Morgunblaðið - 17.03.1985, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 17.03.1985, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MARZ 1985 59 vera fjarvistum í rúmt ár frá því Kristján kvaddi þar til Lára fékk sitt hinsta kall. Er ég sannfærður um að orðið hafa miklir fagnað- arfundir hjá þeim. Ég vil færa Nennu og öllum ástvinum Láru bestu kveðjur. Jóhannes Bjarnason Á mdhgun, mánudaginn 18. mars, verður gerð útför frú Láru Jónsdóttur Schram frá Dómkirkj- unni í Reykjavík. Aðeins rúmt ár er síðan eiginmaður hennar, Kristján Schram, var burtkvadd- ur. Það varð því stutt á milli þess- ara merkishjóna, en þannig var það jafnan meðan þau lifðu. Þau Lára og Kristján voru bæði Reykvíkingar, Vesturbæingar eins og þeir gerast bestir. Tilhugalíf þeirra mun hafa hafist er Kristján bjó á Stýrimannastíg, en Lára á Vesturgötu 36, þar sem þessar tvær götur mætast. Vel má gera sér í hugarlund, að hjarta heima- sætunnar hafi slegið örar, þegar horft var út um gluggann upp Stýrimannastíginn, eina fegurstu götu bæjarins. Ef til vill birtist þá Kristján og kom gangandi niður stíginn, þessi stórglæsilegi maður, i baksýn Stýrimannaskólinn, þar sem hann var við nám. Úr þessu varð hjónaband, sem entist um aldur og ævi. Ekki veit ég, hvort orðið fegurð á við, þegar lýst er sambúð hjóna, en umgengni þeirra Láru og Kristjáns hvort við annað, ástúð og elskuleiki, var slík, að engan lét ósnortinn. Betri mann en Kristján gat Lára ekki eignast, og bar hann hana á höndum sér alla tíð. Sjálf- ur hneigði hann höfuð í lítillæti yfir því happi að hafa hlotið hana fyrir lífsförunaut, og augun ljóm- uðu. Lára var einstök kona. Yfir henni var jafnan höfðingleg reisn, sem hún hélt fram á síðustu stund. Viðhorf hennar og fram- koma gagnvart öðru fólki ein- kenndist af hlýju, fordómaleysi og miklu mannviti, sem náði langt út fyrir reynslumörk eigin kynslóðar. Áldrei heyrði ég Láru hallmæla nokkurri lifandi veru, né mæla fram styggðaryrði. Eiginleikar Láru, sem Kristján deildi með henni í ríkum mæli, gerði þau hjón vinsæl mjög, og sóttist fólk eftir návist þeirra, jafnt ungir sem aldnir. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þeim hjónum, þá barnung að aldri og verða þeim síðan sam- ferða um sautján ára skeið. Bless- uð sé minning Láru og Kristjáns Schram. Selma GuðmundsdóUir. Á morgun, mánudaginn 18. þ.m., munum við kveðja í hinnsta sinn Láru Jónsdóttur Schram, föður- systur okkar. Hún fæddist í Reykjavík 30. október 1896. For- eldrar hennar voru Vigdís Magn- úsdóttir frá Miðseli og Jón Þórð- arson, skipstjóri frá Gróttu og var Lára yngsta barn þeirra. Faðir hennar lést er hún var aðeins 1 árs gömul. Ólst hún því upp hjá móð- ur sinni og voru þær mæðgur ein- staklega samrýndar alla tið. Vig- dís lést 1939. Lára giftist Kristjáni Schram, skipstjóra, 3. nóvember 1921 og hófu þau búskap I gamla húsinu við Vesturgötu 36, en reistu síðar sitt glæsilega hús á sömu lóð. Hjónaband þeirra var með af- brigðum gott. Hann lést fyrir rúmu ári. Vinátta milli foreldra okkar og þeirra var svo traust að aldrei bar skugga á. Okkur fannst eins og faðir okkar liti alltaf á Láru eins og litlu systur sína, og eins áttu þær mágkonurnar mjög sameig- inleg áhugamál. Gestkvæmt var jafnan á heimili þeirra hjóna, enda alltaf gott þangað að koma. Vinirnir af eldri kynslóðinni hafa að sjálfsögðu fallið frá smátt og smátt síðustu árin. En yngri kynslóðir hafa haldið tryggð við Láru og heimsótt hana að staðaldri. Að okkar áliti var hún hamingjusöm kona, þótt hún fengi sinn skerf af mótlæti í lífinu eins og flestir. Yngri dóttirin Magdalena lést árið 1972, aðeins 45 ára gömul. En Lára átti því láni að fagna að njóta umönnunar eldri dóttur sinnar, Vigdisar, til hins síðasta. Að endingu þökkum við henni samfylgdina. Vigdís og Kigríöur Jónsdætur. Ættingjar og vinir kveðja á morgun sæmdarkonu, Láru Jóns- dóttur Schram, Vesturgötu 36B hér í Vesturbænum. Hún lést á dögunum á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund. Eftirminnileg verður hún okkur öllum, sem ur- ðum þeirrar ánægju aðnjótandi að kynnast henni og hennar farsæla manni, Kristjáni Schram togara- skipstjóra. Hann lést í ársbyrjun á fyrra ári. Áhugi Láru á mönnum og málefnum var sívakandi. Oft var með ólíkindum hve hún vissi deili á mörgum Reykvíkingum, bæði fyrir austan Læk og vestan, einum þó Vesturbæingunum, enda sjálf borin og barnfædd þar og Kristján reyndar líka. — Var ekki ýkja langt milli heimila þeirra er þau voru á sokkabandsárum sín- um. — Bæði frá sjómannaheimil- um á Vesturgötunni og Bræðra- borgarstíg. Lára var komin á efri ár er okkar kynni hófust. Það var dálít- ið atvik er varð þess valdandi að ég labbaði til þessara góðu vina minna vesturfrá. Þetta var held ég í fyrsta skipti sem ég sá og talaði við Láru, því þó hún hafi verið I fremstu röð slysavarnakvenna hér í bænum um margra ára skeið, var það áður en fjölmiðlaaldan tók að rísa fyrir alvöru. Það fór ekki milli mála að hin snyrtilega silf- urhærða kona var eldhugi, skemmtileg og viðræðugóð. Enn voru öryggis- og slysavarnamál sjómanna ofarlega í huga hennar, ekki síst hlutur kvennadeildar SVFl hér í bænum í baráttunni fyrir þeim hugðarefnum hennar. Hún hafði hér á árum fyrr helgað starfinu í kvennadeildinni miklu af sínum frístundum. Þessa minntist hún með ánægju og kynna af mörgum hörkudugleg- um konum sem með henni störf- uðu í deildinni. Með starf sem þetta utan heimilisins hafði hún farið létt með, eins og vinsælt er að komast að orði í dag. Meðal þess sem sérstætt var, hvað Láru viðvék, og er vafalítið nær einsdæmi, a.m.k. hér í Reykjavík, er að hún yfirgaf aldrei æskustöðvarnar. Þegar Kristján og Lára reistu húsið sitt, Vestur- götu 36B, má ég segja það hafi verið byggt í kálgarði æskuheimil- is hennar á Vesturgötunni. I þessu húsi sínu áttu þau svo heima með- an heilsa og kraftar Ieifðu, eigin- lega gott betur en það. Samband Láru við móður sína mun alla tíð hafa verið mjög náið, virtist mér af samtölum við hana. Eins við bróður sinn, Jón Otta togaraskip- stjóra, sem eins og Lára átti heima í túnfætinum á Vesturgötu. Höfðu bersýnilega verið miklir kærleikar með mæðgunum. Ég hef það líka á tilfinningunni að er Lára stofnaði sitt heimili hafi hið nána samband dóttur og móður átt sinn þátt I að móta heimilis- mynstur Láru, sem var mjög dug- andi húsmóðir. Lagði sig jafnan í framkróka við að mæta þörfum og óskum fjölskyldunnar og hennar nánustu. Ákvarðanatökur komu mjög í hennar hlut. Slíkt mæðir oftast meir á sjómannskonum en öðrum húsmæðrum af skiljanleg- um ástæðum. Vissulega var gamla heimilisins saknað er á Grund var komið. En Lára var raunsæis- manneskja. Gerði sér fulla grein fyrir stöðunni, er hún og Kristján kvöddu gamla heimilið. Það var henni fagnaðarefni að gamla hús- ið skuli áfram gegna lykilhlut- verki í lífi fjölskyldunnar. Afkom- endurnir eru fluttir í hið vinalega hús og hafa tekið sér þar bólfestu. Vera má að draga megi þá ályktun að þau Lára og Kristján hafi komist áfallalítið eða -laust gegnum lífið. Svo var ekki. Þau fengu sinn skammt af sorg og mótlæti. í hugum vina verður ætíð bjart yfir nafni og minningu Láru. Þótt hún undir lokin væri farin á lík- ama var sálarkrafturinn ótrúlegur til hinstu stundar, hugurinn opinn og hugsunin skýr. Ekki var slakað á kröfunni til sjálfs sín: Að vera ætíð snyrtileg og koma vel fyrir. Eitt hið siðasta sem hún spurði nærstadda um var hvort hár- greiðslan væri ekki í lagi. — Og bætti við: Og komið með varalit- inn! Vina- og kunningjahópurinn við heimili Láru og Kristjáns var alla tíð mjög fjölmennur og jafnan gestkvæmt á Vesturgötunni. Nú að leiðarlokum þökkum við sam- veruna og samfylgdina hvort held- ur hún var löng eða stutt. í sjóði minninganna kennir margra grasa. Sverrir Hjónaminning: Helga Sigurðar- dóttir Wendelbo og Per Wendelbo Heigæ Fædd 22. júní 1909 Dáin 27. janúar 1985 Per: Fæddur 7. júlí 1891 Dáinn 20. nóvember 1984 Síðla sunnudagsins 27. janúar sl. barst okkur sú harmafregn frá Osló, að Helga systir okkar hefði látist þar í borg þann sama dag, en maður hennar, Per Wendelbo, lést þann 20. nóvember 1984. Var því skammt stórra högga á milli eða aðeins rúmlega 2 mánuðir. Helga fæddist í Reykjavík 22. júní 1909. Hún var dóttir hjón- anna Þuríðar Pétursdóttur og Sig- urðar Árnasonar, sem lengi bjuggu á Bergi við Suðurlands- braut. Hún ólst upp í stórum og glöðum systkinahópi og var þar jafnan hrókur alls fagnaðar. Eftir skólagöngu vann hún á skrifstofu Haraldar Árnasonar í Reykjavík, þar til hún kynntist manni sínum, Per Wendelbo, sem starfaði þá við sendiráð Noregs i Reykjavík. Þarna 8. maí 1937 gengu þau Helga og Per í hjónaband í Osló og bjuggu þar þar til síðari heims- styrjöld braust út, en þá tóku við tímar andspyrnu og útlegðar, vegna hernáms Þjóðverja. Eftir að styrjöidinni lauk var Per útnefnd- ur konsúll Noregs í Marseille, Frakklandi, og bjuggu þau þar það sem eftir var starfstima hans. Þau eignuðust 4 mannvænlega syni, en urðu fyrir þeirri miklu sorg að missa elsta soninn, Per Sigurð, í blóma lífsins. Eftirlif- andi synir þeirra eru: Harald Árni, Olav Helgi og Sverre Sturla. Barnabörnin eru 6. Heimili þeirra Helgu og Per stóð allri okkar fjölskyldu ætíð opið og voru þau ávallt reiðubúin að greiða götu allra. i' • Síðustu árin bjuggu þau í Osló, og vann þá Helga utan heimilis á skrifstofu Ríkisendurskoðunar- innar, þar til hún hætti störfum vegna aldurs, en þá var Per maður hennar farinn að heilsu. Tók þá við mikið erfiðleikatímabil. Hún annaðist hann af mikilli kost- gæfni uns yfir lauk, en þá var hún sjálf farin að kröftum. Það gladdi okkur mikið að Helga gat komið og verið viðstödd hátíð, sem haldin var í fjölskyldu okkar síðastliðið vor. Það voru yndislegar og ógleymanlegar stundir, sem við þá áttum með henni. Við kveðjum hjartkæra systur okkar og mág með söknuði og innilegu þakklæti í huga. Inga, Diddi og Halli Hinn 4. febrúar sl. fór fram út- för Helgu Sigurðardóttur Wend- elbo í Osló. Lát hennar bar brátt að, því hún varð bráðkvödd hinn 27. janúar. Þar með er horfið af sjónarsviðinu fyrsta systkinið af stóra systkinahópnum frá Bergi við Suðurlandsbraut. Heiga hafði búið erlendis meiri hluta æfinnar, því hún fluttist 1937 til Noregs, þegar hún giftist Per Wendelbo. Eftir það var heim- ili þeirra allvíða vegna heims- styrjaldarinnar, en þá bjuggu þau í Svíþjóð, Færeyjum og Englandi, þar sem Per maður hennar gegndi þýðingarmiklum störfum á vegum norsku utanríkisþjónustunnar. Eftir styrjöldina fluttust þau til Frakklands, en þar tók eiginmað- ur Helgu við konsúlsstarfi fyrir Noreg í Marseille og þar munu þau hafa búið um 12 ára skeið og undu þar vel hag sínu. Eftir að starfs- ferli hans lauk fluttust þau svo heim til Noregs og bjuggu í Osló. Það hefir áreiðanlega verið Per Wendelbo mikils virði að hafa við hlið sér konu eins og Helgu, enda er enginn vafi á þvf, að hann mat hana mikils. En það var líka gagn- kvæmt. Hún var mikil atorku- manneskja, tók mikinn þátt í öllu með honum og stóð styrk við hlið hans til hins síðasta, hvort sem allt lék í lyndi eða eitthvað blés á móti. Helga var tíguleg kona og glæsi- leg og hefur örugglega verið bæði Noregi og íslandi til sóma í allri sinni framgöngu, hvar sem leiðir hennar lágu. Hún átti ekki langt að sækja það, þar sem foreldrar hennar báðir, þau Þuríður Pét- ursdóttir og Sigurður Árnason vélstjóri á Bergi, voru hið mesta heiðursfólk, vel gefin og vel gerð. Helga hlaut þvi gott vegarnesti frá æskuheimilinu og uppruna sínum. Á því heimili rikti ein- drægni og einhugur og stóra barnahópnum var innrætt aðeins það, sem mætti verða honum fyrir bestu. Per Wendelbo var mikill heið- ursmaður og bar það með sér í öllu sínu fasi og umgengni við aðra. Hann var Ijúfur maður við hvern sem var, en gat verið fastur fyrir og ákveðinn, ef þvi var að skipta og samviska hans bauð honum það. Hann hafði fastmótaðar skoðanir, var vel greindur og hafði gott skopskyn. Það var því ánægjulegt að vera samvistum við hann fyrir margra hluta sakir. Synir Helgu og Per Weneldbo hlutu allir gott uppeldi og góða háskólamenntun og eru hinir hæf- ustu menn. Einn þeirra, dr. Har- ald Árni, er í hárri stöðu hjá Efnahagsbandalagi Evrópu í Strassburg, Annar, Olav Helgi, er forstjóri norskrar ferðaskrifstofu á Kanaríeyjum og sá þriðji, Sverre Sturla, starfar við skipamiðlun í Noregi. Fjórði og elsti sonurinn, Per Sigurdur, lést á besta aldri, en þá var hann tekinn til starfa sem verkfræðingur við hina þekktu rannsóknastofnun í Þrándheimi. Það var þungt og mikið áfall fyrir þau hjónin, en einnig fyrir ætt- ingja og tengdafólk hér, því Per yngri hafði verið hér í heimsókn- um og dvalið í fríum, svo að hon- um höfðum við kynnst mjög vel og vissum, að hann var mikill drengskaparmaður og augljóst að hann hefði átt mikla framtíð fyrir sér. Helga var áreiðanlega ham- ingjusöm kona í lífinu, því auk þess að hafa eignast mikinn heið- ursmann fyrir eiginmann og fjóra efnilega syni, þá átti hún marga trygga vini og m.a. vinafjölskyldu hér í Reykjavík, sem hélt við hana ævilangri tryggð, þó að langar vegalengdir skildu lengstum að. Tryggð og vináttu, sem er einstök. Helga var því gæfumanneskja, þó að sorgin léti hana ekki ósnortna. Hún fórnaði sínum síð- ustu kröfum til að gera manni sin- um lífið bærilegra i langvarandi veikindum hans. Þau létust með um tveggja mánaða millibili. Með þeim eru horfin af sjónarsviðinu hjón, sem margir sakna heilshug- ar. Að leiðarlokum þakka ég Helgu mágkonu minni og Per svila mín- um og konan mín systur sinni og mági, af heilum hug alla vináttu þeirra beggja við okkur. Við þökk- um allar ánægjulegu og göðu sam- verustundirnar með þeim í Osló og Marseille og hér heima. Nú verða þær ekki fleiri, en minningarnar munu lifa í hugum okkar bjartar og fagrar. Blessuð sé minningin um hin mætu hjón Helgu og Per Wend- elbo. Páll Þorgeirsson Birting afmælis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin i því, að afmælis- og minningargreinar verfta aft berast blaðinu meft góft- um fyrirvara. Þannig verftur grein, sem birtast i í miðviku- dagsblafti, aft berast í siftasta lagi fyrir hádegi i mánudag og hlift- stætt meft greinar aftra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getift, af marggefnu til- efni, aft frumort Ijóft um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituft og meft góftu línubili.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.