Morgunblaðið - 17.03.1985, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 17.03.1985, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 17. MARZ 1985 Lífíð er allt morandi af þverstæðum, segja spakir menn stundum þegar þeir setja sig í heimspekilegar stellingar. Er þaö til að mynda ekki svolítið þver- sagnakennt að ekki skuli vera hægt að knýja fram kauphækkun án þess að fara í verkfall og tapa fleiri krón- um en vinnast með kaup- hækkuninni? Að ekki skuli vera hægt að fá lán í bönk- um nema eiga nóg af pening- um og þurfa því ekki á láni að halda? Eða að ekki sé hægt að borga skattinn nema auka tekjurnar með því að vinna meira og þurfa þá að borga enn hærri skatt og vinna ennþá meira? Teikning hoilenska lista- mannsins Eschers af tveimur höndum sem teikna hvor aðra. Menn hafa sagt, að á sama hátt og röklegar þver- stxður eru ógnun við rök- byggju, séu teikningar Esch- ers ógnun við raunhyggju. auka verðmætasköpunina í þjóðfélaginu. En nú eru rökfærslur af þessu tagi sem betur fer ekki eins traustar og virðist við fyrstu sýn. Raunveruleikinn er ekki svo einfaldur að hægt sé að fella hann undir alhæfingar á þennan hátt. Engin alhæfing stenst, sagði eitt sinn vís maður, og hrakti þar með eigin fullyrð- ingu. Ef engin alhæfing stenst, þá stenst ekki alhæfingin „Eng- in alhæfing stenst". En maður skyldi aldrei segja’aldrei og eng- in regla er án undantekninga, eins og menn vita. Ef lesandinn skyldi enn velkj- ast í vafa um efni þessarar greinar, er honum bent á að líta sem snöggvast á hina frægu teikningu hollenska listamanns- ins Eschers af höndunum tveim- ur sem eru að teikna hvor aðra. Betra dæmi um myndræna þverstæðu er vart hægt að ÞETTAER FYRIRSÖGN finna. Og það er um þverstæður í máli og myndum sem greinin fjallar. Sjálfstilvísun Máttleysi sjálfstil- vísunarinnar kem- ur skemmtilega fram á þessari Ijósmynd af hamri að negla nagla í sjalfan sig. Lesandinn er beðinn um að lesa ekki þessa setningu Þverstæða í hversdagslífinu. Mjög vinalegur vítahringur. Og hvað segja menn um nýjustu þver- stæðuna: Þjóðin hef- ur öll heyrt þá skoð- un sumra stjórnmálamanna að ekki sé kostur á því að bæta kjör launþega, þar á meðal kennara, nema auka verðmætasköpun í þjóðfélaginu. Þessi skoðun virð- ist nokkuð skotheld, því ekkert kemur af engu. En svo segja kennarar, og eru óneitanlega sannfærandi líka: Slæm kjör kennara leiða til lélegrar kennslu, léleg kennsla leiðir til illa menntaðra þegna og illa menntaðir þegnar geta ekki aukið verðmætasköpunina í þjóðfélaginu. Þetta er lagleg sjálfhelda. Til að auka verð- mætasköpunina í þjóðfélaginu þarf að bæta kjör kennara, og til að bæta kjör kennara þarf að Hin fræga Möbiusarræma, sem margir líta á sem eitt af undrum veraldar. Slíkan hring geta menn gert með því að snúa pappírsræmu hálfan snúning og líma síðan endana saman. Útkoman verður sú að ræman hefur aðeins eina brún og eina hlið. Og sé ræman klippt eftir endilöngu verða ekki til tveir hringir, eins og maður gæti búist við, heldur einn. Útfærsla Eschers á Möbiusarræmunni. Það er tæplega hægt að gefa tæmandi skilgreiningu á „þverstæðu", enda orðið lifandi í málinu og lætur því ekki undan þvingunum fræðimanna til að marka því bás. En það sem rök- fræðingar kalla tæra þverstæðu hefur eftirfarandi þrjú ein- kenni: Felur í sér einhvers konar sjálfstilvísun, er mótsögn og vítahringur. Lítum fyrst á sjálfsvísunina: Fyrirsögn greinarinnar er dæmi um sjálfsvísun. Fyrirsögn er knappur texti í stóru letri sem fylgir grein. Setningin „Þetta er fyrirsögn greínarinn- ar“ vísar til sjálfrar sín þar sem hún stendur sem fyrirsögn. Hins vegar er hún ekki þverstæða í eiginlegri merkingu, því það er auðvitað hárrétt að þetta er fyrirsögn greinarinnar. Það er hins vegar augljóst og sjálfgefið og því þarf ekki að taka það fram. (Hitt er annað mál að sennilega fullnægir fyrirsögnin þeim kröfum sem blaðamenn og lesendur gera til fyrirsagna, nefnilega að þær segi eitthvað um innihald greinarinnar og veki forvitni.) Við getum nefnt fleiri dæmi um slíka sjálfsvísun: „Þessi setning inniheldur fimm orð.“ „Þetta er setning." „Þessi setning er skrifuð á ís- lensku." Mótsögn Ef við bættum orðinu „ekki“ inn í fyrirsögnina og segðum: „Þetta er ekki fyrirsögn greinar- innar" væri það augljós mót- sögn. Sama er að segja um I
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.