Morgunblaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1985
25
Nicaraguæ
Kúgun og ofsóknir
stjórnarhersins
Washington, 14. marz. AP.
FIMM íbúar Nicaragua, þ. i m. 9 ára stúlka, lýstu í dag mannréttinda-
brotum, sem þau urðu að þola af hendi sandinistastjórnarinnar.
Stúlkan, Martha Murrillo, sagði
að fjölskylda sín hefði verið myrt
og sjálf var hún særð skotsári á
fæti og stungin víða með byssu-
sting af hermönnum sandinista.
Sýndi hún blaðamönnum m.a. ör á
hálsi, sem hún sagði vera eftir
byssusting.
Fyrrum kaupsýslumaður í Nic-
aragua, miskítóindíáni og tvær
konur úr röðum gyðinga í landinu
lýstu kúgunum og ofsóknum á
hendur á þjóðfélagshópum þeim,
sem þau kváðust fulltrúar fyrir.
Fregnir hermdu að uppreisn-
armenn í Nicaragua, sem berjast
gegn stjórn sandinista, hefðu að
undanförnu framið alvarleg
mannréttindabrot, en samkvæmt
öðrum fregnum virðist sem
stjórnin standi framar i þessum
efnum.
Sven Auken krónprins
Jafnaðarmannaflokksins
Kaupmannahöfn, 14. mars. Frá fréttaritara Mbl., Ib Björnbak.
VERIÐ er að leggja drög að því, að
Anker Jörgensen fái krónprins sér
við hlið í Jafnaðarmannaflokknum,
og hefur mikið verið um það rætt hin
síðustu ár.
Nú virðist sem samkomulag
hafi tekist um, að Sven Auken,
fyrrverandi atvinnumálaráðherra,
taki við sem varaformaður flokks-
ins, og þar með hefur hann hlotið
óopinbera tilnefningu til að taka
við embætti flokksleiðtogans, þeg-
ar Anker Jörgensen þykir tíma-
bært að draga sig í hlé.
Sven Auken er þingflokksfor-
maður jafnaðarmanna. Hann er
41 árs að aldri, kominn af þekktri
læknisfjölskyldu og stjórnmála-
fræðingur að mennt. Hann hefur
gegnt lektorsembætti í félagsvís-
indum við Árósaháskóla, en var
atvinnumálaráðherra í stjórn
Ankers Jörgensen 1977—82.
Sven Auken er kvæntur þekktri
konu, rithöfundinum Bettinu
Heltberg, en hún er stjórnmála-
fræðingur eins og hann.
Framkvæmdanefnd Jafnaðar-
mannaflokksins hefur tekið
ákvörðun um, að Sven Auken taki
við embætti varaformanns af
Knud Heinesen, fyrrum fjármála-
ráðherra, sem hættir nú afskipt-
um af stjórnmálum og tekur við
starfi forstjóra Kastrup-flugvall-
ar.
veldara með að koma persónulega
fram gagnvart almenningi í Sov-
étríkjunum og fólki á Vesturlönd-
um, en fyrirrennarar hans. Hann
ætti líka hægar með að eiga sam-
skipti við vestræna stjórnmála-
leiðtoga og fjölmiðla og virtist
áhrifameiri „sölumaður sovéskra
stefnumála", en forverar hans.
Þessu hefðu menn t.d. veitt at-
hygli á nýlegum ferðalögum hans
til Bretlands og Kanada.
„Það er hins vegar of snemmt
að segja, hvort hann sé fulltrúi
nýrrar kynslóðar í Sovétríkjun-
um,“ sagði Burt. „Hitt er engum
vafa undirorpið að hann setur
land sitt og hagsmuni þess ofar
öðru.“
Richard Burt sagðist ekki geta
skýrt frá efnisatriðum viðræðna
þeirra Bush varaforseta og Gorb-
achevs í Moskvu. Sovéski leiðtog-
inn hefði fengið boð um að eiga
viðræður við Reagan Bandaríkja-
forseta. „Það er von okkar,“ sagði
Burt, „að hann geti þegið það við
hentugleika."
Geimvarnarannsóknir hindra
ekki samkomulag í Genf
Talinu var vikið að afvopnun-
arviðræðum Bandaríkjamanna
og Sovétmanna í Genf. Blaða-
maður Morgunblaðsins spurði
Burt hvort hann teldi líklegt að
ágreiningur stórveldanna um
geimvarnakerfi gæti komið í veg
fyrir að samkomulag tækist um
takmörkun vígbúnaðar.
„Það held ég ekki,“ svaraði
Burt. „Sovétmenn eru einnig að
sinna rannsóknum á þessu sviði
og staðreyndin er sú, að þeir hófu
þær á undan okkur.“ Burt sagði
að menn á Vesturlöndum hefðu
almennt ekki áttað sig á þvi, að
Sovétmenn hefðu eytt nærri
helmingnum af fjárveitingum
sínum til langdrægra vopna i
slíkar rannsóknir, sem m.a. bein-
ast að háþróaðri ljósleysistækni
(LASER).
Burt sagði að í viðræðum
þeirra George Shultz og Andrei
Gromykos, utanríkisráðherra
Sovétríkjanna, í Genf i fyrra,
hefðu Sovétmenn viðurkennt eða
látið í ljós, að þeir gerðu sér grein
fyrir því, að erfitt væri að semja
um að banna eða takmarka
grundvallarrannsóknir af þessu
tagi. Það væri ómögulegt að
ganga úr skugga um að slikt bann
yrði virt.
Richard Burt benti á að rann-
sóknir Bandaríkjamanna á mögu-
leikum geimvarnakerfis, sem
miða að því að útiloka kjarnorku-
stríð á jörðu niðri, væru i fullu
samræmi við samkomulag stór-
veldanna um gagneldflaugavarn-
ir frá 1972. „Enda er það ætlun
okkar að virða þann samning,"
sagði Burt, en kvaðst aftur á móti
vita að það hefðu Sovétmenn ekki
gert.
Burt sagðist ekki hafa orðið
var við ágreining innan Atlants-
hafsbandalagsins um geimvarna-
kerfið. Þvert á móti væri þar
meiri samstaða um þetta mál, en
mörg önnur, sem upp hafa komið
á undanförnum árum. Benti hann
í því viðfangi á yfirlýsingar Kohl,
kanslara Vestur-Þýskalands,
Thatcher, forsætisráðherra
Bretlands, og Craxi, forsætis-
ráðherra ftalíu, sem öll væru
hlynnt rannsóknunum. Hann
sagði að þessi mál mundu einnig
bera á góma í hinum fyrirhuguðu
viðræðum við ráðamenn í Kan-
ada nú um helgina. GM
Andreas Papandreou forsætisrádherra Grikklands (t.v.)
ásamt Christos Sartzetakis hæstaréttardómara, sem val-
inn hefur verið frambjóðandi sósíalista viö forsetakosn-
ingar í dag, föstudag.
47 manns hand-
teknir í Prag
Vín, 14. mars. AP. '—'
48 MANNS, þar á meðal tveir af talsmönnum mannréttindasamtakanna
Charter-77, voru teknir höndum í skvndiaógeróum Prag-lögreglunnar á
mánudagskvöld. Fólkinu var flestu sleppt daginn eftir, að því er tékkneskur
flóttaniaður sagði í dag, fimmtudag.
Handtökurnar fóru fram i
einkaíbúð, þar sem fólkið var að
horfa á kvikmynd frá 7. áratugn-
um, samkvæmt upplýsingum fyrr-
nefnds heimildarmanns, sem
hingað til hefur ævinlega reynst
áreiðanlegur.
Handtökur þessar bar að aðeins
nokkrum klukkustundum áður en
birta átti skjal á vegum Chart-
er-77, þar sem krafist er brott-
kvaðningar bandariskra og sov-
éskra hersveita frá Evrópu og
hvatt til að Evrópulönd verði leyst
undan áhrifum stórveldanna.
Talið er, að það hafi verið fyrr-
nefnt plagg, en ekki kvikmyndin
sem fólkið var að horfa á, sem var
tilefni lögregluaðgerðanna. Eva
Kanturkova og Jiri Dienstbier,
talsmenn Charter-77, voru á með-
al hinna handteknu.
Fólkinu var flestu sleppt á
þriðjudag, nema talsmönnum
mannréttindasamtakanna sem
sleppt var á miðvikudagskvöld.
Samkvæmt tékkneskum lögum má
halda þeim, sem grunaðir eru,
föngnum í allt að 48 klukkustund-
ir án þess að leggja fram ákæru á
hendur þeim.
Veður
víða um heim
Lasgit Hmt
Akureyri 44 haglói
Amsterdam 0 5 heióskírt
Aþena 5 11 skýjaó
Barcelona 12 mistur
Bertín +1 7 heióskirt
Brdasel +3 8 skýjaó
Chicago 0 3 heiöskírt
Dubtín 4 11 heiöskírt
Feneyiar 9 þokum.
Frankfurt +2 10 •kýjaö
Genf +4 9 heiöskirt
Heteinki 42 1 skýjaö
Hong Kong 11 14 skýjaó
Jerúsaiem 6 20 heiöskirt
Kaupm.höfn 0 4 heíöskírt
Laa Paimas 20 lóttsk.
Lissabon • 15 heiöskirt
London 4 8 heiöskírt
Los Angetes 9 23 heiöskírt
Luxamborg 0 snjók.
Mataga 16 heiöskirt
aa _ a« wiaiiorca 14 lóttsk.
Miami 21 26 heiöskírt
Montreal 4« 2 sniók.
Moskva 42 0 heiöskírt
Nesr York • 15 heiöskfrt
Oskb 0 8 heiöskirt
rs rin* 5 8 skýiaó
Peking 42 8 heiöskírt
Reykiavtk 43 skafr.
Rio de Janeiro 19 33 akýiaó
Rðmaborg 7 11 rigning
Stokkhótmur 1 3 akýiaó
Sydney 20 26 akýiaó
Tókýó S 8 rigning
Vinarborg 1 5 akýjaó
Þórshöfn 2 afcýiaó