgengilegri stór svæði í norðanverðum fólkvanginum, bæði fyrir þá sem bílum aka þennan hringveg og ekki síður fyrir hina sem vilja skilja eftir bíla sína og ganga. Er nú svo komið að hægt er að aka eftir fólkvanginum endilöngum, ann- ars vegar í suður af Krísuvíkurvegi við Vatnsskarð um Vigdísarvelli á þjóðveginn austan við Grindavík og hins vegar í norður frá Krísuvíkur- vegi við Óbrynnishóla og Bláfjalla- veg með Lönguhlfð og á Suðurlands- veg. í báðar áttir frá þessum vegum eru mjög áhugaverð göngusvæði. Hafa tvö af verkefnum sl. sumars tekið nokkur mið af þessum tfma- mótum. Gamla varðaða gönguleiðin Ein af gömlu leiðunum frá Hafnar- firði og Reykjavík austur í Selvog lá um Helgafell og upp í Grindaskörð, en þaðan áfram austur af. Liggur hún þvert á nýja Bláfjallaveginn. 1 sumar efndi stjórn Reykjanes- fólkvangs í samvinnu við Ferðafélag íslands til sjálfboðaliðaferðar í þeim tilgangi að dytta að gömlu vörðunum frá Bláfjallavegi og upp í Göngu- skörðin. Þaðan er fegursta útsýni og þaðan má ganga t.d. utan í Heiðinni há og í Bláfjallaskála eða taka þrjár gamlar leiðir austur af. Tókst ferðin mjög vel og 16 sjálfboðaliðar unnu þar gott verk. Vigdísarvellir og bílastæöi Vigdísarvellir eru orðnir mikið sóttir að sumrinu, bæði af fólki sem þar tjaldar og þeim sem hafa stutta viðdvöl. Ekki hefur nægt að færa veginn út fyrir túngarðinn til að verja þennan fallega blett, svo sem til stóð. Votviðrasumur hafa sýnt að vellirnir sjálfir þola ekki bílaumferð. Hefur því á þessu hausti verið gert bílastæði utan við túngarðinn og bor- ið ofan í stuttan spotta sem orðinn var að svaði fyrir innan, í trausti þess að ekki verði ekið lengra út á túnið. Þar losi fólk dót úr bílum og taki frá tjaldvagna en fari svo með bílana aftur út fyrir túngarðinn. Með því móti geta Vigdísarvellir orðið okkur og komandi kynslóðum til ánægju og hvíldar. Hlaðnar vöröur og skilti sett upp Við akstursleiðir inn í Reykjanes- fólkvang hafa á undanförnum árum verið hlaðnar myndarlegar vörður með upplýsingaskilti um friðun. Var bætt við 2 vörðum í sumar, við Heið- merkurgirðinguna á móts við Búrfell sem er innan fólkvangsins og við veg- inn að Kaldárseii. Einnig hafa vega- skilti verið endurnýjuð og komið upp nýjum, en þau verða alltaf fyrir skot- um og skemmdum. Tréstígar í Krísuvík í fyrrasumar stóð fólkavangs- stjórnin fyrir því í samvinnu við náttúruverndarráð að leggja með sjálfboðaliðum tréstíga milli hvera- holanna og upp i brekkuna í Krísu- vík, en þangað koma fleiri innlendir og erlendir ferðamenn en á flesta aðra staði á Islandi. Var varla lengur hægt að komast um hverasvæðið og enn er aðstaða ekki góð. Upplýsingabæklingur Upplýsingabæklingur jm fólk- vanginn með stuttum lýsingum á sögu, gróðri, lýsingu á gönguleiðum o.fl. hefur verið gefinn út og er til hjá Við fólkvangsmörkin eru reistar myndarlegar vörður. Tveimur bætt við í sumar, við Heiðmerkurgirðing- una á móts við Búrfell og við veginn að Kaldárseli. sveitarfélögunum og á skrifstofu borgarverkfræðings I Reykjavík og víðar. Er hægt að fá hann þar. En áformað er að vinna annan bækling með stærra korti og minni texta í ljósi þess að upplýsingar er að fá víð- ar, m.a. í Árbók F.í. 1984 er fjallar um þetta svæði, og von er á bók um gönguleiðir í nánd við borgina. Á undanförnum árum hefur fólk- vangsstjórnin styrkt gróðurrann- sóknir á svæðinu og ýmiskonar kortagerð og verður tekið mið af þeirri vinnu í framtiðinni f Reykja- nesfólkvangi. Á sumrin annast Guðmundur Sig- urjónsson lögreglumaður í Hafnar- firði landvörslu í Reykjanesfólk- vangi. Stjórnarformaður er Elín Pálmadóttir. Að fólkvanginum standa eftirtalin sveitarfélög: Garða- bær, Grindavík, Hafnarfjörður, Keflavík, Kópavogur, Njarðvík, Reykjavík, Seltjarnarnes og Selvog- ur. Stjórnarmenn þaðan eru i sömu röð: ólafur Nilsson, gjaldkeri, Stefán Tómasson, Tor Kristinsson, Halldór Ibsen, Kristmundur Halldórsson, Áki Gránz, Elin Pálmadóttir, Jóhannes Jónsson. 3 ÞÆTTIR Á SPÓLU Tveir sjálfstæöir þættir um Strumpana á einni spólu meö íslensku tali. Þaö er hinn góökunni Laddi sem talar fyrir Strumpana af sinni alkunnu snilld. Úrvals barnaefni. Strumparnir nr. 2 komin á myndbandaleigur. stfír Dreifing ftoinorhf S. 45800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.