Morgunblaðið - 17.03.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.03.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MARZ 1985 43 Kínversk hljóm- sveit í heimsókn DAGANA 11.—25. mars dvelst hér & landi 10 manna hópur hljóAfcraleik- ara úr Hinni þjóðlegu hljómsveit Kvikmyndaversins í Beijing (Pek- ing). Hljómsveitin er í tónleikaíor um Evrópu og hélt fyrstu tónleika sína á ferðalaginu í Sjálfstæðishús- inu á Akureyri miðvikudagskvöldið 13. mars kl. 20:30. Þaðan hélt hljómsveitin til Neskaupstaðar en þar voru tónleikar daginn eftir hinn 14. mars í Egilsbúð. Þá verða hljóm- leikar í Hafnarfjarðarkirkju sunnu- daginn 17. mars kl. 17, á Akranesi 18. mars, í Bústaðakirkju í Reykja- vík fostudaginn 22. mars kl. 20:30. Lokatónleikar hljómsveitarinnar verða í sal Menntaskólans við Hamrahlíð iaugardaginn 23. mars og hefjast kl. 14. Hljómsveit Kvikmyndaversins í Beijing (Peking) var stofnuð árið 1950 og skiptist hún í vestræna sinfóníuhljómsveit og þjóðlega hljómsveit sem leggur einkum stund á hefðbundna kínverska tónlist. Tónlistin sem Hin þjóð- lega hljómsveit Kvikmyndavers- ins í Beijing (Peking) leikur hér á landi er bæði gömul og ný, en öll i kínverskum stíl. Á meðal þeirra hljóðfæra sem hljómsveitin hefur meðferðis er þúsund ára gamall sjö strengja sítar eða guqin. Mun þetta guqin víst vera elsta hljóð- færi sem komið hefur hingað til lands, var sennilega smíðað um líkt leyti og Egill flutti Höfuð- lausn eða um miðja 10. öld. Hljómsveitin dvelst hér á landi í boði Kínversk-íslenska menning- arfélagsins. Hin þjóðlega hljómsveit Kvikmyndaversins í Beijing. Hljóðfæraleikararnir eru: Xia Rengen, pipa, kínversk lúta; Hu Haiquan, suona, einskonar óbó; Shen Liliang, tveggja strengja fiðla; Fan Shange, guzheng, 24ra strengja hljóðfæri; Sun Guisheng, guqin, 7 strengja sítar, einnig á xiao, sem er bambusflauta; Sun Fengzhong, erhu, tveggja strengja fiðla; Li Xiaogang, yangqin 21 strengs hljóðfæri, sem slegið er með hömrum; Cao Jianquo, sheng, eins konar munnorgel; Pan Eging, kínverskur æskulýðsmeistari í pipa-leik og Guo Xiang, bili, sem er eins konar kínverskt klarinett. Aðalfundur nemenda úr Skál- holtsskóla Aðalfundur Nemendasambands Skálholtsskóla verður haldinn í Skálholti laugardaginn 23. mars nk. Nemendasambandið var stofnað 30. maí 1977 og eiga allir rétt á inn- göngu sem lokið hafa námi við skól- ann. Sambandið sendir reglulega út fréttabréf og heldur nemendamót og samkomur fyrir félagsmenn með það fyrir augum, að styrkja samband þeirra innbyrðis og halda tengslum þeirra við skól- ann. Nú hefur á 3 hundrað nem- enda lokið námi við Skálholts- skóla og hefur um þriðjungur þeirra gengið í NSS. Á fundinum verða unnin venju- leg aðalfundarstörf auk þess sem fundarmönnum gefst kostur á að kynnast starfi skólans sl. vetur og núverandi nemendum hans. Sam- koman hefst með máltíð kl. 11.30 og síðan hefst fundur kl. 13.00. Nú koma allir að Rapid smellinn laugardag og sunnudag kl. 13-17 Um helgina sýnum við RAPID sportarann sem hefur heldur betur „smellt í gegn“ að undanförnu. Raunar engin furða því þessi splunkunýi bíll er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.