Morgunblaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1985
Vanskil húsbyggjenda við byggingafyrirtækin:
„Ekki verið svona
slæmt síðan 1970
— og versnar enn“
— segir Sveinn Valfells, forstjóri
„VANSKIL húsbyggjenda hafa
aukist mjög mikið á undanlornum
mánuðum. Astandið var shemt síð-
astliðið vor en er miklu verra
núna. Ég man ekki eftir öðru eins
síðan í kringum 1970. Venjulegast
hefur verið miðað við að um
tveggja mánaða sala sé útistand-
andi — ég held að mér sé óhætt að
fullyrða að innheimtutímabilið hafi
nær tvöfaldast á undanfórnum
mánuðum," sagði Sveinn Valfells,
forstjóri Steypustöðvarinnar hf., í
samtali við blaðamann Mbl. um
vanskil og fjárhagsvanda hús-
byggjenda.
Sveinn sagði, eins og fleiri for-
svarsmenn fyrirtækja í bygging-
ariðnaði, sem blm. ræddi við f
gær, að það væru bæði einstakl-
ingar og fyrirtæki, sem ekki gætu
lengur staðið í skilum. „Sá drátt-
ur, sem orðið hefur á útborgun
húsnæðismálastjórnarlána, á
verulega sök á hvernig komið er
fyrir mörgum. Fólk hefur verið
að samþykkja víxla með loforð
um lán í bakhöndinni en þegar
lánið kemur ekki á réttum tfma
lendir allt í vanskilum,* sagði
Sveinn Valfells.
Jón Helgi Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri BYKO, sagði sitt
fyrirtæki verða þess rækilega
vart, að húsbyggjendur gætu ekki
staðið í skilum með fjárhagslegar
skuldbindingar sínar. „Ástandið
er töluvert miklu verra en það
var fyrir ári,“ sagði hann. „Þetta
er ástand sem við þekkjum eigin-
lega ekki, staðan hefur ekki fyrr
verið sú sem hún er í dag. Vita-
skuld er þetta þungt fyrir fyrir-
tækin en það er ekki margt til
ráða — það er erfitt, og ekki síður
ógeðfellt, að ganga aö fólki sem á
í vandræðum. Vandinn er gífur-
legur og það fer ekki hjá því að
við finnum fyrir honum því við
erum í miðjum pottinum," sagði
Jón Helgi.
Fleiri tóku undir að vandinn
færi vaxandi. „Þetta hefur farið
stigversnandi síðan f haust,"
sagði Einar Sveinsson hjá Völ-
undi hf. og kvaðst telja höfuð-
ástæðu vanskilanna þann drátt,
sem orðið hefði á útborgun bygg-
ingalána ríkisins. „Þetta kemur
vitaskuld niður á greiðslugetu
fyrirtækjanna," sagði hann. „Ef
allt er tekið má segja að bygg-
ingavöruverslanir láni að meðal-
tali í þrjá mánuöi og það er vita-
skuld allt of langur tími. Þetta
gæti komið niður á þjónustu
fyrirtækjanna, minna vöruúrvali
og minni birgðum á lager. Maður
finnur þegar fyrir því, að það er
ekki til eins mikið og áður af dýr-
ari vörum, sem þarf að staðgreiða
í banka áður en þær fást afhent-
ar.“
„Þetta verður hringur, sem
fyrirtækin dragast inn í,“ sagði
Þórarinn Jónsson, framkvæmda-
stjóri JL Byggingavörur. „Hús-
byggjendur reka vandann á und-
an sér og það neyðir fyrirtækin
til að gera slíkt hið sama. Þau
hafa almennt ekki þol til að
standa f svona umfangsmiklum
lánsviðskiptum. Því stöndum við
nú frammi fyrir allsherjar vand-
ræða- og vanskilaástandi," sagði
Þórarinn. Hann sagði að stöðugt
fleiri húsbyggjendur bættust f
hóp vanskilamannanna. „Mér
sýnist að ástandið hafi farið hrfð-
versnandi eftir verkföllin í haust
og það heldur áfram að versna,"
sagði hann. „Fólk ræður ekki við
sínar skuldbindingar og reynir að
velta vandanum á undan sér —
en mig grunar að það geti verið
skammgóður vermir."
Jón Snorrason, framkvæmda-
stjóri Húsasmiðjunnar, kvaðst á
hinn bóginn telja að ástandið
væri að komast í jafnvægi. „Það
lagaðist mikið þegar fólk fékk
borguð út húsnæðismálastjórn-
arlán sín á dögunum," sagði
hann. „Vanskilin, sem voru veru-
leg fram eftir síðasta ári, mátti
setja f beint samband við þann
drátt, sem varð á útborgun lán-
anna. Fyrir okkur, og fleiri fyrir-
tæki á þessu sviði, þýddi það að
útistandandi skuldir voru þetta
tveimur eða þremur mánuðum
lengur að skila sér inn. Upp-
spretta alls byggingariðnaðarins
í landinu er í hinu opinbera hús-
næðiskerfi og ef hún þornar er
það fljótt að hafa áhrif út í þjóð-
félagið."
Landsbyggðin:
íbúðaverð niður í 40 %
af gangverði í Reykjavík
— Bilið hefur breikkað hlutfallslega á síðustu árum
„FASTEIGNIR úti á landi hafa verið að lækka hægt og sígandi í verði
gagnvart samsvarandi eignum á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár og
eru jafnvel dæmi um að verð á eignum úti á landi sé aðeins um 40%af því
verði sem fæst fyrir samsvarandi eign í Reykjavík,“ sagði Stefán Ing-
ólfsson, verkfræðingur hjá Fasteignamati ríkisins, í framhaldi af frétt
Morgunblaðsins á fimmtudaginn sl„ þar sem m.a. kemur fram, að fast-
eignir, bæði á höfuðborgarsvæðinu og þó einkum úti á landsbyggðinni,
seljist nú undir byggingarkostnaði.
Fasteignaverð undir bygg-
ingarkostnaði er raunar ekki ný-
lunda hér á landi þótt menn hafi
ef til vill ekki eins fundið fyrir
því á tímum verðbólgu og
óverðtryggðra lána. Nægir í því
sambandi að vitna í skýrslu, eftir
Leif Benediktsson, verkfræðing,
sem út kom árið 1978. Þar kemur
fram, aö eignir seldust þá ekki
fyrir kostnaðarverði nema á
„bestu“ byggingarlóðum, sem
reyndust vera örfá hverfi á höf-
uðborgarsvæðinu.
Varðandi verðmun á fasteign-
um úti á landi og í Reykjavík
sagði Stefán Ingólfsson m.a., að
ástandið væri mismunandi eftir
stöðum. „Könnun, sem við gerð-
um í fyrravor, sem byggð var á
söluverði eigna í nokkrum sveit-
arfélögum á landinu, sýndi að
hvergi utan höfuðborgarsvæðis-
ins seldust eignir fyrir hærra
verð en nam 70% af verðinu í
Reykjavík," sagði Stefán. „Þetta
þýðir að munurinn er minnst
30% og þegar komið er á enn
minni staði er verðið komið niður
í 50 til 60% af söluverði í Reykja-
vík. í Vestmannaeyjum til dæmis
seljast íbúðir á um helmingi þess
verðs sem fæst fyrir samsvarandi
íbúð í Reykjavík, á Akranesi 58%
og á Akureyri og Suðurnesjum
nálægt 70%, svo dæmi séu tekin.
Á stöðum sem eru enn minni get-
ur þetta jafnvel farið niður í 40%.
I framhaldi af þessu var gerð
könnun á einum af stærri stöðun-
um úti á landi og þar kom upp úr
kafínu að ( kringum 1980 var
verðið um 70% af því sem það var
í Reykjavík, en 1984 var verðið
komið niður í 60%. Á þessum stað
má reikna með, að þetta verðfall
hafi kostað meðalfjölskyldu á
annað hundrað þúsund krónur f
verðrýrnun á eigninni. Þetta upp-
lifir fólk núna, ef það þarf að
selia.
I könnuninni í fyrravor bárum
við líka saman staðgreiðsluverð
við sölu og byggingarkostnað og
þar kom í ljós, að aðeins á einum
stað á landinu seldust eignir fyrir
hyggingarkostnaði og það var á
Seltjarnarnesinu. Víða var þetta
svo að eignirnar seldust á helm-
ingi byggingarkostnaðar og náði
þó könnunin aðeins til stærri
staðanna á landinu. Hvernig
þetta tengist erfíðleikum þess
fólks sem nú er komið í vandræði
má segja að hér sé um að ræða
fólk, sem réðst í að byggja eftir
að verðtryggingin kom til. Það fé
sem þetta fólk lagði út fyrir sín-
um eignum er raunverulegur
hyggingarkostnaður. Ef þetta
fólk hefur síðan orðið að losa sig
við eignirnar, annaðhvort vegna
þess að það hefur ekki ráðið við
þær eða orðið að flytja, þá situr
það uppi með það, að stofnkostn-
aður eignarinnar er hærri en það
verð sem hægt er að fá fyrir
þær,“ sagði Stefán Ingólfsson.
Sterkasti spilari heims að sumra mati, Pakistaninn Zia Mahmood, er á meðal
keppenda á Bridgehátíðinni. Myndin var tekin á Ólympiumótinu, sem fram
fór í Seattle í haust.
Bridgemót Loftleiða og BSÍ hefst í kvöld:
Sterkasta mót
sem hér hefur
verið haldið
— segir Björn Theódórsson, forseti BSÍ
STÓRMÓT Flugleiða og Bridgesam-
bands íslands hefst í kvöld kl. 17.30 á
Hótel Loftleiðum með þátttöku rösk-
lega 20 erlendra bridgespilara. „Þetta
er tvímælalaust sterkasta bridgemót
sem haldið hefur verið á íslandi
hingað til, enda eru erlendu gestirnir
flestir heimsfrægir toppspilarar,"
sagði Björn Theódórsson, forseti BSÍ,
í samtali við blm. Morgunblaðsins.
„Ber fyrst að nefna pólsku
Ólympíumeistarana, Martens —
Przybora og Romansky — Tusz-
inszky," sagði Björn, „en auk þeirra
kemur kjarninn úr danska landslið-
inu með Steen Möller í broddi fylk-
ingar, mjög sterk sveit frá Banda-
ríkjunum undir forystu Jim Stern-
berg, og síðast en ekki síst, litrík
sveit frá Bretlandi, skipuð lands-
liðsmanni þeirra, Robert Sheean,
bridge-pennanum Martin Hoff-
mann og Pakistananum Zia Mah-
mood, sem margir segja að sé besti
spilari heims. Eg held að það sé
sérstaklega mikill akkur í því fyrir
áhorfendur að fá mann eins og Zia
á mótið, því auk þess að vera sterk-
ur spilari er hann skemmtilegur
persónuleiki, sem gaman er að
fylgjast með við spilaborðið. Það
var hann sem dreif lið Pakistana I
úrslit heimsmeistaramótsins 1981,
sem kom mjög á óvart, því Pakist-
anir höfðu ekki verið forystuþjóð í
bridge fram að því.“
Hátiðin stendur fram á mánu-
dagskvöld og verður spilað bæði í
tvímenningi og sveitakeppni. Heild-
arverölaun eru 7.000 bandaríkjadal-
ir. Tvímenningskeppnin hefst f
kvöld, en henni lýkur síðdegis á
morgun. Þar verða veitt verðlaun
fyrir 10 efstu sætin, 1.500 dalir
fyrir fyrsta sætið, 1.000 fyrir annað
og 700 fyrir þriðja. 48 pör taka þátt
í tvímenningnum.
í sveitakeppninni spila 36 sveitir
7 umferðir af 14 spila leikjum eftir
Monrad-kerfi. Hefst spilamennska
kl. 13.00 á sunnudaginn, en lýkur á
mánudagskvöld, sem fyrr segir.
Þrenn verðlaun verða veitt fyrir
sveitakeppnina, 1.200, 800 og 500
dalir fyrir þrjú efstu sætin.
Davíð Oddsson borgarstjóri setur
mótið í kvöld og mun væntanlega
segja fyrstu sögnina fyrir einhvern
pólska spilarann.
Steingrímur Hermannsson:
Verður áfram
í framboði í Vest-
fjarðakjördæmi
STEINGRÍMUR llermannsson for-
sætisráöherra greinir frá því í viðtali
við NT á miðvikudaginn að hann
hyggist ekki bjóða sig fram í Reykja-
vík í næstu kosningum, en blaðið seg-
ir að slíkur orðrómur gangi fjöllunum
hærra.
Orðrétt segir forsætisráðherra í
svari sínu: „Það er rangt. Það nátt-
úrlega veit enginn sinn dag fyrr en
allur er. En það eru engar áætlanir
um það. En það getur vel verið að
Vestfirðingar vilji annan, og þá
verð ég að finna mér annað kjör-
dæmi, ef ég held áfram."
Kristján Ragnarsson:
ísfirskir sjómenn
vilja meira en aðrir
— eru þó með tekjuhæstu sjómönnum á landinu
„MÉR fínnst með ólíkindum, hvað
menn fara gáleysislega með verk-
fallsvopnið. Eftir að sættir hafa tekizt
á nærri öllu landinu ætla sjómenn á
ísafírði, einir og sér, að skerast úr
leik. Þrátt fyrir að þeir fái allt það,
sem aðrir hafa fengið. Útvegsmenn á
fsafírði eni ekkert betur staddir en
aðrir útgerðarmenn á landinu," sagði
Kristján _ Ragnarsson, framkvæmda-
stjóri LÍÚ, f samtali við Morgunblað-
ið.
„Það er búið að semja alls staðar
á landinu, meöal annars við yfir-
menn á ísafirði og Vestfjörðum,
sem gerðu kröfu um starfsaldurs-
hækkanir á kauptryggingu. Því var
hafnað og féllu þeir síðan frá þeirri
kröfu. Þessi krafa var einnig uppi í
þeim samningum, sem nú hafa ver-
ið samþykktir. Útvegsmenn töldu
að þetta samrýmdist ekki því kaup-
greiðslukerfi að fá hlut af afla og er
einstakt. Þeir telja, að þótt menn
hafi verið mislengi í starfi, eigi þeir
ekki að fá mismikið í hlut á sama
skipi. Því verður að ætlast til þeS8
af sjómönnum á Isafirði, sem eru
með tekjuhæstu sjómönnum þessa
lands, að þeir sætti sig við það, sem
aðrir hafa fengið. Þrátt fyrir að bú-
ið sé að setja lög um það, að hærri
hlutur kostnaðarhlutdeildar komi
til þeirra líka, sætta þeir sig ekki
við það. Útvegsmenn á Vestfjörðum
ætla sér ekki að breyta frá þeim
samningum, sem gerðir hafa verið,“
sagði Kristján Ragnarsson.