Morgunblaðið - 17.03.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.03.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MARZ 1985 27 **Skörp verkaskipting milli kynja þegar í upphafi tölvuvæðingarii — segir Esther Guðmundsdóttir, formaður KRFÍ Esther Gudmundsdóttir 16. landsfundur Kven- réttindafélags íslands var haldinn dagana 15. og 16. mars sl. í félagsmiöstöð- inni Gerðubergi í Keykjavík. Blm. Mbl. ræddi við Esther Guð- mundsdóttur, þjóðfélags- fræðing, formann félags- ins og spurði hana um starfsemi KRFÍ „Kvenréttindafélag íslands var stofnað 27. janúar 1907 fyrir forgöngu Bríetar Bjarnhéðins- dóttur, er varð fyrsti formaður þess,“ sagði Esther. „I upphafi snerist baráttan aðallega um það, sem við teljum eðlileg mannréttindi i dag, þ.e.a.s. að konur fengju kosningarétt og kjörgengi til bæjar- og sveitar- stjórna og til Alþingis. Umræður um þessi mál höfðu staðið lengi, en árangur hafði látið á sér standa. Loks samþykkti Alþingi að veita konum þessi réttindi og má segja að fullur sigur hafi náðst 1920. Kvenréttindafélagið beitti sér fyrir því að konur fengju sama rétt og karlar til menntunar og embætta. Einnig hefur félagið átt drjúgan þátt í setningu sifja- og tryggingalöggjafar og alla tíð látið atvinnumál til sin taka, bæði að því er varðar vinnuað- stöðu og launakjör. Þá hefur fé- lagið barist fyrir því að litið yrði á konur og karla sem sjálfstæða einstaklinga hvað varðar skatta- lög, án tillits til hjúskaparstöðu. Félagsmenn í KRFÍ gerðu sér snemma grein fyrir því að eitt félag gæti ekki barist fyrir öllum þeim málum er þeir höfðu áhuga á. Ýmis sérfélög voru því stofnuð að þeirra undirlagi s.s. Verka- kvennafélagið Framsókn, Lestr- arfélag kvenna, Mæðrafélagið o.fl.“ — En hver hafa verkefni KRFÍ verið á sl. árum? „Er lög um jafnrétti kvenna og karla voru sett 1976 voru mörg af stefnumálum félagsins lög- fest. Við teljum þó ekki að raun- verulegt jafnrétti karla og kvenna sé í reynd. Við viljum að konur og karlar fái sömu að- stöðu og tækifæri í þjóðfélaginu. Á landsfundi KRFÍ 1980 var samþykkt að á næstu fjórum ár- um yrði sérstaklega unnið að því að auka hlut kvenna í ákvarð- anatöku í samfélaginu. Aðal- áhersla yrði lögð á að auka hlut kvenna í stjónmálastarfi og fjölga konum í sveitarstjórnum og á Alþingi.“ — Hvernig hefur það tekist? „Nokkuð vel. Haustið 1980 var haldin ráðstefna með konum i sveitarstjórnum. Umræður voru mjög fróðlegar og málefnalegar og var síðan gefinn út bæklingur þar sem þær voru birtar. Haust- ið 1981 héldum við aðra ráð- stefnu undir yfirskriftinni „Kon- ur og kosningar". Þar var rætt hvernig hægt væri að fjölga kon- um á framboðslistum í komandi sveitarstjórnakosningum. Fjöl- miðlar sýndu mikinn áhuga á þessari ráðstefnu, enda var hiti í konum m.a. vegna umtals um sérstaka kvennalista. 22. maí 1982 var haldinn fundur á Hótel Borg þar sem kvenframbjóðend- ur í Reykjavík skiptust á skoð- unum. Húsfyllir var og fundur- inn hinn skemmtilegasti. Þá var einnig dreift um allt land lím- miðum, er á stóð: „Kjósum kon- ur.“ Kosningagetraun var útbúin og áttu menn að geta sér til hve margar konur kæmust að í Reykjavík, á Akureyri og á land- inu öllu. Enginn hafði nákvæm- lega rétt svar, en 7 voru með 1 frávik. í þessum kosningum fjölgaði þeim konum verulega er kjörnar voru. Yfir allt landið úr 6,1% í 12,5% og í Reykjavík úr 20% í 38,1%. Fyrir Alþingiskosningarnar 1983 hvatti KRFÍ konur til að gefa kost á sér til framboðs. Eft- ir kosningarnar 1983 varð veru- leg breyting. Konum á Alþingi fjölgaði úr 5% þingmanna upp í 15%.“ — Hvað með launamál kvenna? Eins og ég sagði áðan hefur KRFl alla tíð barist fyrir bættri stöðu kvenna á vinnumarkaðin- um. Þátttaka kvenna í launuðum störfum utan heimilis hefur auk- ist mikið, en launakjör þeirra ekki batnað að sama skapi. í 19. júni, ársriti KRFl, 1982, var fjallað um hvernig væri að koma aftur á vinnumarkaðinn eftir nokkurt hlé. í janúar 1983 var umræðunni fylgt eftir með ráð- stefnu og erindin sem þar voru flutt og umfjöllunin öll birt í bæklingi er gefinn var út. I jánú- ar 1984 var enn fengist við vinnumarkaðsmál og haldin ráðstefna er bar yfirskriftina „Endurmat á störfum í þjóðfé- laginu“. Margt athyglisvert kom þar fram, enda málið brýnt, sér- staklega fyrir konur. Tölvutæknin hefur á síðustu árum rutt sér til rúms á íslandi. Stjórn KRFÍ fannst því tilvalið að fyrir landsfund, sem átti að halda haustið 1984, yrði unnin athugunin „Tölvutækni — Hlut- ur kvenna og karla á vinnumark- aðinum". Niðurstöðurnar leiða í ljós það sem okkur hafði reyndar grunað áður þ.e. að skörp verkaskipting er milli kynjanna. Karlarnir eru yfirleitt í betur launuðum störfum, fást við nýsköpunar- og stjórnunarstörf, en ritvinnsla og skráning er svo til eingöngu i höndum kvenna. Athugunin leiddi einnig í ljós að í skólakerfinu og hinum ýmsu sérskólum sýna konur minni áhuga á tölvutækni, þó námsár- angur þeirra sé ekki lakari en karla í tölvunámi. Talið er að þeir sem eru orðnir tölvuvanir áður en skólaskyldu lýkur, hafi forskot fram yfir þá sem þurfa að byrja á að kynna sér tölvu- tækni og yfirvinna tortryggni í hennar garð. Það gefur því augaleið, að kon- ur verða að taka sér tak í þessum efnum ef atvinnuhorfur þeirra eiga ekki að skerðast í framtíð- inni. Sérstaklega með tilliti til þess að í dag sinna þær í veru- legum mæli störfum sem tölvur geta annast í framtíðinni.“ — Hvað með annað starf KRFÍ? „Af því er það helst að segja að félagsfundir eru yfirleitt haldnir einu sinni í mánuði, í há- deginu. Boðið er upp á nokkur námskeið ár hvert; félagið á full- trúa í ýmsum nefndum og sam- tökum s.s. Framkvæmdanefnd um launamál kvenna, Friðar- hreyfingu íslenskra kvenna o.fl. Félagið gefur út blaðið 19. júni ár hvert eins og áður sagði og einnig fréttabréf u.þ.b. fjórum sinnum á ári. Menningar- og minningarsjóður kvenna, er veitir konum náms- og ferða- styrki, er í varðveislu KRFÍ og hefur nýverið gefið út 5. bindi æviminninga kvenna. Einnig gefur hann út minningarkort. Þá hefur KRFÍ rekið kvennaheimil- ið Hallveigarstaði um árabil; ásamt meðeigendum sínum: Kvenfélagasambandi íslands og Bandalagi kvenna í Reykjavík. Þessi félög og ýmis fleiri hafa þar aðstöðu og einnig leigjum við út og lánum öðrum aðilum húsnæði. Eins og nafnið ber með sér hefur Kvenréttindafélag íslands barist um árabil fyrir réttindum kvenna, einfaldlega vegna þess að á hlut þeirra hefur hallað. En félagið hefur jafnréttisbaráttu á stefnuskrá sinni, er opið bæði körlum og konum og við þiggjum gjarnan stuðning vaskra bar- áttumanna, hvort sem þeir eru karlkyns eða kvenkyns," sagði Esther Guðmundsdóttir, for- maður KRFÍ, brosandi að lokum. Remingtonq MICRO SCREEN SUPER RAKVELAR • 14 DAGA SKILAFRESTUR • MICRO SCREEN SUPER XLR-800 220 V. KR. 2.859.- • ÁRS ÁBYRGÐ • MICRO SCREEN SUPER XLR-1100 220 V. M/HLEÐSLU KR. 4.467.- • ÞREFÖLD VIRKNI OG BARTSKERI • FERÐATASKA FYLGIR ÞEKKING - REYNSLA 7 ÞJÓNUSTA FALKINN 105 REYKJAVÍK SUÐURLANDSBRAUT 8 - SÍMI 91-84670
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.