Morgunblaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1985
Brezk stjórnarnefnd:
Skólakerfið mismunar
minnihlutahópum
London, 14. marx. AP.
Kynþáttamismunun er vidloðandi
í Bretlandi, samkvæmt stjórnar-
skýrslu, sem birt er í dag. Þar segir
að margir hinna 2,5 milljóna brezk-
GENGI
GJALDMIÐLA
Vaxtahækkun
styrkir dollar
London, 14. marz. AP.
Bandaríkjadollar var verðhærri
í dag en aðra daga viðskiptavik-
unnar gagnvart flestum helztu
gjaldmiðla. Gullverð lækkaöi.
Sérfræðingar segja vaxta-
hækkun í Bandaríkjunum hafa
styrkt dollar í sessi.
Hækkaði dollar gagnvart
brezka pundinu annan daginn í
röð. Kostaði pundið 1,0810 doll-
ara, miðað við 1,0860 dollara í
gær.
Verð á dollar á gjaldeyris-
mörkuðum var annars svo, að
fyrir einn dollar fengust 3,3850
vestur-þýzk mörk (3,3590),
2,8800 svissneskir frankar
(2,8500), 10,3525 franskir frank-
ar (10,2550), 3,8315 hollenzk
gyllini (3,7975), 2.125,50 lírur
(2.099,00), 1,3890 kanadískir
dollarar (óbreytt) og 260,30 jap-
önsk jen (259,70). Unsa af gulli
kostaði 291,50 dollara í London
og Zurich í dag, miðað viö 293,40
dollara í London í gær og 292,50
í Zurich.
fæddra þegna af blönduðum kyn-
þætti væri mismunað af hálfu hvíta
meirihlutans. í skýrslunni er mis-
mununin fordæmd.
Bretarnir, sem fjallað er um í
skýrslunni, eru afkomendur inn-
flytjenda frá Vestur-Indíum, Afr-
iku, Indlandi, Pakistan og öðrum
Asíuríkjum, sem fluttu til Bret-
lands á sjötta áratugnum, er Bret-
ar sóttust eftir þessu ódýra vinnu-
afli. Fjallar skýrslan einnig um
kínverska, kýpríska, ítalska og ví-
etnamska minnihlutahópa, einnig
sígauna.
í skýrslunni, sem samin var eft-
ir 5 ára rannsóknir 20 manna
nefndar, sem Swann lávarður
veitti forystu, að mikill fjöldi
þessar brezku þegna hafi orðið
fyrir „gífurlegum vonbrigðum"
með brezkt þjóðfélag. Vonleysi
þeirra væri yfirþyrmandi. Margir
þeirra væru þolendur hleypidóma
og mismununar.
M.a. segir í skýrslunni, sem er
807 síður, að skólakerfið mismun-
aði minnihlutahópunum, og hafa
m.a. innflytjendur frá V-Indíum
miklar áhyggjur af því að frammi-
staða barna þeirra í skólum er al-
mennt lakari en annarra barna.
Helzta niðurstaða skýrslunnar
er að gífurleg hugarfarsbreyting
þurfi að koma til meðal Breta svo
eyða megi fordómum í garð minni-
hlutahópanna. Einnig þurfi að
breyta menntakerfinu þann veg að
öll börn hafi möguleika til að
þroska hæfileika sína eins vel og
verða m*.
Morgunbladið/RAX
George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra íslands, í Ráöherra-
bústaðnum í gær.
Shultz skýrði frá við-
ræðunum í Moskvu
E1 Salvador:
Skæruliðar spilla
ekki kosningunum
Paaanuborn, 14. nurz. AP.
SKÆRULIÐAR vinstrimanna I El
Salvador munu ekki spilla kosning-
um, sem fyrirhugaðar eru 31. marz, ef
berinn heldur sér í skefjum og lætur
svæði sem skæruliðar hafa á valdi
sínu afskiptalaus, aö sögn skæruliða-
leiðtogans Gu Illermo Ungo.
Ungo er formaður einnar skæru-
liðafylkingarinnar, sem freistað
hefur þess að steypa stjórn lands-
ins í fimm ára átökum.
Sagði Ungo að herinn hefði hins
vegar jafnan notað tækifæri af
þessu tagi I hernaðarskyni, m.a.
með því að slæða svæði sem skæru-
liðar væru sterkir á og efla varð-
stöðu sína og eftirlit.
Jafnframt hvatti Ungo til þess
að viðræður vinstriaflanna, sem
taka ekki þátt í kosningunum, og
stjórnar Jose Napoleons Duarte
forseta, hæfust að nýju. Hann
sagði samningaviðræður ekki eins
Mubarak
í Bretlandi
tímafrekar og erfiðar og vopnuð
átök.
GEORGE Shultz, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, átti í gær
nærri klukkustundar viðræður við
Geir Hallgrímsson, utanríkisráð-
herra íslands, í Ráðherrabústaðn-
um í Reykjavík, en hann var hér
staddur á leið frá útför Chernenk-
os, forseta Novétríkjanna, í
Moskvu og til Kanada, þar sem
hann mun, ásamt Reagan forseta
og fleiri embættismönnum, ræða
við kanadíska ráðamenn.
Á fundinum gerði hann Geir
Hallgrímssyni m.a. grein fyrir
viðræðum sínum og George
Bush, varaforseta Bandaríkj-
anna, við Mikhail Gorbachev,
hinn nýja aðalritara sovéska
kommúnistaflokksins, og stöðu
afvopnunarviðræðnanna í Genf.
Shultz sagöi eftir fundinn, að
þeir hefðu einnig rætt ýmis mál
er varða samskipti íslands og
Bandaríkjanna. Kvaðst hann
telja að nokkur árangur hefði
orðið af viðræðunum og sagði að
áfram yrði unnið að þessum
málum.
Geir Hallgrímsson sagði
blaðamanni Morgunblaðsins að
hann hefði sagt Shultz, að ís-
lensk stjórnvöld legðu á það
áherslu, að fylgjast með öllu því
sem gerist og okkur snertir á
vettvangi Atlantshafsbanda-
lagsins og fá að hafa áhrif á
gang mála. Hann sagði að meðal
þess, sem borið hefði á góma í
Ráðherrabústaðnum, hefði verið
ágreiningurinn við Bandaríkja-
menn um skipaflutninga fyrir
varnarliðið í Keflavík. Kvað
hann enn unnið að lausn þess
máls.
, 14. nn AP.
HOSNI Mubarak forseti Egypta-
lands kom í dag í þriggja daga opin-
bera heimsókn til Bretlands á leið
sinni beim frá Washington, þar sem
hann ræddi við Ronald Reagan
Bandaríkjaforseta.
Tilgangur heimsóknar Mubar-
aks til Bretlands er m.a. að leita
eftir stuðningi Breta við nýjar til-
raunir til að stilla til friðar í Mið-
austurlöndum.
Mubarak snæddi hádegisverð
með Elisabeth drottningu og síðar
ræddi hann við Margaret Thatch-
er forsætisráðherra að Down-
ingstræti 10.
Við komuna til Heathrow-
flugvallar skoðaði Mubarak heið-
ursvörð brezka flughersins. Urðu
hermennirnir að standa á rauöa
dreglinum, sem rúllað var út að
flugvél forsetans, vegna roks í
London.
Gorbachev örugglega við
stjórnvölinn í Moskvu
— segir Richard Burt, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna
„VIÐBÚNAÐUR Bandaríkjamanna hér miðar eingöngu að
því að verja ísland og önnur ríki Atlantshafsbandalagsins,“
sagði Richard Burt, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, á fundi með blaðamönnum á Hótel Sögu í gær.
Burt, sem fer málefni Evrópu-
ríkja í bandaríska utanríkisráðu-
neytinu, var hér í för með George
Shultz, utanríkisráðherra, og öðr-
um embættismönnum á leið frá
útför Chernenkos, forseta Sovét-
ríkjanna, í Moskvu og til Kanada,
þar sem þeir munu, ásamt Reag-
an forseta, eiga viðræður við
kanadíska ráðamenn.
Richard Burt var spurður álits
á fréttum um að í Bandaríkjun-
um hefðu verið gerðar áætlanir
um flutning kjarnorkudjúp-
sprengja til íslands, ef hættu-
ástand skapaðist í alþjóðamálum,
sem ríkisstjórn íslands hefði ekki
verið látin vita um.
Áhersla lögð á samráð
við íslendinga
„Um þetta vil ég segja tvennt,"
sagði Burt. „I fyrsta lagi hefur
forseti Bandaríkjanna ekki veitt
samþykki sitt fyrir neinum slík-
um áætlunum. 1 annan stað er
hlutverk Bandaríkjahers hér á
landi eingöngu að verja ísland og
önnur ríki, sem aðild eiga að Atl-
antshafsbandalaginu." Hann
sagði að skjöl þau, sem vísað væri
til, væru eingöngu vinnublöð inn-
anhúss, sem einhverjir starfs-
menn i stjórnarskrifstofum heföu
liklega samið að eigin frumkvæði
í samræmi við almennar starfs-
reglur.
Um samráð í málum af þessu
tagi sagði Burt, að það lægi í aug-
um uppi að þegar bandarísk
stjórnvöld væru að semja áætlan-
ir, sem hefðu áhrif á samskiptin
við ísland, legðu þau kapp á, að
hafa sem mesta samvinnu við
ríkisstjórn landsins.
Gorbachev örugglega
við stjórnvölinn
Blaðamaður Morgunblaðsins
spurði Burt um það hvernig
Mikhail Gorbachev, hinn nýi leið-
togi Sovétríkjanna, kæmi honum
fyrir sjónir. Er hann öðruvísi,
kannski „nútímalegri", en fyrir-
rennarar hans?
„Við vitum allt of lítið um sov-
Richard Burt, aðstoðarutanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, á blaða-
mannfundi á Hótel Sögu í gær.
éska leiðtoga, miðað við það sem
við vitum um okkar eigin forystu-
menn vegna þeirrar athygli sem
fjölmiðlar veita þeim, til að geta
kveðið upp dóma um þá,“ sagði
Burt. Hann benti á, að Gorbachev
væri rétt að hefja leiðtogaferil
sinn og því of snemmt að draga
nokkrar ályktanir um stefnu
hans og fyrirætlanir af gjörðum
hans fram að þessu. „Það er hins
vegar engum vafa undirorpið, að
hann er við stjórnvölinn f
Moskvu,“ sagði Burt.
„Eftir að hafa verið útförina í
Moskvu og átt viðræður við ráða-
menn þar,“ sagði Burt, „virðist
okkar að Sovétmenn leggi mikla
áherslu á samvirka forystu. Inn-
an leiðtogahópsins í Kreml skipt-
ast menn í flokka og fylkingar og
ef Gorbachev ætlar að halda
völdum til frambúðar verður
hann að hafa samstarf við alla
þessa hópa og taka tillit til mis-
munandi sjónarmiða þeirra og
hagsmuna. Surnir tilheyra hern-
um, aðrir iðnaði eða landbúnaði
o.s.frv."
Richard Burt sagði, að Gorb-
achev kæmi sér fyrir sjónir, sem
leiðtogi er legði áherslu á sam-
fellu í stjórnarstefnunni. Það
hefði Gorbachev raunar sjálfur
sagt við George Bush, varafor-
seta Bandaríkjanna, á fundi
þeirra í Moskvu að lokinni útför
Chernenkos. Burt sagði, að hinn
nýi aðalritari sovéska kommún-
istaflokksins ætti líklega auð-