Morgunblaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 29
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1985
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1985
29
iltofgmililftfrifr
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baidvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakiö.
Kennaradeilan og
ríkis-skólakerfið
Meirihluti þeirra fram-
haldsskólakennara, sem
gengu út úr skólunum 1. mars
síðastliðinn og höfðu þar með
að engu framlengingu á upp-
sagnarfresti sínum um 3 mán-
uði, hefur ákveðið að snúa ekki
aftur til vinnu. Framhalds-
skólarnir hafa nú verið nær
óstarfhæfir í hálfan mánuð.
Ástandið verður alvarlegra
með hverjum deginum sem
líður án þess að kennsla hefj-
ist. Nemendur, sérstaklega
þeir sem eru á viðkvæmasta
stigi, hafa orðið illa fyrir
barðinu á kjaradeilum bæði í
haust og aftur núna. Er óger-
legt að segja fyrir um það, hve
miklu tjóni þessar deilur valda
hinu unga fólki.
Öll þjóðin hlýtur að harma,
að nú kemur í annað sinn á
einum vetri til svo harkalegra
kjaradeilna milli ríkisvaldsins
og starfsmanna þess að brýn
þjónusta sem skattgreiðendur
standa undir leggst niður.
Sérhverri menningar- og
menntaþjóð er mikið kapps-
mál að sjá til þess að sem best
sé að skólaæskunni búið. Hér
á landi er það að langstærst-
um hluta ríkið sjálft sem axlar
þessa ábyrgð. Á einum skóla-
vetri hefur það tvisvar sinnum
komið í ljós, að sú skipan sem
nú er á þessum málum dugar
ekki til að tryggja snurðulaust
nám í skólum, hvorki grunn-
skólum né framhaldsskólum.
Enginn vafi er á því að sætt-
ir nást að lokum 1 yfirstand-
andi kennaradeilu. Hitt er
meira vafamál að lausnin
verði með þeim hætti að hún
bægi þeim vandræðum frá
skóíunum sem af verkföllum
og uppsögnum leiða. Með lög-
um og reglum hefur löggjafinn
og framkvæmdavaldið slegið
varnagla við því að slíkt
ástand ætti að skapast sem nú
ríkir í framhaldsskólunum.
Reynslan sýnir að því miður
duga þeir varnaglar ekki leng-
ur. Á milli kennara og vinnu-
veitenda þeirra ríkir þannig
ástand, að lögmætar sam-
skiptareglur eru að engu hafð-
ar og nemendur sitja eftir með
sárt ennið.
Hvort sem mönnum líkar
betur eða verr og án þess að
með því sé sérstaklega mælt
hér á þessum stað, er ljóst, að
deilur í ríkis-skólakerfinu er
leiða til stöðvunar eins og
þeirrar sem nú hefur verið í
tvær vikur, hafa það óhjá-
kvæmilega í för með sér að
menn taka að velta fyrir sér
öðrum kostum; hvort ekki sé
unnt að veita nemendum hald-
góða menntun utan þessa
kerfis.
Talsmenn ríkisvaldsins og
kennara eru sammála um að
kjör kennara verður að bæta.
Deilan stendur um það hve
mikið af kröfum kennara er
unnt að taka til greina. Ríkis-
stjórnin telur ekki líkur á að
samkomulag takist við kenn-
ara og vísar deilunni lögum
samkvæmt til Kjaradóms.
Ríkisstjórnin telur eðlilegt að
Kjaradómur taki tillit til
þeirra auknu krafna sem gerð-
ar eru til kennarastarfsins.
Ríkisstjórnin vill reglubundið
samstarf í kjararannsóknum í
því skyni að tryggja eðlilegt
samræmi í kjörum ríkis-
starfsmanna og manna í sam-
bærilegum störfum á hinum
almenna vinnumarkaði. Þetta
sjónarmið lá fyrir þegar kenn-
arar, sem sagt hafa upp störf-
um, funduðu í fyrrakvöld og
meirihlutinn ákvað að halda
fast við uppsögnina.
í ályktun kennarafundarins
segir: „Eina lausnin sem nú
dugar í þessu máli verður að
vera til frambúðar, ella stefnir
í æ meira óefni í skólamálum
þjóðarinnar í upphafi næsta
skólaárs." Það hlýtur að vera
sameiginlegt markmið allra að
finna lausn til frambúðar. En
eins og málum er háttað nú,
lögum og reglum, hefði ekki
átt að geta komið til þess að
framhaldsskólarnir lömuðust
1. mars síðastliðinn. Orðin
„meira óefni í skólamálum
þjóðarinnar" geta þýtt það, að
skólarnir hefji alls ekki störf
næsta haust.
Með hliðsjón af þessari
ályktun kennara þarf engan
að undra, þótt því sé velt fyrir
sér, hvort svo mikill trúnað-
arbrestur sé orðinn innan
ríkis-skólakerfisins að það sé
orðið óstarfhæft eða þar ríki
svo mikið öryggisleysi fyrir
nemendur, að það bitni var-
anlega á námi þeirra.
Morgunblaðið hvetur alla þá
sem vilja viðhalda þeirri meg-
inskipan skólamála í landinu,
sem nú er við lýði, til að hugsa
sig um tvisvar, telji þeir nú-
verandi lömun framhaldsskól-
anna skoðunum sínum til
framdráttar. Þótt kennara-
deilan snúist að efni til um
launamál, hefur hún það í för
með sér, að athyglin beinist að
grundvallaratriðum eins og
þessum: Hvers virði er löggjöf
um opinbera starfsmenn, laun
þeirra og starfsskyldur, sem
ekki er í heiðri höfð? Eru ekki
aðrir betur hæfir til að halda
uppi snurðulausu skólastarfi
en ríkið?
Varnir í geimnum eru
ekki „Stjörnustríð“
- það er ekki vísindaskáldskapur að unnt sé að létta kjarnorkuógninni af mannkyninu
Max Kampelman, aðalsamningamaður Bandaríkjanna í Genf (t.h.), brosir til
sovésks starfsbróður síns, Victors Karpov, þegar þeir hittust í fyrsta sinn.
eftir Zbigniew
Brzezinski
Robert Jastrow
Max M. Kampelman
FYRRI HLUTI
Geimvarnir og hugmyndir Ron-
alds Reagan, Bandaríkjaforseta,
hafa verið mjög til umræðu und-
anfarnar vikur og mánuði. Eftir
að Sovétmenn samþykktu á síð-
asta ári að hefja að nýju viðræður
um takmörkun vígbúnaðar við
Bandaríkjamenn hafa þeir lýst
sérstakri andstöðu við varnarkerfi
í geimnum. Umræður um gildi
slíks kerfis hafa einnig verið mikl-
ar á Vesturlöndum. Bæði meðal
aðildarþjóða Atlantshafs-
bandalagsins og í Bandaríkjunum
sjálfum.
Morgunblaðið birtir hér í tveim-
ur hlutum grein sem vakti mikla
athygli í Bandaríkjunum fyrir fá-
einum vikum. í henni lýsa þrír
sérfræðingar áliti sínu á varnar-
kerfinu og skýra áhrif þess á
heimsstjórnmál og öryggismál á
kjarnorkuöld. Einn höfundanna,
Max Kampelman, er í forystu
fyrir bandarísku sendinefndinni,
sem settist til viðræðna við Sov-
étmenn í Genf á þriðjudaginn. t
viðræðunum sem eru þrískiptar er
hann með varnarkerfi í geimnum
sem sitt sérsvið.
Trúin flytur fjöll. f eilífðarmál-
um er trúin nauðsynlegur styrkur
fyrir mannlegan anda. En til
stuðnings stjórnmálastefnum er
hún oft notuð sem afsökun fyrir
rökþrot og uppgjöf.
Því miður hafa umræður í
Bandaríkjunum um tillögur Ron-
alds Reagan, forseta, að komið
verði upp vörnum í geimnum gegn
sovéskri kjarnorkuárás, snúist inn
á braut guðfræðilegra vanga-
veltna, sem eiga engan rétt á sér í
leit að raunverulegri leið út úr
vanda mannkyns. Sú hugmynd að
öryggi okkar byggist á getu til að
verjast er verð alvarlegrar íhug-
unar. Vissulega var gildi varna
gegn langdrægum kjarnorkuvopn-
um megin umræðuefnið á fundi
utanríkisráðherranna George P.
Shultz og Andrei A. Gromyko,
sem haldinn var nýlega í Genf til
undirbúnings nýjum viðræðum
um afvopnun og takmörkun víg-
búnaðar.
Árum saman hefur leit okkar að
öryggi verið takmörkuð við að
framleiða árásarvopn sem fældu
hugsanlegan árásaraðila frá
hættulegum áformum sínum af
ótta við gagnráðstafanir. Við meg-
um ekki hætta að treysta á fæl-
ingarmátt kjamorkuvopna fyrr en
við erum sannfærðir um, að önnur
og betri leið sé fyrir hendi. Við
getum ekki neitað því, að bæði í
Sovétríkjunum og Bandaríkjunum
er kostnaðurinn, öryggisleysið og
spennan við leitina að stórvirkari
og nákvæmari kjarnorkuflaugum
ástæðan fyrir óvissu sem grefur
undan stöðugleika.
Stöðugleiki á
kjarnorkuöld
Á kjarnorkuöld er það almenn
skoðun að stöðugleiki byggist á
tveimur andstæðum markmiðum:
Öflun sífellt stórvirkari kjarn-
orkuvopna og samkomulagsum-
leitunum til að draga úr fram-
leiðslu slíkra vopna. Bandaríkja-
menn stefna að þessu hvoru
tveggja af festu, en það verður sí-
fellt flóknara að ná gagnlegum
samningum um takmarkanir og
eftirlit þegar nákvæmari og
hreyfanlegri kjarnorkuvopn með
fjölodda-kjarnahleðslum koma til
sögunnar hjá báðum aðilum. Eitt
er það, sem við Bandaríkjamenn
höfum ekki, en Sovétmenn eiga og
það eru skotbyrgi fyrir kjarnorku-
eldflaugar sem nota má oftar en
einu sinni. Það er því ekki hægt að
sjá hve margar flaugar Sovét-
menn eiga með því að telja skot-
byrgin og sú staðreynd gerir eftir-
lit erfitt.
Við megum aldrei gleyma þeirri
staðreynd að mikill meirihluti
langdrægs kjarnorkuherafla Sov-
étmanna byggist á frumárásar-
vopnum. Og með tilliti- til fjölda
sovéskra land-kjarnorkuflauga af
gerðunum SS-17, -18 og -19 getur
enginn leiðtogi í Bandaríkjunum
tekið ákvarðanir um öryggisráð-
stafanir gegn kjarnorkuárás án
þess að gera sér ljóst, að Sovét-
menn gætu talið það raunhæfan
kost að vera fyrri til.
Sovétmenn gætu hitt okkur með
flaugum úr byrgjum sem þeir geta
marghlaðið og beint skeytum sín-
um að kjarnorkueldflaugum okk-
ar, stjórnstöð kjarnorku-
sprengjuvéla og bækistöðvum eld-
flauga-kafbáta. Ef þær kjarnorku-
sprengjur okkar, sem komist
hefðu undan frumárás Sovét-
manna (aðallega í kafbátum),
yrðu sendar á Sovétmenn gætu
þeir um hæl svarað með kjarn-
orkuárás á helstu borgir okkar úr
einnota-gryfjum og nokkrum
klukkustundum síðar frá kjarn-
orkuflaugabyrgjum, sem stæðust
skothríð okkar. Úr þessum byrgj-
um geta Sovétmenn skotið þremur
flaugum á móti hverri einni frá
okkur.
Okkur kunna að finnast slík
ragnarök óhugsandi. En þegar lit-
ið er á það, að endurgjaldshæfni
Bandaríkjamanna gæti orðið fyrir
tilfinnanlegu tjóni I frumárás
Sovétmanna, kynni svo að fara, að
sovéskur leiðtogi léti sér detta I
hug, að það væri þess virði að taka
áhættuna með skjótan „sigur" í
augsýn. Til viðbótar er ekki
ósennilegt, að Sovétmenn álykt-
uðu sem svo, að Bandaríkjaforseti
gerði sér ljóst, að árásir á banda-
rískar borgir hæfust strax eftir að
frumárásinni hefði verið svarað
og myndi því hika við að svara og
ganga heldur að pólitískum afar-
kostum. Enginn forseti gæti þolað,
að Bandaríkjamenn lifðu undir
slíkri ógn, svo að ekki sé minnst á
þá afarkosti að þurfa að velja á
milli gjöreyðingar og kröfu um
uppgjöf í krafti kjarnorkuvopna.
Þegar þetta er athugað er skiljan-
legt, að haldið sé áfram að fram-
leiða stórvirkari kjarnorkuvopn
til að efla fælingarmáttinn.
Varnir gegn
kjarnorkuárás
Afleiðingin er sú að æ fullkomn-
ari vopnatækni gerir kjarnorku-
tengslin milli Sovétríkjanna og
Bandaríkjanna sífellt brotgjarn-
ari. Það er af þessum ástæðum, að
við hvetjum til, að tekið verði til
alvarlegrar umhugsunar, hvort
ekki sé líklegt, að varnarfrum-
kvæði í geimnum (Strategic Def-
ence Initiative — SDI) gæti leitt
til stöðugleika, treyst fælingarm-
áttinn og jafnvel stuðlað að takm-
örkun vígbúnaðar. Með þetta fyrir
augum leggjum við til að eftirfar-
andi þrjár hugmyndir um varnir
gegn kjarnorkuárás verði teknar
til athugunar:
1. Frá tæknihlið: Eru varnir gegn
kjarnorkueldfiaugum tækni-
lega og kostnaðarlega fram-
kvæmanlegar?
2. Frá hernaðarlegu sjónarmiði:
Eru varnir gegn kjarnorku-
eldflaugum æskilegar? Myndu
þær auka eða draga úr stöðug-
leika? Myndu þær draga úr eða
auka líkur á samningum um
takmörkun vígbúnaðar og
fækkun kjarnorkuvopna?
3. Frá stjórnmálalegu sjónarmiði:
Hverjar yrðu pólitískar afleið-
ingar af vörnum gegn kjarn-
orkuárás fyrir okkar eigin þjóð
og samskipti við bandamenn
okkar? Hverjar yrðu afleið-
ingarnar gagnvart samskiptum
okkar við Sovétríkin? Hvernig
náum við samstöðu innanlands
um lífvænlega varnarstefnu?
Allmikið hefur verið ritað um
varnarkerfi fyrir eldflaugar?
Sumir sérfræðingar halda því
fram, að sú tækni, sem sóst er eft-
ir verði aldrei fyrir hendi. Aðrir
segja að tæknin verði á valdi
næstu kynslóðar. Hvað sem því
líður er vonin um varnarkerfi í
geimnum raunveruleg. Suma
tæknilega þætti höfum við þegar á
valdi okkar. Það er verkfræðilegt
úrlausnarefni að koma kerfinu í
gagnið í lok þessa áratugs. Sann-
leikurinn er sá, að það væri hægt
að setja upp varnir gegn kjarn-
orkuflaugum nú þegar, ef ekki
væru fyrir hendi ákvæði ABM-
samningsins um bann við slíkum
varnarkerfum sem Bandaríkja-
menn gerðust aðilar að 1972.
Með nokkrum endurbótum og
auknum rannsóknum gætum við
nú þegar komið upp tveggja þátta
varnarkerfi, sem gæti verið tilbúið
snemma á næsta áratug. Við telj-
um að það mundi kosta um 60
milljarði dollara. Varlega áætlað
yrði 70% af kjarnaflaugum grand-
að af öðrum þætti kerfisins og
90% af þeim báðum. Það þýðir að
minna en ein kjarnahleðsla af tíu
frá Sovétmönnum hitti í mark, en
það er meira en nóg til að bægja
þeirri hugsun frá Sovétmönnum
að það borgaði sig að hefja frum-
kjarnorkuárás i von um að hún
mundi heppnast.
Tvíþætt kerfi
Fyrri hluti kerfisins yrði virkur,
þegar fyrsta þrep sovésku frumár-
ásar-eldflauganna með fjölodda-
kjarnahleðslu kæmist út úr gufu-
hvolfinu og færi inn á kúlufar-
braut sína. Þessar varnir byggðust
á því að með gervihnöttum yrði
fylgst með ferðum eldflauganna
frá jörðu og síðan yrði ráðist á
þær með skeytum sem ekki væru
með kjarnorkuvopn. Þetta yrði
unnt að gera frá geimstöðvum sem
sveimuðu yfir sovésku landi. En
þar sem slíkar stöðvar eru þyngd-
arlausar er hægt að verja þær með
brynplötum og vopnum í geim-
stöðinni sjálfri og með því að víkja
þeim undan.
Þegar fyrsta þrepið hefur
brunnið skilja sprengjuoddarnir
sig frá og halda áfram bogflugi
sínu til marks í Bandaríkjunum.
Seinni hluti varnarkerfisins —
loka-vörnin — yrði virkur, er
sprengjurnar leita til jarðar.
Árásin á þær yrði gerð í mikilli
hæð, ofan við gufuhvolf jarðar, ef
mögulegt væri. Þessi tækni hefur
ekki verið fullkomnuð, en verið er
að vinna að verkfræðilegum
endurbótum. Helstu erfiðleikarnir
í þessum varnarþætti eru, að erf-
itt er að greina á milli hlaðinna
odda og óhlaðinna, sem sendir
yrðu sem tálbeitur. En hvað sem
því líður þá yrði unnt að eyði-
leggja sprengjurnar I gufuhvolf-
inu, þar sem mótstaðan myndi
gera kleift að greina á milli
sprengjuodda og tálbeitna, sem
eru léttari. Oddunum yrði jafnan
grandað í meira en hundrað þús-
und feta hæð, það er því engin
hætta á tjóni frá þeim á jörðu
niðri.
Mikilvægast er að geta eyðilagt
fyrsta þrep árásarflauganna
strax. Með því er komið í veg fyrir,
að Sovétmenn geti beint skeytum
sínum I hóp að þýðingarmiklum
skotmörkum eins og t.d. aðal-
stöðvum herstjórnarinnar (forset-
inn er þar efstur á blaði sem yfir-
maður heraflans og sá sem gefur
skipun um kjarnorkuárás), lang-
drægum eldflaugum eða Trident-
kafbátastöðvum. Sovétmenn gætu
ekki reiknað út hverjar af
sprengjum þeirra yrðu eyðilagðar
og hverjar kæmust í gegnum
varnarkerfið.
Þetta er mikilvæg staðreynd.
Fram hafa komið hugmyndir um
að með staðbundnum vörnum við
eldflaugabyrgi okkar væri unnt að
efla fælingarmátt land-eldflauga
okkar. Þeim er nú ógnað af um
6.000 þúsund kjarnaoddum Sov-
étmanna í langdrægum land-
eldflaugum. Sérstök ástæða er til
að vernda þau 550 byrgi okkar sem
geyma langdrægar eldflaugar af
gerðinni Minuteman III en af
þeim eru 300 búnar marksæknum
kjarnaoddum af gerðinni Mark
12A. Þetta eru einu eldflaugarnar
sem Bandaríkjamenn eiga, sem
eru nógu öflugar og nákvæmar til
að eyðileggja sovéskar herstöðvar
í styrktum skýlum og um 1.500
styrkt neðanjarðarbyrgi, þar sem
forystumenn Sovétríkjanna geta
leitað skjóls. En vegna þess hve
þessar eldflaugar eru mikilvægar
fyrir Bandaríkjamenn er erfitt að
koma við staðbundnum vörnum
umhverfis þær. Sovétmenn myndu
leggja höfuðkapp á að eyðileggja
þær í frumárás. Enginn vafi er á
því, að Sovétmenn geta eyðilagt
allar varnir umhverfis þessi byrgi
vilji þeir það. En ef við grípum til
varnaraðgerða sem miða að því að
eyðileggja fyrsta þrep eldflauga
þeirra yrði Sovétmönnum gert
mjög erfitt fyrir.
Fyrsta þrepið eyðilagt
Varnarkerfi gegn fyrsta þrepi
eldflauganna hefur marga kosti.
Með því yrði snúist gegn hættunni
af risaeldflaugum Sovétmanna af
gerðinni SS-18, sem eru tvisvar
sinnum stærri en MX-eldflaug-
arnar, er vega 97,5 tonn. í hverri
SS-18 eldflaug eru 10 kjarna-
oddar, en líklega má koma þar
fyrir allt að 30 oddum. Sovétmenn
gætu þannig bætt þúsundum
kjarnaodda við vopnabirgðir sínar
með tiltölulega Iitlum tilkostnaði.
Fjárhagslega stæðu Sovétmenn
þannig betur að vígi í þessu efni.
En með því að geta eyðilagt fyrsta
þrep eldflauganna væri unnt að
granda öllum kjarnaoddunum í
einu höggi og þar með svara sókn-
armætti SS-18 flauganna með
áhrifaríkum hætti.
Til að eyðileggja upphafsþrep
eldflauganna yrði líklega beitt
þeirri tækni til að byrja með, að
notuð yrði „skynug" kjarnorku-
laus skeyti, sem leita uppi mark
sitt með ratsjá eða hitageisla og
valda eyðileggingu við snertingu.
Ekki er langt þangað til að unnt
verður að beita þessari tækni og
því er ekki nauðsynlegt að bíða
eftir áhrifameiri vopnum sem eru
lengra undan eins og leysigeislum,
róteindageislum eða rafeindabyss-
um. Flugskeytin sem notuð yrðu
til að granda fyrsta þrepi árásar-
aldflauganna má smíða með því að
þróa loftvarna-skeyti frekar og
einnig með því að beita þeirri
tækni sem notuð hefur verið við
smíði eldflauga gegn gervihnött-
um (ASAT) og skjóta má frá F-15
orrustuþotum. Þessi skeyti myndu
vega um 500 pund og þær ógeisia-
virku agnir sem þau senda frá sér
um 10 pund.
Gagnskeytunum yrði komið
fyrir í gervihnöttum og þeim yrði
skotið úr geimnum. Upplýs-
inganna, sem nauðsynlegar eru til
að miða skeytunum, yrði einnig
aflað með gervihnöttum á sveimi
yfir sovéskum eldflaugastöðvum.
Hin svokölluðu „geimvopn" í þágu
kjarnorkuvarna eru nauðsynleg til
að granda fyrsta þrepi eldflaug-
anna. Það myndi eyðileggja gagn-
semi varnarkerfisins að sleppa
þessum vopnum. Við teljum að
það myndi kosta um það bil 45
milljarði Bandaríkjadollara að
koma upp slíkum vörnum snemma
á næsta áratug. í verðinu felast
100 gervihnettir hver með 150
flugskeyti — sem nægir til þess að
svara allsherjarárás úr 1.400
skotbyrgjum Sovétmanna; kostn-
aðurinn nær einnig til fjögurra
gervihnatta sem fylgja hraða
jarðar og 10 lágfleygra gervi-
hnatta sem notaðir yrðu til eftir-
lits og miðunar, og auk þess fælist
í kostnaðinum smíði stjórnstöðva
á landi niðri og hönnun kerfa til
að beita vopnunum á hættutímum.
Varnir á
síðari stigum
Tæknin sem beitt yrði til þess
að granda eldflaugunum á síðari
stigum myndi byggjast á litlum,
ógeislavirkum gagnskeytum sem
búin yrðu hitaskynjurum. Þau
yrðu send á loft með eldflaugum,
sem væru eitt til tvö tonn að
þyngd og kostuðu nokkrar millj-
ónir dollara hver. Ráðist yrði á
árásareldflaugarnar fyrir ofan
gufuhvolf jarðar, væri þess kost-
ur. Þessi gagnskeyti gætu verið
komin til sögunnar eftir um það
bil fimm ár, ef ákvörðun yrði tekin
um að smíða þau. Varnarmála-
ráðuneytið gerði vel heppnaða til-
raun með einn þátt þessa kerfis I
júní 1984, þegar gagnskeyti var
miðað á árásareldflaug í um 100
mílna hæð og hún eyðilögð.
Eldflaugavarnir í gufuhvolfinu
myndu byggjast á annarri tækni
en flugskeyti búin hitaskynjurum
yrðu líklega einnig notuð þar.
Kostnaðurinn við þennan þátt
eldflaugavarnanna yrði um það bil
15 milljarðar dollara, þar af 10
milljarðar vegna smiði 5.000 gagn-
skeyta auk fimm milljarða vegna
10 flugvéla, sem notaðar yrðu til
þess að leita að sovéskum kjarna-
oddum.
Eins og málum er háttað er
þessi spá okkar um 60 milljarða
dollara kostnað við tvöfalt varn-
arkerfi byggð á getgátum. En
hvað sem því líður hljóta menn að
vera fúsir til að leggja þetta fé af
mörkum til að vernda land okkar
og þjóð gegn frumárás með kjarn-
orkuvopnum.
Varnir og
samningar
Við gerum okkur grein fyrir því,
að það sem hér hefur verið sagt er
ekki viðunandi kostur fyrir þá sem
vilja leggja allt sitt traust á samn-
inga um takmörkun vígbúnaðar og
gera lítið úr þeim gífurlegu erfið-
leikum sem því eru samfara að ná
samkomulagi, sem halda má uppi
með viðunandi eftirliti. Þessar
hugmyndir höfða ekki heldur til
þeirra sem vilja leggja allt sitt
traust á viðhald ógnarjafnvægis-
ins milli Bandaríkjanna og Sov-
étríkjanna. Við erum því hlynntir,
að gerðir verði samningar um
takmörkun vígbúnaðar og fæl-
ingarmátturinn sé trúverðugur.
En því miður eru þessir kostir
ekki eins vel til þess fallnir að
veita okkur meira öryggi í fram-
tíðinni og sú stefna sem miðar að
því að tryggja gagnkvæmt öryggi
með því að samhæfa varnir gegn
eldflaugum og endurgjaldsgetu.
Að sjálfsögðu vilja flestir, að
unnt sé að ná samkomulagi um
takmörkun vígbúnaðar og afvopn-
un. Mikill niðurskurður bæði á
tækjum til að flytja kjarnorku-
vopn og á kjarnaoddum samhliða
banni við endurbótum á kjarn-
orkuvopnum myndu treysta
kjarnorkustöðugleikann og efla
gagnkvæmt traust. Með þessu og
viðunandi samkomulagi sem
framkvæmt yrði með árangurs-
ríkum hætti yrði unnt að treysta
gagnkvæmt öryggi.
En hverjar eru líkurnar á að
þetta markmið náist? Líklegt er,
að unnt sé að ná einhverjum
árangri með afvopnunarviðræð-
um, en til þess að það gerist þarf
að fullnægja nokkrum skilyrðum:
1. Settar verði hömlur við því að
vopn verði endurbætt; 2. komið
verði á beinu eftirliti með hreyf-
anlegum vopnakerfum sem tiltölu-
lega auðvelt er að beita með leynd;
3. fundin verði aðferð til að greina
á milli stýriflauga sem hlaðnar
eru kjarnaoddum og venjulegu
sprengjuefni; 4. samið verði um
aðferðir til þess að koma í veg
fyrir að ný kerfi verði þróuð og
reynd eða tekin í notkun. Reynsl-
an af því hvernig Sovétmenn hafa
staðið að framkvæmd Salt I og
Salt II samninganna vekur hjá
mönnum ugg um að þeir muni
ekki leggja sig mjög fram um að
standa við flókna og viðtæka
samninga af þessu tagi.
Þá ber að hafa í huga, að ekki er
unnt að gera afvopnunarsamninga
um takmörkun geimvopna án þess
að setja samtímis takmörk við því,
hvaða vopnakerfum er komið fyrir
á jörðu niðri, en þau yrðu mun
hættulegri lífi manna en geimv-
opnin. Menn mega ekki gleyma
því, að geimvarnarkerfin byggjast
hvorki á gjöreyðingar- né kjarnor-
kuvopnum. Og það eykur ekki á
bjartsýnina, að Sovétmenn leggja
höfuðkapp á að banna varnarkerfi í
geimnum, en aðeins með slíkum
kerfum er unnt að hindra að lang-
dræg sóknarvopn Sovétmanna
verði beitt í frumárás.
Loks er það ljóst að víðtækt
samkomulag byggt á eftirliti sem
takmarkar bæði magn og gæði í
langdrægum kjarnorkuherafla á
jörðu og í geimnum krefst mun
betra andrúmslofts I alþjóða-
stjórnmálum en nú ríkir. Samn-
ingaviðræður kunna að breyta
þessu andrúmslofti til batnaðar.
En á meðan háð er samkeppni um
áhrif og völd um heim allan, hve
raunhæft er þá að vænta þess, að
á næstunni verði sú breyting á
pólitískri afstöðu, sem er forsenda
fyrir árangri í afvopnunarviðræð-
um? Það nægir að nefna Afganist-
an, Nicaragua, Sakharov og brot
Sovétmanna á mannréttinda-
ákvæðum lokasamþykktarinnar í
Helsinki til að skýra hvað hér er í
húfi. Kannski eru engin bein
tengsl á milli samninga um af-
vopnun og þessa framferðis Sovét-
manna, en pólitísku áhrifin eru
augljós.
Gagnkvæm gereyðing
Einmitt af þessum sökum er
lögð svo mikil áhersla sem raun
ber vitni á að viðhalda friðnum
með vísan til kenningarinnar um
fælingarmátt sem byggist á gagn-
kvæmri gereyðingu, MAD (Mutual
Assured Destruction). En hvað
felst í þessu á tímum þegar vopn
eru orðin ótrúlega marksækin,
hreyfanleg og erfitt að telja þau?
Verði ekki þáttaskil í afvopnun-
armálum sem líkjast kraftaverki
er einungis unnt að verjast innan
þessa fælingarkerfis með því að
framleiða æ fleiri árásarvopn. Það
er einnig þetta sem við gerum, að
nokkru leyti.
Hve mikið af slíkum vopnakerf-
um þarf að framleiða með hliðsjón
af því sem gerist á næsta áratug?
Haldi langdrægur kjarnorkuher-
afli Sovétmanna áfram að vaxa
bæði að gæðum og magni þurfa
Bandaríkjamenn að eignast fyrir
offjár ekki færri en 1.500 til 2.000
hreyfanlegar eldflaugar af Mitget-
man-gerð til að viðhalda fæl-
ingarkerfinu. Hvernig verður
þeim beitt? Hvar? Og hve mikið
kostar það? Og eykst öryggi Sov-
étmanna og Bandaríkjamanna eða
minnkar eftir því sem þeir eignast
meira af slíkum nákvæmum vopn-
um sem nota má til skyndiárása?
Svar Sovétmanna er skýrt: Þeir
eru önnum kafnir við að tryggja
öryggi forystumanna sinna og
helstu herstjórnarstöðva með því
að byggja styrkt skýli, dreifa þeim
og fela.
Ekki er unnt að líta á þennan
kost, gagnkvæma gereyðingu, sem
viðunandi til langframa enda þótt
á hana verði að treysta á meðan
önnur stefna nýtur ekki viður-
kenningar og með hliðsjón af
þróun í vopnatækni. Af þessum
sökum er nauðsynlegt að íhuga
þriðju leiðina, stefnu gagnkvæms
öryggis Með því að sameina varn-
ir gegn eldflaugum í geimnum og
tryggja endurgjaldsgetu er unnt
að treysta fælingarmáttinn.
Stöðugleiki aukinn
Með slíkum aðgerðum yrði ekki
dregið úr stöðugleika jafnvel þótt
Bandaríkjamenn einir réðu í upp-
hafi yfir slíkum varnarkerfum.
Með þvi að beita þeim kerfum,
sem lýst hefur verið hér að fram-
an, hlytu Bandaríkjamenn ekki
öruggi vörn gegn endurgjaldsárás
Sovétmanna eftir hugsanlega
frumárás Bandaríkjamanna. En
ekki er óeðlilegt að Sovétmenn
hafi áhyggjur af að slíkt geti gerst
þótt það sé fjarstæðukennt. Auk
þess vita Sovétmenn að við erum
ekki að koma okkur upp frum-
árásargetu sem dugar til að við
gerum slíka árás á kjarnorkuher-
afla þeirra. Og hvað sem því líður
er alveg öruggt, að Sovétmenn
stefna einnig að því að koma sér
upp vörnum gegn kjarnorkuárás,
enda þótt þeir fallist ekki á tilboð
Reagans forseta um að njóta góðs
af okkar kerfi. Raunar hafa þeir
unnið að gerð slíks kerfis um
nokkurn tíma.
Eftir því sem geimvörnum
okkar vex ásmegin ættum við að
geta dregið úr sóknarstyrk okkar.
Breyting á þennan veg, fyrst í
Bandaríkjunum og síðan í Sovét-
ríkjunum, þar sem áherslan yrði
lögð á varnir án þess að ógna hin-
um með frumárás yrði ekki aðeins
til þess að auka stöðugleikann
heldur myndi hún stuðla mjög að
því að unnt yrði að ná víðtæku
samkomulagi um takmörkun víg-
búnaðar og afvopnun. Varnir gegn
kjarnorkuárás myndu koma í stað
eftirlits, sem erfitt yrði að halda
uppi, og draga úr nauðsyn gagn-
kvæms trausts, þar sem hvor aðili
gæti leyft sér að taka nokkra
áhættu í slíkum samningum. Ein-
mitt af þessari ástæðu má ekki
fórna vörnum gegn kjarnorkuárás
við samningaborðið fyrir loforð
sem auðvelt er að brjóta hvenær
sem er.
Vm höfundana: Zbigniew Brzez-
inzki er prófessor í stjórnvísindum
við ('olumbia-háskóla og ráðunaut
ur hernaðar- og alþjóðastofnunar-
innar við Georgetown-háskóla. í
forsetatíð Jimmy Carter var hann
öryggisráðgjafi forsetans. Robert
Jastrow er eðlisfræðingur og pró-
tessor í raunvísindum við Dart-
mouth-háskóla. Hann var stoín-
andi Goddart-stofnunarinnar í
geimrannsóknum. Max M. Kamp-
elman er lögfræðingur í Washing-
ton. Hann hefur verið skipaður
formaður bandarísku sendinefnd-
arinnar sem á að ræða við Sovét-
menn um takmörkun vigbúnaðar
með sérstöku tilliti til geimvopna.
Hver höfundanna ritaði sinn kafla
greinarinnar sem síðan voru
skeyttir saman afþeim sjálfum.
(Greinin birtist upphaflega í The
New York Times Magazine 27.
janúar 19S5.)