Morgunblaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1985
Sjónmennta-
vettvangur
Myndlíst
Bragi Ásgeirsson
Það er forvitnilegt að líta yfir
sviðið og rýna að nokkru í stöðu
íslenzkrar myndlistar og orsök
þeirrar þróunar og öfugþróunar,
er orðið hefur siðustu árin.
— Allt íslenzkt þjóðfélag
gengur nú i gegn um örari og
gagngerðari breytingar en áður
eru dæmi til. Þessi þróun er bein
afleiðing þeirrar byltingar, er
örtölvutæknin hefur hvarvetna
komið af stað á Vesturlöndum og
séð var fyrir í upphafi þessa ára-
tugar, er þá var farið að nefna
„örtölvuáratuginn". Við stöndum
þannig i honum miðjum og kom-
andi ár eiga eftir að skila af sér
ennþá örari og ótrúlegri tækni-
afrekum. Marga sundlar við til-
hugsunina um breytingarnar á
næstu árum, er munu gera
margar hinar nýjustu uppfinn-
ingar gærdagsins úreltar.
Á stríðsárunum síðari gengu
íslendingar að vísu i gegnum ör-
ari þróun á tæknisviði en áður
hafði þekkzt — aldalöng ein-
angrun var rofin á tiltölulega
skömmum tima. En það var um
margt annars konar breyt-
ingaskeið en nú á sér stað og öllu
staðbundnara. Nú er um að ræða
alþjóðlega, já, heimssögulega
þróun, er verður til blessunar, ef
rétt er á haldið og mannkynið
tekur ekki kollsteypu.
— í upphafi áratugarins
sögðu fremstu vísindamenn ör-
tölvuiðnaðarins, að nú riði á, að
listir og hugvísindi yrðu með á
nótunum þvi að upp risi gullöld
alls þess, er með lifandi og skap-
andi atriði hefði að gera, — sem
mótvægi tæknivæðingar og
gervimenntunar.
1 ljósi þessa hafa menn viða
tekið við sér, menntun í lista-
skólum hefur verið endurskoðuð
til hags fyrir frjálsræði og skap-
andi athafnir. Jafnframt hafa
gömul náttúruleg efni og sígilt
handverk verið leitt til öndvegis,
um leið og nýja tæknin er hag-
nýtt til hins ýtrasta. Menn voru
þó komnir i viðbragðsstellingar
löngu fyrr og þannig hafa t.d.
risið upp umfangsmiklar menn-
ingarmiðstöðvar víða um heim á
síðustu tveim áratugum. Við
þekkjum þetta af hinum mörgu
listamiðstöðvum, er risið hafa
upp í Kanada, sem áður var eyði-
mörk á menningarlega sviðinu.
„Hveitieyðimörkin" var landið
jafnvel nefnt. Ástralíumenn
hafa og tekið við sér, og í báðum
þessum löndum hefur verið varið
svimandi fjárhæðum í þessa
uppbyggingu. Við vitum, að
Bandaríkjamenn eiga nóg af
þessu fyrir og veita óspart fé í
menningarmiðstöðvar. Parísar-
borg byggði og Pompidou-
menningarsetrið, i London er
nýrisin hin mikla Barbican-
menningarmiðstöð og Vestur-
Berlín iðar af listrænum gróm-
ögnum.
Það sem mest kemur á óvart,
er að aðsóknin að þessum menn-
ingarmiðstöðvum hefur farið
margfalt fram úr áætlun, svo að
hér hefur þörfin sannarlega ver-
ið til staðar. Menningin er ekki
lengur einangrað fyrirbæri sér-
vitringa, heldur atriði sem öllum
kemur við.
— Hér á íslandi höfum við lif-
að það, að veglegir sýningarsalir
risu einn af öðrum á fáum árum
á höfuðborgarsvæðinu, og ein-
staklingar og listhópar hafa
opnað listagalleri, sem i engu
standa að baki samsvarandi
stofnunum meðal milljónaþjóða.
Mega menn vera stoltir af þess-
ari þróun og því, að hér stendur
að baki áhugasamt fólk en ekki
peningafurstar með ótakmarkað
rekstrarfé og sambönd viða um
heim.
— Listum hefur mjög vaxið
ásmegin á undanförnum árum,
tónlist og leiklist eru i miklum
blóma og uppgangi, að maður
nefni ekki kvikmyndalist. Hér
eru og fjölmiðlar með á nótunum
og einnig hvað bókmenntir
snertir og umræða hefur verið
mikil. Bókin í sinu gefna formi á
máski erfitt uppdráttar í bili en
lesmál á eftir að ná til fleiri en
nokkru sinni fyrr í gegn um ör-
tölvutæknina, þannig að bók-
menntir hljóta að halda velli.
Hér má og visa til stóraukinnar
útgáfu listaverkabóka, samfara
framför í prenttækni og bóka-
gerð.
Eins og á meðal annarra þjóða
hefur ásókn í myndlistarskóla
aukizt og nemendafjöldi jafnvel
margfaldazt i sumum deildum,
— einkum fagurlistadeildum,
málaralist, höggmyndalist og
grafík. Ungt myndlistarfólk hef-
ur streymt til listnáms erlendis
að loknu námi, og margt af því
hefur getið sér gott orð og jafn-
vel unnið til • veglegustu verð-
launa Listaháskóla, svo sem
Guðrún Arndís Tryggvadóttir
gerði i Múnchen.
Fleiri sýningar en nokkru
sinni áður eru settar upp á höf-
uðborgarsvæðinu og virðist hér
enginn botn. Jafnvel í verkfall-
inu mikla i haust voru i gangi
tveir tugir myndlistarsýninga,
sem sýnir mikla seiglu, þvf að
hér báru margir skarðan hlut
frá borði, svo sem vænta mátti.
Víðast hvar ytra hefðu menn
snarlega lokað flestum sýn-
ingarsölum, enda má bóka tap á
þeim svo til öllum fyrirfram.
En þrátt fyrir allt þetta er
lognmolla yfir allri dýpri og fé-
lagslegri umræðu um myndlist.
Fastráðnir listrýnendur rækja
að vísu sitt hlutverk eftir getu og
efnum, en þeirra svið er fyrst og
fremst að fjalla um sérsýningar
og listviðburði, sem í gangi eru
hverju sinni.
Þá hefur almenn umfjöllun
einstakra meiri háttar listvið-
burða í fjölmiðlum verið í lág-
marki og sú umræða, sem fyrir
var, verið mjög skipulagslaus og
er hér sjónvarpið einna lakast.
Nokkurra breytinga hefur orð-
ið vart undanfarið, einkum á
kynningu á listamönnum, en það
er ekki alfarið sú umfjöllun, sem
ég á við, aðeins einn angi henn-
ar.
Það sem á skortir er opinber
málefnaleg umræða um stöðu ís-
lenzkrar myndlistar og þær
framkvæmdir og umsvif, er
tengjast henni.
A sama tíma og þessi logn-
molla ríkir, er vafalítið meira
unnið að myndlist en nokkru
sinni fyrr ásamt því, að fleiri
leggja út á listabrautina ár
hvert en í heilan áratug hér áð-
ur. En samfara því verður mað-
ur var við síaukinn kafbátahern-
að og neðanjarðarstarfsemi. Veit
víst enginn, hvað upp snýr og
hvað niður hér. Menn láta þann-
ig ekki uppi skoðanir sínar á
opinberum vettvangi, en eru
þeim mun iðnari að breiða þær
út eftir krókaleiðum, sem getur
hvorki talizt hraustlegur né heil-
brigður gangur mála.
Það telst langt síðan einstakl-
ingur hefur risið upp í fjölmiðl-
um og gert hreint fyrir sínum
dyrum, án þess að um persónu-
legan hagsmunabarlóm væri að
ræða — á ég hér við einstakl-
inga, er ekki rita að staðaldri í
blöð. Ritdeilur um myndlist eru
nær óþekkt fyrirbæri í seinni tíð,
nema þegar veitzt er að gagn-
rýnendum. Menn undirbúa ekki
persónulega framsókn sína með
hressilegum skrifum á opinber-
um vettvangi, heldur i myrkvið-
inu á bak við tjöldin og virðist
það óneitanlega bera mestan
árangur...
íslenzkir myndlistarmenn eru
f engu eftirbátar starfsbræðra
sinna á Norðurlöndum og standa
sem slíkir vel að vigi, en að þeim
er ekki hlúð í neinum mæli mið-
að við hina. Við eigum nóg af
stórhuga og framkvæmdasöm-
um einstaklingum á öllum aldri,
en þeir eru ekki metnir sem
skyldi né veitt nægilegt svigrúm
til athafna, til að þeir geti notið
sin til fulls. Starfslaun frá þrem
mánuðum til eins árs gefa að
vísu tækifæri til athafna, eink-
um pipruðum einstaklingum, en
á þeim eru meinlegir gallar. Hið
fyrsta er, að ekki er jafnan geng-
ið úr skugga um hvort viðkom-
andi geti raunverulega notið
þeirra og óskiptur gefið sig að
listsköpun, en þetta atriði hlýtur
að skipta sköpum. Þá eru þau
veitt í svo stuttan tíma, að þau
hvetja til hraðra og óvandaðra
vinnubragða.
Ég veit hvergi til þess að
starfslaun séu veitt til þriggja
mánaða, en hins vegar veit ég til
þess, að algengt er að veita þau
til þriggja til fimm ára á hinum
Norðurlöndunum og sjá til þess
um leið, að listamaðurinn fái
notið sín t.d. með útvegun hús-
næðis (vinnuaðstöðu) og að auki,
að þau eru allajafna skattfrjáls.
Þá getur enginn islenzkur .
myndlistarmaður látið sig
dreyma um full umsvif i mynd-
listinni, ef hann á að framfleyta
sér (og fjölskyldu) á lægstu
launum menntaskólakennara og
borga skatta af þeim að auki.
En það sem gerir aðstöðu
myndlistarmanna erfiðasta á
siðustu árum er ekki eingöngu
lítil aðstoð frá hinu opinbera, né
að lítið fé hefur verið veitt úr
listskreytingasjóði, þannig að
hann skuldar þeim allnokkrar
milljónir (sumir segja sjö). Ekki
heldur það, að sjóðurinn hefur
Brothætt veröld
Listakonan Jóhanna Bogadóttir
lætur ekki deigan síga i listsköpun
sinni. Hún hefur víða dvalið er-
lendis, unnið að list sinni og kynnt
hana með sérsýningum og þátt-
töku í samsýningum. Þátttaka
hennar i samsýningum spannar
hálfan hnöttinn og mörg virt söfn
hafa fest sér grafík-myndir henn-
ar en fyrir þær er hún langsam-
lega þekktust.
Fyrir mörgum árum tileinkaði
hún sér afmarkaðan myndheim er
hún hefur unnið i með litlum
breytingum og hefur með miklum
dugnaði og seiglu þróað hann og
mótað í núverandi mynd. Það er
og langur vegur frá fyrstu tilraun-
um hennar er vöktu sannast sagna
litla hrifningu og til þeirra mynda
er hún hefur sent frá sér hin síð-
ari ár. Slikar eru breytingarnar og
framförin innan þessa merkilega
takmarkaða myndheims.
Þeir eru ófáir myndlistarmenn-
irnir i nútimanum er hafa þennan
háttinn á, að festa sig við mjög
takmarkað myndefni, og vinna úr
þvi í sibylju. Slík vinnubrögð eru
mjög vænleg er viðkomandi vilja
marka sér persónuleg stileinkenni
en þau bera einnig vott um þrönga
myndhugusn og einhæfni, sem i
sumum tilvikum getur frekar tal-
ist styrkur en veikleiki. Það eru
svo einungis fáir, sem sýna úr-
skerandi persónuleika hvaða
myndefni, sem þeir velja sér,
skapgerðareinkenni þeirra skína i
gegn hvað svo sem þeir taka sér
fyrir hendur.
Á sýningu Jóhönnu Bogadóttur
í kjallarasölum Norræna hússins
sjáum við flest þau myndtákn er
hún hefur stuðst við og þó virðist
hún vera að reyna að brjóta upp á
ýmsu nýju og víkkp. þar með
myndsviðið og þá aðallega i nýjum
tæknibrögðum og stærri mynd-
heildum. Á sýningunni eru t.d. all-
mörg málverk en hér er hún í
sporum málarans er fjölfaldar
málverk sín i einhverri grein
grafík-tækninnar en án þess að
lifa sig inn i sjálft tæknisviðið, er
gerir allt aðrar kröfur.
Jóhann hefur viðað að sér mik-
illi reynslu á sviði grafik-tækninn-
ar en öllu minni á sviði olíumál-
verksins og þannig virka mál-
verkin sem daufur endurhljómur
grafík-myndanna þrátt fyrir
stærð sína og kröftug vinnubrögð.
Það er einungis ekki nóg þvi að
það þarf meiri átök við efniviðinn
til að þrengja sér inn í hinar dýpri