Morgunblaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1985
Minning:
Arnkell Jónas Ein-
arsson eftirlitsmaður
Fæddur 15. október 1920
Dáinn 7. mars 1985
í dag fer fram útför Arnkels J.
Einarssonar, vegaeftirlitsmanns.
Hann fæddist 15. október 1920 og
lést þann 7. mars sl. á sextugasta
og fimmta aldursári.
Það var fyrir rúmu ári sem við
samstarfsmenn Arnkels hjá Vega-
gerð ríkisins tókum eftir að hann
var ekki eins hress og venjulega,
án þess þó að hann hefði orð á því.
Síðan þá hefur hann háð harða
baráttu við sjúkdóminn sem að
lokum hafði yfirhöndina. Lengst
af vorum við félagar hans bjart-
sýnir á að hann ætti eftir að
starfa áfram meðal okkar og má
segja að sú bjartsýni byggðist ekki
sist á dugnaði og baráttuvilja
hans sjálfs.
Arnkell varð fastur starfsmað-
ur hjá Vegagerð rfkisins árið 1944.
Fyrst sem stjórnandi veghefla og
annarra vinnuvéla og síðan sem
bifreiðastjóri á stórum bifreiðum.
Einkum var hann valinn til að
fara með stærstu dráttarbíla
Vegagerðarinnar og varð hann því
einn þeirra sem mótuðu þá flutn-
ingatækni hér á landi. A vetrum
starfaði hann á þessum árum mik-
ið að snjómokstri með stórum bíl-
um, einkum á Hellisheiði, og varð
hann þá þekktur fyrir mikinn
dugnað við að koma vegfarendum
um þessa snjóþungu heiði.
Árið 1967 réðst Arnkell til vega-
eftirlits Vegagerðarinnar og starf-
aði þar óslitið á meðan heilsan
leyfði. Fyrir vegaeftirlitið kom sér
vel að hafa fengið til starfa mann
sem var gjörkunnungur landinu. I
starfi sínu sem bifreiðastjóri hafði
Arnkell ferðast um allt land.
Hann var glöggur og eftirtektar-
samur og öðlaðist á þessum ferð-
um víðtæka þekkingu á staðhátt-
um og staðarheitum og nýttist
þessi þekking hans vel í starfi sem
vegaeftirlitsmaður.
Arnkell naut trausts yfirmanna
sinna og voru honum oft falin ým-
is vandasöm verkefni. Til dæmis
átti hann stóran þátt i að þróa
fjarskiptamál hjá stofnuninni en
þau hafa tekið miklum framförum
á undanförnum árum, m.a. vegna
nýrrar tækni á því sviði.
Arnkell var mikill bókamaður
og víðlesinn og var mjög vel að sér
á ýmsum sviðum. en þó einkum í
þjóðlegum fræðum. Hann var fé-
lagsmálamaður og lagði gjörva
hönd á starfsemi stéttarfélaga
sinna, honum voru til dæmis falin
mörg trúnaðarstörf hjá Dagsbrún
og á seinni árum hjá Starfs-
mannafélagi ríkisstofnana.
Ég vil fyrir mína hönd og ann-
arra samstarfsmanna Arnkels hjá
Vegagerð ríkisins votta eiginkonu
hans og börnum dýpstu samúð.
Hjörleifur Ólafsson
Móðursystkini mín hafa kvatt
og horfið á braut hvert af öðru á
skömmum tíma: Hrafnkatla í nóv-
ember 1982, Ragnheiður í desem-
ber 1984 og Arnkell Jónas 7. mars
síðastliöinn. Verður útför hans
gerð í dag frá Fossvogskirkju.
Arnkell Jónas var fæddur í Al-
þingishúsinu 15. október 1920.
Móðir hans var ólafía, dóttir
hjónanna í Hörgsholti í Hruna-
mannahreppi, Katrínar Bjarna-
dóttur og Guðmundar Jónssonar.
Faðir Arnkels var Einar, sonur
séra Þorkels Eyjólfssonar á Stað-
arstað og Ragnheiðar Pálsdóttur
frá Hörgsdal.
Vegna heilsubrests lét Einar af
störfum sem skrifstofustjóri Al-
þingis 1922 og fluttist með fjöl-
skyldu sína til Hafnarfjarðar árið
eftir. Fyrir Arnkel var það naum-
ast annað en koma og fara, því að
fjögurra ára var hann sendur í
fóstur til ömmu sinnar og afa í
Hörgsholti. Á foreldra Arnkels
hafði hlaðist ómegð, svo að þröngt
var í búi, þar sem faðir hans hafði
eigi við annað að styðjast en eftir-
laun. Bernska Arnkels var því
nánast öll i Hörgsholti og þaðan
fermdist hann. Guðmundur afi
hans lést 1929, en við búinu tók þá
Bjarni móðurbróðir hans. 1 minn-
ingu Arnkels stóð Hörgsholtsdvöl-
in honum ætið í nokkrum ljóma,
en af því fólki, sem hann var þar
með, lifði Bjarni lengst, og með
þeim var alla tíð einstaklega kært.
Frá Hörgsholti fór Arnkell í
vist að Þorleifskoti í Hraungerð-
ishreppi til Katrínar Skúladóttur
frænku sinnar og Gísla Högnason-
ar. En þaðan fluttist hann 16 ára
til Keflavíkur og var þar og I
Sandgerði við sjó og bifreiðaakst-
ur fram um 1940. I Keflavík var
hann lengstum í heimili Guð-
manns móðurbróður síns, en naut
auk þess góðs atlætis Kristínar
móðursystur sinnar, sem háöldruð
er ein á lífi Hörgsholtssystkina.
Arnkell taldi sig aldrei hafa feng-
ið fullþakkað þeim frændsystkin-
um sínum né öðru móðurfólki í
Hörgsholti.
Um 1940 fluttist Arnkell til
Reykjavíkur og gerðist þar bif-
reiðastjóri, m.a. hjá Steindóri og
BSR. En 1944 réðst hann til Vega-
gerðar ríkisins og starfaði þar
fyrst sem bifreiðastjóri og véla-
maður, en 1967 hóf hann störf hjá
Vegaeftirlitinu og sinnti þeim
óslitið síðan.
Af þessum annálsbrotum um
ævi Arnkels Jónasar verður lítt
ráðið hver hann var. Með okkur
tókust ekki náin kynni fyrr en ég
var kominn töluvert yfir miðjan
aldur, en hann nokkuð yngri.
Arnkell var fremur hlédrægur og
einkar fasprúður, en þegar hann
kaus á annað borð að leggja orð í
belg brást ekki, að skoðun hans
var yfirveguð, vel rökstudd,
greindarleg. Hann sómdi sér því
ágætlega í félagsstarfi, þar sem
þurfti að íhuga ýmis flókin við-
fangsefni, en á það reyndi oft, þeg-
ar hann var fulltrúi vinnufélaga
sinna í Verkalýðsfélaginu Dags-
brún og BSRB, en I þeim samtök-
um starfaði hann mikið. Hlýtt var
á rök hans og ráð, enda ekki sett
fram til að sýnast, heldur til þess
að nálgast skynsamlega niður-
stöðu. En þessa sama gætti, þegar
við hann var rætt um önnur
venjubundin mannleg vandamál.
Og ef til vill var því veitt nánari
athygli vegna þess, hve hjartaþel
hans var hlýtt.
í vegaeftirlitsstarfinu var
Arnkell eins konar landshorna-
maður. Hann varð því margvís um
staðháttu hér á landi og kunni
fjölda sagna tengda stöðum og ör-
nefnum. Enda lagði Arnkell sig
eftir fræðslu I þá veru, einkum af
munni þess fólks, er var á leið
hans, en einnig með lestri. Þessum
fróðleik átti hann auðvelt með að
miðla þeim, sem á vildu hlýða, og
að ferðast í huganum með leiðsögn
hans, nálgaðist að hafa lagt land
undir fót.
Arnkell las mikið og var vand-
látur á lesefni, skildi ekki við bók
án þess að hafa tileinkað sér svo
efni hennar, að hann væri fær um
að ræða það, ef svo bar undir.
Skýringar hans og athugasemdir
voru stundum skemmtilegar, enda
kom hann oft auga á ýmislegt,
sem öðrum duldist og gat verið
naskur á að finna hvar feitt var á
stykki.
Starfi Arnkels kynntist ég lítið,
en á óvart kæmi mér, ef hann
hefði ekki reynst traustur og sam-
viskusamur, það var ekki í eðli
hans að kasta höndunum til hlut-
anna, né níðast á því, sem honum
var trúað fyrir.
Árið 1946 stofnaði Arnkell til
hjúskapar með Elínu Ágústu Jó-
hannesdóttur, skaftfellskri mynd-
ar- og röskleikakonu. Börn þeirra
eru sex: Hrefna, gift Kristjáni
Smith pípulagningamanni; Katr-
ín, gift Kristjáni Tjörvasyni verk-
fræðingi, og eru þau búsett í Sví-
þjóð; Ragnheiður, gift Willy Pet-
ersen blikksmið; Einar, stúdent,
býr heima; Guðmundur, við há-
skólanám i Bandaríkjunum,
kvæntur Hildi Hallbjörnsdóttur;
Hrafnhildur, við nám í Svíþjóð.
Barn Arnkels með Aðalheiði Jó-
hannsdóttur er Kristmar, búsett-
ur í ólafsvík.
Enginn þarf að fara í grafgötur
um, að meira þarf til en tekjur
ríkisstarfsmanns I miðjun launa-
stiga til þess að framfleyta átta
manna fjölskyldu svo vel sé og
glíma við að eignast íbúð. En þetta
lánaðist þeim hjónum blessunar-
lega, enda samhent og atorkusöm,
og Elfn gert drjúgum meira en
sýsla innan stokks.
Arnkell Jónas Einarsson var
einstaklega frændrækinn, og þess
naut ég þráfaldlega. Við Helga
söknum góðs vinar, þökkum glað-
sinnið, sem fylgdi honum I bæinn,
um leið og við sendum Elínu,
börnunum og venslaliði bestu
kveðjur.
Lúðvík Kristjánsson
Zophonias Frímann
Jónsson - Minning
Fæddur 23. október 1909
Dáinn 9. januar 1985 ... 1,, ';.
Afi var fæddur á Læknesstöðum
á Langanesi, foreldrar hans voru
Matthildur Magnúsdóttir og Jón
ólafsson, ólst þar upp I stórum
systkinahóp og bjó þar fyrstu 10
árin með konu sinni ólafiu G.
Friðriksdóttur. Eignuðust þau þar
fyrstu fjögur börnin sín, fluttust
þá árið 1938 til Þórshafnar og áttu
þau tvö yngstu börnin þar.
Afi var bæði góður og duglegur
maður, var góður heimilisfaðir og
vinur vina sinna, honum fórst allt
vel úr hendi, vandvirknin lét ekki
á sér standa.
Þann 11. nóvember 1955 varð
hann fyrir mikilli sorg er hann
missti konu sína frá tveimur ung-
um börnum þeirra, eftir það bjó
hann hjá dóttur sinni og manni
hennar á Þórshöfn en fór slðan á
vertíðir í Eyjum og var til húsa
hjá dóttur sinni og tengdasyni og
reyndist hann í Eyjum eins og
annars staðar góður verkmaður.
Afi þurfti að sjá á eftir konu
sinni og síðan var sonurinn tekinn
frá honum aðeins 16 ára gamall.
Tímar liðu og gerðist hann ráðs-
maður í Sýrnesi í Aðaldal, giftist
hann húsmóðurinni þar, Birnu
Hernetsdóttur og bjuggu þau vel
en fluttust síðan til Húsavíkur og
var hann þar sem eftir var.
Þessar fáu línur eiga að sýna
þakklæti mitt og annarra að-
standenda til afa okkar.
Ég bið Guð að varðveita hann og
styrkja eftirlifandi konu hans og
börn.
Megi hann hvíla í friði.
Bsrnabarn
Minning:
Björg Bjarnadótt-
ir frá Reyðarfirði
Fædd 20. júlí 1892
Dáin 10. marz 1985
Háöldruð heiðurskona hefur
kvatt okkur hinztu kveðju. Elzti
Reyðfirðingurinn er horfinn af
sviði og úr minningasafni löngu
liðinnar tíðar glitrar á geislabrot,
sem fæst verða fest á blað. Við
leiðarlok skal aðeins færð fram
kær þökk fyrir kynnin góð, fyrir
tryggð og trúnað við mætan
málstað, fyrir einlægni hinnar
traustu alþýðukonu, sem mvndaöi
sér eigin skoðanir á mönnum og
málefnum, fyrir hressileikann,
sem fylgdi henni eins og vorsvalur
gustur, fyrir skemmtilegar sam-
verustundir, þar sem góð greind
og hispursleysi I skoðanaskiptum
voru ætíð I öndvegi. Björg skilaði
lífsstarfi sínu sem húsmóðir af
dug og með sóma, yfir henni var
þessi meðfædda reisn, sem fylgdi
heitu skapi og hlýrri lund. Hrjúf-
leiki hið ytra, ylur innra voru ein-
kenni hennar, hún var aldrei gefin
fyrir að þykjast, hreinskiptin og
ákveðin og talaði aldrei tæpitungu
tepruskaparins. í lognmollu og lá-
deyðu hversdagsins er gott að
minnast þessarar um margt gust-
miklu en góðu konu, sem hélt fram
hlut sínum af djörfung og festu og
æðraðist hvergi, þó á móti blési og
lífsbyrinn væri ekki alltaf sem
skyldi. Mér er hún máske minn-
isstæðust fyrir lifandi áhuga
hennar á tónlist og leiklist. Við-
burði af því tagi lét hún aldrei
fram hjá sér fara og vel man ég
gleði hennar yfir vel heppnaðri
leiksýningu hjá áhugahópnum
heima eða hvílíkt yndi hún sótti
til söngs og tóna þegar góðir gestir
komu I heimsókn. Hún lifði sig inn
í atburðarás og hugmyndaheim
leikritanna og gladdist og hryggð-
ist á víxl. Ég mat dóma hennar um
frammistöðu og túlkun mikils, því
henni var ekki lagin sú list að lát-
ast, en skörp athyglisgáfa lét fátt
fram hjá sér fara. Hún hafði sér-
stakt yndi af bóklestri, las fjöl-
breyttara lesefni en gerist og
gengur, nam af því fróðleik, sem
hún miðlaði manni af siíkri þekk-
ingu, að undrum sætti.
Má ég svo minna á það, hversu
hátt hún hélt ætíð á loft nafni
byggðarlagsins okkar, hverstu
ar.nt hún lét sér um velferð þess,
hversu stolt hennar var bundið því
að vera Reyðfirðingur. Þá fyrst
hitnaði í kolunum, ef á byggðar-
lagið var orði hallað, sívakandi I
sókn og vörn var hún fyrir Reyð-
arfjörð. Gott er byggðarlagi að
eiga slíka þegna, þar sem trú og
trúnaður sitja í fyrirrúmi. Allt eru
þetta löngu liðnar myndir, sem nú
líða um huga minn og fylla hann
hljóðri þökk. Erfiðiskona hefur
lokið lifsgöngu sinni, langri og
farsælli, og aðeins skal tæpt á því
helzta úr þeirri ævisögu.
Björg fæddist 20. júlí 1892 í Vík-
urgerði í Fáskrúðsfirði. Foreldrar
hennar voru hjónin Anna Stefanía
Björnsdóttir og Bjarni Björnsson
frá Löndum í Stöðvarfirði. Björg
ólst upp að mestu i Bakkagerði á
Stöðvarfirði, en þegar hún hleypir
heimdraganum fer hún upp á Jök-
uldal og er þar nokkur ár. Þar
kynnist hún Benedikt Einarssyni
frá Flögu i Skriðdal og þau gifta
sig 2. ágúst 1925. Þau eru fyrst á
Jökuldal, en síðan eitt ár á Þor-
valdsstöðum i Skriðdal, en flytja
síðan til Reyðarfjarðar 1928 og
bjuggu þar æ síðan. Ég mat Bene-
dikt mikils sakir greindar og ger-
hygli, fyrir hollráð hans og heilan
stuðning alla tíð. Hann var dreng-
ur góður sem gott er að minnast.
Hann lézt árið 1972
Siðustu æviárin dvaldi Björg á
elliheimilinu á Egilsstöðum og
átti þar gott atlæti og hélt and-
legu atgervi vel.
Börn þeirra hjóna eru: Unnur
húsmóðir í Reykjavík, hennar
maður er Guðjón Jónsson formað-
ur Málm- og skipasmíðasam-
bandsins, Sverrir, verkamaður á
Reyðarfirði, ókvæntur, og Ingólf-
ur, afgreiðslumaður, á Reyðar-
firði, hans kona er ólöf G. Páls-
dóttir.
Langri lífssögu er nú lokið. Það
slær bjarma á bjarta og ljúfa
minning frá liðinni tíð og hugans
hlýja þökk fylgir hinztu kveðju.
Þökk fyrir samfylgd og samskipti,
fyrir trúa fylgd við stefnu félags-
hyggju og samhjálpar, fyrir heil-
steypta skapgerð, heita en sanna í
gleði sem sorg. Vær verði henni
hvíldin kær, en trú hennar var
bundin veröld vors og blóma hand-
an þessa heims. Á þvf iðgræna ei-
lífðarlandi mun æskan á ný nema
land. Þangað fylgja henni hugheil-
ar óskir og kveðjan kær. •
Blessuð sé minhing Bjargar
Bjarnadóttur.
Helgi Seljan
Birting
afmœlis- og
minningar-
greina
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með góð-
um fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði, að berast í síðasta lagi
fyrir hádegi á mánudag og hlið-
stætt með greinar aðra daga. í
minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Þess skal
einnig getið, af marggefnu til-
efni, að frumort Ijóð um hinn
látna eru ekki birt á minningar-
orðasíðum Morgunblaðsins.
Handrit þurfa að vera vélrituð og
með góðu linubili.