Morgunblaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MARZ1985 7 Hraðfrystihús Hellissands tekið í notkun: Afkastagetan næg en fólkið vantar — segir Rögnvaldur Ólafsson, framkvæmdastjóri „I‘ETTA gengur Ijómandi vel. Við byrjuðum að vinna í nýja húsinu á lostudag og allt gengur eins og vera ber. Það er bara vandamálið að fá fólk til vinnu. Hráefnið og afkasta- getan er næg,“ sagði Rögnvaldur Olafsson, framkvæmdastjóri Hrað- frystihúss Hellissands í samtali við Morgunblaðið. Hraðfrystihús Hellissands brann árið 1983, en hið nýja hús hefur verið reist við höfnina á Rifi. Rögnvaldur sagði, að það væri vissulega munur að vera' svona nálægt höfninni, en talsvert óhagræði væri á hinn bóginn að því, að vera með vinnsluna á tveimur stöðum. Saltfiskvinnsla og slæging væri úti á Sandi, en frystingin á Rifi. Því þyrfti til dæmis að keyra allan fiskinn út eftir til að slægja hann, áður en frekari vinnsla á Rifi hæfist. f næstu viku væri síðan fyrir- hugað að hefja undirbúning að surimi-vinnslunni, sem aetlunin væri að gera tilraunir með. Vinnsla gæti þá hugsanlega hafizt mjög fljótlega. „Okkur vantar bara fólk, eins og 10 kennara. Það er velkomið að taka við þeim og sýna hvernig það er að vinna í fiski, ef þeir sætta sig við launin,“ sagði Rögnvaldur ólafsson. Úr vinnslusal nýja frystihússins. Ný kennslubók í bókmenntasögu ÚT ER komin hjá Forlaginu ný bók eftir Heimi Pálsson, Frásagnarlist fyrri alda, íslensk bókmenntasaga frá landnámsöld til siöskipta. Bók- menntasaga þessi er einkum ætluð til kennslu á framhaldsskólastigi en hcntar jafnframt öllum þeim sem fýsir í læsilegan fróðleik um íslensk- ar fornbókmenntir, segir í frétt frá Forlaginu. í fréttinni segir ennfremur: „Frásagnarlist fyrri alda skiptist i þrjá meginkafla. í þeim fyrsta er fjallað um skeið óskráðra bók- mennta: eddukvæði og dróttkvæði. Annar kaflinn og sá ítarlegasti fjallar um sagnaritun miðalda. Þar er gerð grein fyrir öllum greinum lausamálsbókmennta á tímabilinu 1100—1350, fjallað um hugmyndaheim sagnanna sem og listræn einkenni þeirra og rætt um það samfélag sem skóp þær. Þriðji og síðari kaflinn fjallar svo um blómaskeið rímna og sagna- dansa. Frásagnarlist fyrri alda er prýdd miklum fjölda mynda sem veita lesendum innsýn í myndlist og menningu miðalda. Hrafnhild- ur Schram listfræðingur annaðist Heimir Pálsson val myndanna. Þá eru í bókinni vandaðir ítarefnalistar með ábendingum um hvert sækja megi frekari fróðleik. Síðar í vetur er svo væntanleg sérstök kennara- handbók sem höfundur tekur sam- an kennurum til stuðnings.“ Frásagnarlist fyrri alda er 191 bls. Ragnheiður Kristjánsdóttir hannaði kápu. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Tíu ára afmælissýning textfl- félagsins á Kjarvalsstöðum Textflfélag íslands er tíu ára um þessar mundir og af því tilefni verð- ur efnt til samsýningar 29 textfl- hönnuða að Kjarvalsstöðum dagana 16. mars til 7. aprfl. Sýning þessi er stærsta samsýn- ing félagsins, en áður hafa verið haldnar þrjár samsýningar félags- ins í Reykjavík auk fleiri sýninga úti á landi. í textílfélaginu starfa nú 40 félagar að ýmsum greinum textíllistarinnar svo sem vefnaði, tauþrykki, fatahönnun, mynstur- hönnun, prjóni, bútasaum og text- ilskulptúr. Textílfélag íslands hefur unnið með samnorræna textíltriennaln- um sem stendur að samsýningum víðs vegar á Norðurlöndunum. Á meðan á sýningunni stendur munu tveir félagar félagsins halda fyrirlestra í tengslum við sýning- una. Sigríður Halldórsdóttir, vefn- aðarkennari, mun flytja fyrirlest- ur sunnudaginn 31. mars klukkan 20.00, sem hún nefnir Kljásteina- vefstaðinn. Hulda Jósefsdóttir, textílhönnuður, mun síðan flytja fyrirlestur miðvikudaginn 3. apríl klukkan 20.00 um norræna prjóna- hefð. Þá hefur textílfélagið látið gera myndband til kynningar á listamönnunum og verkum þeirra. Félagið hefur gefið út félagatal prýtt myndum. Sýningin verður opin alla daga frá 14.00 til 22.00. ÚR STJÓRNSTÖÐINNI: íbjúgt mæiaborö meö nýstár- legu fyrirkomulagi mæla og rofa. — Allt til aö auka á öryggi og vellíöan þelrra, sem í bílnum eru. 1985 ARCERÐIN FRA MITSUBISHI 5 manna „drossía" með framhjóladrifi 6 ÁRA RYÐVARNARÁBYRCÐ 39A.900,' UR BETRI STOFUNNI: í Lancer 85 sklptlr vaxtar- lagið engu. Meö ótal mögu- lelkum á stillingu, verða sætin jafn þægileg fyrir alla. Lancer er ótrúlega sparneytinn bíll. Aðeins 5,51100/km í utanbæjarakstri (1500CLX). □ Mjög lágur vindstuöull = 0,38. □ Hagstæð þungadreifing á framhjól. — □ Církassl meö 5 hraðastig - þar af elnn yflrgír. □ Hlutfall mllli orku og þunga mjög hagkvæmt. □ Léttarl vél meö betri nýtingu. CLÆSILECUR LÚ. FYRIRALLA FJÖLSKYl Cl HEK Laugavegi 170 -1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.