Morgunblaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 56
FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Madur smiðju myrtur í tré- í Kópavogi Jósef heitinn fannst látinn á trésmíðaverkstæði sem hann rak við Smiðjuveg. Hann fór þangað ásamt hinum grun- aða eftir að þeir höfðu kynnst á veitingahúsinu Ypsilon, sem er hinum megin við götuna. Morgunblaðið/Júlíus. Manninum veittur áverki með skrúf- járni og eldur borinn að honum - 19 ára piltur grunaður og játar átök 29 ÁRA gamall maður, Jósef Liljendal Sigurðsson, fannst myrtur á trésmíðaverkstæði við Smiðjuveg í Kópavogi laust fyrir klukkan þrjú í fyrrinótt. Honum höfðu verið veittir áverkar með skrúfjárni og eldur borinn að honum. Jósef heitinn fæddist 14. nóvember Garðabæ. Hann lætur eftir sig Nítján ára gamall piltur til- kynnti starfsmönnum Smiðjukaff- is laust fyrir klukkan þrjú í fyrri- nótt, að eldur væri laus í tré- smíðaverkstæði skammt frá. Slökkviliðinu i Reykjavík var gert viðvart og fannst hinn látni á gólfi » í kaffistofu verkstæðisins. Grunsemdir vöknuðu við skýrslutöku 1955, til heimilis í Ásbúð 10 í þrjú börn. hinn látni hafi farið á verkstæðið til þess að hringja. Þar hafi komið til átaka, en pilturinn ber við minnisleysi vegna ölvunar og kveðst ekki muna hvernig þau enduðu. Þegar blaðið fór í prentun í nótt hafði Rannsóknarlögregla ríkisins ekki sett fram kröfu um gæslu- varðhald yfir hinum grunaða. Rannsóknarlögregla ríkisins hóf rannsókn málsins. Meðai þeirra sem voru kallaðir fyrir til að gefa skýrslu í gærmorgun var piltur- inn, sem tilkynnti starfsmönnum Smiðjukaffis um eldinn. Við skýrslutöku vöknuðu grunsemdir um, að hann væri viðriðinn dauða mannsins og var réttarstöðu hans breytt, þannig að hann hefur verið yfirheyrður sem grunaður í n.ál- Viðurkennir að til átaka hafí komið Pilturinn neitaði í fyrstu að þekkja nokkuð til hins látna. Við yfirheyrslur í gærkvöldi breytti hann framburði sínum og viður- kenndi að hafa kynnst hinum látna á veitingahúsinu Ypsilon við Smiðjuveg laust fyrir klukkan eitt í fyrrinótt og farið með honum yf- ir á trésmíðaverkstæðið. Þeir hafi ætlað til veislu í heimahúsi, en Flugmenn Flugleiða fá 37 % launahækkun 16%hækkun frá 1. nóvember — Flugleiðir greiða skatta af dagpeningum flugmanna FLUGLEIÐIR hafa gert kjara- samning við flugmenn félagsins. Felur hann í sér liðlega 37 % launa- Helgi Ólafsson stórmeistari „ÞUNGU fargi er af mér létt nú þegar stórmeistaratitillinn er í höfn. Því er ekki að neita að efasemdir grófu um sig með mér að ég gæti bætt þriðja og síðasta áfanganum viö. Eg held að þetta hafi komiö niður á tafl- mennsku minni að undanfórnu, en ég er ákaflega ánægður að titillinn er í höfn,“ sagði Helgi Ólafsson, sem í gærkvöldi náði þriðja og síðasta áfanga að stórmeistaratitli, þegar hann sigraði enska skákmeistarann Plaskett á alþjóðlegu skákmóti í Danmörku. Helgi er þriðji stórmeistari ís- lendinga, fetar í fótspor þeirra Friðriks Ólafssonar og Guðmund- ar Sigurjónssonar. „Ég tefldi stíft til sigurs gegn Plaskett og valdi frumlega byrjun og náði góðri stöðu, en Plaskett varðist vel. Hann bauð mér jafntefli eftir 26 leiki. Þá hafði ég um tvær leiðir að velja — aðra sem virtist leiða til jafnteflis, að því er virtist, en hina að tefla í tvísýnu og taka á mig erfiða stöðu. Eg tók áhætt- una, sérstaklega þar sem Plaskett var í tíroahraki. En frumkvæði Plasketts varð ógnvekjandi og ég ákvað að bjóða jafntefli. Það get- ur verið góð sálfræði. Hann hafn- aði boði mínu en lék skömmu síð- ar illa af sér, heilum hrók. Þar með var stórmeistaratitillinn í höfn,“ sagði Helgi Ólafsson. Ungverjinn Josef Pinter sigraði á mótinu, hlaut 8% vinning. Helgi, Bent Larsen og Curt Han- sen urðu í 2.-4. sæti með 7 vinn- inga, Vassily Smyslov í 5. sæti með 6 vinninga og Jóhann Hjart- arson í 6.-7. sæti ásamt De- Firmian með 5 vinninga. Jóhann gerði í gærkvöldi jafntefli. við Larsen. hækkun á samningstímabilinu, auk fríðinda eins og þeirra að Flugleiðir greiða nú afnotagjald af síma fyrir flugmenn og skatta sem lagðir eru á dagpeninga, sem flugmenn fá greidda. Þetta hefur Morgunblaðið eft- ir áreiðanlegum heimildum, en Björn Theódórsson, fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs Flugleiða, sagði í gær að samn- ingarnir væru svipaðir þeim samningum, sem gerðir hafi ver- ið við launþega að undanförnu. í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Björn orðrétt, er hann var spurður um innihald samning- anna við flugmenn: „Við gerðum bara hliðstæðan samning við þá eins og við aðra launþega." Síðasti samningur Flugleiða við flugmenn rann út 1. febrúar sl. og samningur sá, sem gerður hefur verið nú, giidir til 1. janú- ar 1986. Samningurinn felur í sér 16% kauphækkun frá 1. nóv- ember sl., 6% kauphækkun frá 1. janúar sl. sem kemur ofan á þá 3% kauphækkun, sem flugmenn- irnir fengu samkvæmt gamla samningnum, 3% launahækkun frá 1. mars sl., 3% frá 1. maí nk., 4% frá 1. september nk. og 3% frá 1. nóvember nk. Samtals er hér um liðlega 37% launa- hækkun að ræða. Annar yfir- maður Flugleiða, sem blaðamað- ur Morgunblaðsins ræddi við í gær, sagði hins vegar að samn- ingurinn við flugmenn fæli í sér tvisvar sinnum 3% launahækk- un fram til næstu áramóta. Nýtt ákvæði kemur inn í þenn- an samning, sem er það að Flug- leiðir greiða afnotagjald af síma flugmanna. Þá tókust samningar um það á milli flugmanna og Flugleiða að Flugleiðir greiði þann skatt, sem lagður er á þann hluta dagpeninga flugmanna, sem er skattlagður. Fjárhagsvandi húsbyggjenda vindur upp á sig: Æ fleiri í vanskilum við byggingarvörufyrirtækin Fjárhagsvandi húsbyggjenda bitnar nú verulega á byggingarvörufyrirtækj- um og -framleiðendum. Stöðugt al- gengara verður að viöskiptavinir þess- ara fyrirtækja geti ekki staðið í skil- um og eru dæmi um að það taki fyrir- tækin allt að helmingi lengri tíma en venjulegt er að innheimta útistand- andi skuldir. Þetta kom fram í viðtölum Mbl. við forsvarsmenn nokkurra helstu byggingarvörufyrirtækja Reykja- víkursvæðisins í gær. Þeim bar saman um, að ein helsta orsök vaxandi vanskila sé sá drátt- ur, sem orðið hefur á útborgun byggingalána ríkissjóðs. „Þar er uppspretta fjármagnsins og ef hún þornar er það fljótt að hafa áhrif út í þjóðfélagið," sagði einn. Fasteignir úti á landsbyggðinni hafa verið að lækka hægt og sígandi í verði gagnvart samsvarandi eign- um á höfuðborgarsvæðinu undan- farin ár og eru jafnvel dæmi um að verð á eignum sé aðeins 40 prósent af því sem fæst fyrir sambærilega eign í Reykjavík. Sjá nánar og fasteigna- um húsbyggingamál á bls. 4.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.