Morgunblaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1985
t
Otför móöur okkar og tengdamóöur, ömmu og langömmu,
ELfSU G. EINARSDÓTTUR
frá Oddsflöt (Grunnavlk,
Túngötu 18,
fsafiröi,
sem lést i sjúkrahúsi tsafjaröar 6. mars, fer fram frá ísafjar-
öarkirkju, laugardaginn 16. mars kl. 14.00.
Steinunn Guömundsdóttir,
Póll GuAmundsson,
Haukur Guömundsson,
Gunnur Guómundsdóttir,
Baldur G. Matthlasson,
barnabörn c
Kristbjörn Eydal,
Gróa Guðnadóttir,
Anna Jónsdóttir,
Ingi Jóhannesson,
Margrót Bergsdóttir,
barnabarnabörn.
t
Útför móöur minnar, tengdamóöur og ömmu okkar,
KRISTÍNAR E. EINARSDÓTTUR
frá Noröfiröi,
siöast til heimilis á Norðurbrún 1,
fer fram fró Fossvogskirkju föstudaginn 15. mars kl. 15.00.
Lilja Sveinsdóttir,
Sigrlöur Hjartardóttir,
Sigursteinn Hjartarson,
Kristin Lára Hjartardóttir,
Hjörtur Einarsson,
Helgi Reynisson,
Marfa Guómundsdóttir,
Signý Harpa Hjartardóttir.
t
Otför mannsins mins og fööur,
KARLS ÁGÚSTS ÓLAFSSONAR
frá Stóra-Skógi,
Grssnuhlfó 18,
verður gerö frá Dómkirkjunni mánudaginn 18. mars kl. 13.30.
Guöný Björnsdóttir,
Björn Karlsson.
t
Eiginmaöur minn og faöir okkar,
LÁRUS FJELDSTED,
veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni i dag, föstudaginn 15. mars
kl. 15.00.
Jórunn Viðar,
Lárus Fjeldsted,
Katrln Fjeldsted,
Lovfsa Fjeldsted.
t
Otför eiginmanns mins,
SIGFÚSAR DAVÍÐSSONAR
frá Lask,
veröur gerö frá Hagakirkju, Holtahreppi, laugardaginn 16. mars kl.
14.00.
Rútuferö frá Umferöarmiöstööinni kl. 11, frá Fossnesti kl. 12.30.
Þeir sem vilja minnast hans láti Sjúkrahús Suöurlands njóta þess.
Margrát Eyjólfsdóttir,
börn, fósturbörn tengdabörn og barnabörn.
t
Þökkum innilega öllum þeim er sýndu okkur samúö og hlýhug viö
andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu,
ÓLAFAR HALLDÓRSDÓTTUR
frá Miðvik,
Steinageröi 14, Reykjavfk.
Halldóra Sigurðardóttir, Baldur Sigurjónsson,
Júliana Siguröardóttir,
Þorsteina Guðrún Siguröardóttir,
Ingunn Sigurðardóttir, Tryggvi Sveinbjörnsson,
Þorsteínn Sigurðsson, Sigriður Margeirsdóttir,
Finnur Kári Sígurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Hjartans þakkir til allra þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur hlýhug
og samúö i veikindum og viö fráfall eiginmanns mins. fööur okkar,
tengdafööur og afa,
JÓNS GUÐLEIFS ÓLAFSSONAR,
lllugagötu 15B,
Vestmannaeyjum.
Guösblessun fylgi ykkur öllum.
Elfnborg Jónsdóttir,
Ólafur Jónsson,
Þorsteinn Jónsson,
Jóhann Jónsson,
Anna Þorsteinsdóttir,
Guöjón Pálsson,
Guöfinna Guölaugsdóttir,
Aöalheióur Sæmundsdóttir,
Bergljót B. Blöndal
og barnabörn.
Lárus Fjeldsted
forstjóri -Minning
Það var farið að skyggja laug-
ardaginn 9. þ.m., er vinur minn
Lárus Fjeldsted kvaddi þennan
heim. Þessi umskipti komu ástvin-
um hans og vinum ekki á óvart.
í langan tfma hafði hann barizt
eins og hetja við mannskæðan
sjúkdóm, sem engum hlífir. Þeir,
sem fylgdust með þeim kapitula í
lífi hans, undruðust hvílíkt karl-
menni hann var, því enginn vissi
betur hvert stefndi en einmitt
hann. Æðruleysið — rósemi hug-
ans — var svo einstakt, að af því
geislar og lýsir nú upp húmið
svarta hjá öllum þeim, sem þekktu
hann og mátu mannkosti hans.
Lárus Fjeldsted fæddist í
Reykjavík 30. ágúst 1918. Foreldr-
ar hans voru hjónin Lárus
Fjeldsted hæstaréttarlögmaður og
frú Lovísa Ágústsdóttir Fjeldsted.
Lárus eldri var fæddur á höfuð-
bólinu Hvítárvöllum 7. september
1879, sonur Andrésar óðalsbónda
Fjeldsted og konu hans, Sesselju
Kristjánsdóttur. Frú Lovísa fædd-
ist 8. júní 1885 á Raufarhöfn, dótt-
ir Ágústar kaupmanns Þorsteins-
sonar og konu hans, Katrínar
Þorsteinsdóttur. Ágúst dvaldi
lengst af á Raufarhöfn sem verzl-
unarstjóri og eftir það nokkur ár í
Siglufirði við sömu störf.
Lovísa og Lárus gengu í hjóna-
band 20. september 1912, hafði
hann þá lokið laganámi fyrir fjór-
um árum og var orðinn yfirrétt-
armálaflutningsmaður. Hann rak
málflutningsstofu sína hér í borg í
55 ár. Frú Lovísa hafði, er hún
gifti sig, lokið prófi frá Kvenna-
skólanum á Akureyri og Verzlun-
arskóla íslands og frá 1907—1912
starfaði hún á skrifstofu Heild-
verzlunar Garðars Gíslasonar
m.a. i Skotlandi um 2ja ára skeið.
Fjeldstedhjónin eignuðust fjög-
ur bðrn. Elztur var Andrés, hann
misstu þau 14 ára gamlan árið
1927; Ágúst, hæstaréttarlögmaður
hér í borg; Katrín, nú búsett í Am-
eríku, og Lárus, sem hér er
minnst.
Ég kynntist Fjeldstedheimilinu
fyrir rúmum fimmtíu árum. Ég
dvaldi þar meira og minna vetur-
inn 1934/35 og oft síðar.
Heimilisbragurinn var eftir-
minnilegur og lærdómsríkur. Hús-
bóndinn glæsimenni, ekki einvörð-
ungu að vallarsýn, heldur og í allri
framkomu. Hann var hógvær og
af hjarta lítillátur. Það var góður
og gagnlegur skóli sautján ára
pilti, að umgangast Lárus
Fjeldsted og fjölskyldu hans.
Framkoma hans öll og viðbrögð
voru vissulega til eftirbreytni. Frú
Lovísa var vel menntuð gáfukona
og með mikilli sæmd stjórnaði
hún heimili þeirra hjóna í 52 ár.
Þessi sæmdarhjón létust bæði
þann 7. nóvember 1964. Hún árla
dags á Landspítalanum og bóndi
hennar tólf stundum síðar á heim-
ili eldri sonar síns. Sjöundi nóv-
ember varð honum, hálfníræðum,
ofraun. Ég hefi lýst hér að framan
með nokkrum orðum æskuheimili
Lárusar yngra og þeirra systkina.
Það var upp úr þessum jarðvegi,
sem Lárus óx. Hann átti til góðra
að telja, góð menntun og fágað
uppeldi setti svip á allt hans líf.
Við Lárus yngri vorum á líkum
aldri og tókst þegar með okkur góð
vinátta nefndan vetur og hún hef-
ur haldizt alla tíð síðan, en góð
vinátta er gulli betri.
Lárus stundaði menntaskólann
þennan vetur og lauk stúdents-
prófi 1937. Meðal glæsilegra
kvenna sem luku stúdentsprófi
þetta vor frá MR var ung heima-
sæta á Laufásvegi 35, Jórunn Við-
ar. Var dóttir Einars bankaritara
í Reykjavík Indriðasonar Viðar og
konu hans, frú Katrínu Jónsdóttur
Norðman píanókennara. Einar
Viðar lést á besta aldri en frú
Katrín býr enn á Laufásvegi 35,
vel ern og elskuleg sem fyrr.
Samstúdentarnir Jórunn og
Lárus gengu í hjónaband 7. júlí
1940, var það mikill hamingjudag-
ur beggja.
Nokkru eftir stúdentspróf hóf
Lárus nám í lögfræði við Háskóla
íslands og lauk þar fyrrihluta-
prófi. Eftir það varð hann að
hætta námi vegna alvarlegra veik-
inda. Árið 1943 var hann í skyndi
fluttur með herflugvél til Banda-
ríkjanna.
Síðar fór eiginkona hans, var
hún þar hans styrka stoð.
í Bandaríkjunum bjuggu þau í
tæp þrjú ár. Lárus fékk heilsuna á
ný þar vestra og þótti það nánast
yfirnáttúrulegt. Frá Bandaríkjun-
um komu þau hjón síðla árs 1945.
Lárus hóf þá afskipti af verzlun og
viðskiptum, stofnaði m.a. heild-
verzlunina Optima hf. og Kosan-
gassöluna, svo eitthvað sé nefnt.
Hann var kunnur og velmetinn
kaupsýslumaður hér í borg.
Eftir heimkomuna frá Banda-
ríkjunum settust þau hjón að á
Laufásvegi 35 og áttu þar sitt
heimili í fjóra áratugi og undu þar
vel sínum hag.
Jórunn helgaði sig heimilinu og
hljómlistinni. Varð hún fljótt
landskunnur píanóleikari, kennari
og tónskáld, en umfram allt var
hún góð eiginkona og móðir.
Börn Jórunnar og Lárusar eru
þrjú: Katrín, læknir og borgar-
fulltrúi, gift dr. Valgarði Egilssyni
lækni; Lárus, framkvæmdastjóri
Optima hf., maki Bára Halldórs-
dóttir og Lovísa, sellóleikari, bú-
sett í Bandaríkjunum, gift Magn-
úsi Böðvarssyni lækni. Barna-
börnin eru níu. Einn dóttursonur,
Einar Vésteinn Valgarðsson, lést í
London á unga aldri, var hann öll-
um harmdauði er til hans þekktu.
Lárus naut vel barna sinna og
var elskaður af þeim og virtur og
það jók á gleði hans þegar þau,
tengdabörnin og afabörnin komu í
heimsókn.
Á heimili Jórunnar og Lárusar
var jafnan gott að koma. Hlýjan
og gestrisnin voru þar í öndvegi,
gamansemi húsbóndans, frásagn-
argleði þeirra beggja og vlðtæk
þekking þeirra á mönnum og mál-
efnum urðu þess valdandi, að
manni leið svo einstaklega vel í
návist þeirra. Þau höfðu sérstakt
lag á að láta mann finna það, að
gott væri að hittast á ný. Ékki
vorum við alltaf sammála vinirnir
þegar við ræddum um landsmál og
verzlun. Útspilin í þeim umræðum
voru oft hressileg, fjörleg og
ógleymanleg. Þar var ekki töluð
nein tæpitunga, oft var rabbað
fram eftir nóttu og ætíð urðum við
sammála um að hittast sem fyrst
á ný.
Lárus var sérlega orðheppinn.
Minnist ég nú smáatviks því til
sönnunar. Meðan ég bjó fyrir
norðan þurfti ég oft að fara til
Reykjavíkur ýmissa erindi fyrir
Siglufjarðarkaupstað. Kom ég þá
oft á Laufásveg 35. Eftir stutta
viðdvöl þar eitt vetrarkvöld,
spurði ég hvort ég mætti nota sím-
ann, dagurinn hafði ekki enzt mér
til útréttinga. — Það var sjálfsagt.
— Samtölin urðu bæði mörg og
löng og ég bað afsökunar þegar
þessum ósköpum létti. „Þetta er
allt í lagi,“ sagði Lárus af sinni
alkunnu hógværð, en bætti svo við
„ef þú hefur í huga, Jón minn, að
taka þér ættarnafn finnst mér að
Símsen gæti komið til greina“ —
úr þessu varð mikill hlátur.
Lárus Fjeldsted var vinmargur.
Meðal þeirra voru nokkrir af beztu
bridgespilurum Reykjavíkur, en
hann var sjálfur í þeirra hópi.
Spilaborðið var nefndum spilafé-
Iögum sterkt aðdráttarafl. Mér
hefur verið sagt, að það hafi verið
yndi að horfa á Lárus við spila-
borðið, það hafi geislað af honum
sindrandi gléðin og vel mátti
greina kappið þegar hann var að
leggja niður fyrir sér úrvinnsluna,
hvort heldur var í sókn eða vörn.
Lárus Fjeldsted var traustur vin-
ur. Leið manni ævinlega vel þegar
leiðir lágu saman. Hlýleiki hans
vermdi og hýrt geð hans laðaði að.
Framgreindar hugsanir hafa
leitað á hug minn síðustu daga og
þær eru hér festar á blað sem
þakklætisvottur fyrir góð og göm-
ul kynni.
Við Þórný og börn okkar mun-
um lengi minnast Lárusar —
þessa bjartsýna, skemmtilega og
glaðværa manns, sem bjó yfir ein-
stöku jafnaðargeði. Þegar ég nú á
kveðjustund lít til baka og hugsa
um líf og starf Lárusar Fjeldsted
og dreg af því ályktanir eftir
fimmtíu ára kynni, tel ég hann
með beztu mönnum, sem ég hef
kynnzt. Hann var jafnan sjálfum
sér samkvæmur og hafði fastmót-
aðar skoðanir.
Með þessum línum kveðjum við
hjónin og fjölskylda okkar góðan
dreng — sannkallaðan heimilisvin
og þökkum honum samfylgdina.
Við vottum frú Jórunni og fjöl-
skyldu hennar innilega samúð.
Þeir einir missa mikið, sem mikið
hafa átt.
Jón Kjartansson
Kveðja frá bekkjar-
systkinum
Þegar bekkjarbróðir fellur frá
leita margar endurminningar á
hugann. í dag fylgjum við Lárusi
Fjeldsted síðasta spölinn, hinum
fjórtánda í röðinni af stúdenta-
hópnum frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1937.
Við munum ætfð minnast Lár-
usar sem ungs manns, geislandi af
lífsgleði, er smitaði alla, sem hann
umgekkst. Glaðværð og kátína
fylgdu honum ávallt, enda var
hann orðheppinn og hafði jafnan
spaugsyrði á hraðbergi. Reyndar
minnumst við hans einnig sem
fullorðins manns, og enn sat lffs-
gleðin í fyrirrúmi.
Okkur varð strax ljóst að í Lár-
usi áttum við góðan og tryggan
vin. Þótt stundum liði alllangt
milli samfundanna, fannst okkur
ávallt eins og við hefðum hist dag-
inn áður og gátum strax tekið upp
þráðinn þar sem frá var horfið.
Lárus sagði hiklaust það sem hon-
um bjó í brjósti, hver sem í hlut
átti, en á sinn ljúfa og skemmti-
lega hátt, svo að engan særði.
Jafnvel eftir að sjúkdómar leit-
uðu á lét Lárus engan bilbug á sér
finna. Á veikindi mátti ekki minn-
ast og lundin virtist enn létt. Þó
vissum við að alvaran var undir
niðri og að á bak við spaugsyrðin
kynni að leynast kvíði, sem hann
vildi ekki að aðrir yrðu varir við.
Lárus Fjeldsted háði sína löngu
baráttu með reisn.
Það, sem ef til vill hefur gert
honum þetta kleift, var að hann
átti sér traustan og góðan vin þar
sem var bekkjarsystir hans og
lífsförunautur, Jórunn Viðar. Eft-
ir stutt samtal við Jórunni fyrir
um það bil tveimur árum rifjuðust
upp orð, löngu lesin, sem vakið
höfðu til umhugsunar og hljóðuðu
eitthvað á þessa leið: „Enginn get-
ur komið í stað góðrar eiginkonu
eða góðs eiginmanns, því að eng-
inn annar í öllum heiminum getur
tekið jafn fullkominn þátt í kjör-
um manns, áhyggjum, gleði og
sorgum. Hennar gleði er hans
gleði og hans sorg er hennar sorg.“
Við vottum Jórunni, bekkjar-
systur okkar, innilega samúð, svo
og börnum þeirra Lárusar og öðr-
um ástvinum.
Með þökk fyrir samfylgdina.
Guðrún og Þorsteinn Arnalds