Morgunblaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1985
Samband garðyrkjubænda 30 ára:
„Göngum út frá þyí að innlenda
framleiðslan hafi áfram forgangu
— segir formaður sambandsins,
Bjarni Helgason á Laugalandi
„ÉG TEL að garðyrkjan eigi framtíð fyrir sér sem atvinnu-
grein hér á iandi, og að aukning geti orðið í henni. Aukin
grænmetisneysla fólks, með breyttum neysluvenjum, eykur
mikilvægi hennar. Garðyrkjubændur óska eftir að eiga sem
best samstarf við þau áhugasamtök sem vinna að aukinni
grænmetisneysiu enda ættum við að geta unnið sameiginiega
að ýmsum málum,“ sagði Bjarni Helgason, garðyrkjubóndi á
Laugalandi í Borgarfírði, en hann er formaður Sambands
garðyrkjubænda, í samtali við Mbl. en sambandið er þrjátíu
ára á þessu ári.
„Til að sameina hina
fámennu stétt“
Samband garðyrkjubænda var
stofnað í Reykjavík 17. janúar
1955 af fulltrúum frá þremur
garðyrkjubændafélögum: Garð-
yrkjubændafélagi Borgarfjarðar,
Garðyrkjubændafélagi Árnes-
sýslu og Garðyrkjubændafélagi
Kjalarnesþings. í fyrstu stjórn
voru Guðjón Á. Sigurðsson í Gufu-
dal, sem var formaður, Jóhann Kr.
Jónsson i Daisgerði, gjaldkeri, og
Aðalsteinn Simonarson á Lauf-
skálum, ritari. Sölufélag garð-
yrkjumanna, sem stofnað var
1940, hafði verið aðalmálsvari
stéttarinnar út á við, en garð-
yrkjubændur töldu að það gæti
ekki sinnt öllum þeim verkefnum
sem talist gátu sérmál garð-
yrkjubændastéttarinnar, m.a.
vegna þess að sum þeirra voru alls
ekki í verkahring félagsins. Töldu
þeir nauðsynlegt að mynda sam-
band garðyrkjubændafélaganna
til að sameina hina fámennu stétt
um ýmis hagsmunamál.
f dag eru 120—130 félagar í
garðyrkjubændafélögunum fjór-
um sem mynda Samband garð-
yrkjubænda. Eru það bændur sem
stunda ylrækt, bæði blóma- og
grænmetisframleiðslu, og úti-
matjurtaræktun. Aðalræktunar-
svæðin eru Árnessýsla, Mosfells-
sveit og Borgarfjörður. í stjórn
sambandsins sitja nú: Bjami
Heigason á Laugalandi, sem er
formaður, Hans Gústavsson í
Hveragerði, varaformaður, Þórður
Þórðarson í Reit, gjaldkeri, Jó-
hannes Helgason í Hvammi, rit-
ari, og Andrés Ólafsson í Mos-
fellssveit, meðstjórnandi. Kjartan
ólafsson ráðunautur hjá Búnaðar-
sambandi Suðurlands starfar mik-
ið með stjórninni.
Sérstaða innan land-
búnaðarins
„Við höfum haldið því fram, og
því hefur ekki verið mótmælt af
Myndarleg tómatuppskera.
Stjórn Sambands garðyrkjubænda, f.v.: Andrés Ólafsson á Laugabóli meðstjórnandi, Jóhannes Helgason í Hvammi
ritari, Kjartan Ólafsson f Hlöðutúni riðunautur, Bjarni Helgason á Laugalandi formaður og Hans Gústavsson í
Hveragerði varaformaður. Á myndina vantar Þórð Þórðarson í Reit, sem er gjaldkeri sambandsins.
RENAULT11
AST VIÐFYRSTU KYNNI
Renault 11 hefur fengið margar vtðurkenningar fyrir frábæra hönnun og fjöðrunln er engu lík. Rýml og þægindi koma öllum
í gott skap. komdu og reyndu hann, það verður ást vlð fyrstu kynnl. Þú getur reltt þig á Renault
KRISTINN GUÐNASON HF.
SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 686633
öðrum, að garðyrkjan sé eina
landbúnaðargreinin sem ekki nýt-
ur neinna opinberra styrkja. Verð
framleiðsluvara okkar ræðst á
markaðnum, það fer algerlega eft-
ir framboði og eftirspurn. Greinin
hefur því nokkra sérstöðu," sagði
Bjarni þegar rætt var við hann á
dögunum. „Þó samtökin séu orðin
30 ára erum við enn að berjast
fyrir því að fá þau viðurkennd sem
málsvara garðyrkjubænda. Við
sem stöndum í þessari framleiðslu
teljum okkur bera best skynbragð
á hvað stéttinni er fyrir bestu.
Auðvitað þurfa að vera bænda-
samtök í landinu, en við teljum að
minni búgreinarnar eigi að
stjórna eigin málum, en eiga síðan
aðild að stóru samtökunum sem
þá yrðu samstarfsvettvangur allra
búgreinanna."
„Nauðsynlegt að
hafa stjórn á
innflutningnum“
Innflutningur grænmetis er
mikið hagsmunamál garðyrkju-
bænda enda hefur það verið
stærsta mál stjórnarinnar að und-
anförnu. Bjarni var spurður um
þau mál: „Við gerum okkur ljóst
að það eru breyttir tímar í sam-
bandi við innflutningsmálin.
Reikna má með að fleiri aðilar
verði í innflutningi á grænmeti en
verið hafa undanfarin ár. Við höf-
um ekkert á móti því en teljum þó
nauðsynlegt að hafa ákveðna
stjórn á innflutningnum, bæði á
grænmeti og blómum, til að koma
í veg fyrir árekstra á viðkvæmum
tímum. Við göngum út frá þvi að
innienda framleiðslan hafi for-
gang að markaðnum, eins og verið
hefur, þannig að hægt sé að
stunda þessa framleiðslu áfram og
auka hana með fjölbreyttari fram-
leiðslu, en innflutningur verði
frjáls utan þess tíma. Við höfum
mótað ákveðnar tillögur í þessu
efni og reifað þær við landbúnað-
arráðherra.
Það er þó margt að varast í
sambandi við innflutning græn-
metis. í suðlægari löndum er
meiri hætta á ýmsum sjúkdómum
í ræktunarlöndum en til dæmis
hér, og eru eiturefni gegn þeim því
mikið notuð. Sú hætta er alltaf
fyrir hendi að innflutningsaðilum
standi til boða grænmeti á mjög
lágu verði vegna þess að ekki er
hægt að selja það til landa sem
hafa strangt eftirlit með græn-
metisinnflutningi, en hér eru aft-
ur á móti engar kröfur gerðar eða
rannsóknir framkvæmdar á eitur-
innihaldi innflutts grænmetis.
Sjúkdómavarnir eru einnig í mikl-
um ólestri. Gæti orðið óskaplegt
tjón ef sjúkdómar yrðu fluttir inn
í landið með þessum hætti. Þarna
þarf að koma á samstarfi á milli
framleiðenda, neytenda og stjórn-
valda, því þetta er ekki síður mál
neytenda en framleiðenda.
„Lækkun tolla
skerðir kjörin“
Komið hefur til tals að lækka
tolla á grænmeti og blómum úr
70—80% í 20% i einu stökki. Það
er auðvitað ekki nema af hinu
góða að vörurnar lækki, en sam-
kvæmt athugun sem landbúnaðar-
ráðuneytið lét gera á áhrifum
slíkrar tollalækkunar, reyndar að
okkar frumkvæði, myndi hún
verða til að skerða tekjur okkar
verulega. Við erum ekki tilbúnir
til að taka slíkt á okkur og ef til
lækkunar tolla kemur, verður um
leið að bæta tekjuskerðinguna að
einhverju leyti upp með því að
laga samkeppnisgrundvöll ís-
lenskrar garðyrkju."
Bjami nefndi ýmis önnur mál
sem Samband garðyrkjubænda er
að vinna að. Meðal annars nefndi
hann áhuga garðyrkjubænda á að
gera breytingar á tilraunastarf-
seminni. Sagði hann að þeir vildu
að tiiraunastarfsemi i garðyrkju
fari fram við Garðyrkjuskólann.
Væri áhugi fyrir að ráða þangað
tilraunastjóra og stofna tilrauna-
ráð þannig að grundvöllur skapað-
ist til að vinna markvisst að til-
raunum fyrir garðyrkjuna.