Morgunblaðið - 17.03.1985, Side 60
60
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MARZ 1985
FÖNG
Bolli Gústavsson
I
Heillastaður
Á síðastliðnu sumri var þess
minnst við Vestmannsvatn í Aðal-
dal, að þá voru liðin tuttugu ár frá
því, að sumarbúðir Æskulýðssam-
bands kirkjunnar í Hólastifti voru
vígðar. Þar var því mikið fjöl-
menni saman komið. Ýmsir af há-
tfðargestum áttu bernskuminn-
ingar frá sumardvöl í þessu fagra
umhverfi. Aðrir höfðu lagt hönd á
plóg við uppbyggingu búðanna eða
unnið við rekstur þeirra. Meðal
þeirra voru ung hjón, Gunnar
Rafn Jónsson, nú annar tveggja
yfirlækna við sjúkrahúsið á Húsa-
vfk, og Steinunn Þórhallsdóttir
húsmæðrakennari. Þau höfðu
kynnst á þessum stað á ofanverð-
um sokkabandsárum sfnum og
felldu þá hugi saman, svo að í aug-
um þeirra er Vestmannsvatn
heillastaður, sem þau láta sér
annt um. Nú, þegar þau eru sest
að í Suður-Þingeyjarsýslu, virðist
þeim ástæða til að leggja sitt af
mörkum til nauðsynlegra endur-
bóta á mannvirkjum sumarbúð-
anna. Tókst svo giftusamlega til,
að þau voru bæði kjörin f sumar-
búðanefnd á síðasta aðalfundi
ÆSK. Hefur komið á daginn, að
þau láta ekki sitja við orðin tóm
og velja all sérstæðar fjáröflun-
arleiðir til styrktar búðunum. En
áður en lengra er haldið, þá hefi
ég í huga að rifja upp sögu þessar-
ar kirkjulegu miðstöðvar í fáum
orðum. Eru heimatökin hæg, þvf
mér var falið það verkefni á
fyrrgreindri hátíð og mælti þá
m.a. eitthvað á þessa leið:
II
Taumlétt ímyndunarafl
— Helgi Sæmundsson orti:
— Tími vor hleypur hratt
hrynur elfur á djúpsins fund.
Allt lofar drottins dýrð,
dagur og nótt og sérhver stund. —
Þessi bjarta hátíð við vatnið
minnir mig á, hversu tími vor
hleypur hratt. Það virðist ekki
langt sfðan við, fermingarsystkin
frá vorinu 1949, sátum f kapellu
Akureyrarkirkju og sungum af
æskuþrótti: „Sækjum fram og
syngjum dátt með sigurljóð á
vðr/ syngjum hátt um herrans
mátt, svo hitni sálarfjör." Þessi
söngur var nefndur æskulýðs-
marsinn og höfundur ljóðsins,
Friðgeir H. Berg, hafði tileinkað
það nýstofnuðu æskulýðsfélagi
kirkjunnar.
1 minningunni leikur sterk
vorbirta um þá daga og hljómar
þeirra eru skærir og hreinir. Þau
ár einkenndu hvetjandi nýmæli,
sem fermingarfaðir okkar, séra
Pétur Sigurgeirsson, hafði inn-
leitt. Hann var þá nýkominn til
starfa og stofnaði fyrsta æsku-
lýðsfélag kirkjunnar í Hólastifti
áriö 1947; félag, sem átti eftir að
hafa víðtæk áhrif. Var það fyrsti
vísirinn að ÆSK, sem síðar leiddi
til byggingar sumarbúða fyrir
börn og unglinga hér við Vest-
mannsvatn. Mér finnst einhvern
veginn miklu nær að tala um
ævintýri, fremur en sögu, þegar
minnst er þeirra atburða. Það er
raunar betur við hæfi að minnast
þeirra í ljóði, söng og efldu starfi,
heldur en þurri upptalningu stað-
reynda að hætti sagnfræðinnar.
Vægast sagt sýndist fátt fjarstæð-
ara, en að fjárvana samtök áhuga-
manna um kristna trú gætu byggt
hús til þeirrar umfangsmiklu
starfsemi, sem þeir séra Pétur og
séra Sigurður Guðmundsson á
Grenjaðarstað báru mest fyrir
brjósti. Þeir vildu, að ÆSK
stefndi hiklaust að rekstri sumar-
búða barna og unglinga, sem
hefðu mótandi, kristileg áhrif,
glæddu safnaðarvitund ungra og
aldinna og treysti samheldni
leiðandi manna í kirkjunni á
Norðurlandi. Og sannarlega sóttu
þeir fram og hrifu aðra með sér,
svo sigurljóðið rættist. Mér er það
þakkarefni, að hafa átt þess kost
að fylgjast með frá upphafi. Það
var minnilegur dagur, þegar við
fórum hingaö á jeppum um veg-
leysur, til þess að skoða aðstæður
við vatnið. Ábúendur í Fagranesi
og Fagraneskoti höfðu þá þegar
lýst sig reiðubúna að gefa land til
þessarar starfsemi. Og prestarnir
hlupu hér um móa og brekkur eins
og ákafir unglingar og imyndun-
araflið var taumlétt. Þarna skyldi
aðalskáli rísa, svefnskáli hér,
starfsmannahús þar og kapellan
þarna. Það var ekki minnst á pen-
inga, heldur aðeins framkvæmdir,
sem enginn efaðist um að myndu
hefjast innan skamms. Það mátti
helst ætla, að þeir væru ríkustu
menn á íslandi. Og reyndar voru
þeir það, því þeir áttu bjargfasta
trú. Skömmu síðar fór ég einn
hingað að vatninu til þess að
teikna mynd af væntanlegum
sumarbúðum, sem enn voru skýja-
borgir, og prentuð var á jólakort
ÆSK það ár. Svo áhrifamikil
hafði fyrri ferðin verið, að ég sá
húsin öll fyrir mér eins og þeir
séra Pétur og séra Sigurður höfðu
lýst þeim. Og hrífandi fegurð
þessa staðar var máttug prédikun,
þar sem allt speglaði drottins
dýrð; spegilslétt vatnið með hólm-
ana gróðri vafða, Vatnshlíðin
laufprúð og staðurinn i skjóli ljóð-
rænna heiðalanda. f upphafi hafði
Kristur kallað lærisveina sína við
fjarlægt vatn; nú náðu áhrif hans
hingað. Þótt torleiði sýndust
ósjaldan framundan, þá reyndust
þau aldrei óyfirstíganleg.
III
Starflð hefst
Vorið 1962 var lagður horn-
steinn að aðalbyggingu sumarbúð-
anna við Vestmannsvatn. Það
sumar voru hér skosk-íslenskar
vinnubúðir, ungt fólk frá tveim
löndum og kirkjudeildum, sem að-
stoðaði iðnaðarmenn. Var það
skemmtilegur tími, sem ég hefði
ekki viljað fara á mis við. Starfs-
gleðin var í fyrirrúmi, menn báðu
og unnu og lofgjörðin hljómaði. —
Sumarið 1964 voru búðirnar síðan
vígðar. Við séra Jón Kr. ísfeld
nutum þeirra forréttinda, að verða
fyrstu sumarbúðastjórar og til að-
stoðar okkur var Gylfi Jónsson
núverandi rektor Skálholtsskóla.
Þótt þrengslin væru mikil í
svefnstofunni, sem þá var hér á
neðri hæðinni, kom það aldrei að
sök. Börnin undu hag sínum vel og
skorti ekki viðfangsefni. Ekki má
gleyma hlut Þuríðar húsfreyju frá
Fagranesi, er veitti þeim móður-
Listaverkin hengd upp.
heldur hugað að þvi, sem nú er að
gerast og bendir til þess að hagur
þessa starfs sé að vænkast.
IV
Grafik að vestan
og austan
Þriðjudaginn 26. febrúar sl. ók
ég austur til Húsavíkur í því skyni
að hitta Gunnar Rafn Jónsson.
Mér var þá kunnugt um, að hann
stæði í stórræðum, er tengdust
bæði listalífi f héraði og kirkju-
legu starfi. Yfirlæknirinn hafði
lagt frá sér skurðarhnífinn um
sinn, tekið sér vikufrí, til þess að
hleypa af stokkum umfangsmikilli
listsýningu. Og tilgangurinn var
tvíþættur: Áð gefa mönnum kost á
að njóta góðrar listar, festa kaup á
listaverkum og hins vegar að
safna fjármunum til nauðsynlegra
framkvæmda í sumarbúðunum við
Vestmannsvatn. Sýningaraðstöðu
skortir ekki á Húsavík, því þar er
myndarlegt safnahús, sem reis af
grunni fyrir ótrauða hugsjónabar-
áttu Jóhanns sýslumanns Skapta-
sonar. Á efstu hæð er listasafn
sýslunnar og þar eru húsráðendur
þau Finnur Kristjánsson fyrrum
kaupfélagsstjóri og kona hans, frú
Hjördís Kvaran. Þegar okkur bar
þar að garði höfðu þau tæmt alla
sali af myndum og upp við veggi
risu ný verk, sem biðu uppheng-
ingar. — Þið verðið að fá ykkur
sæti hérna inni hjá okkur, — segir
Finnur og vísar mér og samferða-
fólkinu inn á skrifstofuna þar sem
kona hans tekur þegar fram hitak-
önnu og skenkir í bolla. — Það er
ekki hlaupið að þvf að króa lækn-
inn af þessa dagana. Segja mætti
mér, að
hann sé nú niðri á flugafgreiðslu
eða á pósthúsinu að sækja myndir,
því þær berast ört að, — segir
Hjördís kankvís og bætir við: —
Það er gott, ef hann lætur sér
nægja þessa hæð og færir sig ekki
lfka niður f bókasafnið. Kannski
við verðum að bera fsbjörninn út
úr kjallaranum. — Finnur nær
brátt sfmasambandi við Gunnar
Rafn og innan skamms birtist
hann f dyrunum glaðbeittur á svip
með vænan feng f báðum hand-
arkrikum. — Graffk að austan og
vestan, bæði frá Vopnafirði og
Sauðárkróki, — segir hann hressi-
lega með búmannsglampa f aug-
um. — Og nú komið þið heim, —
bætir hann við og bendir okkur að
fylgja sér. Gunnar Rafn og Stein-
unn búa með fjórum dætrum sín-
um í stóru húsi f miðbænum. —
Það er þægilegra að vera hér en
uppi í nýja hverfinu í Gólanhæð-
um, þvf héðan er stutt á vinnu-
staðinn. Neðri hæðin var áður
heilsugæslustöð og hér uppi er
bústaður yfirlæknis hennar, Gísla
Auðunssonar, sem nú er f leyfi frá
störfum og dvelst vestur f Kanada
með fjölskyldu sína. Við erum því
að leita okkur að varanlegum sam-
astað, helst hér á þessum slóðum
sem næst sjúkrahúsinu. —
lega hlýju, sem gerði þau öruggari
og ánægðari. — Nú ber það við, að
ég hitti ráðsetta menn og hús-
freyjur, sem minnast þessara
fyrstu sumra við Vestmannsvatn
með mikilli hlýju. Ekki get ég
neitað þvf, að þá hrekk ég dálítið
við, því það minnir mig áþreifan-
lega á, hve tími vor hleypur hratt.
Á tveim áratugum hefur starfið
hér eflst að mun. Stór svefnskáli
reis af grunni og góður íþrótta-
vðllur var gerður. Vettvangur
starfsins víkkaði. Auk barnahópa
komu hingað aldraðir og fatlaðir
til dvalar. Einn er sá draumur,
sem hefur þó ekki ræst, en það er
starfsemi í búðunum að vetrinum.
Um langt skeið voru ýmsar hug-
myndir um skólahald ræddar
fram og aftur, en reyndust ekki
raunhæfar. Skólum f þéttbýli var
gefinn kostur á að nýta sér aðstöð-
una hér, en þær tilraunir entust
skammt. Nú mun ljóst, að reynt
hefur verið til þrautar að finna
leiðir til vetrarstarfs og ósennilegt
að úr leysist, nema verulegar
breytingar verði á aðstæðum. —
Lengra skal ræða þessi ekki rakin.
Gunnar Rafn Jónsson yfirlæknir.
Listaverk
í læknishöndum