Morgunblaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 13
MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1985 13 Una Steinsdóttir og Höröur Karlsson. Þóra K. Ásgeirsdóttir og Haraldur Dean Nelson. veit að svo er um alla nemendur á minni braut,“ sagði Hörður. „Mér finnst hrikalegt," hélt hann áfram, „að kennarar sem gengu út reki áróður fyrir þess- um málum eins og berlega kom í ljós á fundinum í gær.“ „Okkur nemendum ber alls ekki að hjálpa kennurum í þeirra launadeilu, því eins og sagt er: Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir.“ „En ég, hinsvegar, mun sýna samstöðu," sagði Una, „því mér finnst þessi tillaga bera vitni um góða viðleitni nemenda þó svo að hún muni litla sem enga þýðingu hafa um það hvort að samningar náist. Ég vil koma því á framfæri að ég styð kenn- ara í kjarabaráttu þeirra og geri mér fulla grein fyrir vandamál- inu. En því miður, ég tel okkar framtak engu skipta." Sýnum kennurum eindreginn stuðning! — segja Þóra K. As- geirsdóttir og Har- aldur Dean Nelson Að lokum tókum við tali fylgj- endur og helstu talsmenn þess að nemendur gangi úr skólanum, Harald Dean Nelson og Þóru K. Ásgeirsdóttur, en þau sitja bæði í framkvæmdanefndinni sem um er getið hér að framan. Við spurðum þau hvaða áhrif útgangan hefði á framgang mála. „Hér ræðum við ekki fyrst og fremst um útgöngu," sagði Þóra, „heldur einnig um áframhald- andi mótmælaaðgerðir af ein- hverju tagi.“ „Okkur ber að hjálpa lærifeðr- um okkar í kjarabaráttunni og sýna þeim eindreginn stuðning. Þessvegna verður að standa fyrir einhverjum aðgerðum til að ýta við stjórnvöldum og vekja athygli þeirra og almennings á bágum hlut okkar nemenda," bætti Haraldur við. Að lokum bættu þau því við að barátta þeirra ætti ekkert skylt við flokkapólitík og bentu á máli sínu til stuðnings að Haraldur væri hægrimaður en Þóra hins- vegar vinstrisinnuð. — GKB og EFI ísafoldarprentsmiðja kaupir fimm lita prentvél ísafoldarprentsmiðja er að taka ( notkun fimm lita prentvél sem hefur einnig snúningsmöguleika. Vélin kom í prentsmiðjuna í gær og verið er að tengja hana nú. ísafoldarprentsmiðja hefur fest kaup i nýrri litaprentvél. „Vélin getur prentað fimm liti í einu, en hefðbundnar litaprentvélar taka fjóra liti: svart, blátt, rautt og gult. Nýja ísafoldarprentvélin getur hins vegar bætt við fimmta litnum á sömu síðuna en hún getur prent- að á baksíðuna í sömu umferðinni. Vélin snýr örkum við og prentar báðum megin í sömu umferðinni. Hægt er til dæmis að prenta þrjá liti á aðra síðuna og tvo hin- um megin, eða fjóra liti öðrum megin og einn hinum megin o.s.frv.," sagði Leó Löve for- stjóri. „Fimmti liturinn getur verið hvaða litur sem er. Hann er blandaður sérstaklega og er alveg sléttur grunnflötur, en aðrir litir eru gerðir úr punkt- um. Vélin er búin svokölluðu „al- color-kerfi" sem er samsett úr orðunum „alcohol" og „color“ — eða vínanda og lit. Alkóhólið er notað til að ná fram skarpari og betri litmyndum. Ein svipuð vél er til í landinu en hún hefur ekk snúningsmöguleika á pappírnum og tel ég vél ísafoldarprent- smiðju fullkomnustu litaprent- vél hérlendis," sagði Leó. Vélin gefur möguleika á tölu- setningu og ritgötun. Litagjöf- inni er tölvustýrt sem tryggir mjig jafna prentun. Leó sagði að ísafoldarprentsmiðja hefði verið að undirbúa kaupin á þessari litaprentvél undanfarið með því að kaupa annan fullkominn tæknibúnað svo sem setningar- tölvur, myndavél, framköllunar- vél og fleiri tæki. Vélin tekur 48x65 sm pappírsstærðir og sagði Leó að öll bæklingaprent- un væri upplögð í vélina svo og önnur prentun. Bæjarstjóm Njarðvíkur: Skorar á alþingismenn að draga úr óöryggi sem ríkir hjá fískvinnslufólki Á FIJNDI bæjarstjórnar Njarðvíkur 5. marz 1985, voru eftirfarandi til- lögur samþykktar. Um landsútsvar: „Bæjarstjórn Njarðvíkur mót- mælir harðlega þeim áformun að fella niður landsútsvar af olíufé- lögunum. Bæjarstjórn telur eðlilegra að ríkisvaldið sjái af eigin tekju- stofnum til lækkunar gjalda olíu- félaganna, frekar en að ráðast á tekjustofna sveitarfélaganna sem svo mjög hafa verið rýrðir á liðn- um árum.“ Um atvinnumál: „Bæjarstjórn Njarðvíkur lýsir yfir fyllsta stuðningi sínum við þá mörgu aðila vinnumarkaðarins og aðra sem nú hafa snúið bökum saman til að standa vörð um at- vinnulíf og afkomu almennt á Suðurnesjum. Bæjarstjórn Njarðvíkur skorar á alþingismenn og aðra sem þetta varðar að gera nú þegar ráðstaf- anir til að draga úr því óöryggi sem nú ríkir hjá fiskvinnslufólki og öðrum þeim sem að sjávarút- vegi starfa. Bæjarstjórn Njarðvíkur sam- þykkir að fela bæjarráði að leita enn frekari leiða en nú er gert til styrktar og aukningar atvinnu f byggðarlaginu." (FrétUtilkjnniiig.) Kynning á kanadískum rauöum BC eplum Helgarrétturinn Buff Lindström 24: Ritz kex kr./pk. Kellog’s, korn flögur Athugiö Viö bjóöum nýtt ófrosiö og mátulega hangiö ungnautakjöt. Opiö til kl. 20.00 í kvöld og kl. 10.00—16.00 i morgun laugardag. fMfrtgntiftliiftift Metsölablad á hverjum degi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.