Morgunblaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1985 9 Nýr heimurkínverskra kraesinga Á Shanghai framreiðum við fleira en steikt hrísgrjón og vorrúllur. Shanghai veitingastaðurinn í kjallaranum á Laugavegi 28. HÁRTOPPAR Keith Forshaw forstjóri Trondman hár- toppafyrirtækisins breska verður staddur hér á landi dagana 15. —18. mars. 20% kynningarafsláttur Vinsamlegast pantiö tíma ísíma 687960 eða 687961. Hárgreiðslu- og rakarastofa á heimsmælikvarða! HÁSKðLAMENNTUN 8ATVINNUREKSTUR KYNNINGARFUNDUR Laugardaginn 16. mars 1985, Borgartúni 6, 4. hœð. | Fundarstjóri: Jóngs Haralz. bankasfóri. Menntun er máttur Staksteinar tylla tám í dag á forystu- grein BHM-blaðsins um háskólamennt- un og fjölgun starfa, sem er athyglis- verð, sem og grein í Suöurlandi, „Vakna þú mín Þyrnirós, hugleiöing um land- búnaöarmár. í fyrri greininni er lögö áhersla á gildi menntunar í atvinnulífinu, en síðari greinin fjallar um þátt afuröa- sölufyrirtækja. Framleiðslu- og mark- aðsmál Korystugrein BHM- blað.sins er skrifuð af Sig- mundi Stefánssyni, starfs- manni BHM, og hljóðar svo: „Á síðustu irum hefur orðið æ Ijósara, að við er- um kcmin að endimörkum vaxtar í hinum hefðbundnu atvinnugreinum landsins. Þessi þróun hefur leitt til þess, að ýmsir hafa farið að leiða hugann að þvf, hvar helst verði sköpuð atvinnu- tækifærí (þ.e. störf) fyrir þann fjölda, sem kemur út á vinnumarkaðinn á næstu árum. Það hefur jafnan verið skoðun Bandalags háskólamanna, að við þær breytingar á atvinnumálum þjóðarinnar, sem nú virð- ast óhjákvæmilegar hafi háskólamenntað fólk veigamikhi hlutverki að gegna. Hingað til hafa háskólamenn hér ekki stofnað mörg fyrirtæki á sviði framleiðshi. Virðist sem háskólamenntun hér á landi sé ekki hvetjandi að þessu leyti. Á þessu þarf að verða breyting, þar sem fyrírtæki, sem hyggjast hasla sér völl á erlendum mörkuðum, eru nánast fyrirfram dæmd úr leik hafi þau ekki á að skipa velmenntuðum stjórnend- um og hæfum mönnum á sviði framleiðshi og mark- aðsmála. Til þessa hefur gætt nokkurrar tregðu hjá is- lenskum fyrirtækjum að ráða til sín háskólamennt- að fólk. Kemur þar ýmis- legt til, sjs. landlæg brjóst- vitstrú, smæð íslenskra fyrírtækja og skortur á tengshim Háskóla íslands við atvinnulfnð f landinu. Smátt og smátt hafa augu ýmissa fyrirtækja, ekki síst f sjávarútvegi, verið að opnast fyrir nauðsyn á vel menntuðum stjórnendum og við þau kynslóðaskipti, sem nú eiga sér stað f mörgum útvegs- og fisk- vinnshifyrirtækjum, taka vel menntaðir stjórnendur við af mönnum, sem ekki áttu kost á langskóla- menntun. Síðastliðið vor hélt Bandalag háskólamanna ráðstefnu um fjölgun arð- bærra starfa f þjóðfélaginu. Þar voru fhitt erindi um nýjar hugmyndir í helstu atvinnugreinum þjóöarínn- ar, þar sem hinir hæfustu menn gerðu grein fyrir vaxtarbroddum hverrar greinar og hvemig mennt- un gæti helst komið að gagni í nýsköpun atvinnu- lífsins. Segja má, að tvennt hafi einkum verið áberandi f máli þeirra er létu til sín heyra á ráöstefnunni. Ann- ars vegar töldu menn nauðsyn á ýmsum kerfis- breytingum til þess að nýta betur þá menntun, sem fyrir er f landinu, og bieyta menntakerfinu til þess að kóma betur til móts við þarfir atvinnuveganna. Hins vegar töldu menn skort á sölu- og markaðs- fólki mjög tilfínnanlegan hér á landi og þar þyrfti menntakerfið að koma til skjalanna og sérhæfa fólk á þessum sviðum. Síðastliðið eitt og hálft ár hafa atvinnumálanefnd Reykjavflnir og Háskóli ts- lands unnið saman að verkefni um eflingu iðnað- ar á höfuðborgarsvæðinu. Er hér um að ræða einkar athyglisvert framtak, sem ástæða er til að háskóla- menn fylgist glöggt með. Þetta BHM-blað er að hhita helgað þessu verk- efni og háskólamenn ein- dregið hvattir til að sækja kynningarfundinn 16. mars.“ „Milliliða- keöjan“ Niðurlag greinar Atla Lilliendal, kjötiðnaðar- manns og bónda, Skálm- hohi Villingahohshreppi, sem birt var f Suðurlandi, hljóðar svo: „Milliliðakeðjan hefur að mfnu mati þanist óeðli- lega út á hinum miklu sam- dráttartfmum f fslenskum landbúnaði. Þar skortir ekki fé til framkvæmda eins og sjá má. Afurðasölu- fyrírtækjunum er rækilega tryggður rekstrargrund- völlur eins og sjá má. En á meðan er bóndinn af- gangsaöilinn. Sem sagt; bóndinn fær restina, þegar hinir hafa fengið nóg. Nú má ekki lfta þannig á, að ég hafi eitthvað á móti öflugum afurðasölu- fyrírtækjum eða eflingu nýrra búgreina. Þvert á „ mótL En ég er á móti því að efla nýjar búgreinar með því að kippa rekstrar- grundvellinum undan hefð- bundnu greinunum. Það verður að fara aðrar leiðir til þ<-ss. Mig langar að lokum að taka hér fyrir eht lítið og einfah dæmi um verð- myndun á landbúnaðaraf- urð, þá á ég við eftir að bóndinn lætur hana frá sér. Bóndi nokkur leggur inn naut til slátrunar sem hann er búinn að ala upp með ærnum tilkostnaði f 2 ár. Naut þetta vegur 200 kg og f hhit bóndans koma kr. 131,37 pr. kg eða samtals 26.274 krónur. Síðan ferð þú, neytandi góður, daginn eftir og kaupir boiann í heilu lagi og færð hann þvf á heild- söhiverði og losnar við að borga kaupmanninum ótaldar krónur sem hann fær fyrir að selja hann. Nú, beildsöluverðið er kr. 164,15 pr. kg, skrokkurínn kostar þvf í beildsölu kr. 32.830. Ekki étur þú bola í heihi lagi, svo þú lætur úrbeina hann og gera hann tilbúinn til að dveljast í frystikist- unni. Það kostar kr. 4.800. Heim í frystikistu kominn kostar þvf boii kr. 37.630. Milliliðurinn tekur aðeins kr. 11.356 fyrir að koma einu nauti f frystikistu neytandans. En samt er þetta odýrasta leiðin i matarinnkaupunum. Ekki ætla ég út i það dæmi hvað tuddinn kost- ar I kæliborðinu inni i búð, en eitt er vist, að dýr yrði Hafliði allur." F I A T FIAT ÞJONUSTA Viljum minna eigendur Fiat-bifreiöa á ad reglubundnar skoöanir og stilling á 10.000 km fresti fyrirbyggja oft alvarlegri bilanir, viöhalda verögildi bílsins og auka öryggi öku- manns og farþega. Muniö aö vel stillt vél Tímapantanir í síma sparar bensín. 77200, 77756. EGILL VILHJÁLMSSON HF., DAVÍO SIGURDSSON HF. OG FIAT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.