Morgunblaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1985
51
ffl ^7 /v
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 11-12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
■un/MtínPK'UM'iJW
Lambakjötið holl-
ur og góður matur
HJS. skrifar:
Kæri Velvakandi.
Fyrir ianga löngu, áratugum,
hlustaði ég á erindi í útvarpinu
um mat og matvæli. Sá sem talaði
var lærður í þessum fræðum. Af
einhverjum ástæðum geymist
sumt í minni þó flest gleymist og
týnist. En það sem maðurinn
sagði var þetta, ef ekki orðrétt þá
a.m.k. meiningin: „Að halda því
fram að glæný ýsa og nýtt lamba-
kjöt sé óhollur matur er slík fjar-
stæða að það samrímist engan
veginn heilbrigðri skynsemi, né
þekkingu."
Á þessum tíma höfðu svokallað-
ir náttúrulækningamenn sig nokk-
Glötunar-
kenning-
in guðlast
Jóhann Guðmundsson, þakka
grein þína í Velvakanda 27. febrú-
ar. Þessa kenningu er þörf að
ræða. óska ég þér allra heilla með
þá trú að Jesús dæmi ekki til ei-
lífra pyntinga í það minnsta ekki
fylgjendur sína eða átrúendur.
Þótti engum mikið.
En hann kenndi mönnum trú á
kærleiksríkan Guð og föður
mannkyns á jörðu. Kærleiks-
hugsjón er æðsta hugsjón manns-
sálar og mannkyns alls. Ekkert
getur þar verið fjarlægara en sá
Guð eða kraftur sem dæmir „börn
þín“, sem hann hefur skapað og
gefið líf, til eilífra pyntinga. Það
þykir ekki góður maður, sem
dæmir til pyntinga eða kvala i
nokkrar klukkustundir, hvað þá
Guð. Slikur faðir finnst vart á
jörðu nema þá sjúkur af hatri og
kvalalosta.
Þess vegna er ekki til hrylli-
legra guðlast í hugsun og orðum
manns á jörðu hér en hin
svonefnda glötunarkenning, sem
sjálf kirkja Krists lætur sér sæma
( erfikenningum sínum enn í dag.
Hún á sannarlega ekkert sameig-
inlegt við kærleikshugsjón Jesú
frá Nazaret. Hann sem er æðsta
fyrirmynd, og vinur hverrar sálar.
Árelíus
Hvort er
öruggara?
Hannes Óskarsson, Hnífsdal,
skrifar:
Kæri Velvakandi.
Ég vil biðja þig að birta þetta
bréf mitt vegna þess að ég skrifaði
þér í byrjun febrúarmánaðar en
hef ekki enn fengið svar við spurn-
ingu minni.
Hún var þess eðlis hvort væri
öruggara fyrir sjúklinga að bera,
SOS-nistið eða spjaldið frá Lions-
hreyfingunni? Eg hef nefnilega
heyrt að læknar tæki ekki mark á
SOS-nistunum, þar sem upplýs-
ingarnar inni í þeim eru ekki
skrifaður af lækni. Ég fékk aðstoð
hjá lækni við að fylla mitt SOS-
nisti út.
Vonandi fæ ég einhver svör við
þessu.
uð í frammi og töldu að kjöt og
fiskur og þó sér í lagi egg væri
óholl fæða, hættuleg heilsu manna
og lífi. Maðurinn er það sem hann
etur, stóð einhvers staðar skrifað,
en er vitleysa. Holl og góð fæða er
hinsvegar grundvallar atriði til að
fólk hafi þrek og góða heilsu, en
þau einföldu sannindi virðast allt-
of fáir skilja. En dýrin eru það
sem þau eta, fyrst og fremst, og
þess vegna er lambakjötið hollt og
gott. Lömbin lifa aðeins eitt
sumar og þó ekki nema part úr
Hinrik Jóhannesson skrifar:
Ég vil eindregið mótmæla
nöldri því sem komið hefur fram
um eins lítra mjólkurfernurnar.
L.H. skrifar:
Ágæti Velvakandi.
Ætlar Alþingi að auka áfengis-
vandann? Þetta var spurning
Tómasar Helgasonar prófessors,
20. febrúar sl. Vona ég að þessi
grein prófessors Tómasar hafi
birst á réttum tíma. Hver ætti að
vita betur en læknir sem daglega
umgengst áfengissjúklinga?
Fiölmiðlar tilkynntu að fjórða
sumri, þann bjartasta og besta, og
lifa á móðurmjólkinni og kjarn-
besta og hollasta gróðri sem á
jörðinni vex, heiða- og afrétta-
gróðri íslands. í þetta sumarfóður
lambanna er ekki bætt neinum
aukaefnum, hvorki lyfjum né er-
lendu fóðurkorni eða öðru og
lömbin eru það sem þau eta og
þess vegna er lambakjötið hollur
og góður matur eins og matvæla-
fræðingurinn var að halda fram í
útvarpinu fyrir 40 eða 50 árum.
Það hefur ekki breyst.
Þær eru að mér finnst óaðfinnan-
legar og miklu heppilegri fyrir
fámenn heimili en tveggja lítra
fernurnar.
hvert barn í grunnskóla neytti
áfengis einu sinni á mánuði. Þetta
eru börn undir 15 ára aldri. Á svo
að bæta við sterkum bjór? Hvílíkt
böl ef svo yrði.
Er ekki Ár æskunnar? Á ekki
fullorðna fólkið að hafa vit fyrir
þeim yngri? Sterkur bjór má ekki
koma inn í okkar yndislega land.
Ölum upp heilbrigða æsku.
Hinrik segir eins lítra mjólkurfemurnar óadfinnanlegar.
„Nöldrinu" mótmælt
Olum upp heil-
brigða æsku
LEXAHF.
SKOFUNN19 S83330-687855
sjálfstýringar
Wagner-sjálfstýringar,
komplett meö dælusettum
12 og 24 volt, kompás og
fjarstýringum fram á dekk,
ef óskaö er, fyrir allar
stæröir fiskiskipa og allt
niöur í smá trillur. Sjálf-
stýringarnar eru traustar
og öruggar og auöveldar í
uppsetningu. Höfum einn-
ig á lager flestar stæröir
vökvastýrisvéla.
Hagstætt verö og
greiðsluskilmálar.
Atlas hf
Borgartún 24 — Sími 26755.
Pósthólf 493, Raykjavik
VZterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiöill!
Ég þakka innilega vinum og vandamönnum
gjafir og vinsemd á 90 ára afmæli mínu 3.
mars sl. Lifið heil
Olafur Jakobsson
Vík íMýrdal.
Mínar bestu þakkir flyt ég öllum þeim sem
glöddu mig á 70 ára afmæli mínu þann 4.
mars. s.l. með gjöfum, skeytum, heimsóknum
og hlýjum handtökum. Síðast en ekki síst
góðan söng og glaðværð. Ég mun glingra mér
við minningamar um þessa samverustund á
ókomnum árum.
Ég og konan mín þökkum ykkur hjartanlega
og biðjum ykkur Guðs blessunar.
Benedikt Sveinbjarnarson,
fri Austvadsholti.
Blaöbuiöarfólk
óskast!
Austurbær Leifsgata
Sóleyjargata Bergstaöastræti 1—57