Morgunblaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1985
r--.w V
HSbI
MorgunblaJiJ/Friftþjófur
Um fjögur hundruð kalkúnum slátrað fyrir páska
Mark Birchback t.v. og Guðmundur Jónsson bústjóri á Reykjum i Mosfellssveit. Bak við þá má sjá hóp af
fjðgurra mánaða gömlum kalkúnum, sem flestir verða settir á til áframhaldandi ræktunar. Fyrirhugað
er að slátra um 400 fuglum nú fyrir páskana og má búast við að f framtíðinni verði kalkún algengur
matur á borðum íslendinga, sérstaklega um hátíðir.
Tarkovskí til
landsins í dag
ANDREI Tarkovskí, hinn landflótta
sovéski kvikmyndagerðarmaður,
kemur til landsins í dag frá Svíþjóð
af því tilefní að undanfarna viku
befur kvikmyndahátið helguð hon-
um staðið yfir í Reykjavlk að frum-
kvæði íslensku Tarkovskínefndar-
innar. Á þeirri hitíð hafa allar mynd-
ir Tarkovskís í fullri lengd verið
sýndar, en Tarkovskí mun sjálfur
verða viðstaddur sýningu nýjustu
myndar sinnar, Nostalgiu eða Heim-
þrár, í dag. Mun hann að öllum lík-
indum flytja stutt ávarp I upphafi
sýningarinnar sem hefst klukkan
níu í kvöld. Tarkovskí dvelst hér á
landi yfir helgina.
Vegna deilu sovéska sendiráðs-
ins hér á landi við tslensku aðilana
sem standa að kvikmyndahátíð-
inni, um sýningarrétt á þeim
myndum Tarkovskís sem hann
gerði í Sovétríkjunum, sagði Jón
Ottar Ragnarsson, framkvæmda-
stjóri Tarkovskínefndarinnar, að
myndirnar og sýningarréttur Há-
skólabíós hefðu verið útveguð á
fuilkomlega löglegan hátt eftir
hefðbundnum leiðum og þegar
verið greitt fyrir hann. „Sovét-
menn hafa ekki framvisað svo
miklu sem pappfrsbleðli málstað
sinum til fulitingis. Auk þess neit-
uðu þeir nefndinni um að útvega
henni réttinn í tæka tið fyrir há-
tíðina, ef svo ótrúlega hefði viljað
til að réttindi Háskólabíós yrðu
lagalega vefengd,“ sagði Jón
Óttar.
Tarkovskí mun meðan á dvöl
hans stendur hér halda fund með
blaðamönnum, á morgun, laugar-
dag, og auk þess halda erindi fyrir
leikstjóra og leikara um kvik-
mynda- og leikstjórnartækni.
Með Tarkovski til landsins kem-
ur kona hans, Larissa, og vinkona
þeirra, frú Bertoncini.
ASÍ krefst tafarlausra að-
gerða í húsnæðismálum
MIDSTJÓRN Alþýðusambands Is-
lands kaus á fundi sínum f gær sex
manna nefnd undir forustu Asmund-
ar Stefánssonar forseta ASÍ til að
ganga á fund forsætisráðherra, for-
manns Sjálfstæðisflokksins og fé-
lagsmálaráðherra. Fyrsti fundur þess-
ara aðila hefst kl. 10 árdegis og mun
miðstjórn ASf þar, samkvæmt heim-
ildum Mbl., leggja fram kröfur í hús-
næðismálum, ennfremur mun hún
krefjast svara af hálfu stjórnvalda
hvað varðar luuptryggingar launa-
fólks.
f húsnæðismálum samþykkti
miðstjórn ASf tillögur, sem að
meginefni gera ráð fyrir, að hætt
verði misgengi milli lánskjara og
launa. Þá fer hún fram á, að nú
þegar verði útvegað fjármagn til að
rétta af stöðu þeirra húsbyggjenda
Þingmenn
Kvennalista
mættu ekki í
þingveizlu
ÞINGVEIZLA, árshátíð þingmanna,
var haldin í gærkvöldi á Hótel Sögu.
Þingmenn Kvennalista mættu ekki
til veizlunnar og sagði Guðrún Agn-
arsdóttir þingmaður hans i viðtali
við Mbl. í gær, að fjarvera þeirra
værí byggð á sömu röksemd og í
fyrra, þ.e. að taka ekki þátt í að
þingmenn bjóði sjálfum sér til veizlu
á kostnað skattborgaranna.
Guðrún sagði, að Kvennalista-
þingmenn hefðu gert óformlega
tillögu fyrir þingveizluna þess efn-
is að þingmenn greiddu sjálfir
kostnað við veizluhöldin en því
hefði verið hafnað eins og í fyrra.
Hefð er fyrir því, að í þingveizl-
um fær enginn aö ávarpa sam-
komugesti undir borðhaldi öðru
vísi en í bundnu máli. Guðrún
sagði í lok viðtalsins, að þær
Kvennalistakonur ætluðu aö nota
kvöldið til að funda um þingskap-
arlög og að sú umræða yrði ekki í
bundnu máli.
sem orðið hafa fyrir fjárhagslegum
áföllum frá því að áöurnefnt mis-
gengi hófst. Tillögurnar eru út-
færðar í tiu til ellefu liðum
samkvæmt heimildum Mbl., en
árhersla er lögð á, að það fjármagn
sem varið skuli til að leiðrétta
stöðu verst settu húsbyggjendanna
verði ekki tekið af því fé, sem þegar
hefur verið veitt til húsnæðismála,
heldur komi til nýtt fjármagn.
í umræðum á miðstjórnarfundi
ASÍ í gær, sem stóð frá kl. 13.30 til
18.30, komu fram skiptar skoðanir
um hvernig standa skuli að vænt-
anlegum kjarasamningum. Ákveð-
ið var að krefja stjórnvöld svara,
áður en lengra verður haldið i um-
ræðunni, um hvernig eða hvort þau
hygðust tryggja launþegum aö
næstu kjarasamningar yröu ekki
að engu gerðir eftir undirritun með
rýrnun kaupmáttar. Töldu viðmæl-
endur Mbl. úr röðum ASÍ að kaup-
tryggingar mætti ákveða eftir
mörgum leiðum, þeir vildu þvf fá
hrein svör frá stjórnvöldum, því
annars þýddi litið að hefja þrfhliða
viðræður um kjarasamninga á ár-
inu.
í nefnd ASÍ eiga sæti, auk Ás-
mundar Stefánssonar, Björn Þór-
hallsson varaforseti ASl, Grétar
Þorsteinsson formaður Trésmiða-
félags Reykjavíkur, Guðmundur Þ.
Jónsson formaður Landssambands
iðnverkafólks, Magnús Geirsson
formaður Rafiðnaðarsambands Is-
lands og Ragna Bergmann formað-
ur Verkakvennafélagsins Fram-
sóknar í Reykjavík.
Formaður launamálaráös BHM:
Vaka
vinnur á
SKIPTING fulltrúa I Stúdentaráð
og Háskólaráð er óbreytt eftir
kosningar I Háskólanum í gær.
Vaka, félag lýðræóissinnaðra stúd-
enta hlaut fimm menn kjörna I
Stúdentaráð, Félag vinstri manna
fimm og Félag umbótasinnaðra
stúdenta þrjá. Félag manngiidis-
sinnaðra stúdenta hiaut engan
mann kjörinn. Háskólaráð er
óbreytt, Vaka hlaut einn mann og
Félag vinstri manna einn.
Vaka hlaut 36,64% atkvæða í
Stúdentaráð, Félag umbótasinn-
aðra stúdenta 21,3%, Félag
vinstri manna 31,4% og Félag
manngildissinnaðra stúdenta
2,5%. Samtals kusu 1.793 en á
kjörskrá voru 4.369. Auðir seðl-
ar voru 138. Kjörsókn var
41,06% á móti 49,5 i fyrra.
Vaka bætir við sig um 1% frá
í fyrra, Félag vinstri manna
tapar rúmlega 7% og Félag um-
bótasinnaðra stúdenta tapar
tæplega 1,5%.
„Vænlegast að Kjaradóm-
ur reyni sáttaleiðinaa
ALLAR horfur eru nú á að deilur 25
félaga ríkisstarfsmanna innan BHM
fari fyrir Kjaradóm, enda hafa engir
samningar tekist.
Ríkisstjórnin lýsti því yfir fyrr í
vikunni, að hún teldi eðlilegt að
deila Hins íslenska kennarafélags
og ríkisins færi fyrir Kjaradóm og
óskaði eftir að kennarar sneru til
starfa á ný. Þeirri ósk hafnaði meiri-
hluti kennara á félagsfundi sínum í
fyrrakvöld.
Kjaradómur er skipaður fimm
mönnum. Þrír eru skipaðir af
Hæstarétti en deiluaðilar skipa
einn fulltrúa hvor.
Ef svo fer sem horfir mun Kjara-
dómur kalla eftir kröfugerðum og
greinargerðum allra félaganna 25 á
næstunni. Samninganefnd ríkisins
þarf síðan tíma til að svara greinar-
gerðum félaganna allra. Málflutn-
ingi ætti að vera lokið fyrir næstu
mánaðamót, en þó eru allar líkur á
„Verðum að taka tillit
til nemenda okkar“
— sagði Ólafur Oddsson menntaskóla-
kennari á fundi HÍK á miðvikudag
„Á FUNDI framhaldsskólakennara, sem sagt hafa upp störfum, sagði ég
að við kennarar yrðum að taka tillit til nemenda okkar. Standi þessi
stöðvun öllu lengur er misserið, og i hefðbundnum skólum jafnvel allt
námsárið, í hættu, jafnvel ónýtt. Að því get ég ekki, samvisku minnar
vegna, staðið,“ sagði Ólafur Oddsson menntaskólakennari í samtali við
blm. Mbl.
„Góður maður kenndi mér fyrir
mörgum árum að ég yrði að líta á
nemendur sem skjólstæðinga
mína,“ sagði Ólafur. „Það hefur
verið min stefna. Ég get ekki stað-
ið að því sem ég tel að skaða
myndi stórlega þeirra hagsmuni.
Ég lýsti því yfir á fundinum að ég
skuldbindi mig ekki til að fara að
meirihlutasamþykkt fundarins,
bryti hún i bága við samvisku
mína. Mér er kunnugt um að
margir kennarar eru annarrar
skoðunar og ég virði fyllilega
þeirra sjónarmið. En meginatriði
þessa máls er það, að þeir, sem
fjármálunum ráða hafa sýnt að
^minni hyggju ótrúlega þröngsýni í
málum kennara og mat þeirra á
skýlausri og glöggri skýrslu
endurskoðunarnefndar hins háa
menntamálaráðuneytis er að
minni hyggju móðgun við heil-
brigða skynsemi. Þar sem kennur-
um, stórskuldugum úr löngu
námi, eru greidd smánarlaun, sem
þeir lifa alls ekki á, hef ég sagt
lausu mínu embætti, er ég hef
gegnt í tæp 15 ár. Verði hér ekki
breyting á mati á þessum mjög
svo mikilvægu störfum, stend ég
við mína uppsögn og fæ lausn frá
störfum nú 1 vor“, sagði ólafur
Oddsson að lokum.
að það dragist fram í miðjan apríl-
mánuð, enda félögin mörg. Ef seint
gengi gæti farið svo, að úrskurður
Kjaradóms yrði ekki ljós fyrr en f
lok apríl, enda hefur Kjaradómur
heimild til þess í lögum að fresta
úrskurði sínum sem þvf nemur.
Stefán Ólafsson, formaður
Launamálaráðs BHM, sagði, að
Kjaradómur gæti leitað sátta með
samninganefnd rfkisins og kennur-
um til að flýta fyrir lausn þeirra
mála. „Ég tel það vænlegustu leið-
ina nú, enda tekur það Kjaradóm
minnst tvær vikur að komast að
niðurstöðu,” sagði Stefán. „Þessar
tvær vikur eru of langur tími, þvf
þá er skólaárið ónýtt, hvað þá ef
úrskurðurinn dregst enn frekar á
langinn."
Indriði H. Þorláksson, formaður
samninganefndar ríkisins, sagðist
ekki trúaður á að Kjaradómur gæti
farið sáttaleiðina. „Kröfur félag-
anna eru allt of háar og f raun þýða
þær 30—40% hækkun framyfir há-
skólamenntaða menn á almennum
vinnumarkaði, miðað við þær tölur
sem félögin benda á. Á meðan kröf-
ur þeirra eru óbreyttar, þá er ekki
viðræðugrundvöllur fyrir samn-
inganefnd ríkisins og þessi félög.
Við höfum haldið fundi með félög-
unum undanfarið, til að undirbúa
meðferð Kjaradóms og ég á von á
að Kjaradómi þyki tvær vikur held-
ur knappur tími til að vinna úr öll-
um gögnum,“ sagði Indriði H. Þor-
láksson að lokum.
Sjá urafjöllun ura kennaradeil-
una í leiðara blaðsins { dag.