Morgunblaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR15. MARZ 1985 23 dóttir Hildisey og Páll Sigurjóns- son, Galtalæk, og úr Árnessýslu Guðmundur Lárusson Stekkum II, Heimir Ólafsson, Læk og Sigurður Steinþórsson, Hæli. Félagsstjórn valdi síðan 3ja manna fram- kvæmdastjórn úr sínum hópi og eru í henni Bergur Pálsson, Hólmahjáleigu, Guðmundur Lárusson, Stekkum II, sem er oddviti framkvæmdastjórnar og Sigurður Steinþórsson, Hæli. I umræðu um önnur mál tók meðal annarra Guðmundur Stef- ánsson, búnaðarhagfræðingur, starfsmaður Stéttasambandsins til máls. Lýsti hann ánægju sinni með fundinn og það að hafa verið boðið á hann og sagði meðal ann- ars: „Stéttasambandið hlýtur að fagna stofnun svona félagsskapar. Það sem kann að vera gagnrýnis- vert í starfsemi Stéttasambands- ins ber að gagnrýna, svo það geti komið fram hvort gagnrýnin er á rökum reist eða ekki. Stétta- sambandið er til fyrir bændurna, en ekki bændurnir fyrir það og fagnaði Stéttasambandið ekki stofnun þessa félagsskapar, er hætt við að eitthvað mikið væri að.“ Fjármagn óhóflega dýrt Guðmundur sagði slæm kjör ekki bundin við bændur eingöngu. Óhóflega dýrt fjármagn væri að sliga alla í þjóðfélaginu. Hins veg- ar hefðu kjör bænda farið versn- andi, öll gögn bentu til þess, skuld- ir ykjust og auk þess færi skiln- ingur á kjörum og mikilvægi bú- skapar og bændastéttarinnar þverrandi. Hann sagði ekki raun- hæft að markaðurinn gæti staðið undir því að greiða sífellt stærri hluta þess verðs sem bændur þyrftu fyrir afurðir sínar til að hafa sæmileg lífskjör. Verðið yrði of hátt og fólk myndi snúa sér að öðrum vörum. Hins vegar dygði verðið sem núna fengist fyrir landbúnaðarafurðir ekki til mannsæmandi afkomu, þarna yrði ríkið að koma til. „Ég fagna því að bændur skuli nú hafa risið upp til að þrýsta á um það sem betur má gera. Það er einungis hægt að hjálpa þeim sem hjálpa sér sjálf- ir,“ sagði Guðmundur. Sigurjón Pálsson, Galtalæk, sagði landbúnaðarmálin komin í þrot. Hann sagði það sjálfsagöa kröfu að allir sem nálægt mjólk- urframleiðslu kæmu fengju allt sitt greitt mánaðarlega og að í baráttu fyrir hagsmunamálum bænda dygðu engin vettlingatök. Það væri smán að bændur einir fengju ekki kaup sitt greitt yfir sumartímann meðan sumir aðrir fengju sitt greitt tvöfalt. Hann sagði að það þyrfti að breyta mjólkurbúunum, Stéttasambandið hefði ekki staðið í stykkinu og fengið það fram sem þeir vildu. Það hefði síöan fengið bændur til að sætta sig við ómyndina. Sagði Sigurjón að bændur yrðu þó að standa um skipulag samtaka sinna af fullri festu annað væri glapræði. Áburðurinn ódýrari innfluttur? Ásmundur Sigmundsson, sagði það furðulegt að núverandi stjórn- arflokkar, sem venjulega hefðu talið sig eiga bændur, hefðu ekk- ert gert fyrir bændur og hefðu kjör bænda versnað. Halldór Óttarsson mótmælti kjarnfóðurskattinum og háu áburðarverði og taldi vel athug- andi fyrir bændastéttina að at- huga með innflutning á áburði, hann kynni að vera ódýrari inn- fluttur. Erlingur Óskarsson, taldi ekki gert nóg í því að auglýsa mjólk og kynna hollustu hennar, óheyri- legum fjármunum væri varið til að auglýsa aðrar drykkjarvörur og sagðist viss um að það mætti auka sölu mjólkur talsvert með því að kynna hana og auglýsa. Páll Axel Halldórsson kvað tengsl bænda við löggjafarvaldið hafa veikt samtök bænda sem hagsmunagæslufélög. Kvað hann fólgið í kvótakerfinu hróplegt óréttlæti, þar sem bændum væri mismunað og væri það ekki til þess fallið að sameina bændur, heldur sundra þeim. Margir fleiri tóku til máls og varð ekki umræðum lokið fyrr en á þriðja tímanum. Þrjár lillögur samþykkti fund- urinn, um tölvuvæðingu bókhalds bænda fyrir áramót, fóðurbæt- isskattur verði endurgreiddur á óþurrkasvæðunum og áskorun á lánastofnanir að gera afurðasöl- unum fært að flýta útborgun af- urðana til bænda. Við kynnum ÍSLENSKU KARTÖFL í Grænmetismarkaðinum, homi Síðumúla ogFellsmúla, föstudaginn 15. mars. Við bjóðum mikið úrval af alls kyns grænmeti og ávöxtum, en íslenska kartaflan verður í aðalhlutverkinu. Við veitum upplýsingar um matreiðslu og geymslu, kynnum óvenjulegan 14 daga „kartöflu“ megrunarkúr og bjóðum girnilega smakkrétti o.fl. o.fl. kynnum óvenjulegan 14 daga „kartöBu“ megrunarkúr Grœnmetisverslun llandbúnaðarinsl Síðumúla 34 - Sfmi 81600 f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.