Morgunblaðið - 17.03.1985, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MARZ 1985
Tíundi hver Húsvíkingur í kirkju á sunnudagsmorgm.
V
Bernskuár á Akureyri
í stofunni er flygill og einnig
orgei. — Já, ég lærði að spila á
æskuárunum, — segir Gunnar. —
Var í Tónlistarskólanum á Akur-
eyri í tvö og hálft ár. Síðan lærði
ég á píanó vestur í Bandaríkjun-
um í fimm mánuði, þegar ég var
þar skiptinemi og í Tónlistarskól-
anum í Reykjavík var ég um hríð,
meðan ég stundaði læknanám.
Núna er ég í tónlistarskóla hér á
Húsavík og læri á harmoniku. —
Mér kemur til hugar, að það
verði gaman að hlýða á læknana á
sjúkrahúsinu stilla saman drag-
spilin, því hinn læknirinn, Jón Að-
alsteinsson, hefur getið sér gott
orð sem harmonikuleikari og spil-
aði oft fyrir dansi á skólaárum
okkar á Akureyri. En nú þykir
mér við hæfi að spyrja Gunnar
Rafn um uppruna hans.
— Ég er af bændafólki kominn
í móðurætt. Móðir mín, Ingibjörg
Gunnarsdóttir, fæddist í Húna-
þingi, en foreldrar hennar, Gunn-
ar Arnason og ísgerður Pálsdóttir,
bjuggu lengst af í Þverárdal þar
vestra. Þau voru hins vegar Þing-
eyingar, ísgerður frá Brettingsst-
öðum á Flateyjardal og Gunnar
fæddur á Skuggabjörgum i
Dalsmynni í Laufássókn. Faðir
minn, Jón kristinsson, er sonur
kaupmannshjónanna, Kristins
Jónssonar og Guðbjargar Óladótt-
ur, sem bjuggu hér á Húsavík.
Foreldrar mínir kynntust á Akur-
eyri, þegar hann var þar í mennta-
skóla. en hún skrifstofumær.
Kynni þeirra urðu ekki löng. Jón
reisti síðar nýbýlið Lambey í landi
Breiðabólsstaðar í Fljótshlíð og
kvæntist prestsdóttur þar. Auk
búskapar hefur hann löngum
sinnt myndlist í hjáverkum sín-
um. En ég fæddist hér á Akureyri
sumarið 1948 og ólst þar upp hjá
móður minni og i góðu samfélagi
með ömmu minni og afa á neðri
hæð og móðurbróður mínum og
fjölskyldu hans á hinni efri. Fór
það svo að ég eignaðist 13 hálf-
systkini, 5 á Akureyri og 8 í Lamb-
ey. -
Nú er mér kunnugt um, að þú
fékkst snemma áhuga fyrir
kirkjulegu starfi.
— Það er rétt, og lá til þess sér-
stök ástæða. Þegar ég byrjaði í
gagnfræðaskóla, langaði mig mik-
ið til þess að verða skáti. Reyndi
ég a.m.k. þrisvar til þess að kom-
ast á fund hjá skátunum, en það
mistókst alltaf. Annaðhvort var
mér ekki gefinn upp réttur tími,
eða þá að fundi var frestað. Þetta
varð til þess, að ég fór á fund I
Æskulýðsfélagi Akureyrarkirkju
þar sem séra Pétur Sigurgeirsson
tók fagnandi á móti mér. Mér leið
vel í þessum félagsskap og hreifst
af áhuga séra Péturs. Þarna starf-
aði ég öll mín menntaskólaár og
flestir töldu það víst, að ég myndi
fara í guðfræðideild og stefna að
því að verða prestur. Ekki dró það
úr þeirri skoðun, að ég fór eitt ár
sem skiptinemi á vegum kirkjunn-
ar vestur til Bandaríkjanna. Auð-
vitað hvarflaði það að mér, en ég
minnist þess, að kvöldið eftir að ég
útskrifaðist sem stúdent, þá gekk
ég upp á klappirnar skammt utan
við æskuheimili mitt. Þar sat ég
lengi, horfði út yfir Eyjafjörðinn í
næturkyrrðinni, hugsaði mitt ráð
og var ákveðinn, þegar ég kom
heim um nóttina. Ég vildi verða
læknir. Séra Pétur lagði fast að
mér að velja guðfræðina og sætti
sig ekki betur við ákvörðun mína
en það, að um það leyti, sem ég
lauk kandidatsprófi, spurði hann
mig einhvern tíma:
„Ertu ennþá í læknisfræðinni?
Ætlarðu ekki að fara að breyta
til?“ Ég svaraði eitthvað á þá leið,
að ég teldi mig geta gert sam-
ferðamönnum mínum meira gagn
sem læknir.
VI
Til Húsavíkur
Hins vegar hef ég alltaf haft
prestinn í mér og hann hefur feng-
ið að komast að, ekki síst eftir að
ég hóf læknisstörf. Á þeim vett-
vangi hefi ég reynt að leggja mig
fram um að vera sálusorgari, m.a.
ósjaldan talað á milli hjóna og
tekið hjúskaparmál til meðferðar í
samræðum við ungt fólk og reynt
að varpa á þau ljósi þeirrar
ábyrgðar, sem Kristur kallar
okkur til. Það er auðvelt að sam-
hæfa þetta læknisstarfinu. Og svo
eru æskulýðsmálin óskaverkefni
mitt. Eftir að ég fór suður í
læknadeild, þá tók ég virkan þátt i
nefndastörfum á vegum æsku-
lýðsstarfs kirkjunnar. Satt best að
segja, þá þykir mér ekkert gaman
að vera til, ef ég á þess ekki kost
að vinna fyrir aðra. Það er svo
sem engin ný lífsspeki, heldur
staðreynd, sem allir hljóta að
komast að raun um fyrr eða síðar.
Ég lauk læknisprófi árið 1975 og
fékk almennt lækningaleyfi í
ársbyrjun 1977. Síðan var ég í
sérnámi í Falun í Svíþjóð í fimm
ár. Hafði þá valið mér skurðlækn-
ingar á sem fjölþættustum svið-
um, þar eð ég stefndi að því að
verða læknir í dreifbýli.
Hingað til Húsavíkur komum
við í júlí árið 1983. Bauðst mér
yfirlæknisstaða við sjúkrahúsið á
móti Jóni Aðalsteinssyni og erum
við nú báðir í hlutastöðum og
vinnum til skiptis. Þannig eiga
héraðsbúar að geta notið þar sam-
felldrar þjónustu. Þetta er ein og
hálf staða, sem við skiptum með
okkur og það er þægilegt að geta
verið öðru hverju í frli og skipi á
um bakvaktir. Okkur hjónunum
þótti líka tilvalið að setjast hér að,
því viö erum þá mitt á milli for-
eldrahúsa. Fjölskylda mín er bús-
ett á Akureyri, en móðir Stein-
unnar og seinni maður hennar,
séra Sigurvin Elíasson, búa á
Skinnastað í Axarfirði. I ljósi
þess, að mér er í mun að starfa
eitthvað fyrir aðra í tómstundum,
þá sá ég brátt að kirkjan var til-
valinn vettvangur. Sá hugsunar-
háttur hefur lengi staðið kirkju-
legu safnaðarstarfi fyrir þrifum,
að alltof margir líta svo á, að
presturinn eigi að sjá um alla
hluti, en við, leikmennirnir, höfum
þar engum skyldum að gegna. Þet-
ta er óttalegur misskilningur.
VII
Séra Björn og
skera Gunnar
Haustið 1983 kom hingað ung
stúlka að nafni Sigurlína Helga-
dóttir, sem tilheyrir hópnum Ungt
fólk með hlutverk. Hún bauð séra
Birni H. Jónssyni aðstoð sína við
barnastarf < kirkjunni og fékk
brátt aðra stúlku til liðs við sig.
Þær byrjuðu með 20 til 30 börn.
Ég fékk áhuga fyrir þessu starfi
og hefi nú tekið virkan þátt í því
um nokkurt skeið. Við erum nú sex
leikmenn með prestinum í sunnu-
dagaskólanum. Sumir stjórna
söng, en fjögur okkar hafa tekið
að sér hlutverk sögumanna. Nú er
svo komið, að fjöldinn, sem þarna
mætir á sunnudagsmorgnum, er
um 10% af bæjarbúum og er allt
frá tveggja ára og upp í áttrætt.
Kirkjan okkar er þá bókstaflega
troðfull. Þetta er mjög ánægjulegt
og lifandi starf. Stundum hefur
það að vísu komið fyrir í miðri
sögu, að ég hefi verið kallaður upp
á sjúkrahús til aðgerðar, en við
því er ekkert að segja, enda jafnan
einhver reiðubúinn til þess að taka
við. —
Sigurður Hallmarsson skóla-
stjóri og leikari talaði við mig á
dögunum og nefndi þá báða, séra
Björn og skera Gunnar Rafn.
— Já, já. Sigurður er gaman-
samur og kann að koma orðum að
hlutunum. En ég hef tekið þetta
fram yfir annað félagsstarf, sem
ég byrjaði þátttöku í, fyrst eftir
komuna hingað. Ég á mér svo sem
önnur áhugamál, eins og ljós-
myndun og stangveiði með flugu.
Það tvennt opnar augu manns bet-
ur fyrir unaðssemdum náttúrunn-
ar og óviða gefst betri vettvangur
fyrir þessi hugðarefni en hér <
Þingeyjarsýslu. Hugsaðu þér um-
hverfi Laxár, ekki síst við efsta
hluta hennar næst Mývatnssveit.
Þar hefi ég átt margar dýrðlegar
stundir og ég hlakka alltaf til þess
að komast þangað aftur. —
En við megum ekki gleyma
Vestmannsvatni. — Nei, en eins
og þú minntist á i upphafi, þá
lentum við hjónin < sumarbúða-
nefnd á sl. sumri, ekki síst vegna
góðrar aðstöðu okkar hér í nánd
við Vestmannsvatn. Okkur þótti
miður, hvað mannvirkin þar höfðu
gengið úr sér og fengum sterka
löngun til þess að koma til liðs við
61
það starf, sem þar er unnið. Og
sannast sagna, þá tekur það mik-
inn tima nú orðið, þvi ég tók að
mér yfirumsjón með verklegum
framkvæmdum og fjármálum.
Nefndin kom saman á liðnu hausti
og allir voru þá sammála um það,
að átaks væri þörf, sem myndi
kosta mikla fjármuni. Við ákváð-
um að byrja fjáröflun á því, að
selja marga árganga af jólakort-
um ÆSK, sem höfðu safnast upp á
liðinni tíð, og auk þess hljóm-
plötur og snældur með kristilegri
tónlist, sem voru til frá fyrri ár-
um. Ég gekk á milli húsa hér á
Húsavik á aðventunni og tókst að
selja af þessum birgðum fyrir 60
þúsund kr. En lítið gekk annars
staðar, nema helst á Dalvík þar
sem umtalsverður árangur náðist
í prestakalli formanns ÆSK, séra
Jóns Helga Þórarinssonar.
VIII
Myndlist og kirkja
Síðan gerðist það, að yfirmat-
sveinninn á Sjúkrahúsi Húsavik-
ur, Gústav Axel Guðmundsson,
leitaði til mín með handarmein.
var hann svo illa haldinn, að ég
varð að senda hann til beinasér-
fræðings á Sjúkrahúsið á Akur-
eyri. Þegar Gústav kom til baka,
var honum með öllu bannað að
fást við matseld fyrst um sinn.
Leiddist honum aðgerðarleysið,
svo hann bauðst til að veita mér
aðstoð sfna við fjáröflun til fram-
kvæmdanna við Vestmannsvatn.
Á skömmum tima hefur hann nú
safnað 90 þúsund krónum hjá
ýmsum ágætum fyrirtækjum, ekki
síst í formi vöruúttektar, sem
kemur sumarbúðunum til góða.
Þegar ég fékk þá flugu f höfuðið að
leita til myndlistarmanna um
gjafaverk til styrktar málefninu,
þá tók Gústav virkan þátt i þeirri
áætlun. Eins hefur Kári Sigurðs-
son myndlistarmaður hér á Húsa-
vík orðið mér mjög innan handar
við söfnun verkanna og uppsetn-
ingu sýningarinnar. —
Þá erum við komnir að þeim
þætti, sem varð þess valdandi, að
ég sótti Gunnar Rafn heim, en það
er sýning á verkum 64 listamanna
víðsvegar að af landinu. Mér kom
þá til hugar, að fyrir fjórum árum
var efnt til ráðstefnu i Skálholti
þar sem fjallað var um tengsl
myndlistar og kirkju. t þeim hópi,
sem þá kom saman, voru nokkrir
kunnir myndlistarmenn. Siðar
birtist árangur þessarar ráðstefnu
í greinum þátttakenda í Kirkju-
rítinu og þá ekki siður í veigamik-
illi sýningu að Kjarvalsstöðum,
sem vakti mikla og verðskuldaða
athygli. Meðal þátttakenda Skál-
holtsráðstefnunnar var
grafíklistamaðurinn Richard
Valtingojer-Jóhannson. Hann
komst m.a. svo að orði í grein
sinni Um myndlist og kirkju: „í
viðari skilningi er öll skapandi list
trúarlegs eðlis og ekki sfst gildir
það um myndlistina. Um það urðu
ráðstefnugestir um myndlist í
Skálholti fljótlega sammála. Þetta
trúarlega element í myndlistinni
er ekki bundið við trúarlegt inntak
í listaverkinu. Ef við göngum út
frá því, að hið illa er ekki skap-
andi, þá eru það einungis hin góðu
öfl, sem taka þátt í sköpun. Mað-
ur, sem skapar, í þessu tilfelli
myndlistarmaðurinn, er leitandi
og verður jafnframt að trúa á það,
sem hann gerir." Mér komu þessi
orð Valtingojers til hugar, þegar
ég frétti af viðbrögðum myndlist-
armanna við beiðni yfirlæknisins
á Húsavik. Þeir brugðust allir jafn
vel við og voru reiðubúnir að gefa
kirkjunni listaverk, til þess að efla
starf hennar í þágu yngstu kyn-
slóðarinnar. Það bendir ótyfrætt
til þeirrar sterku tilfinningar, sem
orð Valtingojers bregða ljósi á og
er ríkjandi i röðum listamanna.
Jafnframt er það vitnisburður um
þá von þeirra, að kirkjan komi á