Morgunblaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1985 21 að hafa í huga, að breytingar á starfi líffæra verða oft greindar með ýmsum rannsóknaraðferðum löngu áður en hlutaðeigandi verð- ur nokkurs var sjálfur. Hliðstæðar skyldur hvíla á stjórnendum fyrir- tækja, verkstjórum, trúnaðar- mönnum á vinnustað, félagsráð- gjöfum og kennurum, er vegna starfa sinna fá vitneskju um af- brigðilegt atferli eða forföll eða skróp úr vinnu eða skóla eða ann- að þvílíkt, er rekja mætti til áfengisneyslu. Höfundur er enn fremur þeirrar skoðunar, að með tilliti til þeirra rannsókna, er styðja kenninguna um arfbundna tilhneigingu til alkóhólisma, geti læknar á grund- velli jákvæðrar fjölskyldusögu til- tekinna einstaklinga með góðri samvisku bent þeim á, að þeir beri sennilega slæma arfstofna í þessu tilliti („brennivínsgen") ogættu af þeim sökum að forðast áfenga drykki með öllu. Margir eru þeirrar skoðunar, að yfirleitt megi stöðva alkóhólisma, ef hann er greindur snemma. Ef alkóhólismi er kominn yfir eitt- hvert tiltekið mark, sem því miður er illa skilgreinanlegt enn sem komið er, eru batahorfur miklu minni. Þegar svo er komið, líkist alkóhólismi langvinnum og erfið- um sjúkdómi, er hefur tilhneig- ingu til þess að versna og verða banvænn, enda þótt skipst geti á skin og skúrir (sjá á eftir). Því miður eru flestir alkóhólistar, er koma til meðferðar, að margra áliti þegar komnir yfir fyrrnefnt mark. Venjulega er meðferð á áfeng- isvímu ekki viðurhlutamikið mál. Oftast er nægjanlegt að fá hlutað- eigandi til þess að leggja sig og sofna og „láta renna af sér“. Frá þessu eru þó ýmis frávik. Áfengisvímu fylgir stundum órói og æsingur, er líta má á sem afhömlun og þarfnast meðferðar. í slíkum tilvikum eru notuð róandi lyf á borð við diazepam. Sam- kvæmt venju er þó oft notað ann- að benzódíazepínsamband, er nefnist klórdíazepoxíð (Librium (R)), á þeirri misskildu forsendu, að það hafi ekki samverkandi verkun við alkóhól líkt og díazep- am. Sefandi lyf á borð við levó- meprómazín eru og stundum not- uð. Enn fremur eru notuð lyf af svokölluðum andhistamínflokki, en þekktast þeirra er prómetazín (Phenergan (R)). Við gjöf allra þessara lyfja ber þó að hafa í huga, að þau hafa yfirleitt sam- verkandi verkun við alkóhól. Að lokinni töku þeirra ber því að gæta þess, að hinn drukkni komist ekki í meira áfengi. Maður, sem „dáið hefur alkóhól- dauða“, er í raun í svæfingar- ástandi. í þessu ástandi eru mann- inum allar bjargir bannaðar, eins og gildir um svæfingarástand yf- irleitt. Menn, sem drukkið hafa alkóhól að þessu marki, eru þvf í nokkurri lífshættu og kunna að þurfa á meðferð að halda á spít- ala. Ekki á þetta síst við gamla alkóhólista. Þéttni alkóhóls í blóði manns, sem er í svæfingarástandi af þess völdum, er venjulega um- fram 2,5%o og því nærri banvæn- um mörkum. Meðferð á fráhvarfseinkennum kann að vera meiri háttar mál og alveg sérstaklega, ef hlutaðeig- andi vímugjafi hefur verið lengi og mikið notaður. Fráhvarf eftir alkóhól og önnur róandi lyf og svefnlyf getur enn fremur verið lífshættulegt ástand. Er það með- al annars vegna þess, að flogafár kemur stundum fyrir og verulegar truflanir á líkamshita. Fráhvarfs- einkenni eftir flest barbitúrsýru- sambönd og benzódíazepínsam- bönd eru síðkomnari en eftir alkó- hól. Samt sem áður eru alvar- legustu einkenni um alkóhólfrá- hvarf svo síðkomin, að þau er tæp- ast að rekja til fráhvarfs alkóhóls sjálfs úr líkamanum, heldur frem- ur til efna, sem myndast hafa út frá alkóhóli eða umbrotsefni þess (sjá acetaldehýð að framan). Áður en rætt verður frekar um meðferð á alkóhólfráhvarfi, þykir hlýða að rekja nánar en að framan hefur verið gert helstu einkenni um alkóhólfráhvarf og rás þeirra. Meðal vægustu einkenna um alkóhólfráhvarf er klígja, uppsala, eirðarleysi, sviti, hraður hjart- sláttur, titringur eða skjálfti (einkum í höndum og versnar við hreyfingu) og svefntruflanir. Sumt af þessum einkennum flétt- ast saman við timburmenn eða eftirverkanir eftir áfengisneyslu á félagslegu stigi („helgarfyllerí“ o.fl.) og verða illa greind þar frá. Fráhvarfseinkenni sem þessi eru þó sýnu algengari, ef drukkið er á ávanastigi. Þau koma oftast fáum klst. eftir síðasta áfengisskammt og hverfa yfirleitt, ef menn fá sér „afréttara". Ánnars er rás vægra fráhvarfseinkenna af völdum alkóhóls sú, að þau ná hámarki eftir um það bil sólarhring og eru liðin hjá eftir um það bil tvo sólar- hringa frá síðasta áfengis- skammti. Undantekningar frá þessu eru þó titringur og svefn- truflanir, er hvorttveggja getur staðið lengur. Ef drukkið hefur verið meira og lengur (ca. 1 flaska af sterku áfengi á dag að meðaltali í viku eða mánuð eða eitthvað þvílíkt), eru allar líkur á, að fyrrnefnd frá- hvarfseinkenni verði meiri og verri. Einkum gildir þetta um svita, skjálfta, svefntruflanir, kvíða og eirðarleysi (sums staðar tiðkast að meta þessi einkenni og fleiri við alkóhólfráhvarf í stigum (1—4) eftir því, hve áberandi þau eru). Auk þess koma önnur ein- kenni til, svo sem hækkaður lík- amshiti, og enn önnur, sem ekki eru alltaf til staðar. Eru það krampar og rangskynjanir. Krampar í alkóhólfráhvarfi eru tæpast eins algengir og i fráhvarfi eftir önnur róandi lyf og svefnlyf. Fráhvarfskrampar hafa á sér yfir- bragð meiri-háttar fremur en minni-háttar flogaveiki. Þeir koma venjulega Vfe —1 sólarhring eftir síðasta áfengisskammt og geta í versta tilviki breyst i floga- fár. Ef saga er um flogaveiki eða um krampa í fyrra fráhvarfi, er mjög líklegt, að þeirra verði vart aitur við næstu „afvötnun", ef svo ber við. Fráhvarfskrampar, er byrja síðar en tveimur sólarhring- um eftir síðasta áfengisskammt, eru venjulega af völdum annarra lyfja (oftast benzódiazepinsam- banda). Talið er, að um það bil fjórðung- ur alkóhólista verði einu sinni eða oftar fyrir því að fá rangskynjanir í alkóhólfráhvarfi. Rangskynjanir þessar eru ýmist frá sjón eða heyrn, sem oftast er. Hlutaðeig- andi finnst hann sjá eða vera hjá hlut eða fyrirbæri, sem ýmist er ekki til eða er ekki innan sjón- má's. Rangskynjanir frá heyrn eru gjarnan mjög lifandi. Hann heyrir þannig ef til vill raddir sinna nánustu, sem gjarnan hasta á hann eða skipa honum fyrir eða til verka. Hann verður aíf þessu kvíðinn, órór og æstur og kann að grípa til óhæfuverka. Ástand þetta flokkast undir geðveiki og líkist geðveikikenndum viðbrigð- um eftir amfetamín og lýsergíð. Venjulega byrja rangskynjanir þessar um það bil tveimur sól- arhringum eftir síðasta áfengis- skammt og þær standa oftast stutt. Þess þekkjast þó dæmi, að sjúkdómsástand þetta haldist, með ýmsum breytingum, í lengri tíma. Er þá frekast talið að hlut- aðeigandi hafi verið haldinn geð- veiki fyrir. Athyglisvert er, að rangskynjunum þessum fylgir ekki truflun á vökuvitund og mað- urinn fimulfambar venjulega ekki (sjá á eftir). Alvarlegast allra einkenna í alkóhólfráhvarfi er það sjúkdóms- ástand, er nefnist titurvilla (del- irium tremens). Þótt alkóhól hafi verið notað og misnotað frá örófi alda að því er best verður vitað, eru þó einungis liðin þrjátiu ár frá þvi að visindalegar rannsóknir hófust á þessu fyrirbæri. Frá þeim tíma hefur fyrirbærið mjög verið rannsakað, m.a. af dönskum lækn- um. Þetta sjúkdómsástand er þó enn illa skilið. Við titurvillu koma eða geta komið fyrir flest fyrrgreind frá- hvarfseinkenni. Maðurinn er að auki ruglaður í tíma og rúmi og fimbulfambar af munni fram og er oftast ekki fyllilega vakandi. Titringur kann að að vera svo mikill, að rúmið, sem maðurinn liggur i, „skelfur". Dómgreind mannsins er fokin út í veður og vind og stundum má fá hann til þess að lesa „heila sögu“ af auðri örk. Rangskynjanir, er fylgja þessu ástandi, eru ákaflega lifandi og vekja oft ógn („hvítar mýs“ o.fl.). Stundum getur verið erfitt að greina titurvillu frá Korsakofs og Wernickes sjúkdómsfyrirbær- um og enn öðrum sjúkdómsfyrir- bærum. Titurvilla er alvarlegt sjúkdómsástand, sem þarfnast meðferðar á spítala. ómeðhöndluð titurvilla getur leitt menn til dauða. Samstaða er um að titurvilla sé fyrst og fremst afleiðing af mikilli og einkum langvinnri áfengis- neyslu. Athygli vekur, að titur- villa getur komið fyrir, meðan hlutaðeigandi er enn að drykkju. Athygli vekur og, að svo virðist sem sá, sem einu sinni hefur feng- ið titurvillu, sé öðrum líklegri til þess að komast aftur í það sjúk- dómsástand, ef hans er ekki því betur gætt við síðari „afvatnanir“. Samstaða er enn fremur um, að titurvilla sé fremur fátítt fyrir- bæri. Fullmótuð titurvilla er síðkomið fyrirbæri í rás alkóhólfráhvarfs. Dæmigerð titurvilla er þannig venjulega fyrst fullmótuð 2—3 sólarhringum eftir síðasta áfeng- isskammt. Ef maðurinn fær við- hlítandi meðferð, hverfur sjúk- dómsástandið venjulega á 3—7 dögum. Þegar maðurinn hefur náð sér, hefur hann oftast óminni á ástand sitt. . Væg fráhvarfseinkenni þarfn- ast yfirleitt ekki meðferðar. Marg- ir stunda þó sjálfslyfjun til þess að bægja frá vægum fráhvarfsein- kennum. Algengasta leiðin er að fá sér „afréttara“, þ.e.a.s. áfengis- skammt til þess að bægja frá óþægilegum einkennum, þegar „rennur af mönnum" (sbr. lýsingu á fráhvarfseinkennum að fram- an). Sjálfslyfjun af þessu tagi er þó nánast hreinn vítahringur, er lítið gerir annað en viðhalda mis- notkun áfengis. Enn aðrir hafa orðið sér úti um róandi lyf eða svefnlyf (oftast benzódíazepín- sambönd) hjá læknum og nota þau með eða án áfengis til þess að ráða bót á fráhvarfseinkennum. Með þessu móti getur myndast nýr vítahringur, en það er „blönduð misnotkun" á áfengi og öðrum ró- andi lyfjum og svefnlyfjum. Ef fráhvarfseinkenni eru áber- andi eftir áfengisneyslu, verður að telja nauðsynlegt eða að minnsta kosti æskilegt, að hlutaðeigandi fái meðferð (verði „afvatnaður") með skipulegum hætti í umsjá læknis. Læknirinn tekur þá af- stöðu til þess, hvort réttlætanlegt sé, að meðferðin fari fram utan spítala eða ekki. Enda þótt meðferð á snemm- komnum fráhvarfseinkennum vegna áfengisneyslu dragi úr þeim þannig, að hlutaðeigandi líður bet- ur, er það þó ekki megintilgangur meðferðarinnar. Megintilgangur- inn er að koma í veg fyrir hin al- varlegu og síðkomnu fráhvarfs- einkenni, er að framan ræðir og stefntgeta lífi mannsins íhættu. í meira en 100 ár hafa læknar vitað að til þess má nota róandi lyf og svefnlyf í viðeigandi skömmtum. Lyf þessu eru skyld alkóhóli að verkunum og koma í stað þess. Reynsla af þessum lyfj- um er sú, að með þeim má bægja frá jafnvel hinum alvarlegustu einkennum í alkóhólfráhvarfi. Ef einkenni þessi eru þegar til staðar (t.d. krampar), þegar farið er að gefa lyfin, má að minnsta kosti draga úr þeim. Áður fyrr voru einkum notuð barbitúrsýrusambönd í þessu skyni og þau eru enn í fullu gildi til þessara nota. Nú er þó algeng- ast að nota benzódíazepínsambönd (díazepam, klórdíazepoxið) eða önnur lyf með hliðstæða verkun, sem hér eru ekki nefnd. Venja er að gefa stóra skammta í byrjun, en minnka þá svo smám saman eða svo sem ástand mannsins seg- ir til. Ef fráhvarfseinkenni eru mikil, þegar meðferð hefst, eru oft gefnir svo stórir skammtar í upp- hafi, að maðurinn sofni. Skiptar skoðanir eru um gildi sefandi lyfja (klórprómazín, levó- meprómazín o.fl.) við meðferð á fráhvarfseinkennum vegna áfeng- isneyslu. Þau eru a.m.k. ekki lyf í fyrstu röð við þetta sjúkdóms- ástand. Ef hætta er á krömpum, má enn fremur gefa flogaveikilyf á borð við fenýtóín eða karbamaz- epín. Af öðrum lyfjum, sem notuð eru í alkóhólfráhvarfi, skulu nefnd vítamín. Er þar í fyrstu röð tíamín (vegna tengsla við Korsakoffs og Wernicks sjúkdómsfyrirbæri) og pýrídoxín. Talið er, að alkóhól trufli nýtingu pýrídoxíns í líkam- anum og þaö kunni að stuðla að krömpum. Alkóhólistar kunna og að þurfa á öðrum vítamínum að halda sökum lélegs fæðis. Algengt er að nota metadón við einkennum í morfínfráhvarfi. Metadón hefur hliðstæða verkun við morfín og kemur í stað þess. Það verkar þó mun lengur og frá- hvarfseinkenni eftir það eru væg- ari. Það hefur einnig kröftuga verkun við inntöku þannig, að morfínista eða heróínista, sem til meðferðar koma, má venja af sprautuvítahringnum. Metadón er einnig notað við eftirmeðferð á morfínistum og heróínistum. Er þá tilgangurinn sá að mynda þol gegn verkunum þessara lyfja með þvi að gefa hlutaðeigandi metadón til langframa í litlum skömmtum. Ef þeir skyldu sprauta sig tilvilj- unarkennt með morfíni, heróíni eða öðrum skyldum lyfjum, verða þeir þannig lítilla áhrifa varir. Að lokinni meðferð á alkóhól- fráhvarfi kemur að eftirmeðferð. Fyrsta spurningin, sem vaknar varðandi eftirmeðferð, er: Vill maðurinn fá eftirmeðferð? — Sumir alkóhólistar telja sig ekki þurfa á eftirmeðferð að halda og ætla, að þeir geti stýrt áfengis- notkun sinni sjálfir eftirleiðis. Stundum má vera, að það heppn- ist, en oftast ekki. Ef maðurinn þiggur eftirmeð- ferð, byggist hún á samstarfi margra heilbrigðisstarfsmanna, einkum lækna, húkrunarfræðinga og félagsráðgjafa, svo og annarra. Meginuppistaðan í eftirmeðferð er að ráða bót á líffæraskemmdum mannsins, ef þær eru til staðar og unnt er, og beina honum með sam- ræðum og annarri hjálp inn á nýj- ar brautir í starfi og leik. Mjög miklu máli skiptir, að neikvæðum umhverfisþáttum (sbr. að framan og mynd 29) sé breytt í jákvæðara horf. Einmitt með tilliti til þess atriðis geta alkóhólistar haft mik- ið gagn af þátttöku í klúbbum og félögum, er hafa það að markmiði, að menn skuli lifa lífinu án áfeng- is eða vímugjafa. Meginatriði í allri eftirmeðferð alkóhólista er að halda gjöf róandi lyfja og svefnlyfja í lágmarki og nota þau einungis, ef brýn ástæða er til. Áframhaldandi notkun slíkra lyfja leiðir oft aðeins til ávana eða fíknar í þau í stað áfengis. Öðru máli kann að gegna um lyf, sem ekki eru vanabindandi (levómeprómazín, prómetazín o.fl.). Eftirmeðferð er þannig fyrst og fremst meðferð án lyfja og því ekki á sviði lyfjafræði og er ekki til öllu frekari umræðu hér. Áður en við skiljumst með öllu við efnið, er þó rétt að vikja nokkrum orðum að dísúlfíram og árangri af með- ferð alkóhólista. Dísúlfíram (Antabus (R)) er lyf, sem blokkar umbrot á alkóhóli þannig, að acetaldehýð hvarfast síður en ella í acetat (sbr. mynd 28). Við það eykst þéttni acetalde- hýðs i blóði og hlutaðeigandi ein- staklingur fær ýmis hvimleið ein- kenni, ef hann neytir áfengis skömmu síðar (hraðan hjartslátt, andnauð, höfuðverk og blóðþrýst- ingsfall með yfirliði í versta falli o.fl.). Þessi einkenni er að flestu leyti að rekja til aukins magns ac- etaldehýðs í blóði, en þó ekki að öllu leyti. Dísúlfíram sjálft getur enn fremur valdið ýmsum hjá- verkunum. Athyglisvert er, að lyf- ið metrónídazól (Flagy (R)), sem notað er við trichomonassýkingar I kynfærum karla og kvenna, get- ur haft svipuð áhrif á umbrot alkóhóls og disúlfíram og valdið sömu einkennum og það, ef áfeng- is er neytt. Samstaða er um, að dísúlfíram kunni að vera til hjálpar við eftir- meðferð á alkóhólistum, en það geti aldrei verið burðarás með- ferðarinnar. Ýmsir vilja þó draga úr ágæti dísúlfírams, þar eð þeir alkóhólistar, sem vilja taka lyfið, séu einmitt hinir sömu og geti bjargast af án þess. Hver er svo árangur af meðferð á alkóhólistum? — Að framan var því haldið fram, að alkóhólismi líktist langvinnum og erfiðum sjúkdómi þar sem skiptast á skin og skúrir. Afturhvarf til drykkju að lokinni meðferð á alkóhólfrá- hvarfi er þannig fremur regla en undantekning. Fyrir þá, sem fást við eftirmeðferð á alkóhólistum, er afturhvarf til drykkju þó síður en svo hvatning til þess að hætta, heldur hvatning til þess að halda áfram og gera betur. í grófum dráttum má segja, að þriðjungur alkóhólista fái bata, þriðjungi megi hjálpa að marki, en þriðj- ungi þeirra sé því miður lítt unnt að hjálpa. Við meðferð á alkóhólistum er ekki unnt að gera of mikið úr bindindi á alkóhól (og aðra vímu- gjafa). Ekkert er því eins áhrifa- mikið og að setja „tappann í flösk- una“ svo oft sem verða má. Sú at- höfn jafngildir því að stemma á að ósi, ef alkóhólistar eiga í hlut. Enda þótt Þór þætti ekki vitrastur ása, skildi hann þó gildi þess að stemma á að ósi i viðureign sinni við Gjálp forðum! Mynd 29. Tengsl milli ávanaefnis eða fíkniefnis og einstaklings (miðtauga- kerfis hans) og þess umhverfis (heimili, vinnustaður, félagsbönd), sem hann býr við og er hluti af. Tilraunir með dýr og reynsla af mönnum bendir til þess, að sumir vímugjafar (kókaín, amfetamín, morfín) hafi að jafnaði meiri verkun og meira aðdráttaraf, en ýmsir aðrir vímugjafar (alkóhól, önnur róandi lyf og svefnlyf, tetrahýdrókannabínól). Afl vímugjafa til þess að framkalla ávana eða fíkn er þannig mismikið að því, er best verður séð. Eftir því sem notkun einhvers vímugjafa (t. d. alkóhóls) eða ávanaefnis, sem ekki telst vímugjafi (t. d. nikótín), er útbreiddari í því umhverfi, sem hlutaðeigandi einstaklingur býr við og er hluti af, því meiri líkur eru til þess, að hann kynnist efninu og eigi á hættu að misnota það og fá ávana eða fíkn ( það. Umhverfi það, sem einstaklingurinn býr við, er þannig í raun forsenda þess, að upp komi ávani eða fikn í ávanaefnið eða vímugjafann, hver svo sem hann er. Ef kenningin um mismunandi næmi einstaklinga eda midtaugakerfis þeirra fyrir áhrifum alkóhóls er rétt, er Iftt heft félagsleg hotkun þessa vímugjafa vísasta lciðin til þess að gera næmustu einstaklingana að alkóhólistum. Með því að mikill meiri hluti þjóðarinnar vill nota áfengi á félagslegu sligi og engin von er á breytingum á þeirri afslöðu. er mjög í húfi að reyna að finna, hverjir væru öðram líklcgri til þess að verða alkóhólistar og upplýsa þá sérstaklega um hættur áfengisnevslu (sjá enn fremur texta).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.