Morgunblaðið - 17.03.1985, Side 43

Morgunblaðið - 17.03.1985, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MARZ 1985 43 Kínversk hljóm- sveit í heimsókn DAGANA 11.—25. mars dvelst hér & landi 10 manna hópur hljóAfcraleik- ara úr Hinni þjóðlegu hljómsveit Kvikmyndaversins í Beijing (Pek- ing). Hljómsveitin er í tónleikaíor um Evrópu og hélt fyrstu tónleika sína á ferðalaginu í Sjálfstæðishús- inu á Akureyri miðvikudagskvöldið 13. mars kl. 20:30. Þaðan hélt hljómsveitin til Neskaupstaðar en þar voru tónleikar daginn eftir hinn 14. mars í Egilsbúð. Þá verða hljóm- leikar í Hafnarfjarðarkirkju sunnu- daginn 17. mars kl. 17, á Akranesi 18. mars, í Bústaðakirkju í Reykja- vík fostudaginn 22. mars kl. 20:30. Lokatónleikar hljómsveitarinnar verða í sal Menntaskólans við Hamrahlíð iaugardaginn 23. mars og hefjast kl. 14. Hljómsveit Kvikmyndaversins í Beijing (Peking) var stofnuð árið 1950 og skiptist hún í vestræna sinfóníuhljómsveit og þjóðlega hljómsveit sem leggur einkum stund á hefðbundna kínverska tónlist. Tónlistin sem Hin þjóð- lega hljómsveit Kvikmyndavers- ins í Beijing (Peking) leikur hér á landi er bæði gömul og ný, en öll i kínverskum stíl. Á meðal þeirra hljóðfæra sem hljómsveitin hefur meðferðis er þúsund ára gamall sjö strengja sítar eða guqin. Mun þetta guqin víst vera elsta hljóð- færi sem komið hefur hingað til lands, var sennilega smíðað um líkt leyti og Egill flutti Höfuð- lausn eða um miðja 10. öld. Hljómsveitin dvelst hér á landi í boði Kínversk-íslenska menning- arfélagsins. Hin þjóðlega hljómsveit Kvikmyndaversins í Beijing. Hljóðfæraleikararnir eru: Xia Rengen, pipa, kínversk lúta; Hu Haiquan, suona, einskonar óbó; Shen Liliang, tveggja strengja fiðla; Fan Shange, guzheng, 24ra strengja hljóðfæri; Sun Guisheng, guqin, 7 strengja sítar, einnig á xiao, sem er bambusflauta; Sun Fengzhong, erhu, tveggja strengja fiðla; Li Xiaogang, yangqin 21 strengs hljóðfæri, sem slegið er með hömrum; Cao Jianquo, sheng, eins konar munnorgel; Pan Eging, kínverskur æskulýðsmeistari í pipa-leik og Guo Xiang, bili, sem er eins konar kínverskt klarinett. Aðalfundur nemenda úr Skál- holtsskóla Aðalfundur Nemendasambands Skálholtsskóla verður haldinn í Skálholti laugardaginn 23. mars nk. Nemendasambandið var stofnað 30. maí 1977 og eiga allir rétt á inn- göngu sem lokið hafa námi við skól- ann. Sambandið sendir reglulega út fréttabréf og heldur nemendamót og samkomur fyrir félagsmenn með það fyrir augum, að styrkja samband þeirra innbyrðis og halda tengslum þeirra við skól- ann. Nú hefur á 3 hundrað nem- enda lokið námi við Skálholts- skóla og hefur um þriðjungur þeirra gengið í NSS. Á fundinum verða unnin venju- leg aðalfundarstörf auk þess sem fundarmönnum gefst kostur á að kynnast starfi skólans sl. vetur og núverandi nemendum hans. Sam- koman hefst með máltíð kl. 11.30 og síðan hefst fundur kl. 13.00. Nú koma allir að Rapid smellinn laugardag og sunnudag kl. 13-17 Um helgina sýnum við RAPID sportarann sem hefur heldur betur „smellt í gegn“ að undanförnu. Raunar engin furða því þessi splunkunýi bíll er

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.