Morgunblaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1985 37 Lokið er löngu striði. Lárus Fjeldsted er allur. Hann lést laug- ardaginn 9. mars eftir langa og hetjulega baráttu — öllum, er hann þekktu, harmdauði. Varist var með öllum tiltœkum vopnum læknalistar, manndóms og sjálfs- ögunar en ofureflinu varð að lúta um síðir. Allir, er álengdar stóðu og með hinum langa hildarleik fylgdust, undruðust kjark manns- ins og dug. Hann féll með sæmd. Lárus Fjeldsted var fæddur i Reykjavik 30. ágúst 1918, sonur hjónanna Lovísu og Lárusar hæstaréttarlögmanns Fjeldsted. Stúdent varð hann frá Mennta- skólanum i Reykjavik árið 1937, hóf nám við lögfræðideild HÍ en varð frá námi að hverfa sökum veikinda. Hinn 7. október 1940 kvæntist hann skólasystur sinni og samstúdent, Jórunni pianóleik- ara og tónskáldi Viðar. Stóð heimili þeirra i Reykjavík til 1942 og þar fæddist þeim son- urinn Lárus. Árið 1942 sigldu þau vestur um haf til New York, þar sem Lárus leitaði Iækningar við sjúkdómi sínum og fékk bata. Heim sneru þau 1945 og settu upp heimili að Laufásvegi 35, sem sið- an hefur staðið. Nú bættust við tvær dætur, Katrin og siðar Lov- isa. Eftir heimkomuna hóf Lárus störf hjá Almenna byggingafélag- inu hf. og siðar hjá Friðrik Bert- elsen hf. en árið 1952 stofnaði hann einkafyrirtæki sitt, Kosan- gas-söluna sf., sem hann rak til dauðadags. Var hann brautryðj- andi i innflutningi og sölu þessa orkugjafa til húshalds og iðnaðar. Árið 1953 stofnætti hann siðan fyrirtækið Optima, sem sérhæft hefur sig i innflutningi og sölu ljósritunarbúnaðar o.fl., en seldi það í hendur sonar síns, Lárusar, fyrir u.þ.b. 3 árum. Lárus Fjeldsted var svipmikill maður til orðs og æðis, stálgreind- ur, gæddur rikri kímnigáfu — skemmtilegur maður. Hann var tæpitungulaus og hreinskilinn í tali. Hjálpsamur maður og holl- ráður og þvi gott ráða hans að leita — og þeim að hlíta. Ég og náin fjölskylda mín eigum honum skuld að gjalda og þökkum af al- hug að hafa átt hann að. Við söknum vinar í stað. Jórunni elskulegri, börnunum, tengdabörnum, barnabörnum, Katrínu, tengdamóður hans, og öðrum ættingjum, vottum við djúpa samúð. Blessuð veri minning mæts og elskulegs manns. Mir Egilsson Lárus Fjeldsted forstjóri er bor- inn til moldar i dag. Hann lést i Landspítalanum síðastliðinn laug- ardag, 9. mars, eftir stranga sjúkdómslegu. Og er skylt aö mæla eftir hann fallinn. Lárus var Reykvikingur. Hann var fæddur á Uppsölum, húsi sem stóð lengi á horni Aðalstrætis og Túngötu. Þar bjuggu þá foreldrar hans, Lovísa og Lárus Fjeldsted hæstaréttarlögmaður. Lárus eldri var sonur Andrésar Fjeldsted á Hvítárvöllum í Borgarfirði og Sesselju konu hans, eru það borg- firskar ættir, lengra aftur Svefn- eyingar og Skarðverjar. Lovísa var dóttir Ágústar kaupmanns i Reykjavík Þorsteinssonar, norð- ur-þingeyskur leggur; Katrín móð- ir Lovísu var Þorsteinsdóttir af Eskifirði og Breiðdal. Lárus Fjeldsted, sá sem hér er minnst, fæddist 1918. Bernsku- heimur hans var Reykjavik, fyrir 1930. Heimili foreldra hans var menningarheimili. Reykjavik þess tíma var önnur en sú borg sem við þekkjum nú; þéttbýli náði austur um Þingholtin og suður á Mela. Útgerð mikil frá bænum, sjó- mannastéttin fjölmenn. Það er enginn Landspítali til, Háskólinn að miklu leyti niðri i Alþingishúsi, Menntaskólinn í Reykjavfk lengst af hinn eini sinnar tegundar i landinu. Kúltúrinn i bænum frjóvgaður miklum áhrifum frá Danmörku og Þýzkalandi og i miklum tengslum við þá menning- arheima. Mannleg samskipti með ýmsum öðrum brag en siðar varð. Á sagnfræðin mikið eftir til að gera skil Reykjavík þessa tima. Lárus ólst upp í þeirri Reykja- vik sem hér var lýst og bar þess sterk merki alla tíð; og þess að alast upp á góðu heimili, með meiri kosmópólítan lífssýn en viða varð. Það varð hlutur Lárusar, og kannski ekki hans óskastarf, að reka um áratugi umfangsmikil verslunarfyrirtæki hér i borg, kölluð Optima hf. og Kósangas. En hugur hans hafði hneigst til ann- arra hluta. Hann settist ungur i Menntaskólann í Reykjavík. Lauk þaðan stúdentsprófi 1937. Hann hóf nám i lögfræði. 1940 kvæntist hann skólasystur sinni, Jórunni Viðar. Lárus lauk fyrra hluta prófí. Fyrsta barn sitt eignuðust þau 1942. Skömmu siðar veiktist hann af erfiðum sjúkdómi. Var ekki hugað langt lif. 1943 er hann fluttur á spitala í Baltimore, Bandarikjunum. Þar náði hann verulegum bata, þótt óvissa hvildi áfram um ævilengd og gekk aldrei heill til skógar síðan. Hann ákveð- ur að dvelja áfram um sinn vest- anhafs, ollu þvi sumpart læknis- fræðilegar ástæður. Þau hjón bjuggu þá i New York um nokkurt skeið. Lárus hóf þar viðskipta- störf. Urðu þau síðan lifsstarf hans. Þau Lárus og Jórunn fluttu aftur til íslands 1945. Bjuggu sér fallegt heimili, sem lengst af stóð á Laufásvegi 35. Lárus hafði æði sterka karakt- er-drætti, verða þar áberandi lundin, afarlétt, hinn ágæti húm- or, sem manni dettur í hug að hafi verið arfur frá kúltúr Reykjavíkur fyrr á öldinni — við þekkjum fleiri með þessa ágætu frásagnargáfu, skyn á skop og hnyttni. Lárus var höfðingi i lund og hafði gaman af að veita vel. Lifði þó (burðarlausu iifí. Var heimakær. Vann löngum að störfum sinum heima hjá sér, eftir því sem við varð komið. Þar sinnti hann öðrum áhugamálum sinum, varð fróður um ættfræði, sögu borgfírskra og breiðfirskra byggða, en sér i lagi sögu Reykja- víkur. Þá spilaði hann bridds alla tið, í sama hópnum vikulega, i ára- tugi. Nú vantar fjórða mann. Otalinn er áhugi Lárusar á stjórnmálum, sem var mikill, einkum að þvi er vék að alþjóða- málum. Las mikið um slik efni og varð vel heima i þeim. Og var gaman að ræða við hann um slikt. Maðurinn fróður, hafði ákveðnar meiningar, hélt fast á spöðunum. Og þegar innanlandspólitik bar á góma var hann óvæginn. Hann var skarpur maður, prinsippfastur; skoðanir stóðu rótum i reynslu hans sjálfs, praksis hlutanna. Lárus og Jórunn áttu sér gott heimili á Laufásveginum. Þar ólu þau upp börn sin, það eru Lárus, sem tekið hefur við Optimafyrir- tækinu, Katrin læknir og Lovisa sellóleikari. Á sumrin undi Lárus sér best í sumarbústað þeirra í Þingvallasveit, fyrst i félagi við foreldra hans, síðar Drifu Viðar og Skúla Thoroddsen meðan þeirra naut við. Viðskiptum Lárusar tengdust löngum ferðalög, einkum til Evr- ópu. Þegar fjölskylda mín bjó i London var það jafnan tilhlökkun- arefni að fá hann í heimsókn, sér i lagi barnabörnum hans. „Ég vil bara að allir lifi alltaf," sagði litli kútur minn, þegar hon- um var sagt frá láti afa síns, er þó Jarðarfarar- skreytingar Kistuskreytingar, krans- ar, krossar. Græna höndin Gróðrarstöð við Hagkaup, siml 82895. trygging fyrir sliku torgæt; Lárus trúði sér væri ætlað skapadægur; það verður hver að fara þegar ætl- að er. En Lárus er fallinn og ég þakka fyrir kynnin af góðum manni og skemmtilegum manni. En það er varla að húmorinn i bænum megi við þessu. Valgarður Egilsson Vináttuböndin, sem tengjast i æsku, eru jafnan öðrum sterkari og varanlegri. Það er löngu stað- fest i alkunnri samstöðu, sem skapast með bekkjarsystkinum og skólafélögum. En timarnir og tim- inn, þeir eilífu blórabögglar, eru máttugir og tekst oft að koma sin- um eyðingaröflum þar að sem annars staðar. Við Lárus áttu þeir engar þær erindagerðir. Honum var gefín í svo ríkum mæli gullin gjöf vinfestu og trygglyndis að hvorki tími, fjarlægð, né erfíðleik- ar i neinni mynd fengu þar um þokað. Fögur dygð, og þvi miður ekki of algeng. Við rekjum hér ekki marga aðra góða eðliskosti hans, þótt af nógu sé að taka. Þetta sneri fyrst og fremst að okkur og verður þvi jafnan efst i minni. Á þetta vorum við líka stöðugt minnt, ekki aðeins þegar við hittumst á förnum vegi eða annars staðar eða þurftum til hans að leita, heldur einnig þegar hann dreifst i, öllum dugmeiri, að kalla okkur til fagnaðar og sam- funda á meiriháttar timamótum þess merka áfanga, stúdentsprófs- ins, sem við áttum öll sameiginl- egan. Hann skildi líka manna best gildi þess að halda við vinfengi og gömlum kynnum með endurnýjuð- um samfundum. Margs er að minnast, sem hér verður að vera ógetið, og þessi fáu kveðjuorð verða ekki úttekt á lífi Lárusar, eðli né starfí. En aldrei reikar hugurinn svo til hans að ekki verði minnst hetjunnar. Ung- ur, i broddi lifsins, með stór og bjartsýn áform, sem biðu átaka og úrlausnar, stóð hann skyndilega frammi fyrir manninum með ljá- inn, og hann vissi síðan að sú mynd grúfði yfir sér öðrum jafn- öldrum fremur upp frá þvi. Flesta hefði þetta beygt tii uppgjafar, en það var ekki til i hans orðabók. Glaðari, reifari, bjartsýnni og starfsamari en nokkru sinni fyrr hittum við hann þegar hann kom heim að nýju eftir langa fjarveru með bata, góðan en óvissan, sem þó, sem betur fer, entist honum lengur en við mátti búast. Þeim móði hélt hann til hinstu stundar gegnum allar þrautir og stríð. Okkur er sorg i huga, söknuður og eftirsjá að hafa oft illa goldið það sem hann rikulega gaf í við- móti og góðu fordæmi. En huggun er það, ef ekki afsökun, að vita að úr okkar hópi var förunauturinn, sem aldrei brást i blíðu né stríðu og studdi Lárus til hinstu stundar. Badda, á þessari kveðjustund dvelur hugurinn einnig hjá þér, jafnt sem honum, sem horfinn er. Tak þú og börn ykkar, með þessum fátæklegu orðum, við samúðar- kveðjum okkar allra. Kveðja frá stúdentum MR 1937 Blómastofa Friöfinm Suðurtandsbraut 10 108 Reytqavfk. Sími 31099 Opið öl! kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við ðll tilefni. Gjafavörur. + ÞöKkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, GRÓU DAGMAR GUNNARSDÓTTUR, Álfheimum 72. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á B-deild, 1. hæö, Landakotsspitala fyrir einstaka hjúkrun og umhyggju. Hannes Agnarsson, Gunnar Hannesson, Sigurjóna Sfmonardóttir, Edda Hannasdóttir, Garöar Söfvason, Guörún Hannesdóttir, Hrafn Sigurösson, Agnar Hannesson, Anna Helgadóttír, barnaböm og bamabamabörn. t Þökkum innilega samúö og vináttu viö andlát og útför SVEINS JÓNSSONAR, leigubflstjóra, Ártúni 10, Selfossi. Sérstakar þakkir skulu færöar læknum og ööru starfsfólkl á deild A-4 Borgarspitalanum. Gestur Jónsson, Steinunn Ástgeirsdóttir, Sigurjón Jónsson. Geróur Guöjónsdóttir, Bjarnheióur Ástgeírsdóttir, Guöfinna Jónsdóttir. + Þökkum innilega auösýn Ja samúö og hlýhug viö andlát og útför MARGEIRS GUOMUNDSSONAR, HIN, Tortnesi, fsaflröi. Rannveig Halldórsdóttir, Rannveig Þ. Margeirsdóttir, Sæbjörn Guóflnnsson, Hslldór Margeírsson, Oddný Njálsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför móöur okkar, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR H. SÆMUNDSDÓTTUR. Sérstakar þakkir eru færöar starfsliöl Hafnarbúöa fyrir einstæöa hjúkrun, alúð og hlýhug. Fyrlr hönd ættingja, Högni Jónsson. Lokað Skrifstofa okkar veröur lokuö eftir hádegi i dag, föstudag, vegna jaröarfarar LÁRUSAR FJELDSTED. Ágúst Fjeldsted, Benedikt Blöndal, Hákon Árnason, hæstarittarlögmenn, Ingólfsstrætl 5. Lokaö Vegna útfarar LÁRUSAR FJELDSTED veröur lokaö frá kl. 14.00 föstudaginn 15. mars. Optima. Suöurlandsbraut 10. Lokaö i dag, föstudaginn 15. mars frá kl. 14.30 — 17.00, vegna útfarar LÁRUSAR FJELDSTED. Egill Árnason h/f, Skeifunni 3. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á 1 mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. t 1 í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.