Morgunblaðið - 17.03.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.03.1985, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MARZ 1985 31 A. Tarkovsky, M. Rostropovitsj, J. Ljúbimov og V. Maksimov. Tarkovsky hefur þó aldrei feng- ið neitt svar frá sovézkum yfir- völdum við þessari umsókn sinni, né heldur við sex öðrum áþekkum bréfum, sem hann hefur skrifað á éinu ári í þessu tilefni. „Mér fór þá að skiljast," sagði hann, „að ég væri einfaldlega ekki til í þeirra augum, ekki mannleg vera að þeirra áliti. Ég sveif ein- hvern veginn í lausu lofti eins og ský og sá mig tilneyddan til að taka örlagaríkt skref til þess að geta fengið á mig fast form og lög- un. í einu af síðustu bréfum mín- um til sovézkra yfirvalda lét ég í það skína, að mér væri ómögulegt að lifa áfram svona í lausu lofti, og að eitthvað yrði óumflýjanlega að gerast í mínum málum. En það var daufheyrzt við öllum þessum tilmælum. Og hér er ég svo kom- inn, af því að við Larisa höfum tekið þá ákvörðun að verða um kyrrt hérna á Vesturlöndum og reyna að fá til okkar hingað þá meðlimi fjölskyldunnar, sem þurfa á okkar hjálp að halda. Við munum vinna að því máli á grundvelli Helsinki-samkomu- lagsins, sem felur í sér ákvæði um sameiningu fjölskyldna við svip- aðar kringumstæður. Sovétstjórn- in skrifaði á sínum tíma undir þetta samkomulag um mannrétt- indi og veitti því fullgildingu af sinni hálfu, og því eru sovésk stjórnvöld tilneydd að framfylgja ákvæðum þessa samkomulags." „Það er augljóst," hélt Andrej Tarkovsky áfram máli sínu, „að sovézkum embættismönnum er listsköpun engan veginn að skapi. Ég hafði ásett mér að fást aðeins við andleg og listræn viðfangsefni, en það land, sem ég hef hingað til unnið fyrir, hefur goldið mér þessa viðleitni mína með piringi og sultarlaunum; stjórnvöld þessa lands hafa brugðizt mér og hunz- að. Ég vildi feginn fá skilið, af hverju þau ofsækja mig, en ég sé enga ástæðu og veit ekki svarið." Flokkurinn ákveður hvað sé góð list Næstur tók Júrí Ljúbímov til máls og tók mjög ákveðið í sama streng og Tarkovsky: „Þeir hafa horn I síðu þinni þarna austur I Moskvu, af því að þeir geta með engu móti þolað að nokkur maður sýni afburðahæfileika á einhverju sviði og þeir þola ekki ósvikna list. Sovézk yfirvöld eru á svo ótrúlega lágu menningarstigi, að þau fá alls ekki skilið neina þess háttar listsköpun, sem talizt getur fram- úrskarandi á einhverju sviði; og það sem þeir ekki skilja, er þá að þeirra áliti annað hvort vond list og af hinu illa eða eitthvað ger- samlega ómögulegt, óalandi og óferjandi. Sovézkir valdhafar hafa til að bera alveg furðulega næma og virka fagurfræðilega skynjun: Um leið og þeir skynja, að einhver hafi til að bera afburðahæfileika á sviði listsköpunar, þá bregðast þeir skjótt við með ofsóknir á hendur viðkomandi listamanni og reyna allt, sem þeir geta, til að kæfa slíka snilldargáfu. Hvernig getur til dæmis tónlistarmaður orðið sovézkum valdhöfum skeinu- hættur í listsköpun, listamaður sem alls ekki notar orð heldur tóna, og ætti því vart að geta brot- ið neitt af sér, sem styggt gæti pólitíska valdhafa? En þeir gefa honum líka ákveðin fyrirmæli varðandi listsköpun, og sé hann hæfileikamaður og vilji ekki hlíta slíku pólitísku ofríki og spili eða semji tónlist að sinni eigin beztu yfirsýn, þá er honum voðinn vís. Þá verða alls konar tálmanir lagð- ar í götu hans og yfirvöld láta skerast í odda við hann. Áður en langt um líður er hann orðinn svokallaður „óvinur ríkisins". Þannig er málum háttað á öllum sviðum innan Sovétríkjanna." „Já, þannig er þessu varið í einu og öllu,“ ítrekaði Vladimir Max- imov, sem næstur tók til máls, er Ljúbímov hafði lokið máli sínu. „Ég get nefnt hér enn eitt dæmi þessa ástands, sem fljótt á litið virðist kannski ekki tengjast beint því tilviki, sem hér hefur verið til umræðu, en þetta dæmi skýrir hins vegar ágætlega allt innra samhengi mála. Velþekktur sov- ézkur leikari, Lév Krúglýj, er núna búsettur í París. Hann naut mik- illa vinsælda sem leikari í Sov- étríkjunum, var vel settur sem listamaður og yfirvöld létu hann að mestu í friði, enda skipti hann sér ekki af stjórnmálum. Svo fluttist hann úr landi og átti i fyrstu við mikla erfiðleika að stríða erlendis. Hann lifði við bág kjör og vann hverja þá vinnu, sem honum bauðst. Sjálfur sagðist hann hafa séð það fyrir, að hans biðu margvíslegir erfiðleikar eftir að hann hefði flutzt frá Sovétríkj- unum. Ég spurði hann þvi eitt sinn: „Hvernig þorðir þú að taka svona erfitt og örlagaríkt skref?“ Hann svaraði þegar í stað: „Ég gerði þetta af þeirri ástæðu, að ég fann, að ég myndi annars einfald- lega kafna bráðlega í Sovétríkjun- um. Þar í landi nær maður ekki að anda. Þeir listamenn, sem samt eru að reyna að finna einhverja leið til þess að anda, þeir eru þá annað hvort gerðir brottrækir úr landi eða það er hreinlega gert út af við þá.“ LisLsköpun sprettur af trúarlegum rótum Eftir að Maximov hafði lokið máli sínu var viðstöddum blaða- og fréttamönnum gefinn kostur á að leggja spurningar fyrir Tark- ovsky, og var miklum fjölda spurninga beint til hans, svo að hann mátti heita algjörlega um- setinn. Hann svaraði þá spurning- um varðandi listsköpun sína og ýmis grundvallaratriði í afstöðu sinni til listarinnar. Af svörum hans mátti smátt og smátt greina Ijóslega svarið við þeirri spurn- ingu, sem hann hafði áður sjálfur varpað fram — nefnilega „af hvaða sökum og hvers vegna so- vézk stjórnvöld höfðu svo mjög horn f síðu hans og reyndu að bregða fyrir hann fæti?“: Þegar Tarkovsky ræddi um list sína kom einkar skýrt fram, hversu hugs- anaferill hans og listsköpun voru nátengd fornum sögulegum hefð- um, einlægri trúartilfinningu hans, svo og dýpstu rótum manns- ins, sem binda hann órjúfanlegum böndum við fortíð þjóðar sinnar og menningararfleifð. Þá kom og fram hjá honum, hversu ríka áherzlu hann leggur á fulla ábyrgð hvers og eins á öllu því, sem er að gerast í heiminum. Það er einmitt þessi afstaða Tarkovskys — sem fengin er beint úr kristindóminum — er verða mun uppistaðan í næstu kvikmynd hans, en þá mynd ætlar hann sér að taka í Svíþjóð: „Myndin á að fjalla um mann, sem fórnar þeim örlögum, er honum voru ásköpuð, til þess að bjarga öðrum mönnum frá glötun.“ „Án trúar á ódauðlega sál mannsins getur engin raunveruleg listsköpun átt sér stað ... Ég finn innst inni, að ég er maður, sem skapaður er í Guðs mynd; skap- andi vinna veitir listamanninum þá tilfinningu, að hann sé að sfnu leyti að feta í fótspor Guðs. En ef til vill erum við þó aðeins að reyna að róa okkar innri mann með þess háttar hugleiðingum og hugarsýn- um ... Það er auðvitað til sýndar- list, alveg eins og líka er til list, sem endurspeglar áform Guðs ...“ Blaöamennirnir hlustuðu hug- fangnir á tal Tarkovskys um list- ræna sköpun og um köllun lista- mannsins. Hann talaði lágri röddu og virtist velja orð sín af gaum- gæfni. Öllum þeim viðstöddum, sem kunnugir eru sovézkum veru- leika, varð fyllilega ljóst, að örlög Tarkovskys hefðu fyrr eða síðar hlotið að taka þá stefnu, sem þau hafa gert, nema því aðeins, að listamaðurinn hefði fallizt á að selja sannfæringu sína og ljúga. En það gat hann ekki: „Ég get ekki annað en verið sjálfum mér trúr, jafnvel þótt ég vildi brjóta gegn sannfæringu minni. Þessi innri af- staða hefur sína galla, stundum hefði það verið nauðsynlegt að geta breytt út af þeirri lffsafstöðu að geta snúið öllu við, en ég gat það bókstaflega ekki.“ Tarkovsky varð tíðrætt um endurvakningu trúhneigðar meðal Rússa, sem tekin væri að gera vart við sig um allt land. Hann ræddi þá þróun mála, að fólk væri í vax- andi mæli tekið að snúa sér aftur að trúariðkunum og leitaði aftur til kirkjunnar. „Og hvað um yðar eigin trú — hafið þér tekið hana að erfðum frá fjölskyldunni eða sjálfur fundið leiðina til lifandi trúar?“ spurði frönsk blaðakona hann. „Hjá okkur, þar sem hinir trúuðu og kirkjan hafa verið og eru enn ofsótt, þar verður það að teljast mjög sjaldgæft, að menn taki orð- ið trúna í arf eins og tíðkast svo mjög á Vesturlöndum. Nei, maður verður sjálfur að finna sfna leið til lifandi trúar og þannig öðlaðist ég mína trú. Og einmitt þetta fyrir- brigði er stöðugt aö verða algeng- ara meðal Rússa og breiðist ört út.“ „Hvers munið þér svo sakna mest af því, sem þér áttuð heima í Rússlandi, en eigið ekki kost á framar?“ — „Alls. Þess auðuga andlega lífs, sem svo margir eiga hlutdeild í af því fólki, sem ég þekkti og umgekkst. Ég mun sakna alls þess, sem þetta andlega líf veitti mér, sakna þess styrks, sem það gaf mér. Ég sakna áhorfenda minna í Sovétríkjunum, sem ásamt mér voru alla tíð sjálfir höfundar kvikmynda minna. Ég man, þegar kvikmyndin „Spegill“ var sýnd í Sovétríkjunum, hve mörg bréf mér bárust í sambandi við þá mynd, þar sem fólk skrifaði: „Hvernig fóruð þér að því að lýsa örlögum mínum svona nákvæml- ega ?“ „Ég mun sakna alls, alls.“ Italskur blaðamaður frá sósial- íska málgagninu „Avanti" gengur til Larisu, tekur í hönd hennar og segir: „Við stöndum með ykkur af öllu hjarta. Fjölskylda ykkar verð- ur að fá að sameinast á ný og það sem fyrst; þau sem eftir urðu verða að fá brottfararleyfi, því annars yrði þetta ómannúðlegt hlutskipti að búa við. Við skulum öll berjast fyrir ykkar málstað." KVENNADEILD REYKJAVÍKURD. R.K.Í. + AÐALFUNDUR KVENNADEILDARINNAR VERÐUR HALDINN MANUDAGINN 25. MARS KL. 19.30 AÐ HÓTEL SÖGU, ÁTTHAGASAL. DAGSKRÁ 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Önnur mál. Veitingar. stjórnin. sölu Seren Jenssen flygill órg. 1930. Flygillinn er Sommerfugl Model, einnig er flygillinn vel meö farinn og mjög falleg mubla. Uppl. gefur Matthías Ægisson í síma 25155 og 23227. Canon NP-150 KR. 94.500 STGR. NP-155 KR. 128.400 STGR. Erlendis er NP-155 kölluö The Winner. NP-155 er ekki aðeins sigurvegari í veröi því aö Zoom linsan (stækkun og minnkun í öllu sviöinu 65%—142%) og Ijósritun í þremur litum, auk lítils viöhalds, hafa gert þessa Ijósrit- unarvél aö athyglisveröustu Ijósritunarvélinni. Shrifvélin hf Suöurlandsbraut 12. Símar 685277 og 685275. L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.