Morgunblaðið - 17.03.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.03.1985, Blaðsíða 1
104 SÍÐUR B/C 64. tbl. 72. árg. SUNNUDAGUR 17. MARZ 1985 Prentsmiðja MorgunblaAsins Gemayel forseti. Uppreisnar- menn taka síðasta vígi Gemayels Brirát. libuoa, 16. raare. AP. VOPNAÐAR sveitir krLstinna manna, sem kreljast þess, að dregið verði úr áhrifum Sýrlendinga í Líb- anon, náðu í gær á sitt vald síðasta vígi fylgismanna Amins tiemayel. Sýrlendingar segjast ekki sætta sig við, að Gemayel verði hrakinn frá völdum, og uppreisnarmenn hafa óskað eftir samningaviðræð- um. Uppreisnarmenn skutu á flokka úr líbanska hernum, sem reyndu að bæla uppreisnina niður. Tals- maður hersins sagði, að herflokk- ar hefðu komist á milli stríöandi fylkinga kristinna manna og opn- að á ný veginn með ströndinni. Foringjar uppreisnarmanna hvöttu til, að sambandi yrði komið á milli allra aðila og samningavið- ræður hafnar, svo að unnt yrði að binda enda á áratugarlangt stríð kristinna manna og múhameðs- trúarmanna. Kúbæ Skáld fær ferðafrelsi Miami, 16. mara. AP. KÍIBÖNSKU skáldi, sem í 15 ár sat í fangelsum Kastrós, hefur verið leyft að fara frá landinu. Er það haft eftir vinum hans í Bandaríkjunum. Angel Cuadra var látinn laus úr fangelsi árið 1982 en fékk ekki brottfararleyfí fyrr en sl. sunnudag, að hann kom með flugvél til Frankfurt I Vestur-Þýskalandi ásamt konu sinni, Delfinu. Fornvinur þeirra hjóna, Juana Rosa Pita, sem býr á Miami í Bandaríkj- unum, sagði I gær, að þau vildu setjast að í Bandaríkjun- um. Fyrsta bók Cuadras, „Peld- ano“, var gefin út árið 1959 en árið 1967 var hann fangelsað- ur og gefið að sök samsæri gegn stjórn Kastrós. Hann var látinn laus árið 1977 en varp- aö aftur í fangelsi nokkrum vikum síðar þegar önnur bók eftir hann, „Impromptus", var gefin út erlendis. Eþíópía: Staðfesta matvæla- útflutning Addi« Abebm, EMófia. 16. nara. AP. STJÓRN marxista í Eþíópíu staðfesti í gær, að matvæli væru flutt burt úr landinu á sama tíma og hún tæki við mikilli neyðaraðstoð handa hungr- uðu fólki. Sagt var hins vegar, að aðeins sá matur væri seldur úr landi, sem Eþíópíumenn sjálflr vildu ekki leggja sér til munns. „Siðir þjóðarinnar og trúarbrögð valda því, að fólk vill ekki þennan mat,“ sagði talsmaður hjálpar- stofnunar stjórnarinnar í Addis Abeba vegna þeirra ummæla Anne de Lattre, sérfræðings OECD í málefnum Sahel-ríkjanna, að Eþíópíustjórn flytti út mikið af matvælum til Arabalanda. Talsmaður stjórnarinnar sagði, að útfluttu matvælin væru aðal- lega ávextir, sem Evrópubúum lík- aði betur en Eþíópíumönnum, auk nokkurs kjöts. Væri þessi útflutn- ingur þó ekki umtalsverður. Anne de Lattre segir aftur á móti, að matvælin séu send dagiega með lest til Djibouti og þaðan til Arabalandanna. Fyrstu flaug- arnar komnar Brássel. 16. nura. AP. FYRSTII stýriflaugarnar eru nú komnar til Belgíu en f gær ákvað stjórnin að standa við fyrri ákvarðan- ir og koma þeim fyrir eins og sam- þykkt var árið 1979. I fyrsta áfanga verður komið fyrir 16 stýriflaugum en alls verða þær 48 talsins. Wilfred Martens, forsætisráðherra, sagði í gær, að Sovétmenn héldu ótrauðir áfram að koma fyrir SS-20-eldflaugum f Austur-Evrópu og væri það megin- ástæðan fyrir því, að Belgíustjórn hefði samþykkt að bíða ekki lengur með uppsetninguna. írakar gera árásir á sex borgir í íran BsjtdaA. írak, 16. mira. AP. ^ ÍRASKAR herþotur gerðu í dag loftárásir á sex borgir í íran og kváðu þær vera svarið við mikilli sprengingu, sem varð í Bagdað, höfuðborg íraks, í morgun. íranir segja hana hafa stafað af flugskeyti, sem þeir hafí skotið á borgina, en írakar segja, að um bílsprengju hafí verið að ræða. Gífurleg sprenging varð í morgun í miðborg Bagdað og var engu likara en jarðskjálfti riði yfir. Gluggarúður brotnuðu víða en ekki er vitað um afleiðingar hennar að öðru leyti. Var hverf- inu lokaö og sjúkrabílar og lög- reglubílar þustu á vettvang. Iraskir embættismenn segja, að tímasprengju hafi verið komið fyrir í bifreið en Iranir halda því fram, að sprengingin hafi stafað af flugskeyti, sem skotið hafi ver- ið frá íranskri orrustuvél. írakar skýrðu frá því nokkru síðar, að gerðar hefðu verið loft- árásir á sex borgir í íran og kváðu þær gerðar í hefndarskyni vegna sprengingarinnar, sem þeir kenndu frönum. Auk þess sögðust þeir hafa skotið niður tvær ír- anskar flugvélar, sem rofið hefðu lofthelgi íraks. Fréttir fara enn af miklum bardögum syðst á víglínunni skammt frá írösku borginni Basra, sem íranir hafa oft reynt að einangra með því að ná á sitt vald þjóðveginum milli hennar og Bagdað. Liggur hann um fenja- svæði, sem er óhægt jafnt til sóknar sem varnar. íranir sóttu þar fram fyrir nokkrum dögum en svo virðist sem þeir hafi að mestu verið hraktir til baka. Átökin í Persaflóastríðinu hafa aukist mjög að undanförnu og nú er hafinn brottflutningur útlend- inga frá löndunum báðum. ít- alska stjórnin hefur t.d. sent sér- staka flugvél til Teheran til að flytja á brott ítali og aðra utan- landsmenn, sem líst ekki lengur á blikuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.